Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 29

Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 29
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 29 MILLJÓNAMÆRINGARNIRHljómar Leikhúspakki þar sem skemmtilegir þjónar þjóna til borðs. Öll laugardagskvöld! Dansleikur annan í jólum Forsala miða hafin!Brimkló og Papar dansleikur gamlárskvöld Forsala miða hafin! Sálin Jólahlaðborð+ Hljómajól+ dansleikur kr. 5.400 Föstudagskvöldin 5. og 12. desember ...jólastemningin er hjá okkur! Föstudags- og laugardagskvöld jólahlaðborð + ball 4.200 Laugardagskvöld jólahlaðborð + MOTOWN + ball 6.400 kr. Jólahlaðborðin eru þessa daga: 5. og 6. - 12. og 13. des. MILLJÓNAMÆRINGARNIR SPILA ÖLL LAUGARDAGSKVÖLD Á JÓLAHLAÐBORÐSKVÖLDUM ANNAÐ KVÖLD, LAUGARDAG:Í KVÖLD, FÖSTUDAG: Dagskráin framundan er þessi: Sími 533 1100 broadway@broadway.is 26. des. Papar og Brimkló 31. des. Sálin hans Jóns míns 17. jan. Frábær sýning á Broadway Le´Sing 24. jan. Frábær sýning á Broadway Le´Sing 5. des. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar 6. des. Jólahlaðborð, MOTOWN og Milljónamæringarnir Le´Sing 12. des. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar 13. des. Jólahlaðborð, MOTOWN og Milljónamæringarnir Le´Sing uppselt 19. des. Technics Steve Lawler Le´Sing St afr æn ah ug m yn da sm ið jan /3 94 9 TÓNLIST FRÁ: Stevie Wonder Marvin Gaye The Temptations Diana Ross and The Supremes Smokey Robinson Four Tops og fleiri... THE SOUL OF: HEATWAVE SÝNINGARDAGAR: 06. des.Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir 13. des.Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir Kárahnjúkar | Við biðjum Guð og heilaga Barböru að blessa þessa framkvæmd og vernda þá sem hér vinna fyrir slysum og óhöppum,“ sagði prestur kaþólskra, sr. Pat- rick, í hátíðarmessu í Kárahnjúkavirkjun í gær. Mikið var um dýrðir á virkjunarsvæðinu og hófst dagskrá með messu í aðkomugöngum 1, þar sem sr. Patrick hafði kaþólska messu með fyrirbænum og blessun. Um fjörutíu manns, karlar, konur og börn, voru messugestir í göngunum og hafði verið sett upp altari fram- an við borvagn, sem myndaði með sínum þremur örmum nokkurs konar tákn heilagrar þrenningar. Messugestir gengu til altaris og þáðu sakramenti og að því búnu var stytta af verndardýrlingnum Barböru, sem komið hef- ur verið fyrir hátt í gangaveggnum, blessuð. Vernd heilagrar Barböru nær til fjölmargra starfsgreina tengdra jarðvinnu, m.a. sprengi- efnamanna, enda heita allar sprengiefna- geymslur við virkjunina nafni hennar. Í göngunum ríkti sérkennilegur hátíðleiki, enda umhverfi messunnar sérstætt og stærð þess verks sem verið var að blessa nánast áþreifanlega yfirþyrmandi. Í lok athafnar skáluðu viðstaddir og héldu svo í hátíðarmáls- verð í mötuneyti búðanna. Blessun í iðrum jarðar Kátt var á hjalla í hádegisverðinum, þar voru um 150 starfsmenn Impregilo og ægði saman fólki af mörgum þjóðernum og bland- aðist vel. Innan um hefðbundið íslenskt hangi- kjöt með uppstúf, mátti finna gómsæta ítalska rétti og kneifuðu menn rauðvín með mat sín- um. Fóru enda brátt að syngja hástöfum ítalskar aríur yfir diskunum við mikil fagn- aðarlæti viðstaddra. Yfirkokkurinn á Adit 1, Óli Rúnar Ólafsson, segir þær búðir vera bestar, besti maturinn og skemmtilegasta andrúmsloftið meðal manna, en starfsmenn búða virkjunarinnar eiga í metingi um hvar sé best að vera. Um klukkan þrjú í gærdag hélt sr. Patrick, ásamt króatísku nunnunni systur Celestine, niður í hjáveitugöngin sem Jöklu mun verða veitt um 18. desember nk. ef áætlanir stand- ast. Í svokölluðum grautunargöngum, sem liggja við aðkomugöngin og ná tvígreind undir stíflustæðið við Fremri-Kárahnjúk, hefur einnig verið komið fyrir styttu af heilagri Barböru. Var hún blessuð, sem og stíflan og aftur beðið fyrir vernd gegn óhöppum og slys- um. Enn var andrúmsloftið sérstakt, þar sem presturinn stóð í iðrum jarðar upplýstur af kösturum og gegnum orð hans runnu vatns- sytrur úr blökku berginu allt um kring. Prest- ur lauk svo blessun við útmunna ganganna, þar sem Jökla mun fossa út eftir ferðalag sitt um hjáveitugöngin. Þau eru nú nánast tilbúin til að taka við beljandanum. Jólaljósin tendruð Geistlegur endapunktur dagsins var svo hefðbundin messa að kaþólskum sið í aðalmötuneyti Impregilo og var hún fjölmenn, þrátt fyrir að margir starfsmenn fyrirtækisins hefðu nýtt þennan frídag sinn til að fara niður í Egilsstaði og gera sér þar dagamun. Úti fyr- ir var í rökkrinu kveikt á jólatré, sem Skóg- rækt ríkisins færði Impregilo að gjöf í gær, en inni fyrir trónir annað eins, en minna. Nokkur börn fylgdust með, frá sér numin af hrifningu, en ekki var laust við að barnsleg gleði færðist einnig yfir þá sem fullorðnir voru. Impregilo bauð svo fólkinu í Laugarásþorpinu til mik- illar matarveislu sem stóð fram á nótt. Heilög Barbara við Kárahnjúka Í aðveitugöngum eitt þótti tryggara að setja járngrind fyrir svo ekkert henti heilaga Barböru, verndara jarðvinnufólks. Systir Celestine, króatísk nunna sem búsett er á Akureyri, aðstoðaði kaþólska prestinn við messuhald og blessun. Hér situr hún í hópi verkamanna við aðkomugöng eitt og gerir sér gott af hátíðarmatnum sem var á boðstólum eftir hina kaþólsku messu og blessun. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Starfsmenn við Kárahnjúka fylgdust með blessun og fyrirbænum en var síðan boðið til dýrind- isveislu þar sem íslenskt fjallalambahangiket og uppstúf fóru í bland við ítalskar kræsingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.