Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Stein-grímur Stefáns- son fæddist í Lyng- holti á Ólafsfirði 16. apríl 1920. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 28. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Hafliði Stein- grímsson, f. 9.5. 1892, d. 19.2. 1972, og Jónína Kristín Gísladóttir, f. 24.8. 1895, d. 3.12. 1979. Systkini Ólafs: Gísl- ína Kristín, látin, Kristinn Eiríkur, látinn, Jónmundur, Guðlaug Krist- björg, Sigurjón Þór, látinn, Sigþór Magnús, Sigurveig Anna, Þor- finna, látin, og Margrét Sigur- helga. Ólafur kvæntist 1941 Fjólu Blá- feld Víglundsdóttur, f. 24.9. 1920, d. 3.4. 1973. Foreldrar hennar voru Víglundur Nikulásson, f. 3.6. 1891, d. 27.8. 1979, og Sigurlaug Magnúsdóttir, f. 7.11. 1895, d. 21.8. 1974. Dætur þeirra: Jónína, f. 1996, og Tinna, f. 2000. d) Gyða Þóra, f. 2.1. 1979. 3) Þuríður Krist- ín, f. 11.9. 1947, d. 14.11. 1949. 4) Guðmundur, f. 14.12. 1951, kvænt- ur Olgu Guðrúnu Árnadóttur, f. 31.8. 1953. Börn: Sonur Guðmund- ar og Kristjönu Fenger, f. 16.2. 1951 a) Flóki, f. 9.8. 1976, sam- býliskona Eyrún Baldursdóttir, f. 7.7. 1975. Börn Guðmundar og Olgu Guðrúnar eru b) Salka, f. 25.1. 1981, og c) Finnur, f. 23.9. 1985. Ólafur stundaði sjómennsku frá unga aldri, var m.a. í nokkur ár á Sigurði SI 90, en lengst af var hann á bátum útgerðar Magnúsar Gamalíelssonar. Árið 1971 lét Ólafur smíða sér 6 tonna trillu ásamt syni sínum og svila og reri henni frá Ólafsfirði í yfir 20 ár. Á yngri árum stundaði Ólafur skíða- íþróttina með góðum árangri og var alla tíð mikill áhugamaður um hvers kyns íþróttir. Útför Ólafs verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1969. Ólafur og Fjóla eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Björn Þór, f. 16.6. 1941, kvæntur Mar- gréti Kristine Toft, f. 1.8. 1943. Börn: a) Ólafur Hartwig, f. 3.10. 1967, sambýlis- kona Bryndís Indíana Stefánsdóttir, f. 15.2. 1973, börn þeirra: Arnar, f. 2000, og Margrét Unnur, f. 2002. b) Kristinn, f. 26.5. 1972, sambýlis- kona Hlín Jensdóttir, f. 8.5. 1970. c) Íris, f. 31.1. 1976. 2) Stefán Víglundur, f. 14.12. 1944, kvæntur Huldu Þiðrandadóttur, f. 18.2. 1945. Börn: a) Þyrí, f. 7.9. 1967, gift Brynjari Sæmundssyni, f. 19.1. 1967. Dætur þeirra: Brynja María, f. 1986, og Hulda Margrét, f. 1993. b) Fjóla Bláfeld, f. 1.11. 1968. Synir hennar: Stefán Gunn- ar, f. 1987, og Grétar Áki, f. 1996. c) Hallfríður Helga, f. 20.10. 1973, gift Kristjáni Haukssyni, f. 6.12. Þá er hann pabbi róinn á ný mið þar sem líklega er stöðugt logn og aflabrögð með afbrigðum góð og hefur hitt sína Fjólu. Við tveir áttum oft saman góðar stundir og vorum mjög tengdir bæði vináttu- og fjölskylduböndum og svo vorum við vinnufélagar á trillunni okkar öll sumur í tuttugu ár. Hann pabbi var skipstjórinn sem tók ákvarðanir um hvar skyldi renna hverju sinni og oftast nær voru það bestu miðin sem hann valdi og þá var bara að henda út færunum og hirða af önglunum er dregið var upp. Það má segja að hann hafi ekki komið mikið að uppeldi okkar bræðra og var það algengt á þeim árum sem við vorum að alast upp og eins og hjá flestum sjómanns- konum var það hún Fjóla mamma sem hafði þann þátt á sinni könnu og fórst vel úr hendi, en þegar hann var heima var hann með í öllu sem við gerðum. Hann sem aðrir sjómenn frá Ólafsfirði voru mestan hluta ársins að heiman. Það var mikil hátíð þegar hann var heima og oft glatt á hjalla á Brimnesvegi 10, en þar bjuggum við frá því 1951 og allar götur síðan átti hann þar sitt heimili eða þang- að til fyrir rúmu hálfu ári að hann flutti að dvalarheimilinu Horn- brekku þar sem hann andaðist. Heimilislíf okkar á Brimnesvegi 10 var þeim hjónum til mikils sóma og á samlíf pabba og mömmu bar aldrei skugga og ekki man ég til þess að þeim hafi sinnast í okkar viðurvist. Á frekar fátæku heimili þeirra voru allir velkomnir enda oft þröng á þingi í þessu 70 fm húsi, sem í þeirra augum var höll miðað við þau húsakynni sem þau áður höfðu búið í. Það var mikið áfall þegar mamma dó 53 ára ára gömul og held ég að pabbi hafi aldrei komist yfir þann missi, aldrei minntist hann á mömmu fyrr en fyrir um mánuði að hann var að leita að Fjólu sinni á elliheimilinu. Hann var alla tíð sjómaður þótt hann væri við vinnu í landi um tíma og þá aðallega yfir vetrarmánuðina eftir að hann eignaðist trilluna Röst Óf9. Hann byrjaði sinn sjómannsferil ungur að árum og var þá fyrst á trillum en síðan á síldarbátum og vertíðarbátum. Hann eignaðist litla trillu, á fyrstu búskaparárum þeirra mömmu, ásamt móðurbróð- ur sínum, Helga Gíslasyni, og nefndu þeir trilluna Gísla litla. Næsta sem ég man var að hann gerðist sjómaður á stóru skipi á þeirra tíma mælikvarða, Sigurði SI 90, og var á honum á síldveiðum, bæði snurpunót og reknetum, í nokkur ár. Síðar fór hann til út- gerðar Magnúsar Gamalíelssonar á Ólafsfirði á bátinn Einar Þveræing og síðar á Guðbjörgina, sem var mikið aflaskip, en skipstjóri þar var Ólafur Jóakimsson. Á skipum Magnúsar var hann á síld, trolli og svo voru vetrarvertíð- irnar sem hann fór á í byrjun jan- úar hvert ár og kom ekki heim fyrr en eftir 15. maí. Þetta voru miklar útiverur og þætti okkur nóg um það í dag. Það lá alltaf mikil spenna í lofti þegar hann var að koma heim af vertíð en þá fékk hann alltaf að vera hjá okkur í rúman mánuð áð- ur en hann fór á síldveiðar. Það voru líka gleðidagar þegar skipin hans pabba komu að landi með síldarfarma og er haustaði vorum við sendir í berjamó til að tína handa honum ber og mikið var hann innilega glaður þegar honum var afhent lítil glerkrukka af berj- um. Það eru svona minningar sem gera mann glaðan þegar hann er horfinn á braut. Við pabbi áttum okkur draum um að eignast trillu og 1971 létum við drauminn rætast og ásamt svila hans Sigmundi Agnarssyni létum við smíða 6 tonna trillu, Röst Óf9, á Akureyri. Þetta var mikið áræði, ekki átt- um við peninga, utan að ég átti nokkur sparimerki, og erfitt var að fá lánsfé, en þetta hafðist og er það sæll dagur í minningunni þegar hann stoltur skipstjóri stýrði fleyi sínu inn í Ólafsfjarðarhöfn í maí 1971. Strax var farið að róa og er mér í minningu fyrsti róðurinn minn með þér. Ég var að kenna sund og fór í fyrsta róðurinn á sunnudegi og var róið austur að Gjögrum og lentum við í miklu fiskiríi og eftir miðnætti aðfaranótt mánudags lögðum við af stað heim með 2,5 tonn. Á heimleiðinni stóð ég í kös- inni að kútta og orðinn yfir mig þreyttur þótt ekki sæist á þeim gamla eins og við Sigmundur köll- uðum hann, ég stend í miðri kös- inni þegar þú kallar: „Bubbi, það á að kasta slóginu en ekki fiskinum.“ Var ég þá farinn að kasta fiski en hirða slógið. Við vorum allir kapps- fullir og rerum alla daga sem gáf- ust. Lítið gekk hjá okkur fyrsta mánuðinn, en eftir það fór að rofa til og annað sumarið sem við vor- um útgerðarmenn fiskuðum við 96 tonn frá mars og fram í endaðan október. Nú vorum við komnir á skrið og að tveimur árum liðnum höfðum við byggt okkur salthús og eftir það var róið og allur fiskur salt- aður, en langur var vinnudagurinn og lágu oft undir 18 til 20 tímar og var pabbi oftast sá sem lengst hélt út. Því miður var fiskverð svo lágt á þessum tíma að erfitt var fyrir Sigmund með stóra fjölskyldu að hafa næg laun út úr útgerðinni og varð Sigmundur að hætta með okk- ur eftir fjögur ár og við pabbi héld- um áfram með útgerðina. Allt til 1994 að við seldum Röstina. Við pabbi áttum góða daga saman sem ekki verða teknir frá okkur þótt annar hverfi á braut. Hann var ótrúlega seigur og þegar hann var orðinn sjötugur var hann enn fyrst- ur út á morgnana og síðastur í land á kvöldin og oft fannst mér við geta farið fyrr í land. Þegar ég rifj- aði þetta upp við hann þremur dög- um áður en hann dó sagði hann: „Maður sem alltaf er fyrstur í land, hann fiskar ekki.“ Þetta svar lýsir honum vel. Pabbi bar ekki á torg tilfinningar sínar og þó að við værum svo nánir sem raun bar vitni sagði hann ekki mikið um sín málefni, en hann var kátur á góðri stund og hafði sér- stakt yndi af söng og dansi og var hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Pabbi var allra hugljúfi og öllum þótti vænt um hann og aldrei féll honum ljótt orð til nokkurs manns og það sterkasta sem hann lét frá sér fara ef eitthvað fór miður var „ansvítinn“. Hann hafði mikla réttlætiskennd og kenndi okkur með framferði sínu að bera virðingu fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Ekki get ég lokið þessum hug- leiðingum til þín, pabbi minn, án þess að þakka þér hvað þú varst börnum okkar bræðra góður, sér- lega þeim sem ungengust þig reglulega. Börn okkar Stebba voru hænd að þér og sama er að segja um börn Gunnu Betu og Sigmund- ar, sem voru ykkur mömmu sem ykkar eigin barnabörn og svo öll önnur börn sem þú umgekkst, t.d. í sundlauginni, sem þú stundaðir nær daglega, þar sem þau kölluðu þig Óla skemmtilega. Skíðaáhugi þinn var rómaður og seinast fyrir einu ári varst þú á skíðum. Þú tókst mikinn þátt í vel- gengni barna okkar Margrétar á skíðasviðinu, Óla, Kidda og Írisar, og varst stoltur af afrekum þeirra. Pabbi minn, ég, Margrét og börnin okkar geta aldrei þakkað þér fyrir þær mörgu gleðistundir sem þú veittir okkur og börnum okkar. Þegar þú tókst þá ákvörðun, öll- um að óvörum, að fara einn heim á Brimnesveginn var það þín hinsta för og það hlýtur að hafa verið ein- hver dulinn kraftur sem dró þig þangað, svo ótrúleg var atburða- rásin sem leiddi þig um síðir til hennar mömmu. Farðu í guðs friði. Þinn Björn Þór. Lítill snáði heldur í hlýja og góða höndina á pabba sínum. Þeir eru ÓLAFUR STEINGRÍMUR STEFÁNSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GEIRRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, áður til heimilis á Öldugötu 12, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 6. desember kl. 14.00. Magnús Magnússon, Helga Guðmundsdóttir, Soffía María Magnúsdóttir, Þorleifur Dagbjartsson, Anna Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Óskarsson, Ásbjörn Magnússon, Hansína Halldórsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Hallgrímur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og fóstur- faðir, STURLA BERG SIGURÐSSON, Torfufelli 48, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 2. desember. Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudagin 10. desember kl. 13.30. Fyrir hönd systkina, vina og annarra vandamanna, Dagný Gloría Sigurðsson, Sigurður Josef Berg Sturluson, Kristófer Berg Sturluson, Reynir Þór Berg (Jorey) Resgonia, Rodney Berg Resgonia. Faðir okkar, afi og bróðir, ADAM SMÁRI HALLDÓRSSON frá Svanahlíð, Miklubraut 20, Reykjavík, lést fimmtudaginn 27. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju mánu- daginn 8. desember kl. 14.00. Katrín Ósk Adamsdóttir, Alfreð Friðrik Adamsson, Alexander Már Benediktsson, Rebekka Rut Benediktsdóttir, Sindri Snær Alferðsson, Kristín Halldórsdóttir, Sigurður P. Hauksson, Elsa Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Helga Halldórsdóttir, Gylfi Halldórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigmundur Halldórsson, Guðrún María Harðardóttir, Valgerður Halldórsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Fanney Halldórsdóttir, Guðmundur Hafliðason, Júlíus Gígjar Halldórsson, Dóra Sveinbjörnsdóttir, Hafsteinn Pálsson, og frændsystkini. Eiginmaður minn, ÞÓRODDUR SÆMUNDSSON, Lerkilundi 30, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 3. desember. Fyrir hönd vandamanna, Birna S. Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.