Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 41 NÝLEGA kom út bókin Sérstaða íslensku kúamjólkurinnar – Tengsl við heilsu og framtíðarmöguleikar, eftir Ingibjörgu Gunnarsdóttur og Bryndísi Evu Birg- isdóttur og undirrit- aða. Í bókinni er greint frá næring- arfræðilegum rann- sóknum á kúamjólk sem gerðar voru á rannsóknarstofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands. Þar er sagt frá nið- urstöðum sem sýna að sérstaða ís- lenskrar kúamjólkur er meiri en haldið var þegar rannsóknirnar hóf- ust fyrir þremur árum. Staðreyndir sem þessar koma almenningi við þar sem kúamjólk og afurðir hennar eru mikilvægir næringarefnagjafar, sér- staklega fyrir yngstu neytendurna, og þar með fyrir heilsu barna og full- orðinna, eða með öðrum orðum lýð- heilsu. Næring barna – lýðheilsa Rannsóknarstofa í næringarfræði hefur eingöngu verið starfrækt með hjálp framlaga til einstakra verk- efna. Rannsóknarsvið rannsókn- arstofu í næringarfræði hefur meðal annars verið næring ungbarna og eldri barna, og hvernig megi með réttri næringu koma í veg fyrir sjúk- dóma og stuðla að bættri heilsu síðar á lífsleiðinni. Því miður er hefð lítil eða engin fyrir því að hérlendir rann- sóknarsjóðir styrki lýðheilsufræði- legar rannsóknir eins og oftast er um að ræða þegar næringarfræðilegar rannsóknir eru annars vegar. Fjár- veiting fékkst í þrjú ár á fjárlögum ríkisins til næringarfræðilegra rann- sókna á kúamjólk, en áframhaldandi fjárveiting var skorin niður um tæp- lega helming. Almenningur hefur sýnt rannsóknunum mikinn áhuga og efast þeir sem til þekkja ekki um mikilvægi lýðheilsufræðilegra rann- sókna og gildi þeirra fyrir framtíð- ina. Lýðheilsa og rannsóknarsjóðir íslensks almennings Allar áætlaðar nýjar rannsóknir á sviði næringarfræði eða sjö talsins fengu góða umsögn á síðastliðnu ári hjá þáverandi fagráðum Rannsókn- arráðs Íslands sem umsóknir þeirra heyrðu undir. Engin þessara um- sókna leiddi þó til að verkefnin væru styrkt og sátu næringarfræðingar auðvitað hér í sama báti og margir aðrir sem ekki hlutu styrki. Þó varð það að teljast athyglivert að eina um- sóknin sem næringarfræðingar og samstarfsmenn sendu til Tæknisjóðs Rannsóknarráðsins til að geta fram- kvæmt séríslenskar rannsóknir á sviði matar og heilsu var neitað um styrk með þeim orðum að verkið væri áhugavert og þarft en ekki á verksviði sjóðsins. Þetta gerðist þrátt fyrir góða umsögn og að fram kæmi að verkefnið uppfyllti mjög vel kröfur sjóðsins og væri mjög gott verkefni, svo notuð séu flokkunarorð sjóðsins, og þrátt fyrir að Tæknisjóð- ur hafi verið fær um að styrkja fleiri verkefni sem hlutu svipaða einkunn á síðastliðnu ári. Með þessu setti Tæknisjóður það mark að vera í ósamræmi við alþjóðleg viðmið og eigin niðurstöðu. Ljóst er einnig að Vísindasjóður varð að neita mörgum mjög góðum umsóknum, en það er mun óvenjulegra hjá Tæknisjóði. Jafnrétti hjá nýrri Rannsóknarmiðstöð? Með nýrri skipan rannsóknarsjóða almennings, á Rannnsóknarmiðstöð, er mikilvægt að nýjar vísinda- og fræðigreinar sem eiga sér stutta hefð hérlendis mæti skilningi og mögu- leikum til framtíðar þegar sótt er um styrki til hins nýja Vísinda- og tækni- sjóðs. Þetta er háð því að umsókn- unum sé mætt af kunnáttufólki á þann hátt að ekki verði sí og æ og endurtekið staðar numið við fagra umsögn. Ekki er þó hægt að sjá að lýðheilsufræðilegar rannsóknir muni mæta miklum skilningi ef skoðuð er heimasíða nýrrar Rannsókn- armiðstöðvar, og upplýsingar þar um Vísinda- og tækniráði og nefndir og fagráð. Nú segja auðvitað einhverjir að skipa verði í nefndir og ráð sam- kvæmt þeim fræðigreinum sem sent hafa inn flestar umsóknir fram að þessu. Það er þó einnig ótrúlega mik- ilvægt að ekki sitji gamlir vinir og kunningjar, samstarfsmenn og skoð- anabræður, systkini, eða talsmenn einstakra stofnana og deili út fé hver til annars eða þeirra sem vinna hjá þeim og með. Einnig er það sjálfsögð nútímaleg krafa að jafnréttis sé gætt við úthlutun. Þetta er auðvitað allt sjálfsagt. Við síðustu úthlutun, það er í byrjun þessa árs, voru úthlutanir um sextíu úr Tæknisjóði, en ein- göngu tæplega fimmtungur styrkj- anna var til verkefna þar sem konur voru verkefnisstjórar. Sama hlutfall var milli kynjanna við úthlutun önd- vegisstyrkja, en jafnara var á milli þeirra í úthlutunum Vísindasjóðs, en styrkupphæðir eru þar mun lægri. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um hve margar konur eða karlar voru verkefnisstjórar og sóttu um til sjóða Rannsóknarráðs. Rannsókn- armiðstöð, eins og fyrrum Rann- sóknarráð, fer með almannafé og þar af leiðandi ætti það að vera skylda þeirra sem verja almannahagsmuni, alþingismanna og blaðamanna, að skoða vel hvernig því fé er varið. Tækifæri til rannsókna Það er mikilvægt og nútímalegt að auka gegnsæi þegar kemur að al- mennu fé til rannsókna. Góður mat- ur, hráefni og sífellt flóknari með- höndlun þess, og áhrif alls þessa á heilsu barna og annarra er mik- ilvægt rannsóknarefni víðs vegar í heiminum. Mikill árangur og athygli sú sem hérlendar niðurstöður á þessu sviði hafa fengið undanfarin ár á alþjóðavettvangi undirstrika að hérlendis er hægt að gera fyrsta flokks rannsóknir á sviði næring- arfræði. Til þess að skapa tækifæri á rannsóknarsviðinu og auka mögu- leika okkar á að framleiða hollan mat og bæta þekkingu á sambandi matar og heilsu til frambúðar verður að rýma til fyrir greininni af hendi fjár- veitingavalds, Háskóla Íslands og Rannsóknarmiðstöðvar. Sérstaða íslenskrar kúa- mjólkur og lýðheilsa Eftir Ingu Þórsdóttur Höfundur er prófessor í næringarfræði. FORSETI Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp við guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni á 1. sunnudegi í aðventu, 30. nóv- ember sl. Í ávarpi sínu lýsti forsetinn áhyggjum yfir bágri stöðu minnimáttar og gerði fátækt á Ís- landi að umtalsefni. Ber að virða alla viðleitni forseta og annarra sem betur mega sín og vekja athygli á þeim alvarlega mis- bresti sem viðgengst gagnvart þeim ríkisborgurum sem berjast í bökkum fátæktar og geta ekki rekið heimili sín af þeirri reisn sem allir mann- vinir telja sómasamlega. Það sem vekur mig til umhugs- unar eftir að hafa heyrt af ávarpi for- setans er hvers vegna hann gengur ekki fram fyrir skjöldu sem fulltrúi forréttindastéttar landsmanna og sker niður hluta af útgjöldum sínum og rekstri til að sýna samkennd með þeim sem eru undir í lífskapphlaup- inu? Hvers vegna þykir forrétt- indafólkinu okkar nóg að tala um málið á tyllidögum ár eftir ár en ger- ir síðan lítið sjálft til að sýna for- dæmi í verki og vera fyrirmynd ann- arra? Eftir höfðinu dansa limirnir. Mér verður hugsað til Per Albin Hansons, forsætisráðherra Svía, á fyrri hluta síðustu aldar en hann um- fram aðra lagði grunninn að velferð- arkerfi því sem við Norðurlandabúar njótum og hefur verið til fyr- irmyndar í heiminum. Per Albin Hanson hafði það sjónarmið eins og margir á þeirri tíð að forystumenn yrðu að lifa eins og fólkið. Ekki skilja sig frá fjöldanum, ekki láta aðra bera byrðarnar og snerta ekki sjálfir við þeim með sínum minnsta fingri. Per Albin Hanson var valdamestur manna, en hann ók um í stræt- isvagni, hann eignaðist ekki einu sinni íbúð heldur bjó í leiguíbúð og lifði að öðru leyti í anda kenninga sinna. Þannig hreif hann þjóð sína með sér og sýndi meðalhófið í verki. Nú eru leiðtogar af allt öðru sauðahúsi. Þeir nota dýra bíla sem stöðutákn og búa í stórum einbýlis- húsum eða embættisbústöðum og eru yfirleitt á margsinnis marg- földum launum miðað við venjulegt fólk – hvað þá það fátækasta – en eigi að síður er þetta forystufólk hinna fátæku sem og þeirra vel stæðu. Hvaða vit er t.d. í því að byggja öll þessi dýru og fínu sendi- ráð? Til að monta sig? Þessi snobb- aði lífstíll minnir hlægilega mikið á bruðl í bananalýðveldum þriðja heimsins. Eru þessir ýktu lifn- aðarhættir í anda íslenskrar menn- ingar? Ætli lífsstíll í anda Kristjáns Eldjárns forseta hafi ekki verið nær þjóðinni og jörðinni? Með þessu áframhaldi mun yfirstéttin bráðum spyrja eins og María Antionette þeg- ar hún sagði um fátæka fólkið í Par- ís; Ef það á ekkert brauð þá getur það bara étið kökur! Forseti Íslands og annað forrétt- indafólk þessa lands: Stigið niður til þeirra sem bera ykkur uppi og sýnið í verki raunverulega samkennd ykk- ar og hvetjið um leið með góðu for- dæmi auðmenn og yfirstétt þessa lands til að gera slíkt hið sama. Freistist ekki til að toppa hvert annað í innantómu pompi og prjáli sem er ámóta innihaldsríkt og nýju fötin keisarans. Þá fyrst gæti hlutur þeirra sem minna mega sín tekið ein- hverjum raunverulegum breyt- ingum. Eftir höfðinu dansa limirnir… Eftir Hans Kristján Árnason Höfundur er stofnandi og fyrrv. stjórnarform. Stöðvar 2. Desember tilboð Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 peysur frá 2.990.- kjólar frá 6.990.- lakkstígvél 9.990.- 20% afsláttur af töskum 15% afsláttur af kápum frá fim. - sun. flauelsjakki 3.990.- O D D I H Ö N N U N J 51 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.