Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 22

Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› Jólin í boltanum MIKILL beygur er í leiðtogum tveggja frjálslyndra flokka í Rúss- landi, Bandalags hægri aflanna og Jabloko, þar sem þeir telja að stuðn- ingsmenn Vladímírs Pútíns forseta styrki mjög stöðu sína í þingkosn- ingunum á sunnudag. Útlit er jafn- vel fyrir að flokkarnir tveir fái ekki tilskilið fylgi, eða að minnsta kosti 5% atkvæðanna, til að þeim verði út- hlutað þingsætum. Þeir óttast því að dúman, neðri deild þingsins, verði eingöngu skipuð „kerfiskörlum“ Pútíns, kommúnistum og þjóðernis- öfgamönnum. Þeir vara við því að verði þetta niðurstaðan geti það leitt til einræðis í Rússlandi. „Þetta er raunveruleg hætta sem þjóðin gerir sér ekki grein fyrir, hætta sem ráðamennirnir í Kreml eru farnir að átta sig á en þeir geta nú ekki gert neitt við henni,“ sagði Borís Nemtsov, leiðtogi Bandalags hægri aflanna, á miðvikudag. „Í rauninni hafa þeir hleypt töfra- andanum úr flöskunni,“ bætti Nemtsov við. „Það er viðurkennd staðreynd að það voru nokkrir menn í stjórn forsetans sem áttu þá hug- mynd að spila út þjóðernissósíalism- anum. En þar sem þeir hafa hleypt andanum út koma þeir honum ekki inn aftur.“ Flestir búast við því að Sameinað Rússland, flokkur stuðningsmanna Pútíns, og kommúnistar fái megin- þorra þingsætanna. Flest bendir þess að þjóðernisflokkur Vladímírs Zhírínovskís, Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn, komist yfir 5%-þrösk- uldinn og hugsanlegt er að Rodina, bandalag þjóðernissinnaðra vinstri- manna, komi á óvart í kosningunum. Flokkur Zhírínovskís er nú með fjórtán þingmenn og hefur yfirleitt stutt stjórnina í atkvæðagreiðslum í dúmunni. Óttast að menn Pútíns fái tvo þriðju þingsætanna Sameinað Rússland og banda- menn flokksins eru nú með nauman meirihluta í dúmunni. Leiðtogar Bandalags hægri aflanna telja að Sameinað Rússland og aðrir stuðn- ingsmenn Pútíns fái að minnsta kosti tvo þriðju þingsætanna, þann- ig að dúman verði að afgreiðslu- stofnun sem samþykki gagnrýnis- laust allar ákvarðanir forsetans einungis til að fullnægja formsatrið- um. Sameinað Rússland geti þá til að mynda breytt stjórnarskránni að vild. „Þetta er flokkur hins gráa sam- safns kerfiskarla sem stefna að því að miðstýra valdinu og fjármagns- streyminu í landinu,“ sagði Borís Nemtsov. „Að lokum leiðir þetta til skoðanakúgunar og lögregluríkis.“ Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Sameinað Rússland hafi aukið fylgi sitt á kostnað kommún- ista og að Jabloko og Bandalag hægri aflanna komist ekki yfir 5% þröskuldinn. Óháður stjórnmálaskýrandi, And- rej Píontkovskí, segir að stuðnings- menn Pútíns hafi nú þegar bæði tögl og hagldir í dúmunni og það breytist ekki eftir kosningarnar, þótt meiri- hluti þeirra kunni að aukast lítils háttar. Talið er að Sameinað Rússland hafi náð mörgum atkvæðum af kommúnistum með því að höfða til andúðar rússnesks almennings á olígörkunum svokölluðu sem högn- uðust mjög á einkavæðingunni í for- setatíð Borís Jeltsíns. Handtaka Míkhaíls Khodorkovskís, auðugasta manns Rússlands, virðist hafa kom- ið kommúnistum í opna skjöldu. Nokkrir yfirmenn í fyrirtæki Khod- orkovskís, olíufélaginu Yukos, eru í framboði fyrir kommúnista og hermt er að auðkýfingurinn hafi styrkt flokkinn fjárhagslega, auk þess sem hann styrkti Jabloko og Bandalag hægri aflanna. Stjórnmálaskýrandinn Borís Kagarlítskí segir að margir kjós- endur, sem hafa kosið kommúnista til þessa, hafi snúist á sveif með Sameinuðu Rússlandi vegna að- gerða yfirvaldanna gegn auðkýfing- unum. Óttast að kjörsóknin verði lítil Dúman er skipuð 450 þingmönn- um og flokkunum er úthlutað helm- ingi þingsætanna í hlutfalli við fylgi þeirra fái þeir að minnsta kosti 5% atkvæðanna. Hinn helmingur þing- mannanna er kjörinn í einmennings- kjördæmum þar sem kjósendurnir velja á milli einstaklinga fremur en flokka. Alls bjóða 23 flokkar fram í fyrrnefnda hluta kosninganna en aðeins fimm til sjö þeirra eiga raun- hæfa möguleika á að fá þingmenn kjörna. Leiðtogar Jabloko og Bandalags hægri aflanna óttast að lítil kjör- sókn verði flokkunum tveimur að falli. Í kosningabaráttunni virtist al- menningur hafa lítinn áhuga á kosn- ingunum og frambjóðendur áttu í erfiðleikum með að ná athygli þeirra. Frambjóðendur Sameinaðs Rúss- lands voru mjög áberandi í fjölmiðl- unum og flokkurinn notaði hvert tækifæri til að hvetja fólk til að kjósa flokkinn. Leggja allt sitt traust á Pútín Vika Litvintseva, rússnesk kona sem fylgdist með kosningaáróðri Sameinaðs Rússlands fyrir íshokkí- leik í Síberíu, kvaðst telja að Rússar hefðu fengið sig fullsadda á þinginu og legðu nú allt traust sitt á forset- ann. „Fólkið vill ekki kjósa, telur sig ekki geta breytt neinu,“ sagði hún. „Rússar hafa öldum saman aðeins haft einn stjórnanda, einn keisara, og þeir eru vanir því að einn maður stjórni. Þeir hafa ekki vanist því að taka ákvarðanirnar sjálfir, vilja bara að stjórnin ákveði hvað þeim sé fyrir bestu.“ Nýleg skoðanakönnun þykir lýsa vel sterkri stöðu Sameinaðs Rúss- lands. Meirihluti aðspurðra kvaðst þá telja að frambjóðendur flokksins hefðu staðið sig best í sjónvarps- kappræðum þótt flokkurinn hefði neitað að taka þátt í þeim. Flest bendir til að menn Pútíns styrki stöðu sína í þingkosningunum í Rússlandi Frjálslyndir flokkar í miklum vandræðum AP BÚIST er við að aðgerðir rússneskra yfirvalda gegn Míkhaíl Khodorkovskí og fleiri rússneskum auðkýfingum hafi talsverð áhrif í þingkosningunum í Rússlandi. Listamaður í Moskvu hefur gert brjóstmynd úr súkkulaði af Khodor- kovskí (fyrir miðju) og sex öðrum svokölluðum olígörkum, m.a. Borís Berezovskí (t.v.) og Míkhaíl Frídman (t.h.). Forystumenn rússnesku flokkanna Jabloko og Bandalags hægri aflanna óttast að flokk- arnir fái ekki nógu mikið fylgi í þingkosn- ingunum á sunnudaginn kemur til að þeim verði úthlutað þingsætum, en til þess þurfa flokkar að ná a.m.k. 5% atkvæða. ’ Að lokum leiðirþetta til skoðana- kúgunar og lög- regluríkis. ‘ Auðkýfingar úr súkkulaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.