Morgunblaðið - 05.12.2003, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
ATVINNA ÓSKAST
Framtíðarstarf
37 ára fjölskyldumaður óskar eftir framtíðar-
starfi á höfuðborgarsvæðinu. Er með verslun-
arpróf og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.
Góð tölvu- og tungumálakunnátta. Sendið svör
til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merkt:
„Framtíðarstarf — 14644“, fyrir 15. desember.
Sölufólk óskast
Duglegt og ábyggilegt sölufólk óskast til að
selja jólakort fyrir Blindrafélagið.
Góð sölulaun í boði.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Blindrafélags-
ins, Hamrahlíð 17, sími 525 0000, tölvupóstur
blind@blind.is.
Hellissandur
Umboðsmaður og/eða
blaðberar óskast
Umboðsmaður og/eða blaðberar
óskast sem fyrst. Leitað er að
ábyrgðarfullum einstaklingi til að
sjá um dreifingu og aðra þjónustu
við áskrifendur á svæðinu.
Umsóknareyðublöð fást hjá
núverandi umboðsmanni, Láru
Hallveigu Lárusdóttur, Háarifi 15,
efri hæð, Hellissandi, og sendist til
Bergdísar Eggertsdóttir,
skrifstofu Morgunblaðsins,
Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til
12. desember 2003.
Hjá Morgunblaðinu starfa rúmlega 350
starfsmenn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í
Kringlunni 1 í Reykjavík en einnig er starfrækt
skrifstofa í Kaupvangsstræti 1 á Akureyri.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Askalind 2A, þingl. kaupsamningshafi K.S.-verktakar hf., gerðarbeið-
andi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 13:30.
Hamraborg 16, 03-0101, þingl. eig. Claudia Sigurbjörnsdóttir, gerð-
arbeiðendur Hamraborg 16, húsfélag og Íbúðalánasjóður, þriðjudag-
inn 9. desember 2003 kl. 14:30.
Sýslumaðurinn í Kópavogi,
4. desember 2003.
Ragnhildur Sophusdóttir, ftr.
Nauðungarsala
Að kröfu Tollgæslunnar í Keflavík og sýslumannsins í Keflavík
fer fram nauðungarsala föstudaginn 12. desember kl. 14.00
við Skipaafgreiðslu Suðurnesja, Iðjustíg 1, Njarðvík:
Beðið hefur verið um sölu á ótollafgreiddum glugga og dyrabúnaði
svo og kassa á vöruflutningabifreið.
Að kröfu Gunnars Sólnes hrl. hefur jafnframt verið óskað eftir að
eignarhluti Jóhannesar Helga Einarssonar í einkahlutafélögunum
Sæ efh., kt. 520292-2179, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði og eignar-
hluta gerðarþola í Ljónynjunni ehf., kt. 601000-2610, verði seldur
nauðungarsölu.
Þá verða jafnframt seldar bifreiðarnar RI-342 Man vörubifreið
og TS-450 Nissan Almera.
Geiðsla verði innt af hendi við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Keflavík.
Meistarafélag
húsasmiða
Styrktarsjóður
Meistarafélag húsasmiða auglýsir eftir
umsóknum til úthlutunar úr styrktarsjóði
félagsins.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
félagsins í Skipholti 70 og þurfa að
hafa borist fyrir 18. desember nk.
TILKYNNINGAR
Virkjun á Hellisheiði
Rafstöð allt að 120 MW og varmastöð
allt að 400 MW
Mat á umhverfisáhrifum —
athugun Skipulagsstofnunar
Orkuveita Reykjavíkur hefur tilkynnt til athug-
unar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um virkj-
un á Hellisheiði. Rafstöð allt að 120 MW og
varmastöð allt að 400 MW í Sveitarfélaginu
Ölfusi, Mosfellsbæ og Reykjavík.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 5. desember 2003
til 16. janúar 2004 á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, skrifstofu
Mosfellsbæjar, bókasafninu í Þorlákshöfn,
Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðum
Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is og VGK verk-
fræðistofu: www.vgk.is .
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
16. janúar 2004 til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn-
fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf-
isáhrifum.
Vakin er athygli á að opið hús verður miðviku-
daginn 10. desember milli kl. 16-20 í húsi Orku-
veitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík
og fimmtudaginn 11. desember milli kl. 17-19
í Ráðhúsi Ölfus í Þorlákshöfn, þar sem öllum
gefst kostur á að kynna sér framkvæmdina.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisá-
hrifum nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
Deiliskipulag
Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi
í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir
athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi
orkuvinnslusvæðis Orkuveitu Reykjavíkur á
Nesjavöllum í Grafningi.
Í breytingunni felst stækkun verndarsvæðis
vegna hvera sunnan vegslóða, breyting á bor-
svæði vestan Nesjalaugargils, nýtt svæði fyrir
viðbótarniðurrennslisholur norðan stöðvar-
húss, niðurfellling áhrifa- og athafnasvæðis
vegna niðurrennslisveitu, stækkun bygginga-
og framkvæmdasvæðis til norðurs frá stöðvar-
húsi vegna niðurgrafins fjölliðunargeymis fyrir
skiljuvatn og nýr byggingarreitur vegna kæli-
turns austan heimreiðar við stöðvarhús.
Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu
Grímsnes- og Grafningshrepps, Félagsheimil-
inu Borg og hjá embætti skipulagsfulltrúa upp-
sveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni,
á skrifstofutíma frá 5. desember 2003 til
2. janúar 2004. Athugasemdir við skipulagstil-
löguna skulu berast til skipulagsfulltrúa upp-
sveita Árnessýslu í síðasta lagi föstudaginn
16. janúar 2004 og skulu þær vera skriflegar.
Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillög-
una innan tilskilins frests, telst vera samþykkur
henni.
Laugarvatni, 28. nóvember 2003.
F.h. sveitarstjórnar Grímsnes-
og Grafningshrepps,
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Auglýsing um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
2001-2024 og breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík.
Í samræmi við 2. mgr. 17. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, er hér með auglýst til kynningar
tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001-2024.
Vesturhöfnin.
Um er að ræða tillögu að breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur sem varðar Vestur-
höfnina. Í tillögunni felst að heimilt verði að
reka verslun og þjónustu, þ.m.t. matvöru-
verslun, sem getur ekki talist til hafnsækinnar
starfssemi, á hluta hafnarsvæðis HA2, sbr.
afmörkun á skýringaruppdrætti og lýsingu á
afmörkun svæðisins í greinargerð. Breytingin
tekur til svæðis norð-vestan Grandagarðs sem
tekur til lóðanna 1-13 (oddatölur) við
Grandagarð og nr. 1, 2-8, 3, 10, 17, 19, 21, 23,
45, 47 og 49-51 við Fiskislóð.
Nánar vísast í kynningargögn.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér
með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á
deiliskipulagsáætlun í Reykjavík:
Hálsahverfi.
Um er að ræða tillögu að breytingu á deili-
skipulagi Hálshverfis. Í tillögunni eru m.a. gert
ráð fyrir að mörk deiliskipulags verði færð út
fyrir lóðir að Hesthálsi 14 og 15, Krókhálsi 7,
Lynghálsi 12 og 13 og Tunguháls 8 og 10, að
aðkoma að Krókhálsi 7 verði frá Krókhálsi, um
nýja innkeyrslu austan við núverandi götu-
stæði, einnig aðkoma frá Hesthálsi, að nú-
verandi götustæði komi til stækkunar fyrir
lóðina Hestháls 14 og Krókháls 7 og jafn
umferðarréttur gildi fyrir báðar þessar lóðir á
umræddri stækkun.
Nánar vísast í kynningargögn.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
8.20 – 16.15, frá 5. desember 2003 til 16.
janúar 2004. Einnig má sjá tillögurnar á
heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athuga-
semdum við þær skal skila skriflega til
Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu-
lagsfulltrúa) eigi síðar en 16. janúar 2004.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 5. desember 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur