Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 www.myndlist.is LEIKRITIÐ Ég er meistarinn eftir Hrafn- hildi Hagalín Guðmunds- dóttur, var tilnefnt til UBU-verðlaunanna á Ítalíu í ár sem eitt af fjórum bestu erlendu nú- tímaleikritunum en þau þykja virtustu leiklistar- verðlaun þar í landi. Alls eru tilnefningar í 13 flokkum, og 56 gagn- rýnendur eða álitsgjafar fengnir til að velja besta fram- lagið í hverjum flokki. Í flokknum Besta erlenda nú- tímaleikverkið voru tilnefnd Kennslustundin eftir Ljudmilu Razumovskaju, Ég er meistar- inn eftir Hrafnhildi Hagalín, Veiðiveislan (Jagdegesellschaft) eftir austurríska rithöfundinn og leikskáldið Thomas Bern- hard, og Closer eftir breska leikhúsmanninn Patrick Marber, en leik- ritið nefndist Komdu nær í sýningu Þjóðleik- hússins. Niðurstaða valsins varð að Kennslustofan fékk flest atkvæði, þá Veiðiveislan, síðan Ég er meistarinn og loks Closer. Ég er meistarinn var frumsýnt í maí sl. í Teotro Filo Drammatici leikhúsinu í Mílanó af leikhópnum Teatro Della Tosse frá Genúa. Ítalía er tíunda landið þar sem leikritið hefur verið tekið til sýninga og það hefur verið þýtt á jafnmörg tungumál. Fleiri uppsetningar erlendis eru í farvatninu. UBU-verðlaunin á Ítalíu Ég er meistarinn tilnefndur Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir TILKYNNT var um tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunannaí gærkvöld. Að venju voru tilnefnd- ar fimm bækur úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis og fimm bækur úr flokki fagurbókmennta. Tvær þriggja manna dómnefndir völdu verkin sem til- nefnd voru. Nefndina sem valdi verk úr flokki fræðirita og bóka almenns eðlis skipuðu: Snorri Már Skúlason, sem var formaður, Ólafur Þ. Harðarson og Salvör Nor- dal. Nefndina sem tilnefndi verk úr flokki fagurbók- mennta skipuðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður, Bjarni Daníelsson og Katrín Jakobsdóttir. Fræðirit og bækur almenns efnis Úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis voru til- nefndar: Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnarsdóttur, útg. Salka. Halldór eftir Hannes H. Gissurarson, útg. Al- menna bókafélagið. Jón Sigurðsson – Ævisaga II eftir Guðjón Friðriksson, útg. Mál og menning. Saga Reykja- víkur – í þúsund ár, 870–1870 fyrri og seinni hluti eftir Þorleif Óskarsson, útg. Iðunn. Valtýr Stefánsson – Rit- stjóri Morgunblaðsins eftir Jakob F. Ásgeirsson, útg. Al- menna bókafélagið. Fagurbókmenntir Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson, útg. Bjart- ur. Skugga-Baldur eftir Sjón útg. Bjartur. Stormur eftir Einar Kárason, útg. Mál og menning. Tvífundnaland eft- ir Gyrði Elíasson, útg. Mál og menning. Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson, útg. JPV útgáfa. Alls voru lagðar fram af útgefendum 68 bækur, 35 í flokki fagurbókmennta og 33 í flokki fræðirita, frásagna, handbóka og annarra bóka. Þriggja manna lokadómnefnd tekur nú við og velur eina bók úr hvorum fimm bóka flokki. Forseti Íslands af- hendir verðlaunin í byrjun næsta árs og skipar formann lokadómnefndar. Hefur hann þegar skipað Ragnar Arn- alds. Með Ragnari í lokadómnefnd sitja formenn dóm- nefndanna tveggja sem tilnefndu verkin tíu, þau Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Snorri Már Skúlason. Morgunblaðið/Sverrir Höfundar sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003. Á myndina vantar Gyrði Elíasson og Berg- svein Birgisson en fulltrúar þeirra voru viðstaddir athöfnina í gær. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna AMBÁTTIN fyrrverandi, Mende Nazer, sem nú er stödd á Íslandi á vegum JPV útgáfu, hitti íslenskar al- þingiskonur í gær þar sem rætt var um nútímaþræla- hald í heiminum. Hugmyndin er að sögn útgefandans að vekja athygli á þessu vandamáli og velta upp spurn- ingum um hvað við getum lagt af mörkum. Nazer hlaut spænsku mannréttindaverðlaunin fyrir að vekja at- hygli á nútímaþrælahaldi í bók sinni Ambáttin sem JPV útgáfa gaf út í íslenskri þýðingu fyrir skemmstu. Saga Mende Nazer hefur vakið spurningar um þrælahald í nútímanum og munu Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2004 þessu málefni. Morgunblaðið/Jim Smart Mende Nazer hitti þingkonur FIMMTA bókin í flokknum um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan, hef- ur náð 10.000 bóka sölu- markinu. „Bókin var prent- uð í 15.000 eintökum í fyrstu prentun og stefnir allt í að bókin slái ný sölu- met. Bókin hefur trónað á toppi íslenska metsölulist- ans frá því hún kom út 1. nóvember,“ segir í frétt frá útgefandanum, Bjarti. Da Vinci lykillinn sem dótturforlag Bjarts, Hr. Ferdinand, gefur út í Dan- mörku er nú í 3. sæti met- sölulistans þar í landi. Það eru Weekend avisen og GAD, stærsta bókaverslun Danmerkur, sem standa að metsölulistanum. 10.000 eintök seld af Harry Potter Morgunblaðið/Kristinn Nýja bókin um Harry Potter hefur selst í tíu þúsund eintökum frá því hún kom út í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.