Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 28
LANDIÐ 28 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ísafjörður | Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði heldur upp á tíu ára afmæli sitt í dag en skólinn var formlega stofnaður 5. desember 1993. Að sögn Margrétar Gunn- arsdóttur skólastjóra er markmið skólans að bjóða upp á fjölbreytt nám á sviði lista og menningar með áherslu á samþættingu helstu list- greina nútímans, s.s. myndlistar, leiklistar, tónlistar, danslistar og rit- listar, enda segir hún hefðbundin landamæri listgreina óðum hafa ver- ið að brotna niður í seinni tíð. Ber nafn fyrsta íslenska arkitektsins Listaskólinn ber nafn Rögnvaldar Ólafssonar, sem oft hefur verið nefndur fyrsti íslenski arkitektinn, og teiknaði hann Edinborgarhúsið þar sem skólinn hefur aðsetur sitt. Að sögn Margrétar ber stofndag skólans upp á fæðingardag Rögn- valdar sem var fæddur í Dýrafirði 5. desember 1874 en fluttist ungur til Ísafjarðar þar sem hann ólst upp. Margrét þekkir vel til starfsemi Listaskólans síðustu tíu árin enda sjálf verið viðriðin hann frá upphafi fyrir hönd Tónlistarskóla Margrétar Gunnarsdóttur sem var einn fjögurra aðila sem stóðu að stofnun skólans en hinir voru Litli leikklúbburinn, Myndlistarfélagið á Ísafirði og Lúðrasveit Ísafjarðar. Litli leik- klúbburinn og Myndlistarfélagið voru einnig stærstu hluthafarnir í Edinborgarhúsinu hf. sem stofnað var 9. september 1992. „Fyrstu árin fór kennslan fram vítt og breitt um bæinn, og teygði jafnvel anga sína yfir í næstu byggð- arlög, en í dag er svo komið að öll starfsemi skólans fer fram í Ed- inborgarhúsinu. Segja má að við sjáum loks hilla undir verklok þar en stórt skref var stigið fyrr á þessu ári þegar ríkið og Ísafjarðarbær und- irrituðu samkomulag um uppbygg- ingu þriggja menningarhúsa á Ísa- firði, eitt þeirra Edinborgarhúsið. Heildarframlög til uppbyggingar þessara húsa nema um 420 millj- ónum króna á næstu þremur árum, þar af greiðir ríkið um 60% af kostn- aði.“ Vettvangur menningar í sinni fjölbreytilegustu mynd Margrét segir Edinborgarhúsið lengi hafa verið eitt mesta mannvirki á Ísafirði, reisulegt og óvenju stíl- hreint til síns brúks. Sögulegt gildi hússins sé ótvírætt, hvort sem litið er til atvinnusögu eða menningarsögu staðarins. Það var reist árið 1907 af versluninni Edinborg sem hóf starf- semi sína á Ísafirði laust eftir alda- mótin 1900 og var þá eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Árið 1917 hætti Edinborgarverslun starf- semi á Ísafirði og segir Margrét að eftir það hafi húsið gegnt ýmsum hlutverkum, lengst af í þjónustu Kaupfélags Ísfirðinga. „Þegar kom fram á níunda áratug síðustu aldar leit hins vegar út fyrir að Edinborgarhúsið hefði lokið hlut- verki sínu og ekki annað að sjá en ekkert lægi fyrir þessari merku byggingu annað en að grotna niður og verða að ryki. Þá tóku nokkur menningarfélög í bænum sig saman um að kaupa húsið og gera úr því menningarmiðstöð sem skyldi verða vettvangur menningar í sinni fjöl- breytilegustu mynd. Frá upphafi hefur starfsemi Listaskóla Rögn- valdar Ólafssonar haldist í hendur við uppbyggingu Edinborgarhússins enda áréttað í stofnskrá að hlutverk hans sé að sameina allar listgreinar undir einn hatt og stuðla að sam- vinnu þeirra. Er óhætt að segja að skólinn hafi átt drjúgan þátt í að gæða menningarmiðstöðina lífi.“ Skólastarfið í stöðugri þróun Þegar Margrét er beðin að segja frá nánar frá því starfi sem fram fer í Listaskólanum brosir hún við og seg- ir það geta orðið langa upptalningu þar sem starfsemin hafi orðið um- fangsmeiri með hverju árinu og varla sé hægt að kasta tölu á allan þann fjölda námskeiða sem hafi verið boð- ið upp á en henni telst til að kennarar séu orðnir eitthvað í kringum sextíu í mismunandi fögum. Hún segir skóla- starfið í stöðugri þróun og örum vexti enda hafi ávallt verið reynt að hafa námsframboðið sem fjölbreyttast og mæta þeim áhuga sem umhverfið sýni. „Tónlistarnám hefur alla tíð skipað stóran sess hjá skólanum og hefð- bundin píanókennsla fyrir alla ald- urshópa hefur verið fastur þáttur í starfseminni frá upphafi. Við höfum líka boðið fólki upp á óhefðbundna tónlistarkennslu, ef svo má segja, og það er gaman að segja frá því að á síðustu árum hefur fjöldi fólks lært „vinnukonugripin“ á gítarnámskeiði. Þar lærir fólk að bregða fyrir sig gít- arspili við ýmis tækifæri og hefur námskeiðið verið talsvert sótt af bæði leikskóla- og grunnskólakenn- urum sem vilja nýta gítarinn í sínu starfi. Mér telst svo til að þessir gít- arnemendur séu orðnir vel á annað hundrað og aðsóknin er ekkert að minnka. Ég vil líka nefna sem dæmi að í vetur höfum við boðið upp á kennslu á rafbassa og rafgítar, þá gefst fólki einnig kostur á að læra að syngja í hljóðkerfi og svo erum við með „Trommur og töfrateppi“ sem er tónlistarnámskeið fyrir fimm ára börn, þannig að það er margt skemmtilegt að gerast hjá okkur á þessu sviði.“ Myndlistarnámskeið skólans hafa alla tíð notið mikilla vinsælda og seg- ir Margrét þau einn stærsta þáttinn í starfsemi skólans. „Við höfum verið svo lánsöm að eiga mikið af hæfi- leikafólki á því sviði hér fyrir vestan sem hefur verið tilbúið að leggja okk- ur til starfskrafta sína þannig að að jafnaði getum við boðið upp á nám- skeið í teiknun, málun, módelteikn- ingu og leirlist auk annarra nám- skeiða eins og t.d. skúlptúr, teiknimyndasögugerð, tölvugrafík og brúðugerð, svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum sömuleiðis verið svo heppin að hér býr fagfólk á leiklistarsviðinu sem hefur gert okkur kleift að bjóða upp á námskeið í leiklist þar sem far- ið er í undirstöðuatriði leikrænnar tjáningar, s.s. raddbeitingu, persónu- sköpun, spuna og látbragðsleik. Hafa þau námskeið bæði verið fyrir börn og fullorðna og eru jafnan vel sótt.“ Vinsæl ballettkennsla Sú námsgrein sem einna mesta at- hygli hefur vakið er ballett, en slíkt mun vera fátítt hér á landi utan höf- uðborgarsvæðisins. Aðspurð segir Margrét þetta vera rétt og hún viti aðeins til þess að ballett sé kenndur á einum öðrum stað á landsbyggðinni. Tækifærið hafi komið fyrir rúmum tveimur árum þegar rússnesk dans- mær, Kateryna Pavlova, fluttist til Ísafjarðar. „Okkur fannst tilvalið að athuga hvort hún væri ekki tilbúin til að taka að sér að kenna ballett og það var auðsótt mál þrátt fyrir að hún talaði nánast enga íslensku. Mikill áhugi reyndist fyrir þessu námi og aðsókn- in fór fram úr vonum þannig að í dag státum við af mörgum litlum ball- erínum. Því miður misstum við kenn- arann frá okkur á Akranes en okkur hefur samt tekist að sjá til þess að ballett er kenndur áfram á Ísafirði. Í september fengum við samþykki menntamálaráðuneytisins fyrir því að Listdansskóli Íslands tæki að sér kennslu í listdansi og djassballett við skólann og eru laun kennara greidd af Listdansskólanum en Listaskóli Rögnvaldar sér um kennsluaðstöðu, húsnæði, dagpeninga, ferðakostnað og annað sem til fellur vegna komu kennara hingað. Staðan er því sú að í vetur erum við með þrjá hópa ungra stúlkna í ballettkennslu auk ung- lingsstúlkna og kvenna sem nema djassballett undir handleiðslu kenn- ara frá Listdansskólanum.“ Vilja fá listnámsbraut við Menntaskólann Nemendur við Menntaskólann á Ísafirði geta fengið mörg af þeim námskeiðum sem eru kennd við skól- ann metin til eininga sem valfög. Margrét segir það eitt af mark- miðum skólans að vinna að því að nemendur á svæðinu geti stundað nám sem teljist fullnægjandi und- anfari að Listaháskóla Íslands. „Menntaskólinn á Ísafirði hefur óskað eftir því við menntamálaráðu- neytið að fá heimild til þess að koma á fót listnámsbraut með myndlistar- og tónlistarkjörsviði. Helsta mark- mið brautarinnar yrði að koma til móts við þá nemendur sem stunda listnám í sérskólum á svæðinu og styðja þannig enn frekar við þá menningarhefð sem hér hefur skap- ast, að nemendur geti stundað list- nám í heimabyggð til undirbúnings framhaldsnámi í sérskólum eða há- skólum. Menntaskólinn myndi þá kenna kjarnagreinar á listnámsbraut en listaskólarnir á svæðinu myndu kenna sérgreinarnar, tónlist og myndlist, samkvæmt aðalnámskrá sérskólanna. Það geta allir séð að yrði slík listnámsbraut að veruleika yrði það mikil lyftistöng fyrir bæj- arfélagið.“ Tilraunaverkefni á landsbyggðinni Nemendur á yfirstandandi haust- önn eru 177 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Margrét segir að eins og staðan er í dag fái Listaskóli Rögn- valdar 2,5 milljónir króna í styrk frá Ísafjarðarbæ en þyrfti að fá 4,5 millj- ónir króna, enda hafi nemendum fjölgað mikið. „Í ársbyrjun 2003 var staðfestur samningur milli Ísafjarðarbæjar og Listaskólans um 2,5 milljóna króna styrk til skólans, auk annars stuðn- ings. Í samningnum kemur fram að ákvörðunin um fjárframlagið byggist á sérstöðu skólans sem alhliða lista- skóla með fjölbreytta starfsemi sem sé einstök á landsbyggðinni. Við bindum auðvitað vonir við að þetta samstarf verði til að efla starfsemi skólans enda ætlun beggja aðila að vinna saman að því að fá viðurkenn- ingu menntamálaráðuneytis á hinni margþættu og mikilvægu starfsemi skólans. Segja má að samstarfið við Listdansskóla Íslands sé fyrsta skref í þá átt en stefnt er að því að fá ríkið til að styrkja kennslu í fleiri list- greinum, jafnvel þannig að skólinn verði tilraunaverkefni fyrir þetta fyr- irkomulag á listaskólum víðar á landsbyggðinni.“ Á ballettnámskeiði: Kennsla í ballett er fátíð utan höfuðborgarsvæðisins, en hefur notið vinsælda á Ísafirði. List- dansskóli Íslands tók að sér að sjá um kennsluna bæði í listdansi og djassballett. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði Allar listgreinar undir sama hatti Edinborgarhúsið: Eitt þriggja menningarhúsa á Ísafirði og lengi eitt mesta mannvirki á staðnum, reisulegt, óvenju stílhreint með ótvírætt sögulegt gildi.Ísafirði með sýningu á afrakstri nemenda skólans. Að sögn Mar- grétar verður boðið upp á sýnishorn af því helsta sem myndlistarfólk hef- ur verið að sýsla innan veggja skól- ans, píanó- og gítarnemendur verða með tónleika í kvöld, listdansnemar koma fram á danssýningum á sunnu- daginn og síðast en ekki síst verður afmælishátíð á morgun, laugardag, þar sem verður leikið, sungið og dansað. Eru allir velunnarar skólans velkomnir. MEÐ tíu ár að baki er ljóst að Lista- skóli Rögnvaldar Ólafssonar stend- ur á ákveðnum tímamótum og Mar- grét tekur undir það. „Segja má að skólinn sé búinn að slíta barns- skónum og hafi náð að vaxa og dafna á þroskaárunum. Við horfum björtum augum til framtíðar enda hefur skólinn sannað gildi sitt með eftirtektarverðum hætti og það sýn- ir okkur að við erum á réttri leið.“ Fyrirhugað er að fagna afmælinu alla helgina í Edinborgarhúsinu á Afmælisfagnaður alla helgina Ljósmynd/Guðfinna M. HreiðarsdóttirÍ píanótíma: Margrét Gunnarsdóttir skólastjóri með nemendum sínum, El- ísabetu Gígju og Borghildi Öglu. Hefðbundin píanókennsla fyrir alla ald- urshópa hefur verið fastur þáttur í starfseminni frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.