Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 1
Listaskóli á
tímamótum
Afmælisfagnaður hjá Listaskóla
Röngvaldar Ólafssonar á Ísafirði 28
Þjóðsagan
um Sveppa
Sprellarinn gerist sögumaður
á Álfum og tröllum Fólkið
Quarashi í
NASA
Rappararnir ætla að sinna öllum
aldurshópum Fólk í fréttum
ÓTTAST er að komið sé upp leyni-
skyttumál í Ohio í Bandaríkjunum
en vitað er um 12 skotárásir sem
virðast hafa verið gerðar af handa-
hófi í grennd við alríkisþjóðveg nr.
270 er liggur umhverfis borgina Col-
umbus.
Lögreglumenn telja að minnst
fjögur af þessum tilvikum séu tengd,
þ.e. að um sé að ræða sama skot-
mann.
Ekki var skýrt strax frá öllum til-
ræðunum en 25. nóvember var 62
ára gömul kona, Gail Knisley, skotin
til bana er hún var farþegi í bíl vinar
síns á umræddum vegi. Öll tilfellin
12 sem um er rætt hafa orðið á um
átta km vegarkafla eða í grennd við
hann.
Skotið á grunnskóla
Á þriðjudag var skotið á tvo menn
sem voru í bíl um 145 km frá Col-
umbus. Bílstjórinn særðist hættu-
lega á höfði en farþeginn á hendi.
Komið hefur í ljós að 11. nóvember
var skotið að næturlagi á Hamilton-
grunnskólann í Obetz sem er um
þrjá km frá veginum. Lögreglan tel-
ur að ekki hafi verið ætlunin að
skjóta á fólk en foreldrar eru nú
margir hræddir um börnin og aka
þeim sjálfir í skólann.
Skólayfirvöld hafa sagt börnunum
að þau verði að halda sig innandyra í
frímínútunum.
Grunur um leyniskyttu
Columbus í Ohio. AP, AFP.
GREINILEGT er að sumir geta
ekki hugsað sér jólin án rjúpna því
dæmi eru um að menn séu reiðubún-
ir að borga allt
að tíu þúsund
krónur fyrir
ólöglega veidda
rjúpu. Morgun-
blaðið ræddi við
tvo vana veiði-
menn sem staðfestu að hafa fengið
slík tilboð en báðir höfnuðu þeim og
sögðust virða rjúpnabannið. Þeir
töldu hins vegar líklegt að slík boð
freistuðu óvandaðra veiðimanna til
að fara og skjóta rjúpu þrátt fyrir
bannið. Eftir því sem næst verður
komist hefur enginn enn verið stað-
inn að ólöglegum veiðum þótt lög-
reglunni hafi borist ábendingar um
veiðimenn á ferð.
70.000 fyrir tíu rjúpur
„Það var haft samband við mig og
mér boðið það að ef ég myndi fara og
ná í tíu stykki af rjúpu, fengi ég sjö-
tíu þúsund krónur fyrir þær eða sjö
þúsund fyrir rjúpuna,“ segir annar
veiðimannanna. „Þessir menn vita að
veiðimenn taka áhættu með því að
fara og skjóta og virðast vera tilbún-
ir að borga fyrir það.“
Hinn veiðimaðurinn sagðist hafa
fengið tvær hringingar og sér hefðu
verið boðnar allt að tíu þúsund krón-
ur fyrir stykkið af rjúpunni. „Það
sem mér finnst verst í þessu er að
það er eins og hugarfarið sé þannig
að það sé hreinlega fínt eða „töff“ að
vera með ólöglega bráð. Ég tel mig
þekkja nokkuð vel veiðimannaflór-
una og auðvitað eru misjafnir sauðir
í stórum hópi en svona almennt held
ég að menn virði bannið.“
Allt að tíu
þúsund fyrir
ólöglega
veidda rjúpu
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið
skipun um að verndartollar á innflutt stál verði af-
numdir og er þá ljóst að afstýrt hefur verið hörðu
viðskiptastríði. Gripið verður til sérstakra ráðstaf-
ana til að fylgjast með því að er-
lend fyrirtæki noti ekki tæki-
færið til að undirbjóða innlend
stálfyrirtæki á markaðnum og
grafa þannig undan þeim.
Heimsviðskiptastofnunin,
WTO, hafði áður úrskurðað að
verndartollarnir bandarísku
brytu gegn alþjóðlegum við-
skiptasamningum og Evrópu-
sambandið (ESB), Japan og
Noregur höfðu hótað að leggja refsitolla á banda-
rískar vörur 15. desember.
Talsmenn sambands bandarískra stáliðnaðar-
manna, USWA, brugðust ókvæða við tíðindunum í
gær og sögðu að Bush hefði beygt sig fyrir „fjár-
kúgun“ af hálfu Evrópuríkjanna. „Forsetinn þorði
ekki að afhjúpa WTO með því að láta menn standa
við stóru orðin og með þessu hundsar hann tjónið
sem áfram verður unnið [á stáliðnaðinum],“ sagði
Leo Gerard, forseti sambandsins en félagar í því
eru um 120.000.
Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, las
upp yfirlýsingu frá Bush í gær. Þar sagði að mark-
miðin með tollunum hefðu nú náðst, samkeppn-
isaðstaða hefði verið treyst og því tímabært að
leggja þá af. Viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, Ro-
bert Zoellick, sagði í gær að sala innlendra stálfyr-
irtækja hefði stóraukist síðustu mánuði.
Ávextir og Harley-Davidson
Verndartollarnir voru lagðir á í mars 2002 á
þeirri forsendu, að innflutt stál, sem væri niður-
greitt í framleiðslulöndunum, skaðaði bandarísk
fyrirtæki. Viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins,
Pascal Lamy, fagnaði í gær ákvörðun Bush og til-
kynnti að sambandið hefði fallið frá fyrirhuguðum
refsitollum, að andvirði 2,2 milljarða dala eða 163
milljarða króna, á bandarískar vörur. ESB hefði
sýnt hvað það gæti ef aðildarríkin stæðu saman.
Evrópsku refsitollunum var beint á þrauthugs-
aðan hátt gegn ýmsum vörum frá nokkrum banda-
rískum sambandsríkjum sem vitað er að repúblik-
anar leggja þunga áherslu á í forsetakosningunum
á næsta ári. Má nefna sem dæmi tolla á innflutning
sítrusávaxta og Harley-Davidson-mótorhjóla.
Afnám stáltolla
Bush sak-
aður um
undan-
látssemi
Washington, Brussel. AP, AFP.
George W. Bush
HEILÖG Barbara, verndardýrlingur þeirra
sem vinna við ýmiss konar jarðvinnu, var í
aðalhlutverki í kaþólskri messu í aðkomu-
göngum eitt við Kárahnjúka í gær. Séra Pat-
rick, prestur kaþólskra, fór með fyrirbænir
og blessun. Þrátt fyrir að flestir starfsmenn
virkjunarinnar hefðu farið á Egilsstaði að
gera sér glaðan dag, vegna hátíðar heilagrar
Barböru, voru um fjörutíu messugestir í
göngunum, aðallega yfirmenn og börn þeirra.
Komið hefur verið fyrir nokkrum styttum
af heilagri Barböru inni í göngunum, starfs-
mönnum til verndar. Voru þessar styttur
blessaðar og naut séra Patrick aðstoðar kró-
atísku nunnunnar Celestine við blessunina.
Að lokinni messunni var boðið til veislu og
var hún nokkuð fjölmenn, enda mikið um
dýrðir.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Prestur kaþólskra, sr. Patrick, ákallaði verndardýrlinginn heilaga Barböru um vernd gegn slysum
og óhöppum og bað um blessun til handa þeim fjölmörgu sem vinna við virkjunarframkvæmdina.
Meðal messugesta í aðkomugöngum eitt í gær-
morgun voru nokkur börn ítalskra starfsmanna
Impregilo. Um 40 manns voru við athöfnina.
Kaþólsk messa
við Kárahnjúka
Kaþólsk messa/29
STJÓRNENDUR sem fá of-
urlaun, rausnarlega kaupauka og
svimandi háar starfsloka-
greiðslur verða ekki hamingju-
samari fyrir vikið. Öðru nær,
þeir verða daprir, einmana og
skapstyggir, að því er breskir og
bandarískir vísindamenn segja.
Skýrt var frá niðurstöðum
þeirra á vefsíðu Göteborgs-
Posten í gær. Carsten von Otter,
sem er prófessor í félagsfræði og
starfar hjá rannsóknarstofnun
atvinnulífsins í Svíþjóð, segir að
forstjórarnir verði þjakaðir af
streitu vegna ofurlaunanna.
Hann vísar m.a. í rannsókn sem
gerð var fyrir Ashbridge Bus-
iness School í Bretlandi sem
bendir til þess að ofurlauna-
stjórnendur séu hræddir um að
upp komist að þeir séu vanhæfir
í starfi, þeir eru einmana og
finnst að þeir séu öðruvísi en
annað fólk. Þeir eiga erfitt með
samskipti við aðra starfsmenn og
líður betur í félagsskap með öðr-
um í „úrvalsliðinu“.
Von Otter segir að háu launin
séu orðin eins konar stöðutákn,
gríðarleg fjárhæðin sé ekki leng-
ur aðalatriðið heldur hvað hún
gefi til kynna um stöðuna í sam-
félaginu. „Hálaunaðir stjórn-
endur fara að haga sér á æ
óskiljanlegri hátt,“ segir hann og
vísar til bandarískra rannsókna.
Ef launin séu tengd við hluta-
bréfaverð noti þeir tímann frem-
ur til að velta fyrir sér hátimbr-
uðum áformum í stað þess að
takast á við raunverulegt ástand
mála. Þeir fari að líta á grákald-
an veruleikann sem truflun.
Depurð vegna ofurlaunanna
STOFNAÐ 1913 330. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is