Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Baldur HelgiKristjánsson var
fæddur á Ytri-
Tjörnum í Eyjafirði
7. júní 1912. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 25. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristján Helgi
Benjamínsson bóndi
og hreppstjóri á
Ytri-Tjörnum, f. 24.
október 1866, d. 10.
janúar 1956, og
kona hans Fanney
Friðriksdóttir húsfreyja, frá
Brekku í Kaupangssveit, f. 6. jan-
úar 1881, d. 13. ágúst 1955. Bald-
ur var sjöundi í röð tólf systkina.
Þau voru: Laufey Sigríður, f. 2.
nóv. 1899, d. 21. júní 1993; Benja-
mín, f. 11. júní 1901, d. 3. apríl
1987; Inga, f. 29. júlí 1903, d. 21.
mars 1985; Auður, f. 14. des.
1905, d. 20. jan. 1976; Theodór, f.
12. mars 1908, d. 1. maí 1994;
Svafa f. 26. maí 1910; Bjartmar,
f. 14. apríl 1915, d. 20. sept. 1990;
Valgarður, f. 15. apríl 1917, d. 5.
feb. 1999; Hrund, f. 20. feb. 1919,
d. 26. mars 2003; Dagrún, f. 1.
maí 1921, d. 10. des. 1997; og
Friðrik, f. 29. maí 1926.
Hinn 20. ágúst 1944 kvæntist
Baldur Þuríði Helgu Kristjáns-
Ingveldur, f. 17. maí 1952, g.
Ingvari Þóroddssyni, f. 16. júní
1952, þeirra börn eru a) Þór-
oddur, f. 28. jan. 1978, í sambúð
með Aðalheiði R. Jóhannesdótt-
ur, f. 17.11. 1978. Sonur þeirra er
Ingvar, f. 25.6. 1998, b) Baldur
Helgi, f. 4. júlí 1980, c) Páll Þór,
f. 29. mars 1984, d) Þuríður
Helga, f. 3. maí 1991. 5) Snorri, f.
17. maí 1954, k. Guðrúnu Narfa-
dóttur, f. 5. apríl 1955, synir
þeirra eru a) Narfi Þorsteinn, f.
14. okt. 1982, b) Baldur Helgi, f.
27. nóv. 1986, c) Snorri Eldjárn,
f. 6. des. 1988. Snorri Baldursson
á Heimi, f. 23. jan. 1974, k. Sig-
nýju Kolbeinsdóttur, f. 22.4.
1978, með fyrri konu sinni, Guð-
rúnu Vignisdóttur, f. 11. apríl
1954. 6) Fanney Auður, f. 2.6.
1956, g. Birni Rögnvaldssyni, f.
26. ágúst 1956, þeirra börn eru a)
Rögnvaldur Snorri, f. 29. ágúst
1981, b) Sigurbjörg Inga, f. 19.
mars 1989, c) Ólafur Birgir, f. 5.
júlí 1991, d) Björn Helgi, f. 12.
feb. 2001.
Baldur ólst upp á Ytri-Tjörnum
og átti þar heima alla sína tíð, ut-
an tveggja vetra er hann stund-
aði nám við Hvanneyrarskóla en
þaðan lauk hann búfræðiprófi
vorið 1938. Hann var bóndi á
Ytri-Tjörnum frá 1944 til 1985.
Baldur sat í hreppsnefnd Öng-
ulsstaðahrepps um árabil og var
hreppstjóri í rúman áratug, auk
þess sinnti hann ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Útför Baldurs verður gerð frá
Munkaþverárkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
dóttur, f. 21. nóv.
1915, frá Hellu á Ár-
skógsströnd. Hún er
dóttir hjónanna
Kristjáns E. Krist-
jánssonar, f. 14. okt.
1882, d. 18. maí 1979,
og Sigurbjargar Jó-
hannesdóttur, f. 2.
okt. 1884, d. 25. des.
1952. Eignuðust þau
sex börn. Þau eru: 1)
Kristján, f. 5. janúar
1945, k. Þóreyju Ey-
þórsdóttur, f. 13.
ágúst 1943, dætur
þeirra eru a) Kristín
Hildur, f. 22. febrúar 1975, g.
Salvador Berenguer, f. 5.5. 1963.
Þau eiga einn son, Óskar Helga,
f. 6.9. 2002, b) Sólveig Hlín, f. 21.
nóv. 1977, c) Þuríður Helga, f. 21.
nóv. 1977, í sambúð með Magnúsi
Ó. Helgasyni, f. 31.8. 1977. d)
Þórhildur Fjóla, f. 10. sept. 1979.
2) Sigurbjörg Helga, f. 4. jan.
1946, d. 11. feb. 1964. 3) Benja-
mín, f. 22. jan. 1949, k. Huldu M.
Jónsdóttur, f. 1. nóv. 1950, þeirra
synir eru a) Baldur Helgi, f. 25.
des. 1973, b) Jón Gunnar, f. 27.
mars 1975, í sambúð með Krist-
ínu Þ. Haraldsdóttur, f. 4.5. 1979,
c) Bergur Þorri, f. 15. feb. 1979, í
sambúð með Berglindi Gylfadótt-
ur, f. 18.5. 1979, d) Kristján
Helgi, f. 7. júní 1983. 4) Guðrún
Að horfa með geðró á höpp sín og töp,
láta’ ei hreykjast við afrek né bugast við
glöp,
er að vinna til sigurs á sérhverjum degi.
Þau voru ófá skiptin sem afi hafði
þessar línur yfir sonarsyni sínum,
enda stráksi skapbráður nokkuð.
Nú fer hann víst ekki oftar með
þessa hendingu, vona ég að boð-
skapurinn hafi loks verið meðtek-
inn. Fyrir utan foreldra mína finnst
mér að Baldur afi hafi átt meiri þátt
í að koma mér til nokkurs þroska en
aðrir menn. Ég var ekki hár í loft-
inu, er ég fór að fylgja honum við
hin daglegu störf. Ekki var síður
mannbætandi að sitja við fótskör
hans á löngum sumarkvöldum og
hlýða á samtöl við þau Tjarnasystk-
in, Bergstein, Pál, Þórodd og fleiri
góða menn. Þar voru ýmis mál brot-
in til mergjar, bæði hin veraldlegu
og þau andlegu. Niðurstaðan var þó
ekki ætíð samhljóða. Þykir mér
ólíklegt að hann og Bergsteinn hafi
orðið ásáttir um stjórnmálaviðhorf-
ið, eftir ríflega 40 ára rökræður um
strauma og stefnur stjórnmálanna.
Sennilega hafa þeir þegar tekið upp
þráðinn á öðrum tilverustigum.
Afi var hafsjór af fróðleik, sögum
og ljóðum.
Man ég varla eftir honum öðru-
vísi en farandi með vísu fyrir munni
sér, ósjaldan í samræmi við aðstæð-
ur. Hann var glaðsinna maður. Kurt
Møller, sem var vinnumaður heima
á Ytri-Tjörnum upp úr miðjum
sjötta áratugnum, lýsti honum svo:
„Han var den gladeste mand jeg no-
gensinde har truffet, han var altid
glad. En dag sagde jeg til ham:
„Sikke noget møgvejr vi har i dag.“
„Ja, er det ikke dejligt,“ sagde han
og blev bare ved med at synge.“
Dagbók hélt afi í nærri sjö ára-
tugi og samfleytt frá því að hann
var á Hvanneyrarskóla. Í henni er
lífshlaupinu vandlega haldið til
haga, síðasta færslan er frá gaml-
ársdegi 2002. Fannst honum þá mál
að linnti, bað mig að taka við því
keflinu. Hef ég oft fengið að grípa
til hennar þegar fletta þarf upp á
ýmsum staðreyndum, hvort sem
það er nú heyfengur fyrri ára eða
merk tímamót í lífi einstakra fjöl-
skyldumeðlima. Að halda dagbók
var einmitt eitt af þremur atriðum
sem hann sagði mér eitt sinn, að
góður maður hefði tjáð sér að væru
mikilvægust andlegum þroska
manna. Hin tvö voru að tala við
skemmtilegt fólk og skrifa sendi-
bréf. Hvort tveggja ástundaði afi
ríkulega, hér við hlið mér eru t.d.
söfn bréfa frá sr. Benjamín og
Bergsteini. Eru þau mikil að vöxt-
um.
Á heimili þeirra afa og ömmu hef-
ur ætíð verið gestkvæmt. Ytri-
Tjarnir hafa verið samkomustaður
fjölskyldunnar alla tíð og verða von-
andi áfram. Þó finnst mér nú um
stund hún Snorrabúð stekkur, þeg-
ar hinn aldni höfðingi er fallinn frá.
Brottförina bar skjótt að, rétt eins
og hann hafði óskað sjálfur. Fjórum
dögum fyrir andlátið hélt amma upp
á 88 ára afmæli sitt af hefðbundnum
rausnarskap. Mætti þar fjöldi
manna. Þar var hann hrókur alls
fagnaðar, veitti á báðar hendur.
Hvarflaði ekki að neinum, að þetta
væri hans síðasta veisla. En enginn
fær ráðið sínum næturstað.
Það er erfitt að venjast þeirri til-
hugsun að eiga ekki eftir að setjast
niður með honum að ræða landsins
gagn og nauðsynjar. Hann fylgdist
vel með því sem um var að vera,
hvort sem það varðaði hans nán-
ustu, eða því sem fram fór í al-
heimsþorpinu. Það var ósjaldan að
hann hafði samband við mig að
loknu dagsverki til að fá upplýsing-
ar um framgang bústarfa, uppskeru
og afurðir. „Jæja, nafni, hvað náðuð
þið af mörgum hekturum í dag?“ Þá
hafði hann alla tíð mikinn áhuga á
stjórnmálum, mér er til efs að
margir á hans aldri hafi hirt um að
fylgjast með úrslitum síðustu þing-
kosninga fram undir rauða morgun.
Eins og kunnugt er var nokkuð liðið
á morguninn eftir kjördag er hin
endanlegu úrslit lágu fyrir. Tengda-
dóttir hans segir mér að sér líði
seint úr minni viðbrögðin, þegar
það lá fyrir að ákveðinn stjórnmála-
maður af vinstri vængnum næði
ekki inn á þing. „O, komst hún ekki
inn, blessuð prinsessan.“ Fylgdu
svo talsverð hlátrasköll í kjölfarið.
Okkar síðasta samtal snerti líka
hin pólitísku dægurmál. Forsætis-
ráðherrann hafði þá snuprað tvo af
forsvarsmönnum fjármálastofnunar
fyrir að hafa misst fótanna í dýrkun
sinni á Mammon, með því meðal
annars að lesa upp úr Passíusálm-
um Hallgríms Péturssonar. Afi
innti mig eftir þessu, hafði aldrei
slíku vant misst af fréttatímanum.
Ég fór og sótti bókina og las fyrir
hann umrætt erindi úr 16. sálmi.
Áttum við þarna góða stund, sam-
einuðumst í dálæti okkar á hæfi-
leikum þessa leiðtoga þjóðarinnar,
þar sem hann vandaði um fyrir
þeim „sem auði með okri safna“.
Fjölskyldan hefur misst mikið.
Mér finnst ekki aðeins sem horfinn
sé á braut náinn ættingi, heldur líka
einn af mínum bestu vinum. Réttan
mánuð vantaði upp á að vinskapur
okkar héldist þrjá áratugi. Missir
ömmu er þó mestur, hún sér nú á
bak lífsförunaut sínum í blíðu og
stríðu, sambandi sem varað hefur
lýðveldistímann allan og borið ríku-
legan ávöxt. Er ég þess fullviss að
börnin þeirra fimm, barnabörnin er
fylla tugina tvo, ásamt langömm-
ustrákunum tveimur munu hjálpa
henni sem mest þau mega, að kom-
ast yfir fráfall afa. Skarðið sem
hann skilur eftir sig verður þó
naumast fyllt. Ég óska honum guðs
blessunar í nýjum heimkynnum.
Eftir lifa ljúfar minningar um góðan
dreng.
Baldur Helgi Benjamínsson.
Baldur á Tjörnum (Ytri-Tjörn-
um) er látinn á 92. aldursári en þó í
rauninni í blóma lífsins.
Það að hafa fengið að vera með
honum sem tengdasonur í 27 ár er
eitt það besta sem mig hefur hent.
Vinátta hans, góðsemi og áhugi
hans á því sem ég og mínir hafa ver-
ið að fást við á hverjum tíma hefur
gert margt svo miklu auðveldara en
ella.
Þegar amstur dagsins virtist allt
að því yfirþyrmandi var gott að
skreppa í heimsókn í sveitina, setj-
ast inn á kontórinn til tengdapabba,
ræða um lífið og tilveruna, halla sér
síðan út af í sófann, blunda, rumska
við að teppi var breitt yfir mann svo
kuldi sækti ekki að, vakna endur-
nærður.
Baldur var íhaldsmaður í jákvæð-
ustu merkingu þess orðs, framfara-
sinnaður og fastheldinn. Mesti sam-
vinnumaður sem ég hef hitt eða haft
spurnir af. Vissi sem var að við
kæmumst ekki af nema að hjálpa
hvert öðru. Beitti sér t.d. fyrir því
að bændur sameinuðust um kaup á
tækjum þannig að sem flestir gætu
nýtt sér framfarirnar. Þá geta orðið
vandamál því sama hlutinn þarf oft
að nota á mörgum bæjum á sama
tíma. Þá reyndi á skipulagshæfi-
leika Baldurs, sem hann átti nóg af,
og allir urðu sáttir. Setti sig yfirleitt
síðast í röðina.
Baldur kunni ógrynni af vísum,
ljóðum og ljóðabálkum. Ef hann
hafði heyrt einu sinni kunni hann
reiprennandi, þótt liðin væru ár eða
áratugir. Fékkst aðeins við að yrkja
en minntist á að stundum hefði sér
sviðið að hafa ekki við eldri bræðr-
um sínum í kveðskapnum. Skák var
líka í miklu uppáhaldi og fóru þá
ýmsir halloka, er talsvert kunnu
fyrir sér í þeirri íþrótt. Baldur lá
aldrei á skoðunum sínum, allra síst
þeim pólitísku. Var hann ávallt
reiðubúinn til rökræðna, hvort sem
þær tóku stuttan tíma eða það lang-
an að nóttin dugði varla til. Innan
fjölskyldunnar eru frægar bréfa-
skriftir Baldurs við svila sinn Berg-
stein Jónsson en hvert bréf var upp
á tugi blaðsíðna, mikil og þung rök
lögð fram og vitnað í ræður og rit.
Áhugi á þjóðmálum hélst alveg
fram á síðasta dag. Síðasta skiptið
sem ég hitti Baldur var fjórum dög-
um fyrir andlátið. Þá var slegið upp
veislu í tilefni afmælis Þuríðar
tengdamömmu. Baldur sat í stóln-
um sínum á kontórnum og eins og
venjulega safnaðist fólk saman þar
inni til að ræða við hann um stöðu
mála. Systir mín sem býr í Fær-
eyjum var stödd hér og mætti að
sjálfsögðu. Er hún hafði heilsað
Baldri tók hann upp við hana fær-
eysk stjórnmál og vildi vita hvað
nýjast væri að frétta.
Þannig var Baldur, fullur áhuga á
öllu til hinstu stundar.
Þó að liðir væru farnir að stirðna,
vinnulúnir fingur að kreppast og
heyrn að daprast var óbilandi áhugi
á lífinu, sama hvers ríkis það var.
Hann naut umhyggju elskulegrar
eiginkonu eins og alltaf, veitti og
naut ástríkis, var spurður ráða og
gaf þau og tók þátt í hinu daglega
lífi. Þannig eru menn í blóma lífsins.
Á 90 ára afmæli Baldurs flutti
vinur hans, Sverrir Pálsson, fyrrum
skólastjóri, honum ljóðabálk þar
sem eitt erindið er svona:
Maður dugs og dáða
drengur heill og góður
athöfn þín og iðja
eykur landsins hróður
leitar bestu lausna
leysir hverskyns vanda
verk þín merk og mikil
munu lengi standa
Það eru margir sem syrgja höfð-
ingjann Baldur á Tjörnum.
Blessuð sé minning hans.
Ingvar Þóroddsson.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Baldur H. Kristjánsson, er látinn á
nítugasta og öðru aldursári. Sorg og
söknuður sækir að, en hugurinn er
fyrst og fremst fullur þakklætis fyr-
ir hvað við fengum að njóta hans
lengi og hvað hann sjálfur naut lífs-
ins til hinsta dags.
Baldur var ljúflingur og höfðingi,
greindur maður og víðlesinn. Hann
var ljóðelskur og söngelskur og við
hvert tækifæri hafði hann á reiðum
höndum kvæði, ljóð eða vísubrot.
Þar nýttist honum vel stálminnið.
Hann velti lífinu og tilverunni mikið
fyrir sér og fátt var honum óvið-
komandi. Andleg mál, ekki síst ei-
lífðarmálin, voru honum hugleikin
og hann leitaði svara. Hann gat ver-
ið ágengur í spurningum við okkur
yngra fólkið. Svör okkar voru iðu-
lega ófullnægjandi og honum fannst
við fátt bitastætt hafa lært í öllum
þessum skólum. Hann gleymdi aldr-
ei uppruna sínum, hafði ávallt í
heiðri gömlu gildin og gat verið
fastur fyrir ef honum þótti of geyst
farið í breytingar. Þótt hann kynni
vel að meta öll nútímaþægindi og
nyti lífsins lystisemda á efri árum,
þá var hann þess fullviss að það
væri hverjum manni hollt að upplifa
skort og hafa fyrir hlutunum – hann
taldi sig t.d. lánsaman að hafa upp-
lifað kreppuna miklu.
Baldur var óvenju einlægur mað-
ur og talaði oft um hversu farsæll
hann hefði verið í lífinu. Fylgdi þá
gjarnan með að Þuríður væri hans
stóri happdrættisvinningur. Þar er
ég sammála því samband þeirra
hjóna var einstakt. Gagnkvæm virð-
ing og vinátta ríkti með þeim og ást-
in var skilyrðislaus í 60 ár. Missir
Þuríðar er mikill.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Baldri fyrir samfylgdina. Hann var
okkur öllum góð fyrirmynd.
Guðrún.
Mig langar að minnast míns ást-
kæra tengdaföður sem er nú farinn
yfir móðuna miklu á 92. aldursári.
Um Baldur Helga, tengdaföður
minn, er hægt að segja svo ótal-
margt en svo voru þau nátengd
hjónin og samofin í mínum minning-
arbrotum að vart er hægt að minn-
ast hans án þess að minnast á eig-
inkonu hans og tengdamóður mína,
Þuríði Helgu. Þau voru bændahöfð-
ingjarnir í þess orðs fyllstu merk-
ingu og gestrisni þeirra vel þekkt.
Höfðinglegar móttökur þeirra
hjóna þegar gesti bar að garði eru
mörgum ógleymanlegar, bæði ís-
lenskum og erlendum gestum, sem
komu á ættaróðal Baldurs á Ytri-
Tjörnum í hinum fyrra Önguls-
staðahreppi. Við hjónin fórum með
fjölda erlendra gesta okkar inn á
þeirra heimili. Móttökurnar voru
ávallt einstaklega rausnarlegar, þar
var boðið upp á rammíslenskan mat,
fágætt bakkelsi og eðalvín var veitt
á skrifstofu húsbóndans. Margir
vina okkar minnast þessara heim-
sókna með hlýhug og virðingu.
Dætur okkar, þær Kristín Hildur.
Sólveig Hlín, Þuríður Helga og Þór-
hildur Fjóla, áttu ávallt ljúft athvarf
í sveitinni hjá ömmu og afa.
Ég minnist þess sérstaklega hve
auðvelt var að vera samvistum við
þau þegar fjölskyldan flutti til Ís-
lands frá Noregi eftir margra ára
búsetu.
Við dvöldum hjá þeim í þrjá mán-
uði, yngsta dóttirin nýfædd og hús-
næði í smíðum á Akureyri. Þau voru
boðin og búin til hjálpa okkur á all-
an hátt.
Fjölskyldan minnist með þakk-
læti allra áramótanna þegar stór-
fjölskyldan safnaðist þar saman. Þá
var hugleikið að vera í sveitinni hjá
þeim sæmdarhjónum. Allir aldurs-
hópar sameinuðust í áramótagleð-
inni, með bálköst á túninu, tilheyr-
andi flugeldasýningu og borðin
hlaðin veitingum.
Það er ótal margt hægt að draga
fram til að skilgreina persónuna og
bóndann á Ytri-Tjörnum. Hann
hafði meðal annars alveg sérstakan
áhuga á hvers konar samræðulist í
anda Sókratesar, vildi fá fram skoð-
un og þekkingu andmælandans og
spurði þá gjarnan: „Hvað segir þú
um það?“ Átti það jafnt við lærða
sem ólærða. Honum fannst mikil-
vægt að geta rökstutt mál sitt af
festu og einurð. Vissi reyndar oftast
svarið sjálfur og kom oft í lokin með
einhver vel valin gullkorn varðandi
málefnið. Ég minnist þess eitt sinn
er hann spurði prest einn þessarar
spurningar: „Trúir presturinn á
Guð?“ Þannig vildi hann fá fram
rökræður um trú og trúarbrögð.
Glettnin var ríkur þáttur í eðli
hans. Hann var gjarnan hrókur alls
fagnaðar með spaugsyrði á vörum
og flytjandi drápur og kvæði eftir
stórskáldin okkar eins t.d. Kiljan,
Einar Ben. eða hann kastaði fram
stökum eftir bræður sína, þá Bjart-
mar, Teódór og Benjamín.
Hann hafði ótrúlegt minni og
kunni að vitna í og dagsetja ára-
gamla atburði og veðurfar svo ná-
kvæmlega, að við, hinir yngri
áheyrendur, nutum þess að heyra
hann segja frá atburðum liðins tíma
og urðum oft alveg orðlaus yfir
minni hans og þekkingu.
Hann var skarpgreindur, reikn-
ingsglöggur og vel lesinn. Hann var
áhugasamur um skák og var eft-
irsótt hjá yngri kynslóðinni að fá að
tefla við afa sinn.
Baldur var natinn bóndi og mikill
vinnuþjarkur. Hann lagði áherslu á
ýmiss konar ræktun, þar á meðal
komu þau hjón upp skógarreit sem
hefur verið unaðsreitur fyrir afkom-
endur þeirra.
Um hann má segja að hann hafi
hugsað fyrst og fremst um velferð
ættingja og vina. Hann var góð-
hjartaður, hjálpsamur og velviljað-
ur og ég minnist þess ekki, að sölu-
menn og aðrir er knúðu dyra færu
tómhentir heim.
Ég minnist hans með þakklæti og
virðingu. Vonandi tekst okkur að
hafa glettnina, velviljann og sam-
ræðulistina hans að leiðarljósi.
Blessuð sé minning hans.
Þórey Eyþórsdóttir.
Þegar Heimir sonur minn hringdi
í mig að kvöldi 25 nóvember og
sagði að afi Baldur væri dáinn,
minntist ég orða hans að afi og
BALDUR H.
KRISTJÁNSSON