Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 32

Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 www.myndlist.is LEIKRITIÐ Ég er meistarinn eftir Hrafn- hildi Hagalín Guðmunds- dóttur, var tilnefnt til UBU-verðlaunanna á Ítalíu í ár sem eitt af fjórum bestu erlendu nú- tímaleikritunum en þau þykja virtustu leiklistar- verðlaun þar í landi. Alls eru tilnefningar í 13 flokkum, og 56 gagn- rýnendur eða álitsgjafar fengnir til að velja besta fram- lagið í hverjum flokki. Í flokknum Besta erlenda nú- tímaleikverkið voru tilnefnd Kennslustundin eftir Ljudmilu Razumovskaju, Ég er meistar- inn eftir Hrafnhildi Hagalín, Veiðiveislan (Jagdegesellschaft) eftir austurríska rithöfundinn og leikskáldið Thomas Bern- hard, og Closer eftir breska leikhúsmanninn Patrick Marber, en leik- ritið nefndist Komdu nær í sýningu Þjóðleik- hússins. Niðurstaða valsins varð að Kennslustofan fékk flest atkvæði, þá Veiðiveislan, síðan Ég er meistarinn og loks Closer. Ég er meistarinn var frumsýnt í maí sl. í Teotro Filo Drammatici leikhúsinu í Mílanó af leikhópnum Teatro Della Tosse frá Genúa. Ítalía er tíunda landið þar sem leikritið hefur verið tekið til sýninga og það hefur verið þýtt á jafnmörg tungumál. Fleiri uppsetningar erlendis eru í farvatninu. UBU-verðlaunin á Ítalíu Ég er meistarinn tilnefndur Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir TILKYNNT var um tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunannaí gærkvöld. Að venju voru tilnefnd- ar fimm bækur úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis og fimm bækur úr flokki fagurbókmennta. Tvær þriggja manna dómnefndir völdu verkin sem til- nefnd voru. Nefndina sem valdi verk úr flokki fræðirita og bóka almenns eðlis skipuðu: Snorri Már Skúlason, sem var formaður, Ólafur Þ. Harðarson og Salvör Nor- dal. Nefndina sem tilnefndi verk úr flokki fagurbók- mennta skipuðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður, Bjarni Daníelsson og Katrín Jakobsdóttir. Fræðirit og bækur almenns efnis Úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis voru til- nefndar: Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnarsdóttur, útg. Salka. Halldór eftir Hannes H. Gissurarson, útg. Al- menna bókafélagið. Jón Sigurðsson – Ævisaga II eftir Guðjón Friðriksson, útg. Mál og menning. Saga Reykja- víkur – í þúsund ár, 870–1870 fyrri og seinni hluti eftir Þorleif Óskarsson, útg. Iðunn. Valtýr Stefánsson – Rit- stjóri Morgunblaðsins eftir Jakob F. Ásgeirsson, útg. Al- menna bókafélagið. Fagurbókmenntir Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson, útg. Bjart- ur. Skugga-Baldur eftir Sjón útg. Bjartur. Stormur eftir Einar Kárason, útg. Mál og menning. Tvífundnaland eft- ir Gyrði Elíasson, útg. Mál og menning. Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson, útg. JPV útgáfa. Alls voru lagðar fram af útgefendum 68 bækur, 35 í flokki fagurbókmennta og 33 í flokki fræðirita, frásagna, handbóka og annarra bóka. Þriggja manna lokadómnefnd tekur nú við og velur eina bók úr hvorum fimm bóka flokki. Forseti Íslands af- hendir verðlaunin í byrjun næsta árs og skipar formann lokadómnefndar. Hefur hann þegar skipað Ragnar Arn- alds. Með Ragnari í lokadómnefnd sitja formenn dóm- nefndanna tveggja sem tilnefndu verkin tíu, þau Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Snorri Már Skúlason. Morgunblaðið/Sverrir Höfundar sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003. Á myndina vantar Gyrði Elíasson og Berg- svein Birgisson en fulltrúar þeirra voru viðstaddir athöfnina í gær. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna AMBÁTTIN fyrrverandi, Mende Nazer, sem nú er stödd á Íslandi á vegum JPV útgáfu, hitti íslenskar al- þingiskonur í gær þar sem rætt var um nútímaþræla- hald í heiminum. Hugmyndin er að sögn útgefandans að vekja athygli á þessu vandamáli og velta upp spurn- ingum um hvað við getum lagt af mörkum. Nazer hlaut spænsku mannréttindaverðlaunin fyrir að vekja at- hygli á nútímaþrælahaldi í bók sinni Ambáttin sem JPV útgáfa gaf út í íslenskri þýðingu fyrir skemmstu. Saga Mende Nazer hefur vakið spurningar um þrælahald í nútímanum og munu Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2004 þessu málefni. Morgunblaðið/Jim Smart Mende Nazer hitti þingkonur FIMMTA bókin í flokknum um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan, hef- ur náð 10.000 bóka sölu- markinu. „Bókin var prent- uð í 15.000 eintökum í fyrstu prentun og stefnir allt í að bókin slái ný sölu- met. Bókin hefur trónað á toppi íslenska metsölulist- ans frá því hún kom út 1. nóvember,“ segir í frétt frá útgefandanum, Bjarti. Da Vinci lykillinn sem dótturforlag Bjarts, Hr. Ferdinand, gefur út í Dan- mörku er nú í 3. sæti met- sölulistans þar í landi. Það eru Weekend avisen og GAD, stærsta bókaverslun Danmerkur, sem standa að metsölulistanum. 10.000 eintök seld af Harry Potter Morgunblaðið/Kristinn Nýja bókin um Harry Potter hefur selst í tíu þúsund eintökum frá því hún kom út í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.