Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 0 3 DANSKA lögreglan rannsakar til- drög banaslyssins á Nordhavns- lestarstöðinni í austurhluta Kaup- mannahafnar aðfaranótt laugardags þegar 19 ára íslenskur piltur, Atli Thor Birgisson, varð fyrir lest. Að sögn lögreglunnar er ekki uppi grunur um saknæmt athæfi í tengslum við atburðinn. Atli Thor hafði búið í Danmörku frá árinu 1990 ásamt móður sinni, Maríönnu Friðjónsdóttur. Lík hins látna verður flutt til Íslands og fer útför hans fram frá Bústaðakirkju 12. desember. Minningarathöfn um Atla Thor verður í Kaupmannahöfn laugardaginn 6. desember. Hægt verður að minnast hins látna á heimasíðu hans sem opnuð verður á næstu dögum. Slóðin er www.- atli.dk. Vinir og vandamenn móður Atla Thors hafa stofnað styrktarsjóð vegna flutnings jarðneskra leifa hans til Íslands. Stofnaðir hafa ver- ið bankareikningar í Danmörku og á Íslandi í því skyni. Í Danmörku: Støttefond for Atli. Forstædernes bank Hellerupvej 8, 2900 Hellerup, reg. 5478, konto: 8009545. Ábyrgðarmaður er Niels Kjølbæk þjónustustjóri. Á Íslandi: Styrktarsjóður fyrir Atla. Landsbanki Íslands. Múla- útibú, reikningur: 0139-05-063552. Kt.: 240754-4289. Ábyrgðarmaður er Hrafnhildur Sigurðardóttir úti- bússtjóri. Andlát Atla Thors í rannsókn dönsku lögreglunnar ÓLAFUR Hergill Oddsson læknir telur að ein- staka rothögg í hnefaleikum þurfi ekki að vera það alvarlegasta sem menn lenda í, heldur geti sí- endurtekin „létt“ högg jafnvel valdið meiri skaða. Gagnsemi höfuðhlífa sé ennfremur takmörkuð þegar kemur að verndun heilans. „Það eru engar hlífar sem geta varið heilann fyrir höggum, því heilinn hristist alltaf til,“ segir Ólafur. „Það getur komið mar á heilann þar sem höggið lendir, en einnig getur komið svokallaður gagnhöggsáverki. Heilinn hreyfist nefnilega ekki eins hratt og höfuðkúpan. Við högg geta æðar slitnað og orsakað heilablæðingu. Erfiðastar eru líklega hinar örlitlu blæðingar sem uppgötvast e.t.v. ekki fyrr en löngu síðar. Einnig getur tauga- vefur skaddast við höfuðhögg. Ég held að það þurfi ekki mikla snilligáfu til að sjá að við ítrekuð höfuðhögg árum saman geti það orsakað skerta heilastarfsemi, enda hefur það sýnt sig í rann- sóknum.“ Afbrigðilegt blóðflæði í heila boxaranna Í breskri rannsókn frá árinu 1995 þar sem fylgst var með ungum íþróttamönnum í breska hernum, annars vegar áhugamannaboxurum og hins vegar mönnum í öðrum íþróttagreinum kom í ljós að afbrigðilegt blóðflæði í heila boxaranna var mun algengara en í hinum íþróttamönnunum. „Þessi rannsókn er athyglisverð fyrir þær sakir að hún sýnir glöggt að það gerist eitthvað í heila fólks við síendurtekin högg,“ segir Ólafur „Þess ber að geta að boxararnir notuðu höfuðhlífar. Í þessari rannsókn komu boxararnir marktækt verr út í fjórum af fimm taugasálfræðiprófum og því verr því oftar sem þeir höfðu keppt.“ Hollensk rannsókn frá árinu 2000 sýnir þá fram á skerta tauga- og vitsmunalega starfsemi hjá boxurum sem komu verr út á taugasálfræði- prófum en samanburðarhópur. „Í þessari rann- sókn voru prófaðir þættir eins og skipulags- og at- hyglisgáfa auk fínhreyfinga og minnis. Allir þessir þættir komu verr út hjá boxurunum og versnuðu eftir því sem þeir kepptu meira. Hér var um að ræða tvo hópa annars vegar boxara sem kepptu og hins vegar boxara sem einugins hæfðu púðabox og fengu aldrei á sig högg. Báðir hópar voru próf- aðir strax að loknu púli, og notaði fyrrnefndi hóp- urinn höfuðhlífar, en engu að síður staðfestir rannsóknin að hlífarnar vernduðu þá ekki fyrir bráðum heilaáverka.“ Erfitt að tala um box sem íþróttagrein „Í mínum huga er erfitt að tala um box sem íþróttagrein vegna þess að markmiðið er að koma höggi á höfuð andstæðingsins auk fleiri staða á líkamanum. Hérlendis var af hálfu fylgjenda box- ins ekki tekið vel í þá tillögu að banna höfuðhögg, sem a.m.k. einn boxklúbbur í Hollandi hefur þó samþykkt með góðum árangri. Það ber einnig að athuga hvaða afleiðingar „léttu“ höggin hafa á fólk, því enn ein rannsókn, í þetta skiptið á dýrum, sýndi fram á að létt högg í langan tíma eru skaðlegri en einstaka rothögg. Vissulega eru rothögg alvarleg, en þessi tiltekna rannsókn sýndi að mörg létt högg á höfuðið valda meiri skaða á taugavef og heilaæðum en fá rot- högg.“ Ólafur telur í ljósi alls þessa hróplega mótsögn fólgna í því að börnum allt niður í 11 ára aldur sé kennt að boxa og veita hvert öðru höfuðhögg á meðan rekinn sé áróður fyrir því í samfélaginu að vernda börn fyrir ýmiss konar höfuðmeiðslum, s.s. með því að skylda þau til að nota hjálma á reiðhjólum sínum. Væg höfuðhögg í hnefaleikum jafnvel hættulegri en rothöggin Morgunblaðið/Sverrir „ÞESSIR einstaklingar eru ÍSÍ óviðkomandi og eru að mis- nota íþróttaklæði, sem ég hef mestu fyrirlitningu á,“ segir Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, um kókaínsmyglarana tvo sem teknir voru í Leifsstöð á þriðju- dag, klæddir sem íþróttamenn með hnefaleikabúnað. „Það mun væntanlega verða lagt fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ að taka á þessu máli, en reglur ÍSÍ gera ráð fyrir því að hægt sé að lýsa þá sem sýna af sér ótilhlýðilegt hátterni, „per- sona non grata“.“ Mennirnir voru eitt sinn innan hnefaleika- hreyfingarinnar en var vísað frá henni vegna samnings- brota. Eru ÍSÍ óvið- komandi HNEFALEIKANEFND ÍSÍ mun funda á morgun, föstudag, þar sem tildrög heilablæðingar Ara Ársæls- sonar hnefaleikara verða m.a. rædd. Einnig verður hið stórfellda kók- aínsmygl í Leifsstöð tekið til um- ræðu þar sem smyglararnir tveir tengjast íslenskum hnefaleikum. „Það að menn séu að skýla sér á bak við íþróttaföt og merki Íslands við fíkniefnasmygl er náttúrlega svo óforskammað að það tekur engu tali,“ segir Engilbert. „Ég ítreka að þessir menn eru ekki í ÍSÍ og get ekki séð að menn sem fara ekki að lögum hreyfingarinnar séu velkomn- ir í hana.“ Varðandi slysið í Eyjum segir Engilbert að fundurinn muni fara yf- ir skýrslu mótshaldara í Eyjum, eft- irlitsaðila og keppnislæknis sem var á staðnum þegar slysið varð. „Við gerum mjög strangar kröfur til keppenda og hvernig staðið skuli að hnefaleikakeppni,“ segir Engil- bert. „Ég harma að slysið skuli hafa orðið, en tel að hárrétt hafi verið brugðist við atburðinum.“ Konstantín Mikaelsson, dómari í viðureign Ara og Heiðars Sverris- sonar í umrætt sinn, sem endaði með því að sá fyrrnefndi hlaut mikla heilablæðingu eftir högg frá Heiðari, hefur staðfest að Ari hafi gert at- hugasemd við framgöngu Heiðars í hringnum með því að Heiðar kýldi hann í hnakkann. Konstantín segir þetta hafa verið í eitt skipti í þriðju lotu og hafi Heiðar hlotið dómaraað- vörun fyrir vikið. Alls óvíst erum samhengi þessa atriðis og heilablæð- ingar Ara. Hann liggur nú á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans eftir stutta legu á gjörgæsludeild. Verður hann þar næstu daga undir áfram- haldandi eftirliti lækna. Ræða um boxslys og smyglmál HNEFALEIKAFÉLAG Reykja- víkur leggur áherslu á að mennirnir tveir sem voru teknir með 400 grömm af kókaíni í Leifsstöð á þriðjudag eru ekki meðlimir í HR. Í ágúst sl. hafi nýir aðilar tekið við rekstri HR og var gerður samningur við fyrrverandi rekstraraðila þess efnis að að þeir létu íþróttina og allt henni tengt óafskipt næstu 5 árin. Það séu umræddir fyrrverandi rekstraraðilar HR sem voru teknir í Leifsstöð. „Því kemur það eins og köld vatns- gusa þegar fregnir þess eðlis að að- ilar tengdir hnefaleikaíþróttinni hafi verið handteknir vegna fíkniefna- smygls, ofan á allt annað sem á und- an hefur gengið þessa vikuna,“ segir í yfirlýsingu HR. HR segir málið áfall fyrir þá sem unnið hafa að uppbyggingu íþrótt- arinnar um árabil. Ennfremur for- dæmir HR að íþróttin sé notuð sem skjól til að smygla eiturlyfjum til landsins og segir að varsla mann- anna á hnefaleikabúnaði brjóti í bága við samning sem þeir undirrituðu við Boxing ehf. í ágúst sl. Ekki í Hnefa- leikafélagi Reykjavíkur KRAKKARNIR í leikskólanum Seljaborg skruppu upp í Heiðmörk í gær til að finna sér jólatré við hæfi. Þeim til aðstoðar við að finna rétta tréð voru foreldrar og jóla- sveinarnir Hurðaskellir og Stekkjastaur, sem sennilega hafa verið að villast í bænum svona snemma, enda ekki væntanlegir alveg strax til byggða. Morgunblaðið/Einar Falur Sóttu sér jólatré í Heiðmörk DESEMBERUPPBÓT skjólstæð- inga Tryggingastofnunar ríkisins felst í 30% uppbót á tekjutryggingu, heimilisuppbót og tekjutryggingar- auka og getur hæst orðið um 22.000 krónur. Ellilífeyrisþegi sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur fær 20.630 krónur í ellilífeyri eða grunnlífeyri, 38.500 kr. í tekjutryggingu, 16.960 kr. í heimilisuppbót og 18.000 kr. í tekjutryggingarauka (hærri). Des- emberuppbót hans er 30% af þremur síðustu greiðslunum eða 22.038 kr. Desemberuppbót TR 30% ofan á aðrar greiðslur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.