Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 2
AFNEMA STÁLTOLLA
George W. Bush Bandaríkja-
forseti ákvað í gær að nema úr gildi
umdeilda verndartolla sem lagðir
voru á innflutt stál í fyrra. Heims-
viðskiptastofnunin, WTO, hafði áð-
ur úrskurðað að tollarnir væru
ólöglegir. Bandarískir stáliðn-
aðarmenn brugðust í gær ókvæða
við ákvörðun Bush og sögðu hann
hafa beygt sig fyrir hótunum Evr-
ópusambandsins sem hugðist svara
með refsitollum á ýmsar bandarísk-
ar vörur frá 15. desember.
Vilja breyta Kyoto-bókun
Rússnesk stjórnvöld vilja að
gerðar verði breytingar á Kyoto-
bókuninni um samdrátt í losun kol-
díoxíðs í andrúmsloftið. Fram kom í
máli Andreis Íllaríonovs, efnahags-
ráðgjafa Vladímírs Pútíns Rúss-
landsforseta, í gær að hann stæði
fast við þau orð sín fyrr í vikunni að
Moskvustjórnin myndi ekki stað-
festa Kyoto-bókunina óbreytta ef
einhver önnur ríki gerðu það ekki.
Ástæðan væri að reglur sáttmálans
myndu draga úr hagvexti í Rúss-
landi. Líklegt þykir því að Kyoto-
bókunin verði ekki að veruleika þar
sem Bandaríkjamenn hafa þegar
neitað að staðfesta hana.
500.000 tonn af kolmunna
Fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi
hafa tekið á móti liðlega hálfri
milljón tonna af kolmunna á árinu
og er áætlað að útflutnings-
verðmæti kolmunnans séu um átta
milljarðar íslenskra króna. Íslensk
skip hafa veitt 474 þúsund tonn en
erlend skip hafa landað hér um 74
þúsund tonnum.
Rothögg ekki hættulegust
Síendurtekin „létt“ högg í hnefa-
leikum geta jafnvel valdið meiri
skaða en einstaka rothögg segir
Ólafur Hergill Oddsson læknir.
Hann segir gagnsemi höfuðhlífa
einnig vera takmarkaða við að
vernda heilann því hann hristist
alltaf til við högg. Ítrekuð höf-
uðhögg árum saman geti því orsak-
að skerta heilastarfsemi enda hafi
verið sýnt fram á það í rann-
sóknum.
Y f i r l i t
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kynningar – Tímarit um mat og vín
fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrif-
enda.
Einnig fylgir Morgunblaðinu í dag
Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á
landsbyggðinni.
villibráðar-Villi/fordrykkir & fingrafæði/bíóbakkar
létt á aðventu/sjávarréttir/barnaboð/koníak
TÍMARIT UM MAT & VÍN122003 5.TBL
rokk & ról
rjúpnalaus jól
frítt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins/verð í lausasölu kr. 480
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HIÐ íslenska glæpafélag og Grand
Rokk efna til samkeppni um glæpa-
smásögu í vetur. Það er á meðal
þess sem kemur fram í sérblaðinu
Fólkinu, sem fylgir Morgunblaðinu
í dag.
„Maður á bara ekki að búast við
neinu,“ segir Tómas Lemarquis,
sem tilnefndur er til evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna, sem afhent
eru í kvöld.
„Jú, þetta þykir nú svolítið Hófí-
legt,“ segir Regína Diljá Jónsdóttir
þegar Fólkið lítur í heimsókn til
hennar á leikskólann, en hún
keppir í Ungfrú heimi á morgun.
Fleira ber á góma, s.s. lista yfir
viðburði næstu viku og frumsýn-
ingu á gamanmyndinni Love
Actually.
Samkeppni
um glæpa-
smásögur
TILKYNNT var um tilnefning-
ar til Íslensku tónlistarverð-
launanna í gær í Borgarleikhús-
inu. Í flokki popptónlistar fékk
rokksveitin Mínus flestar til-
nefningar, kammersveit
Reykjavíkur varð þá fengsæl í
sígilda geiranum og Hilmar
Jensson var tilnefndur til
þriggja verðlauna sem djass-
listamaður. Þá voru feðgarnir
Björgvin Halldórsson og Oddur
„Hrafn“ Björgvinsson báðir til-
nefndir sem besti söngvarinn.
Verðlaun eru veitt fyrir popp,
sígilda- og nútímatónlist og
djass aukinheldur fyrir „ýmis-
lega“ tónlist. Verðlaunin verða
afhent í Borgarleikhúsinu um
miðjan janúar á næsta ári.
Íslensku tónlistar-
verðlaunin
Feðgar
tilnefndir
Mínus með/65
SÍÐARI hluti frumskýrslu Sam-
keppnisstofnunar um meint ólöglegt
samráð olíufélaganna er væntanleg-
ur í hendur félaganna í dag, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins. Að því loknu munu félögin njóta
andmælaréttar áður en endanleg
skýrsla verður gefin út. Mun skýrsl-
an vera mikil umfangs, í kringum
500 blaðsíður.
Samkvæmt heimildum blaðsins
boðuðu olíufélögin til fundar með
fulltrúum Samkeppnisstofnunar síð-
astliðinn mánudag þar sem stofnun-
inni var boðið að ljúka málinu með
sátt. Í málsmeðferðarreglum sam-
keppnisyfirvalda er gert ráð fyrir að
ljúka málum með sátt, þar sem aðilar
sem til rannsóknar eru viðurkenna
brot sín að öllu eða nokkru leyti gegn
því að sektir lækki eða að betrum-
bótum sé lofað í rekstrinum fram-
vegis. Eftir því sem heimildir blaðs-
ins herma munu fulltrúar
Samkeppnisstofnunar hafa sýnt boð-
inu lítil viðbrögð að svo stöddu þar
sem síðari hluti frumskýrslunnar
hafi ekki verið frágenginn.
Mun þessi sáttafundur hafa verið
áframhald á því ferli sem hafði verið
í gangi fyrir útkomu fyrri hluta
skýrslunnar fyrr á þessu ári. Þá
bauð Samkeppnisstofnun olíufélög-
unum að ljúka málinu með sátt sem í
fólst afsláttur á mjög háum sektum.
Höfnuðu olíufélögin þessu boði, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
þar sem þau töldu sektirnar allt of
háar. Mun annað hljóð hafa verið
komið í strokkinn á fundinum á
mánudag og höfðu olíufélögin þá
m.a. til hliðsjónar nýlegan dóm
Hæstaréttar í samráðsmáli græn-
metisheildsala. Náist ekki sátt í mál-
inu er talið fullvíst að það endi fyrir
dómstólum, segja heimildir blaðsins.
Mikilvægt að ljúka málinu
Lögmenn olíufélaganna, sem
Morgunblaðið hafði samband við í
gær; Kristinn Hallgrímsson fyrir Ol-
íufélagið Esso, Gísli Baldur Garðars-
son fyrir Olís og Gestur Jónsson fyr-
ir Skeljung, vildu ekkert tjá sig um
þennan fund eða staðfesta að hann
hefði yfirleitt farið fram. Þannig
sögðu Kristinn og Gísli það hafa ver-
ið óskráða reglu hjá þeim að tjá sig
ekki um gang málsins hjá Sam-
keppnisstofnun.
Gestur Jónsson sagði það eitt að
mikilvægt væri fyrir Skeljung og alla
aðila að fara að ljúka málinu sem
fyrst. Það hefði lamandi áhrif á starf-
semi félaganna og Samkeppnisstofn-
unar og erfitt væri að sitja undir því
árum saman að vera til rannsóknar
hjá yfirvöldum. Ekki væri heldur
rétt að ræða það í fjölmiðlum hvern-
ig sáttum menn vildu ná fram.
Olíufélögin buðu Samkeppnisstofnun sátt í máli sínu
Von á síðari hluta frum-
skýrslu til félaganna í dag
Morgunblaðið/Sverrir
MENNTAMÁLANEFND Alþingis
hefur lagt fram tillögu á Alþingi um
hverjir hljóti heiðurslaun listamanna
á næsta ári. Listamennirnir eru 25, en
þeir voru 22 á þessu ári. Samkvæmt
tillögunni hljóta þeir 1,6 milljónir
króna hver. Sex nýir bætast við frá
því sem áður var; þau Megas, Krist-
inn Hallsson, Vilborg Dagbjartsdótt-
ir, Jóhann Hjálmarsson, Rögnvaldur
Sigurjónsson og Vigdís Grímsdóttir.
Þau Árni Kristjánsson, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir og Rúrik Haralds-
son létust á árinu.
Listamennirnir sem hljóta launin á
næsta ári skv. tillögunni eru: Atli
Heimir Sveinsson, Ásgerður Búa-
dóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðardóttir,
Guðbergur Bergsson, Gunnar Eyj-
ólfsson, Hannes Pétursson, Herdís
Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson,
Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Jórunn
Viðar, Kristinn Hallsson, Kristján
Davíðsson, Matthías Johannessen,
Megas, Róbert Arnfinnsson, Rögn-
valdur Sigurjónsson, Svava Jakobs-
dóttir, Thor Vilhjálmsson, Vigdís
Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bertels-
son og Þuríður Pálsdóttir.
Sex nýir listamenn
fá heiðurslaun
TÍMARIT
MORGUNBLAÐSINS
FYLGIR MORGUNBLAÐINU
Á SUNNUDAGINN
Allt fyrir
Fegurðina
Í dag
Sigmund 8 Minningar 42/47
Viðskipti 13/18 Brids 42
Erlent 20/23 Kirkjustarf 42
Höfuðborgin 25 Myndasögur 56
Akureyri 26 Bréf 56
Suðurnes 27 Staksteinar 58
Landið 28 Dagbók 58/59
Austurland 28 Íþróttir 60/63
Listir 30/33 Leikhús 64
Daglegt líf 34/35 Fólk 64/69
Forystugrein 36 Bíó 67/69
Viðhorf 40 Ljósvakamiðlar 70
Umræðan 40/41 Veður 71
* * *