Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 8
Ho, ho, hó, ég er nú jólasveinninn. FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nútíma húsgagnahönnun Alþjóðlegur sjálfboðaliðadagur í dag Að bæta al- þjóðasamfélag Alþjóðlegur sjálf-boðaliðadagur er ídag og er af því tilefni opið hús á vegum AFS á Íslandi. Varafor- maður þeirra er Martha Eiríksdóttir. – Þín tengsl við AFS? „Í rúm 28 ár hef ég starfað mikið sem sjálf- boðaliði með AFS. Ég hef einu sinni verið formaður, sit nú í stjórn í þriðja skipti sem varaformaður, hef margoft verið trúnað- armaður fyrir erlenda nema og næsta skref verður að fóstra nema á heimili mínu. Ég átti þess kost sem unglingur að fara sem skiptinemi til Belgíu og ég held að það hafi verið ein besta fjár- festing sem ég hef ráðist í um ævina. Síðan hefur það verið hug- sjón mín að veita fólki tækifæri á að skiptast á reynslu um mis- munandi menningarheima, hvort sem er að fara sem skiptinemar eða fóstra skiptinema á sínu heimili. Mér finnst þetta alltaf verða mikilvægara og mikilvæg- ara þar sem alþjóðasamskipti fara sívaxandi og heimurinn verð- ur stöðugt minni í hugum okkar.“ – Segðu okkur frá AFS. „AFS eru alþjóðleg sjálfboða- liða- og fræðslusamtök sem veita fólki tækifæri til að auka sam- skipti og skilning milli ólíkra þjóða og menningarheima. Þess- um markmiðum nær AFS m.a. með nemendaskiptum á milli þeirra 54 landa sem samtökin starfa í. Árlega fara um 10.000 manns vítt og breitt um heiminn á vegum samtakanna til dvalar í lengri eða skemmri tíma í öðru landi. AFS er óháð stjórnmála- flokkum, trúfélögum, hagsmuna- samtökum og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Það eru þúsundir sjálfboðaliða um allan heim sem gera okkur kleift að reka svo um- fangsmikið starf sem raun ber vitni, og upphaflega er AFS stofnað af sjálfboðaliðum. Það voru bandarískir sjálfboðaliðar sem óku sjúkrabifreiðum á víg- völlum Evrópu í fyrri og seinni heimsstyrjöldunum á vegum Am- erican Field Service, sem lögðu grunninn að núverandi starfsemi AFS árið 1947. Þeir trúðu því að nemendaskipti á milli landa væri árangursrík leið til að auka víð- sýni og skilning milli ólíkra menningarheima og þar með mætti draga úr líkum á því að hörmungar stríðsins endurtækju sig. Samtökin heita nú á ensku AFS Intercultural programs og á íslensku AFS á Íslandi – Alþjóð- leg fræðsla og samskipti.“ – Hver eru markmið AFS? „Við viljum vera leiðandi í fræðslu um ólíka menningar- heima og auðvelda þannig fólki að vera þegnar og nágrannar í al- þjóðasamfélagi. Að hafa farið sem skiptinemi eða haft skipti- nema á heimilinu stuðlar að auknum þroska, skiln- ingi og færni í að eiga samskipti við ólíkar þjóðir. Þeir sem tengj- ast starfi samtakanna vita einnig að nem- endaskipti breyta per- sónulegum gildum, viðhorfum og sýn á eigið þjóðfélag. Námskeiða- hald, fræðsla og ráðgjöf fyrir þátttakendur, fósturfjölskyldur, foreldra og sjálfboðaliða er stór liður í starfi samtakanna. Mark- visst er unnið að því að auka fræðslu og námskeiðahald fyrir þessa hópa.“ – Segðu frá AFS á Íslandi. „AFS á Íslandi var stofnað árið 1957, en þá fóru fyrstu skipti- nemarnir frá Íslandi til Banda- ríkjanna. Síðan hafa um 2.600 ungmenni farið utan til dvalar á vegum félagsins og um 900 er- lend ungmenni hafa komið hing- að til lands. Ætla má að fjöldi for- eldra, fósturforeldra og systkina sem tengjast þessum nemum í gegnum tíðina sé á bilinu 15 til 20 þúsund. Á hverju ári fara 110 til 120 íslensk ungmenni til lengri eða skemmri dvalar erlendis á vegum AFS og hingað koma 35 til 40 erlendir nemar í ársdvöl. Þau eru á aldrinum 15 til 18 ára og búa hjá íslenskum fjölskyldum og ganga í framhaldsskóla, rétt eins og íslensk ungmenni gera. Nú eru þrír starfsmenn á skrif- stofunni og við höfum formlega starfandi AFS-deildir í Reykja- vík, Eyjafirði og á Suðurlandi auk fjölda sjálfboðaliða víða um land.“ – Hvaðan eru sjálfboðaliðarn- ir? „Það sem er svo skemmtilegt við AFS er að þar starfar fólk á öllum aldri og hópurinn sem tengist félaginu er mjög breiður. Stór hópur er að sjálfsögðu þeir sem farið hafa á vegum samtak- anna til dvalar erlendis. Íslensk- ar fjölskyldur sem hafa tekið á móti nemum hérlendis er mjög mikilvægur hópur sem leggur gríðarlega mikið af mörkum með því að opna heimili sitt fyrir er- lendum nemum og eignast um leið nýjan fjölskyldumeðlim. Oft vara þessi tengsl alla ævina og við höfum dæmi um það hérlend- is að ein og sama fjölskyldan hafi fóstrað sjö nema.“ – Segðu okkur frá opna húsinu. „Í tilefni af alþjóða- degi sjálfboðaliða verð- ur opið hús á skrifstofu AFS að Ingólfsstræti 3, í dag milli klukkan 16 og 19. Allir eru velkomnir og boðið er upp á kökur, kaffi, kakó og skemmtiatriði. Sjálfboðaliðar og velunnarar félagsins eru sérstak- lega hvattir til að mæta og einnig erlendir nemar, núverandi og fyrrverandi fósturfjölskyldur, til- vonandi og fyrrverandi skipti- nemar og fjölskyldur þeirra.“ Martha Eiríksdóttir  Martha Eiríksdóttir er við- skiptafræðingur að mennt og með B.Ed.-próf frá KHÍ. Starfar nú sem yfirmaður markaðsmála kerfisstjórnar hjá Landsvirkjun. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, sölu- og mark- aðsmála hérlendis og erlendis. Maki er Andrés Magnússon, frkv.stjóri Samtaka verslunar- innar, og eiga þau Þorkel, Þór- unni og Davíð Helga. ... og sama fjölskyldan hafi fóstrað sjö nema.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.