Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 8
Ho, ho, hó, ég er nú jólasveinninn. FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nútíma húsgagnahönnun Alþjóðlegur sjálfboðaliðadagur í dag Að bæta al- þjóðasamfélag Alþjóðlegur sjálf-boðaliðadagur er ídag og er af því tilefni opið hús á vegum AFS á Íslandi. Varafor- maður þeirra er Martha Eiríksdóttir. – Þín tengsl við AFS? „Í rúm 28 ár hef ég starfað mikið sem sjálf- boðaliði með AFS. Ég hef einu sinni verið formaður, sit nú í stjórn í þriðja skipti sem varaformaður, hef margoft verið trúnað- armaður fyrir erlenda nema og næsta skref verður að fóstra nema á heimili mínu. Ég átti þess kost sem unglingur að fara sem skiptinemi til Belgíu og ég held að það hafi verið ein besta fjár- festing sem ég hef ráðist í um ævina. Síðan hefur það verið hug- sjón mín að veita fólki tækifæri á að skiptast á reynslu um mis- munandi menningarheima, hvort sem er að fara sem skiptinemar eða fóstra skiptinema á sínu heimili. Mér finnst þetta alltaf verða mikilvægara og mikilvæg- ara þar sem alþjóðasamskipti fara sívaxandi og heimurinn verð- ur stöðugt minni í hugum okkar.“ – Segðu okkur frá AFS. „AFS eru alþjóðleg sjálfboða- liða- og fræðslusamtök sem veita fólki tækifæri til að auka sam- skipti og skilning milli ólíkra þjóða og menningarheima. Þess- um markmiðum nær AFS m.a. með nemendaskiptum á milli þeirra 54 landa sem samtökin starfa í. Árlega fara um 10.000 manns vítt og breitt um heiminn á vegum samtakanna til dvalar í lengri eða skemmri tíma í öðru landi. AFS er óháð stjórnmála- flokkum, trúfélögum, hagsmuna- samtökum og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Það eru þúsundir sjálfboðaliða um allan heim sem gera okkur kleift að reka svo um- fangsmikið starf sem raun ber vitni, og upphaflega er AFS stofnað af sjálfboðaliðum. Það voru bandarískir sjálfboðaliðar sem óku sjúkrabifreiðum á víg- völlum Evrópu í fyrri og seinni heimsstyrjöldunum á vegum Am- erican Field Service, sem lögðu grunninn að núverandi starfsemi AFS árið 1947. Þeir trúðu því að nemendaskipti á milli landa væri árangursrík leið til að auka víð- sýni og skilning milli ólíkra menningarheima og þar með mætti draga úr líkum á því að hörmungar stríðsins endurtækju sig. Samtökin heita nú á ensku AFS Intercultural programs og á íslensku AFS á Íslandi – Alþjóð- leg fræðsla og samskipti.“ – Hver eru markmið AFS? „Við viljum vera leiðandi í fræðslu um ólíka menningar- heima og auðvelda þannig fólki að vera þegnar og nágrannar í al- þjóðasamfélagi. Að hafa farið sem skiptinemi eða haft skipti- nema á heimilinu stuðlar að auknum þroska, skiln- ingi og færni í að eiga samskipti við ólíkar þjóðir. Þeir sem tengj- ast starfi samtakanna vita einnig að nem- endaskipti breyta per- sónulegum gildum, viðhorfum og sýn á eigið þjóðfélag. Námskeiða- hald, fræðsla og ráðgjöf fyrir þátttakendur, fósturfjölskyldur, foreldra og sjálfboðaliða er stór liður í starfi samtakanna. Mark- visst er unnið að því að auka fræðslu og námskeiðahald fyrir þessa hópa.“ – Segðu frá AFS á Íslandi. „AFS á Íslandi var stofnað árið 1957, en þá fóru fyrstu skipti- nemarnir frá Íslandi til Banda- ríkjanna. Síðan hafa um 2.600 ungmenni farið utan til dvalar á vegum félagsins og um 900 er- lend ungmenni hafa komið hing- að til lands. Ætla má að fjöldi for- eldra, fósturforeldra og systkina sem tengjast þessum nemum í gegnum tíðina sé á bilinu 15 til 20 þúsund. Á hverju ári fara 110 til 120 íslensk ungmenni til lengri eða skemmri dvalar erlendis á vegum AFS og hingað koma 35 til 40 erlendir nemar í ársdvöl. Þau eru á aldrinum 15 til 18 ára og búa hjá íslenskum fjölskyldum og ganga í framhaldsskóla, rétt eins og íslensk ungmenni gera. Nú eru þrír starfsmenn á skrif- stofunni og við höfum formlega starfandi AFS-deildir í Reykja- vík, Eyjafirði og á Suðurlandi auk fjölda sjálfboðaliða víða um land.“ – Hvaðan eru sjálfboðaliðarn- ir? „Það sem er svo skemmtilegt við AFS er að þar starfar fólk á öllum aldri og hópurinn sem tengist félaginu er mjög breiður. Stór hópur er að sjálfsögðu þeir sem farið hafa á vegum samtak- anna til dvalar erlendis. Íslensk- ar fjölskyldur sem hafa tekið á móti nemum hérlendis er mjög mikilvægur hópur sem leggur gríðarlega mikið af mörkum með því að opna heimili sitt fyrir er- lendum nemum og eignast um leið nýjan fjölskyldumeðlim. Oft vara þessi tengsl alla ævina og við höfum dæmi um það hérlend- is að ein og sama fjölskyldan hafi fóstrað sjö nema.“ – Segðu okkur frá opna húsinu. „Í tilefni af alþjóða- degi sjálfboðaliða verð- ur opið hús á skrifstofu AFS að Ingólfsstræti 3, í dag milli klukkan 16 og 19. Allir eru velkomnir og boðið er upp á kökur, kaffi, kakó og skemmtiatriði. Sjálfboðaliðar og velunnarar félagsins eru sérstak- lega hvattir til að mæta og einnig erlendir nemar, núverandi og fyrrverandi fósturfjölskyldur, til- vonandi og fyrrverandi skipti- nemar og fjölskyldur þeirra.“ Martha Eiríksdóttir  Martha Eiríksdóttir er við- skiptafræðingur að mennt og með B.Ed.-próf frá KHÍ. Starfar nú sem yfirmaður markaðsmála kerfisstjórnar hjá Landsvirkjun. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, sölu- og mark- aðsmála hérlendis og erlendis. Maki er Andrés Magnússon, frkv.stjóri Samtaka verslunar- innar, og eiga þau Þorkel, Þór- unni og Davíð Helga. ... og sama fjölskyldan hafi fóstrað sjö nema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.