Morgunblaðið - 05.12.2003, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 45
vestan þótti honum fjöllin vera of
brött enda farin að reskjast og komin
með stál í hné, fórum við því oftar á
sjóstöng eða inn í fjörð í silungsveiði.
Minnisstæð er mér ein rjúpnaferðin
er við fórum suður að Kleifarvatni,
lentum við þar í gljúpum snjó og erf-
iðri færð á bakaleiðinni að bílnum,
vorum við orðnir ansi þreyttir er
þangað kom. Sagði hann mér það
löngu síðar að hann hefði verið að nið-
urlotum kominn, en ekki viljað nefna
það. Eins eru ógleymanleg ferðalögin
sem við fórum saman í um landið og
ættarmótin.
Ég hef aldrei kynnst öðru eins
náttúrubarni. Hann notaði hverja frí-
stund til þess að fara eitthvað út í
náttúruna, ef ekki til að veiða þá bara
í bíltúra upp í Bláfjöll eða suður að
Kleifarvatni og í gönguferðir þar um
hlíðarnar. Á vetrum fór hann gjarnan
að dorga á vötnunum ofan við
Reykjavík er færi gafst. Eftir að
hann fékk sér „gemsann“ átti hann til
að hringja í mig af einhverri þúfunni
og lýsa fyrir mér umhverfinu, fjöll-
unum, sólaruppkomunni, og því sem
fyrir augu bar, eða bara að spjalla.
Spyrja um krakkana „stubbana“ sína
eins og hann kallaði þá. Þar sem ég
vissi að hann var árrisull gerði ég það
oft þegar ég var á refaveiðum að
hringja í hann snemma morguns og
gefa honum veiðiskýrslu eftir nótt-
ina, það kunni hann að meta. Þess á
ég eftir að sakna.
Ófáar ferðir fór hann norður í
Vatnsdal að hjálpa til við búskapinn
hjá frændum sínum, að Kornsá til
Sigga og Erlu þar sem hann var
ávallt aufúsugestur, svo og að Snær-
ingsstöðum til Jóns og Gullu meðan
þau bjuggu þar. Hann hafði mikla
ánægju af því að ganga með Sigga til
rjúpna og fara með honum á refaveið-
ar. Hann sagði einhvern tímann að
hann næði ekki andanum almenni-
lega fyrr en hann væri kominn norð-
ur yfir Holtavörðuheiði.
Föður sinn Sigurtryggva Tómas-
son missti Ingimar er hann var sjö
ára, fylgdi hann móður sinni Sigríði
Daníelsdóttur eftir það. Ingimar var
næstyngstur barna þeirra.
Ingimar vandist ungur venjuleg-
um sveitastörfum. Hann flutti með
móður sinni skömmu eftir að faðir
hans lést að Geiteyjarströnd í Mý-
vatnssveit, þar sem hún réðst sem
ráðskona, og var hann þar hjá henni
fram yfir fermingu. Veit ég að Mý-
vatnssveitin var honum afar kær.
Sigríður réð sig víðar í vist á Norður-
landi, kann ég þá sögu ekki nógu vel
til að geta sett hana á prent. Það gera
kannski aðrir.
Ást hans á barnabörnum sínum
var einstök. Á þeim mátti hann ekki
neitt aumt sjá. Aldrei mátti hann til
þess vita að þau yrðu skömmuð, enda
voru þau fljót að hlaupa í fangið á
honum ef svo bar undir og hann tók
ávallt upp hanskann fyrir þau og
varði þau þar. Hann talaði við þau af
virðingu, eins og þau væru orðin full-
orðin, og var virðing þeirra gagn-
kvæm, þau virtu það sem hann sagði
og fóru eftir því. Einstakur eiginleiki.
Guðrún mín, þessir síðustu dagar
hafa verið okkur öllum erfiðir, við
eigum erfitt með að sætta okkur við
missinn. Guð styrkir okkur í sorginni.
Tíminn líður og hann læknar víst öll
sár, en eftir situr stórt ör, ör í hjarta
okkar, ör sem við eigum oft eftir að
finna fyrir. Við trúum því að honum
líði vel núna og gangi um grænar og
grösugar hlíðar, í eilífu sólskini að
fylgjast með „stubbunum“ sínum.
Að endingu langar mig til að þakka
honum samfylgdina, stuðninginn og
hvatninguna í mínum veikindum, vin-
áttuna, hjálpina, virðinguna, hlýjuna
og alla ástúðina. Bara allt.
Vertu sæll vinur minn og Guð
geymi þig.
Kristján R. Einarsson.
Með þakklæti í hjarta kveð ég þig.
En eftir sit ég með ljúfar minningar
um þig sem eiga eftir að lifa í hjarta
mínu.
Margs er að minnast, allt frá því er
við hittumst fyrst. Við Hugrún þá ný-
farin að vera saman og stödd á knatt-
spyrnumóti í íþróttahúsi í Hafnar-
firði að horfa á hann Kristin keppa.
Þarna lágu leiðir okkar fyrst saman
og áttum við upp frá því eftir að eiga
margar góðar stundir saman á þeim
vettvanginum. Þú lést þig sjaldnast
vanta þegar „Kuggur“ var að keppa
og veit ég að þetta voru mikilsverðar
stundir í lífi ykkar beggja. Margar
stundirnar áttum við þrír saman fyrir
framan sjónvarpið að horfa á enska
boltann. Það þurfti sjaldnast nema
eina hringingu til þín og þá varst þú
mættur. Þetta kölluðum við Kristinn
karlakvöld, enda læddist Hugrún oft-
ast út og leyfði okkur þremur að
njóta stundarinnar. Sameiginlegur
áhugi okkar bogmannanna á skot-
veiði varð oft að umtalsefni og nutum
við þess báðir að hlusta á veiðisögur.
Þú varst ávallt reiðubúinn að gefa
mér góð ráð þegar ég hélt til rjúpna-
veiða og gerðir þér meira að segja far
um að sýna mér þá veiðistaði sem
reynst höfðu þér vel. Og margar ferð-
irnar var ég búinn að koma til þín í
bílskúrinn til að fá lánuð verkfæri
þegar mig skorti. Varst þú ávallt boð-
inn og búinn að lána mér auk þess
sem þú gafst mér góð ráð varðandi
þau verkefni sem ég vann að. Seinna
komst þú svo til að taka út þau verk.
Þær voru ófáar stundirnar sem þú
eyddir í bílskúrnum þínum og var
það oft fyrsti viðkomustaðurinn þeg-
ar við komum í heimsókn til ykkar
Gunnu. Þessar minningar ásamt svo
mörgum öðrum eiga eftir að ylja mér
um hjartaræturnar um ókomna
framtíð.
Þú, meistarinn frá Himnahöll,
sem himinfræði kennir öll,
hve fávís ég og aumur er,
ef eigi læri ég hjá þér.
Æ, lít til mín og leið mig inn
sem lærisvein í skóla þinn.
(Helgi Hálfdanarson.)
Hinn 19. desember næstkomandi
hefðum við báðir haldið uppá merk-
isafmæli og ætla ég framvegis að
gera þann dag að okkar degi.
Þinn
Gunnar.
Elsku afi minn. Þú varst bestasti
og sterkasti maður sem ég hef
kynnst. Ávallt var hægt að treysta á
þig þegar ég þurfti hjálp. Man ég þau
ófáu skipti sem þú komst að horfa á
mig keppa eða keyrðir mig og sóttir á
æfingar. Þú varst nánast minn einka-
bílstjóri þessi síðustu ár. Ég man líka
þegar við vorum að leika okkur í fót-
bolta á ganginum heima hjá ykkur
ömmu og má segja að þar hafir þú
byrjað að þjálfa á mér vinstri fótinn
sem hefur reynst mér mjög vel í leikj-
um undanfarið. En ég vil bara þakka
þér fyrir allar þær góðu stundir sem
við áttum saman og nú veit ég að þú
situr í heiðursstúku uppi á himninum
og munt horfa á alla mína leiki í fram-
tíðinni.
Takk fyrir allt, þinn
Kristinn.
✝ KristbjörnBjörnsson fædd-
ist í Lyngholti í Gler-
árþorpi 26. maí
1932. Hann andaðist
á heimili sínu 26.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Björn
Árni Björnsson, f.
31.8. 1901 á Básum í
Grímsey, d. 31.7.
1966, og Kristín Að-
alsteinsdóttir, f.
15.10. 1901 á Mýrar-
lóni við Akureyri, d.
16.6. 1991. Systkini
Kristbjörns eru: Kristbjörg, d.
1932; Jóhanna, búsett á Akureyri;
Aðalsteinn, búsettur í Mosfellsbæ;
og Steingrímur, búsettur í Kópa-
vogi.
Hinn 21. mars 1953 kvæntist
Birgir, f. 1.8. 1956, maki Gunnlaug
Jóhannsdóttir, f. 16.2. 1958, þeirra
börn eru: a) Lena Rut, gift Ásgími
Erni Hallgrímssyni, dóttir þeirra
er Heba Karitas. b) Kristbjörn
Elmar, c) Sandra Björk, d) Fannar
Smári. 3) Sigrún Kristbjörg, f.
31.5. 1964, maki Þórólfur Egils-
son, f. 4.11. 1960, þeirra dætur
eru: a) Þórdís Eva, b) Alma Sigríð-
ur. 4) Þorsteinn, f. 3.5. 1967, sam-
býliskona María Kristín Óskars-
dóttir, f. 14.6. 1972, þeirra dætur
eru: a) Sigríður Eva, b) Júlía Rós.
Fyrir átti Þorsteinn dótturina
Dagnýju Elvu. 5) Erla, f. 28.6.
1969.
Kristbjörn bjó alla sína ævi á
Akureyri og starfaði sem bifreiða-
stjóri. Hann byrjaði mjög ungur
sinn starfsferil, lengst af sem lang-
ferðabifreiðastjóri, fyrst á eigin
bíl hjá bifreiðastöðinni Stefni, svo
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í 30 ár
eða þar til hann lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Kristbjörns verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Kristbjörn eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sig-
ríði Heiðar Þorsteins-
dóttur frá Akureyri.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þorsteinn
Jónsson, f. 25.3. 1898
á Engimýri í Öxnadal,
d. 6.1. 1968, og Sigrún
Björnsdóttir, f. 13.12.
1902 á Hafragili í Lax-
árdal, d. 26.5. 1984.
Börn Kristbjörns og
Sigríðar eru: 1) Mar-
grét Birna, f. 30.9.
1952, maki Guðmund-
ur Jónsson, f. 8.6.
1954, þeirra börn eru: a) Signý
Dögg, b) Jón Gunnar og c) Ellen
María, áður átti Margrét einn son,
Arnar Júlíusson, hans sambýlis-
kona er Guðný Camilla Aradóttir,
sonur þeirra er Felix Flóki. 2)
Nú er kveðjustundin komin, sem
allir óskuðu sem heitast að yrði ekki
svona fljótt. Nú er þínum þrautum
lokið og allar góðu minningarnar,
sem eru óteljandi, eru það sem við,
sem eftir sitjum, huggum okkur við.
Á rúmlega tuttugu árum er búið að
leggja meira á þig en manni finnst
að ætti að leggja á nokkurn mann.
En þú tókst þessu sem og öllu öðru
af þínu sanna æðruleysi og svarið
sem þú áttir einhvern tímann þegar
spurt var um heilsu þína lýsir þér
best: „Það er ekkert að mér og hefur
aldrei verið.“ Þessi setning segir allt
sem segja þarf um þinn persónu-
leika því barlómur og uppgjöf var
ekki til í þinni persónu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessum og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert út veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hinsta kveðja og hjartans þökk.
Eiginkona, börn og
tengdabörn.
Elsku besti afi minn. Nú ertu dá-
inn og mér þykir það leitt, en ég veit
líka að þér líður vel núna eftir erfið
veikindi.
Minningarnar eru óteljandi, eins
og þegar ég var lítil og ég og Sandra
komum að gista hjá þér og ömmu.
Þegar við fórum að sofa komst þú og
sagðir að sú sem yrði fljótari að
sofna fengi tíkall. Auðvitað var
keppst um að sofna og um morg-
uninn endaði það oftast með því að
þú gafst okkur báðum pening og við
fengum að hlaupa upp í búð og
kaupa nammi.
Og svo labbitúrarnir sem ég, þú
og amma fórum í á gömlu brúnum
hjá flugvellinum og skemmtum okk-
ur konunglega. Svo eina páskana
sem mamma og pabbi fóru til Par-
ísar og ég var hjá ykkur á páskadag
vaknaði ég og fór fram að borða
páskaeggið mitt og svo eftir mat fór-
um við tvö að labba og löbbuðum að
Krossanesi.
Það er ekki hægt að segja annað
en að þú hafir verið besti afi sem
hægt var að hugsa sér, því þú vildir
allt fyrir okkur gera, hvort sem það
var að sækja mann eða keyra. Sama
hvað það var þá varstu alltaf til stað-
ar.
En ég get huggað mig við allar
góðu minningarnar sem ég á, s.s. á
jóladag vorum við alltaf öll hjá þér
og ömmu, ættarmótin, Benidorm-
ferðin í sumar og svo bara í hvert
skipti sem við hittumst.
Þótt ég viti að þér líði vel núna,
vildi ég að ekkert hefði gerst og þú
værir enn hjá okkur. Ég sé þig fyrir
mér sitjandi í leðurstólnum inni við
stofuborðið að lesa Moggann. Sama
hve sárt ég sakna þín veit ég að í
rauninni þarf ég ekki að sakna þín,
því ég veit að þú ert og munt alltaf
vera hjá mér og passar ömmu og
okkur öll um alla eilífð.
Þú ert verndarengillinn minn.
Þín dótturdóttir
Alma Sigríður.
Hann afi okkar og langafi er dáinn
eftir erfitt veikindastríð. Aldrei
kvartaði hann, sama hvað á gekk,
heldur tókst hann á við veikindi sín
með svo miklum styrk og jákvæðni.
Við efumst ekki um að þessi styrkur
hans og hugarfar fleyttu honum
langt.
Hann kom svo oft á óvart eftir
mikil veikindi, hresstist fljótt og yf-
irleitt var ekki að sjá á honum að
hann væri veikur, hann leit alltaf svo
vel út.
Það var alltaf stutt í húmor og
glens hjá afa, alveg fram á síðustu
stundu, það var alltaf hægt að gant-
ast eitthvað við hann. Hann var dug-
legur að hugsa um sitt fólk og var
alltaf fljótur að bjóða fram aðstoð
sína. Það kemur t.d. strax upp í hug-
ann hvað afi var alltaf að „redda“
hlutum fyrir okkur, eins og að flytja
búslóðir á milli landshluta, fara með
bíla í viðgerðir, útvega okkur vinnu
og svo mætti lengi telja. Það eru
margar góðar minningar sem koma
upp í hugann, eins og þegar Kiddi og
Fannar fóru með afa í vinnuna. Það
var svo gaman að sitja með afa í bíln-
um sem hann var að keyra.
Það hefur alltaf verið gott að
koma til ömmu og afa og það verður
erfitt að venjast því að finna ekki afa
þar. Það er þó huggun í harmi að
vita að hann er laus frá veikindum
sínum og öllu því sem þeim fylgdu.
Það er ekki hægt að hugsa sér
betri afa, hans er sárt saknað.
Lena, Kristbjörn, Sandra,
Fannar og Heba.
Elsku afi minn. Nú ert þú farinn
frá okkur á betri stað. Það er alveg
sama hvað maður reynir að búa sig
undir svona, það er alltaf erfitt að
kveðja. Ég get þó með sanni sagt að
þær minningar sem ég á um þig eru
óendanlega margar um besta afa
sem nokkur getur átt.
Elsku afi, þú sem varst alltaf svo
hress og kátur og óendanlega sterk-
ur þrátt fyrir öll þín veikindi. Það
var alltaf öruggt mál að hjá þér beið
mín alltaf hlýr faðmur, koss og áhugi
á mínum högum. Það er mér minn-
isstætt þegar þú kenndir mér að
spila veiðimann. Ég lærði að spila og
svindla smá um leið, annars þurfti ég
aldrei að nota svindlið þegar ég spil-
aði við þig því þú leyfðir mér nánast
alltaf að vinna. Þau voru nú ófá spilin
sem við gripum í, ég og þú, elsku afi
minn. Þú hafðir alltaf orku í að spila
eða brasa eitthvað annað með mér
sama hversu kjánaleg uppátækin
voru. Þú varst alltaf svo ungur í
anda og til í allt. Það er lýsandi
dæmi um það hve hress þú varst
alltaf, þegar við barnabörnin gáfum
þér glimmerskreytta pappakórónu í
sjötugsafmælisgjöf og þú barst
hana, brosandi með stolti nánast allt
kvöldið.
Elsku afi minn, tilhugsunin um að
þú sért farinn er skelfilega sár en ég
veit að þér líður vel núna og vakir yf-
ir og verndar okkur hin sem eftir
sitjum. Þú varst alltaf svo bjarstýnn,
uppgjöf og eymd var ekki til í þínum
orðaforða. Þú varst eins og klettur í
úfnu hafi, traustur og fastur fyrir.
Það var alltaf hægt að treysta á þig,
sama hversu stór eða smá vanda-
málin voru. Ég á eftir að sakna þín
svo mikið, þú ert hetjan mín.
Ástar- og saknaðarkveðja.
Þín
Þórdís Eva.
Elsku afi og langafi. Það er mjög
erfitt að trúa því að þú sért virkilega
farinn frá okkur. En við vitum þó að
þú munt ávallt vera nálægt, í hjarta
okkar og sál. Jólin eru nú framund-
an og þau verða frekar tómleg án
þín, elsku afi, það mun enginn halda
okkur lengur við matarborðið á að-
fangadagskvöld eða kalla okkur litlu
jólasveinana sína. Við munum sakna
húmorsins og léttleikans sem var
svo ríkur í þínu fari.
Margir gráta bliknuð blóm.
Beygja sorgir flesta.
Án þess nokkur heyri hljóm,
hjartans strengir bresta.
Enginn getur meinað mér
minning þíná að geyma.
Kring um höll, sem hrunin er,
hugann læt ég sveima.
Þú sem heyrir hrynja tár,
hjartans titra strengi,
græddu þetta sorgarsár,
svo það blæðı́ei lengi.
Bless elsku afi, við munum öll
sakna þín óendanlega mikið
Arnar, Guðný og Felix Flóki,
Signý Dögg, Jón Gunnar og
Ellen María.
Afi konunnar minnar er dáinn, að-
eins 71 árs að aldri. Afi í Einholti
eins og hann var gjarnan kallaður er
fallinn frá á besta aldri. Það eru tíu
ár síðan ég kom inn í fjölskyldu hans
og strax þá varð ég eins og eitt af
barnabörnunum.
Ekki gerði ég mér grein fyrir öll-
um þeim erfiðu veikindum sem hann
hefur gengið í gegnum af og til síð-
astliðin rúm tuttugu árin, því hann
var alltaf með bros á vör, sama hvað
bjátaði á. „Það er ekkert að mér,“
sagði hann oft þegar hann var spurð-
ur um það hvernig hann hefði það og
var alltaf tilbúinn til að rétta öðrum
hjálparhönd. Honum fannst t.d. lítið
mál að fá lánaðan bílinn hjá Fidda og
skreppa suður til að ná í eitt stykki
búslóð, þegar ég og Lena fluttum
aftur heim til Akureyrar frá Reykja-
vík. Þetta lýsir honum vel.
Hvíl í friði.
Ásgrímur.
KRISTBJÖRN
BJÖRNSSON
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Frágangur
afmælis- og
minningar-
greina