Morgunblaðið - 05.12.2003, Side 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 51
spariklæddir enda er sunnudagur
og þá klæðast menn sínum bestu
fötum. Labba niður á bryggju þar
sem kallarnir rabba saman um
landsins gagn og nauðsynjar. En
drengurinn hefur meiri áhuga á
bátunum sem liggja letilegir við
bryggjuna eða marhnútunum sem
eiga að leynast einhvers staðar
niðri í spegilsléttum sjónum. Yfir
öllu þessi algera kyrrð og heiðríkja
sem getur bara orðið á vorin.
Þau eru seint á ferðinni eftir
spilakvöld hjá vinafólki. Það stirnir
á hjarnið í stjörnubjartri nóttinni,
þar sem norðurljósin dansa æð-
isgenginn dans um himininn og
skjótast svo nálægt alhvítri jörð-
inni að stundum er eins og þau ætli
að keyra beint í hausinn á litlum
manni. En hann er ekkert hræddur
því að hann er vafinn inn í hlýtt
teppi og pabbi heldur á honum og
mamma gengur við hliðina á þeim
og það er svo ótrúlega notalegt að
vagga svona og horfa upp í dýrð-
ina.
Pabbi er að beita og mamma
hellir kaffi á brúsa og smyr brauð-
sneiðar og setur líka með svolítið af
heimabökuðu sætabrauði og stráksi
fer með þetta í grænu trékaffitösk-
unni sem er með upphafsstöfunum
hans pabba á, letraða í svörtu:
Ó.St.St.
Í beitingaskúrnum standa karl-
arnir við bjóðin og á miðju gólfinu
stendur olíuofn og rembist við að
hita upp hráslagalegt húsnæðið.
Pabbi tekur við kaffitöskunni og
langir og grannir fingur hans eru
ekki grannir lengur heldur þrútnir,
rauðglansandi og sprungnir og
dugar ekkert þótt hann beri á sig
Atrixið úr grænu dollunni.
Þegar hann er háttaður í borð-
stofunni er svo notalegt að heyra
óminn af röddum þeirra innan úr
svefnherberginu; þau skiptast á um
að lesa hvort fyrir annað þegar þau
eru komin í rúmið og stundum læð-
ist hann fram með sængina og sest
á gólfið við dyrnar til að heyra bet-
ur. Svo þegar lestrinum lýkur og
hann heyrir þau bjóða hvort öðru
góða nótt þá laumast hann aftur
inn í rúmið sitt.
Mörgum árum seinna heldur
hann enn í höndina á pabba sínum
og dáist að þessum fallegu, grönnu
fingrum.
Úti er snjókoma og fjallið er orð-
ið hvítt.
Allt klárt fyrir skíðamanninn að
renna sér sína síðustu ferð.
Með glæsibrag og stríðnisglampa
í augum.
Gæjalegur.
Enda er hann að fara að hitta
kærustuna sína eftir langan að-
skilnað.
Þegar ég nú kveð pabba minn vil
ég þakka bræðrum mínum og mág-
konum fyrir alla þá ástúð og um-
hyggju sem þau sýndu honum.
Fyrir þann sem var í burtu var
gott að vita af honum í öruggu
skjóli þeirra.
Guðmundur Ólafsson.
Það er gæfa að eiga samleið með
góðu fólki. Í dag kveðjum við með
söknuði einn af nánustu samferða-
mönnum okkar í lífinu, Ólaf Stef-
ánsson tengdaföður okkar, sem
sannarlega fyllti þann flokk. Ljúf-
mennska og góðvild einkenndu alla
framkomu hans og gerðu hann að
aufúsugesti hvar sem hann kom.
Okkur tengdadætrunum var hann
hlýr og einlægur vinur, börnunum
okkar kærleiksríkur, áhugasamur
og stoltur afi sem aldrei hallaði
orði á hópinn sinn. Að leiðarlokum
viljum við þakka elsku Óla tengda-
pabba fyrir allt það góða sem hann
gaf fjölskyldu sinni, fyrir allar in-
dælu samverustundirnar á liðnum
árum og síðast en ekki síst fyrir að
hafa lagt til svo vænan efnivið í
strákana sína þrjá, sem við erum
svo lánsamar að hafa í húsi.
Margrét Toft,
Hulda Þiðrandadóttir og
Olga Guðrún Árnadóttir.
Elsku afi. Við eigum erfitt með
að trúa því að þú sért farinn frá
okkur.
Þegar við sáum þig síðast datt
okkur ekki í hug að við myndum
aldrei hitta þig aftur. Þú ert búinn
að vera hluti af lífi okkar alla okkar
ævi svo að það er erfitt að ímynda
sér að þú sért allt í einu ekki til
staðar. Það var líka erfitt að sum
okkar gátu ekki verið við hlið þér
þegar við vissum í hvað stefndi. Við
vitum að þér leið ekki vel uppá síð-
kastið og því reynum við að hugga
okkur við það að nú líði þér betur.
Þegar við systkinin minnumst
þín kemur helst upp í huga okkar
hvað þú varst yndislegur afi. Þú
hafðir alltaf tíma fyrir barnabörnin
þín og leyfðir okkur að þvælast
með þér út um allan bæ og við töl-
um nú ekki um hversu gaman það
var að fá að gista í afahúsi.
Við héldum öll mikið uppá þig og
vitum líka að þú varst mjög stoltur
af öllum barnabörnunum þínum.
Við munum líka vel eftir því hvað
þér þótti vænt um Röstina þína og
hvað þér leið vel á sjónum. Það var
alltaf gaman að standa á bryggj-
unni og taka á móti þér og pabba
og sjá hversu mikið hafði aflast
þennan og þennan daginn.
Ósjaldan stóðstu og hvattir okk-
ur á skíðamótum og varst ómiss-
andi á öllum stökkmótum heima,
þar sem þú stóðst og gafst merki
þegar næsti mátti koma.
Svo komstu í kvöldmat til okkar
á Hlíðarveg næstum því á hverjum
degi og alltaf varstu blístrandi ein-
hvern lagstúf sem enginn nema þú
kunnir.
Að lokum getur maður ekki ann-
að en minnst tóbakspontunnar sem
þú aldrei skildir við þig.
Elsku afi, við eigum eftir að
sakna þín mikið en við munum
aldrei gleyma þér, þú verður alltaf
hjá okkur.
Kveðja til þín,
Ólafur, Kristinn og Íris.
Elsku afi Óli, er ég rita þessar
línur til þín sit ég við eldhúsborðið
nýbúin að kveikja á aðventuljósinu
og minnist þín. Ég og synir mínir
tveir, Stefán Gunnar og Grétar
Áki, eigum svo margar góðar minn-
ingar um þig. Er ég horfi út um
gluggann snjóar og snjóar, þá sér
maður þig fyrir sér á gönguskíðum
sem voru þitt líf og yndi, enda
gamall skíðamaður. Þú varst búinn
að keppa á mörgum skíðamótum og
vinna til margra verðlauna. Snjór-
inn mun ávallt minna mig á þig. Þú
varst líka duglegur að fara í sund á
hverjum degi og hafðir gaman af
að ræða við hina karlana í pott-
inum um daginn og veginn.
Ógleymanlegar eru líka sjóferð-
irnar á Röstinni út fjörðinn þar
sem fjölskyldan fór að dorga og þó
svo ekkert veiddist skipti það engu
máli því það var svo skemmtilegt.
Ein sjóferð er þó minnisstæðari en
önnur, þá varst þú að kenna Stef-
áni mínum að dorga og var hann þá
aðeins þriggja ára gamall.
Þú varst alla tíð barngóður og
hændust mörg börn að þér, ekki
síst barnabörnin og barnabarna-
börnin. Þú varst alveg einstakur afi
og eigum við svo margar minn-
ingar um þig sem við geymum í
hjarta okkar.
Þar sem aðventan er gengin í
garð rifjast margt upp í kringum
jólin og er þá ekki hægt annað en
að minnast á laufabrauðsgerðina
þar sem þú varst alveg ómissandi.
Mikið eigum við eftir að sakna þín
þessi jól og um ókomin ár. Þú varst
algjör snillingur í að skera út í
laufabrauðið og vandvirkur varstu.
Grétar Áki sagði alltaf við mig að
afi Óli gerði alltaf langflottasta
laufabrauðið og er það alveg rétt
hjá honum. Við gleymum heldur
aldrei öllum jólunum heima hjá þér
á Brimnesvegi 10 þar sem ætt-
ingjar þínir komu saman og gerðu
sér glaðan dag. Þar vorum við frá
morgni til kvölds. Þar var borðað,
spilað, lesið, gamlar myndir skoð-
aðar og mikið sofið því að einhvern
veginn færðist mikil ró yfir alla í
afahúsi. Meðan eldra fólkið fór til
kirkju spilaði unga fólkið í eldhús-
inu og var þá oft mikið fjör og allt-
af passaðir þú upp á að nóg væri af
gosi og konfekti handa okkur. Ég
gæti setið hér og skrifað endalaust
um þig því minningarnar eru svo
margar en ég ætla bara að hafa
þær fyrir sjálfa mig.
Daginn áður en þú kvaddir þenn-
an heim sat ég hjá þér við rúmið
þitt og hélt í hönd þína. Þú leist á
mig og spurðir mig hvort ég ætlaði
að vaka yfir þér og ég játti því. Þú
sagðir að við værum búin að hafa
allt of mikið fyrir þér. En ætli þú
hafir ekki verið búinn að gera ým-
islegt fyrir mig. En nú er svo kom-
ið að nú vakir þú yfir okkur ásamt
ömmu Fjólu og ég veit að hún hef-
ur tekið vel á móti þér ásamt Þuru
litlu og Þorfinnu systur þinni, sem
kvaddi okkur fyrir svo stuttu. Mik-
ið eigum við eftir að sakna þín.
Þetta er afar sárt en við vitum að
þú ert í góðum höndum hjá ömmu
Fjólu.
Við mánaskinsins milda aftanljóma
ég mætti þér.
Því sástu ekki harmatárin hrynja
af hvörmum mér.
Ég horfði til þín hlýjum vonaraugum
og hló við þér.
Því heyrirðu ekki hjartað brotna byltast
í brjósti mér
Svo kvaddi ég þig hlýju handabandi
með heitri mund.
Þú skildir ei þá hryggð, sem hjartað
þjáði
þá horfnu stund.
(Guðrún Auðunsdóttir.)
Elsku afi Óli, hvíl í friði.
Fjóla Bláfeld.
Elsku afi, nú ert þú farinn frá
okkur og kominn í góðar hendur.
Ég veit að amma Fjóla og Þura
litla hafa tekið vel á móti þér og nú
eruð þið öll saman á ný.
Allar mínar minningar um þig
eru góðar og gott er að geta brosað
yfir öllum þeim stundum sem við
áttum saman, elsku afi minn. Nú
rifjast upp fyrir mér sjóferðin sem
ég fór á Röstinni þinni og Kiddi
frændi var einnig með, það var bú-
ið að hlakka til þessarar sjóferðar
og nú var stundin runnin upp.
Veðrið var ekki eins gott og ég
hafði vonast til og þegar út fjörðinn
var komið fór sjóveikin að segja til
sín. Þú tókst strax þá ákvörðun að
sigla í land með hetjurnar, en þó
sjóferðin hafi verið stutt mun þessi
minning lifa lengi með mér. Svo ég
tali nú ekki um hátíðina á heimili
þínu á jóladag ár hvert.
Ég og fjölskyldan mín vorum svo
lánsöm að eiga með þér yndislegt
aðfangadagskvöld, þegar Jónína
„spónína“ eins og þú kallaðir hana
alltaf, var á sínu öðru ári og þér
fannst sko ekki leiðinlegt að sjá
æsinginn í henni að taka upp pakk-
ana. Þér fannst alltaf gaman að
barnabörnunum þínum og ekki síst
að barnabarnabörnunum, alltaf
varst þú tilbúin að leika við þau og
gantast. Þegar þú fluttist á dval-
arheimilið Hornbrekku vorum við
mikið saman og það var gott að
geta fylgst svona vel með þér. Það
var alltaf gott að koma í vinnuna á
morgnana og geta gefið þér
„negrakoss“ á kinnina og boðið þér
góðan daginn. Á þessum tíma
kynntist ég hlið á þér sem ég mun
aldrei gleyma, þú varst svo innilega
góður við mig og starfsfólkið, það
met ég mikils. Það lifnaði alltaf yfir
þér þegar Jónína og Tinna komu í
heimsókna til þín og þeim fannst
alltaf gaman að fara í heimsókn til
afa Óla, Tinna mun aldrei gleyma
söngnum þínum um hana „Tinna,
Tinna, Tinna, hahaha, ha, ha“ það
var alltaf gaman að heyra þig segja
þetta.
Elsku afi, það er alltaf sárt að
kveðja ástvin en minningarnar sem
ég og fjölskylda mín eigum um þig,
munu lifa í hjörtum okkar.
Við kveðjum þig með söknuði.
Þín „Gella“
Helga.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Steingrím Stefánsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
Útfararstjóri
Sími 5679110, 8938638
Heimasíða okkar er
www.utfarir.is
Þar eru upplýsingar um
allt er lýtur að útför:
- Söngfólk og kórar
- Erfidrykkja
- Aðstoð við skrif
minningargreina
- Panta kross og frágang á leiði
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
LÁRUSAR BJÖRNSSONAR
frá Ósi,
Höfðagrund 27,
Akranesi.
Sérstakar þakkir sendum við öllu starfsfólki
hjúkrunardeildar dvalarheimilisins Höfða.
Júlíanna Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför mannsins míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS BERGS KRISTJÁNSSONAR,
Birkihvammi,
Kópavogi,
áður Smárahvammi.
Sérstakar þakkir til Karitasar heimahjúkrunar,
deildar 11E á Landspítala Hringbraut og Braga Skúlasonar sjúkrahúss-
prests.
Þórunn Garðarsdóttir,
Edda Rúna Kristjánsdóttir, Rósant Guðmundsson,
Guðrún Kristjánsdóttir, Egill Þórarinsson,
Enea Rósantsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÉTUR JÓNSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
er látinn.
Kristinn Pétursson, Björk Þórarinsdóttir,
Sunneva Pétursdóttir,
Steinunn Pétursdóttir, Friðrik V. Guðmundsson,
Pétur Már Sveinsson,
Kári Friðriksson,
Bára Friðriksdóttir,
Alexander Kristinsson,
Þröstur Kristinsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
JÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR,
Borgarhrauni 19,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 30. nóvember.
Útförin fer fram frá Grindarvíkurkirkju laugar-
daginn 6. desember kl. 11.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á slysavarnadeild Þórkötlu,
reikningsnúmer 0143 05 2521 í Landsbanka Grindavíkur.
Ólafur Jóhannesson,
Jón Ægir Pétursson, Björg Helga Atladóttir,
Arnar Ólafsson, Bjarný Sigmarsdóttir,
Ómar Ólafsson
og barnabörn.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.