Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 10

Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra fullyrðir í samtali við Morg- unblaðið að hann hafi ekki séð kostnaðarmat Tryggingastofnunar á samkomulagi stjórnvalda við Ör- yrkjabandalag Íslands fyrr en síðla sumars, en eins og kom fram í blaðinu í gær mat stofnuninn kostn- aðinn um 1,4 milljarða króna í byrj- un apríl sl. Ítrekar Jón að hann hafi efnt samkomulagið við öryrkja um að leggja til milljarð til hækkunar örorkubóta til yngri öryrkja. Fram kom í fréttum Ríkisút- varpsins í gær í máli fyrrum aðstoð- armanns ráðherra, Elsu B. Frið- finnsdóttur, sem var formaður starfshóps um samninginn við ör- yrkja, að matið hafi verið gert að beiðni deildarstjóra í ráðuneytinu. Kostnaðarmatið hafi legið í blaða- bunka á skrifborði deildarstjórans en verið afhent starfshópnum í ágústmánuði ásamt fleiri útreikn- ingum. Jón segist hafa lagt samkomulag- ið fyrir ríkisstjórnina í byrjun mars á þessu ári. Þar standi að rúman milljarð eigi að verja til málsins. Hann hafi ekki vitað af kostnaðar- matinu og eftir að hafa handsal- að samkomulagið hafi hann skipað starfshóp til að útfæra það nán- ar. Í samkomu- laginu sé talað um rúman millj- arð og telur Jón sig hafa efnt það. Sú upphafi hafi verið sett inn í gerð fjárlaga strax í vor. „Ég fæ svo upplýsingar í hend- urnar seinni part sumars frá starfs- hópnum um að ákveðnar útfærslur kosta 500 milljónir til viðbótar. Ég fór þá að kanna hvort hægt væri að sækja það fé en ég varð að láta mér lynda að það væri ekki hægt, eins og svo margir aðrir sem fá ekki vilja sínum framgengt við fjárlaga- gerð. Frumvarpið um greiðslurnar er á minni ábyrgð og byggist á því sem mögulegt var að fá af pen- ingum,“ segir Jón. – Liggur það alveg klárt fyrir að þú sérð ekki þetta kostnaðarmat fyrr en í sumar? „Já. Frómt frá sagt var ég í miðri kosningabaráttu á þessum tíma og með allan huga við það. Ég skipaði starfshópinn en vissi á þessum tíma ekki hvort ég yrði áfram ráðherra.“ – Var þetta kostnaðarmat gert að frumkvæði Tryggingastofnunar eða hvaðan kom það? „Menn voru að velta þessu fyrir sér. Tryggingastofnun sló á þetta í samvinnu við okkar menn hér í ráðuneytinu, til undirbúnings skip- unar þessa starfshóps. Mér var ekk- ert kynnt það á þeim tíma og ekki fyrr en seinni part sumars. Þá fór ég að leita eftir því að fá viðbót- arfjármagn í þetta.“ Ganga þarf betur frá málum – Hefði ekki verið eðlilegt að þú hefðir fengið að sjá þetta kostn- aðarmat áður en samkomulagið var gert? „Það var hægt að hafa á þessu ýmsar útfærslur en ég hafði millj- arð í hendi til að setja í þetta og um það hljóðaði samkomulagið. Ég varð að búa við það sem stóð í sam- komulaginu. Ég vísa á bug öllum svikum í þessu efni. Ég sótti eftir fjármagni en fékk það ekki og við því er ekkert að gera. Ég er ekki að ásaka neinn fyrir það. Fleiri ráð- herrar en ég urðu að víkja með sín- ar kröfur.“ – Þú lítur svo á að með frumvarp- inu sértu að efna samkomulagið? „Já, það geri ég. Við munum svo endurskoða málið á miðju næsta ári. Það er niðurstaðan.“ – Hvaða áhrif mun þetta mál hafa á samskipti ráðuneytisins við Ör- yrkjabandalagið? „Áhrifin eru fyrst og fremst þau að við þurfum að ganga betur frá málum þannig að enginn misskiln- ingur sé okkar á milli. Ég hef sagt að eftir á að hyggja hefðum við átt að ganga betur frá því hvernig sam- komulagið er túlkað. Ég hefði gjarnan vilja gera það en ég auðvit- að læri af því. Ég vona að þessi stormur gangi yfir og menn fari að tala saman aftur. Samtöl og sam- skipti á venjulegum nótum skiluðu öryrkjum þessum milljarði króna og þýðingarmiklum breytingum. Það var ekki gert með stóryrðum eða auglýsingum. Ég vona að þau sam- skipti geti haldið áfram.“ Heilbrigðisráðherra vísar á bug öllum ásökunum um svik við öryrkja Sá ekki kostnaðarmatið fyrr en síðla sumars Jón Kristjánsson ÞRIÐJA og síðasta umræða um frumvarp til fjárlaga næsta árs hófst síðdegis á Alþingi í gær, eftir að stjórnarandstæðingar höfðu farið fram á að henni yrðu frestað þar sem ekki væri ljóst hvort fyrirhug- aðar breytingar á lagaákvæðum vegna niðurskurðar á vaxtabótum stæðust stjórnarskrá. Vísuðu þeir þar til álits Skúla Magnússonar, dós- ents við Háskóla Íslands, sem unnið var fyrir fjármálaráðuneytið. Þar er m.a. dregið í efa að skerðing vaxta- bótanna afturvirkt standist eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Frumvarp um skerðingu á vaxta- bótunum er til umfjöllunar í efna- hags- og viðskiptanefnd þingsins. Fram kom á Alþingi í gær að nefnd- in hefði óskað eftir öðru áliti um þetta mál frá Eiríki Tómassyni, pró- fessor við Háskóla Íslands. Er von á því áliti á mánudag. Stjórnarandstæðingar vildu fresta umræðu og afgreiðslu fjárlaganna fram yfir þann tíma, þar sem gert er ráð fyrir skerðingu vaxtabótanna í forsendum fjárlagafrumvarpsins. Stjórnarliðar höfnuðu því. Sögðu þeir hægt að afgreiða fjárlaga- frumvarpið þótt álitið lægi ekki fyr- ir. Að lokum fór það svo að þriðja umræðan um frumvarpið hófst. Stjórnarliðar sögðu þar ítrekað að ríkisstjórnin hefði svikið sam- komulag hennar við öryrkja en Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði á móti að staðið væri við sam- komulagið. Það fæli í sér eitt mesta framfaraskref til öryrkja sem stigið hefði verið um árabil. Vildu fresta umræðu um fjárlaga- frumvarpið JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lög- um um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hækkun á grunnlífeyri öryrkja í framhaldi af samkomulagi ráðherra og Öryrkjabandalagsins. Með frumvarpinu er lagt til að frá 1. janúar 2004 greiðist mánaðarleg aldurstengd örorkuuppbót, sem nemi tilteknu hlutfalli af fullum örorkulíf- eyri. Lagt er til að fjárhæð uppbótar miðist við þann aldur þegar ein- staklingur var í fyrsta sinn metinn 75% öryrki. Einstaklingar á aldrinum 18-19 ára fá uppbót er nemur fullum grunnlífeyri og lækkar uppbótin í þrepum eftir því sem nær dregur 67 ára aldri og fellur þá niður. Kostnaður um einn milljarður Í greinargerð segir að fjárhæð uppbótar miðist við þann aldur sem einstaklingur var í fyrsta sinn metinn 75% öryrki. „Gert er ráð fyrir að mánaðarleg fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar verði hlutfall af óskertum mánaðarlegum örorkulíf- eyri skv. 12. gr. laganna og miðist við fæðingardag. Er hlutfallið 100% þeg- ar öryrki er 18 og 19 ára en lækkar hlutfallslega frá 20 ára aldri til og með 66 ára. Þá er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd aldurstengdu örorkuuppbótarinnar. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. janúar 2004 og gildi um umsóknir sem berast Tryggingastofnun rík- isins eftir þann tíma. Jafnframt er gert ráð fyrir að þeir sem sótt hafa um eða fá greiddan örorkulífeyri, full- an slysaörorkulífeyri eða endurhæf- ingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins við gildistöku laganna fái ald- urstengda örorkuuppbót án þess að þurfa að sækja sérstaklega um upp- bótina hjá Tryggingastofnun rík- isins,“ segir í greinargerð. Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs vegna breytinganna verði um 1 millj- arður kr. í auknar lífeyrisgreiðslur á ári. 18–19 ára fá uppbót er nemur fullum grunnlífeyri VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að fákeppni á smásölumarkaði lyfja og samþjöppun á öðrum stig- um lyfsölu væri óheppileg. „Nú er svo komið,“ sagði hún, „að fá- keppni hefur myndast á smásölu- markaði lyfja. Á sama tíma hefur orðið samþjöppun á öðrum stigum lyfsölu, bæði í framleiðslu og heildsölu. Þetta er að mínu mati mjög óheppilegt en aukin sam- þjöppun hefur jú orðið á allmörg- um sviðum viðskiptalífsins bæði hér og erlendis á síðustu árum.“ Lét ráðherra þessi ummæli falla í umræðu utan dagskrár um lyfja- verð og fákeppni á lyfjamarkaði. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi um- ræðunnar. Hann spurði ráðherra m.a. að því hvort uppi væru áform um lagasetningu eða aðhaldsað- gerðir af einhverju tagi á lyfja- markaðnum. Ráðherra svaraði því til að svo væri ekki. „Um þessa starfsemi alla gilda samkeppnis- lögin og þau banna markaðsráð- andi aðilum að misbeita þeirri stöðu. Lögin eru til þess fallin að móta leikreglur og viðurlög. Það er samkeppnisstofnunar að fylgja þeim eftir.“ Valgerður sagði að sér væri kunnugt um að Samkeppnisstofn- un fylgdist allvel með verðþróun á lyfsölumarkaði, einkum smásölu- markaði. „Á sama hátt hafa sam- keppnisyfirvöld komið í veg fyrir að skapast hafi markaðsráðandi staða eins aðila á smásölumark- aðnum.“ Ráðherra sagði að hún leggði mikla áherslu á sjálfstæði eftirlitsstofnana sem undir við- skiptaráðuneytið heyrðu. „Það er í höndum Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs að forgangsraða sínum verkefnum. Öllum er ljóst að stofnunin vinnur nú að mjög umfangsmiklum málum. Niður- staða þeirra mála mun án nokkurs vafa hafa áhrif á viðskiptahætti hér á landi, hver svo sem nið- urstaðan verður.“ Kalla eftir lagasetningu Ögmundur sagði í framsögu- ræðu sinni að markmið lyfjalaga frá árinu 1994 hefðu ekki náð fram að ganga. Í stað samkeppni, lægra verðlags og fjölbreyttari þjónustu blasti við fákeppni og hærra lyfja- verð en tíðkaðis í nágrannalönd- unum. „Þetta hefur gerst þrátt fyrir meinta hagræðingu í grein- inni, batnandi samgöngur, lækk- andi flutningskostnað sem og hag- stæða gengisþróun fyrir innflutningsverslun. Forsvars- menn smærri lyfjafyrirtækja, Tryggingastofnunar ríkisins og sjúkrastofnana lýsa óánægju og áhyggjum yfir því hvert stefnir og kalla jafnvel eftir lagasetningu,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að ríkisstjórninni bæri að taka á fá- keppni í lyfjaverslun í stað þess að hækka álögur á sjúklinga um 740 milljónir eins og boðað væri í fjár- lagafrumvarpinu. Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að fákeppni ríkti ekki á lyfjamarkaði. Hún nefndi dæmi um miklar lyfjahækkanir á und- anförnum árum og sagði m.a. að geðlyf b-merkt hefðu hækkað um 97% frá árinu 1998. Gunnar Ör- lygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði eins og aðrir að lyfjaverð hefði hækkað mikið á undanförnum árum. Hann velti því einnig fyrir sér hvort tilmælum til lækna um að vísa á ódýrustu sam- heitarlyfin væri fylgt eftir. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði að sam- keppni á lyfjamarkaðnum mætti vissulega vera meiri. Hann benti þó á hún væri þegar fyrir hendi. „Um tíu fyrirtæki stunda innflutn- ing lyfja og þrjú eru í framleiðslu. Sum þessara fyrirtækja tengjast í gegnum samsteypur en engin ein hefur yfirgnæfandi markaðshlut- deild. Þau hafa líka umboð fyrir fjöldamörg erlend lyfjafyrirtæki sem keppa innbyrðis. Þetta um- hverfi veitir auðvitað ákveðið að- hald.“ Að lokum sagði hann þó mikilvægt að á mörkuðum sem þessum beittu stærri aðilar ekki afli sínu með óeðlilegum viðskipta- háttum til að hrekja samkeppn- isaðila út af markaðnum. Þiggja dýrar veislur Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði brýnt að virk sam- keppni ríkti í lyfjainnflutningi og við sölu á lyfjum hér á landi. Sam- keppnin væri nauðsynleg til að halda lyfjakostnaði í skefjum, jafnt fyrir neytendur sem ríkisvaldið. Hann sagði að starfandi væri sér- stakur starfshópur um lyfjamál í heilbrigðisráðuneytinu. Sá hópur væri að skoða með hvaða nýjum hætti opinberir aðilar gætu haft áhrif á lyfjaverð. Þá sagði Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknar- flokksins, að það væru til læknar sem efndu til útgjalda í þessum málaflokki. Hvatti hann Sam- keppnisstofnun og Lyfjaeftirlitið til að huga að þeim þætti. Hann benti á að lyfjafyrirtæki settu háar upphæðir í að kynna ný lyf fyrir læknum og ennfremur að þeir þæðu dýrar veislur og utanlands- ferðir á kostnað lyfjafyrirtækja. „Ég tel að þetta fyrirkomulag sé siðferðilega rangt,“ sagði Hjálmar. Viðskiptaráðherra um lyfjamarkaðinn í utandagskrárumræðu á Alþingi Valgerður Sverrisdóttir Ögmundur Jónasson Morgunblaðið/Jim Smart Fákeppni og samþjöppun á smásölumarkaði óheppileg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.