Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 18

Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum            Vindsveipur eða gegnumtrekkur getur kveikt eld á ný Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf Borðalmanök Múlalundar er lausnin fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins. Þau fást í helstu ritfangaverslunum landsins og söludeild Múlalundar. Borðmottan undir almanakið myndar ramma og gefur fínleikann. Við hjá Múlalundi getum merkt borðmottuna heiti fyrirtækis eða nafni einstaklings. Alla daga við hendina! RÖÐ OG REGLA Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is TÖLVULEIKJAFYRIRTÆKIÐ CCP hefur keypt til baka útgáfu- réttinn á leiknum EVE-Online, sem það seldi bandaríska útgáfu- fyrirtækinu Simon & Schuster Int- eractive í apríl 2002. Simon & Schuster, sem er dótt- urfyrirtæki Bandaríska fjölmiðla- risans Viacom, keypti útgáfurétt- inn á leiknum í Bandaríkjunum, Evrópu og Kanada. Kaupverð er ekki gefið upp. Sigurður Ólafsson markaðsstjóri CCP segir ástæðu kaupanna þá að Simon & Schuster hafi lagt niður tölvuleikjadeild fyrirtækisins. Hann segir þá staðreynd að útgef- andi leiksins hafi lagt upp laupana ófyrirséða og mikil vonbrigði. „Þetta er ekki í samræmi við þann kraft sem virtist búa í þeim þegar við skrifuðum undir samninga við þá í upphafi síðasta árs. Við seldum dreifingarþáttinn á sínum tíma til að minnka áhættuna í rekstri fyrirtækisins og fengum vel greitt fyrir. Þegar dreifingar- fyrirtækið ákveður síðan að hætta starfsemi töldum við vænlegasta kostinn að kaupa útgáfuréttinn til baka til að ná fullri stjórn yfir EVE-online, sem við erum búnir að eyða miklum peningum og tíma í,“ sagði Sigurður Ólafsson. „Þetta markar ákveðin tímamót fyrir CCP þar við stjórnum sölu- og markaðssetningu leiksins með ákveðnari hætti en áður og ætlum við að notfæra okkur þau sókn- arfæri sem sú staða býður upp á. Frá og með gærdeginum byrjuð- um við að bjóða upp á kaup á leiknum í gegnum netið með nið- urhleðslu beint til kaupenda, en slíkt var ekki hægt áður þar sem Simon & Schuster höfðu eingöngu selt leikinn í kössum úti í búð og stóðu í vegi fyrir þessari dreifing- arleið. Héðan í frá getur fólk allsstaðar í heiminum hlaðið leiknum niður af heimasíðu leiksins www.eve-on- line.com gegn gjaldi og byrjað að spila. Greitt er áskriftargjald einu sinni í mánuði sem er 13 Banda- ríkjadalir, eða tæpar 1000 krónur.“ Sala undir væntingum Sigurður segir að frá því að leik- urinn fór í loftið í maí sl. hafi selst um 50.000 kassar með leiknum og hann sé spilaður í 88 löndum. Leikurinn hafi verið gefinn út í 145.000 eintökum og áskrifendur séu 30.000 talsins. Um samkeppnina í flokki fjöl- þátttökuleikja segir Sigurður að líklega séu um 10-15 leikir af sömu stærðargráðu og EVE-Online í hinum vestræna heimi, þ.e. leikir með 30.000 eða fleiri notendur. Sigurður segir aðspurður að sölu- tölur fyrirtækisins séu undir vænt- ingum eins og hann orðar það, en segir að salan sé stöðug og bundn- ar séu miklar vonir við komandi jólaverslun, sem hann segir vera helsta sölutíma tölvuleikja í heim- inum. Starfsmenn CCP eru 30, auk þess sem 30 manns starfa hjá Sím- anum við þjónustu leiksins allan sólarhringinn. CCP kaupir útgáfu- réttinn á EVE til baka BANDARÍSKA verslunarkeðjan Wal-Mart, sú söluhæsta í heimi, hefur ákveðið að hætta að taka við ákveðnum MasterCard debetkort- um í verslunum sínum snemma á næsta ári. Um er að ræða debetkorta- greiðslur sem korthafar kvitta fyrir en áfram verður tekið við svoköll- uðum PIN-kortagreiðslum, þar sem korthafar slá inn tiltekið leyninúm- er sem samþykki fyrir greiðslu. Ástæðan er sú, samkvæmt frétt í Wall Street Journal, að söluaðilar þurfa að greiða hærri þjónustugjöld af greiðslu með undirskriftarkorti heldur en ef greitt er með PIN- korti. „Frá og með 1. febrúar mun Wal- Mart ekki lengur taka við Master- Card undirskriftarkortum þar sem við teljum þjónustugjöldin einfald- lega of há af vörunni sem er óör- uggari og óskilvirkari en PIN-kort- in,“ útskýrir Michael A. Cook, aðstoðarfjármálastjóri Wal-Mart. „Við viljum heldur taka út þennan valkost en að þurfa að fara með þennan kostnað út í vöruverðið.“ Wal-Mart hefur samið við VISA um lækkun þjónustugjalda af deb- etkortum en sú lækkun hefur ekki komið til framkvæmda. Hins vegar hefur fyrirtækinu ekki tekist að ná viðunandi samningum við Master- Card. MasterCard hefur svarað því til að það komi á óvart að Wal-Mart skuli taka slíka ákvörðun sem muni skila verslununum óánægðum við- skiptavinum og minni sölu. Forsvarsmenn Wal-Mart segja hins vegar aðeins lítinn hluta við- skiptavina sinna nota undirskrift- arkortin, enda séu þrjú af hverj- um fjórum debetkortum sem greitt er með í verslununum PIN- kort. Wal-Mart tak- markar notkun MasterCard

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.