Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 58
DAGBÓK
58 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Skógarfoss kemur og
fer í dag. Mánafoss fer
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Salles kemur í dag.
Polar Siglir, Thirza,
Ernir, Florinda fóru í
gær.
Fréttir
Bókatíðindi 2003.
Númer föstudagsins 5.
desember er 046388.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og
jóga. Hársnyrting,
fótaaðgerð. Bingó fell-
ur niður í dag vegna
jólahlaðborðs í kvöld.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16,30 smíðar. Bingó
spilað 2. og 4. föstudag
í mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–
12 vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
vefnaður og spilað í
sal, kl. 13.30 félags-
vist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðslustofan
opin, kl. 14 söngstund.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16
handavinnustofan op-
in, kl. 10–13 verslunin
opin.
Félagsstarfið Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, myndlist
o.fl., kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 spilað.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 opið
hús, spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Jólagleði í
Kirkjuhvoli kl. 19.
Rútuferðir frá Hlein-
um og Holtsbúð.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Tréútskurður kl. 9 og
13, leikfimi í Bjarkar-
húsi kl. 11.30, brids kl.
13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Útvarp Saga
99,4 í dag kl. 12.20.
Þáttur um málefni
eldri borgara.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl.
10.30 gleðin léttir lim-
ina, létt ganga, Herdís
Jónsdótir hjúkrunar-
fræðingur kemur í
heimsókn, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing, s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg
8. Kl. 9.05 myndvefn-
aður, kl. 9.30 málm- og
silfursmíði, kl. 13 bók-
band.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan
er opin frá kl. 9–17
virka daga, kl. 14–15
afmælis- og aðventu-
fagnaður í dag, Gleði-
gjafarnir syngja undir
gítarleik Guðrúnar
Lilju Guðmundsdótt-
ur, óvænt uppákoma,
Ingibjörg Aldís Ólafs-
dóttir syngur nokkur
einsöngslög við undir-
leik Ólafs Ólafssonar
sem leiðir söng og
leikur á harmóniku og
píanó.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurð-
ur, baðþjónusta, fóta-
aðgerð og hárgreiðsla,
kl. 11 spurt og spjall-
að, kl. 14 bingó.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–12 postulínsmáln-
ing, kl. 14.30 spænska,
framh. Fótaaðgerðir
virka daga, hársnyrt-
ing þriðju- og föstu-
daga.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10–
11 boccia, kl. 14 leik-
fimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrídans.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morgun-
stund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl.
12.30 leir, kl. 13.30
bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 10–14.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað
brids kl. 19 þriðjud. og
kl. 13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laugar-
dögum.
Minningarspjöld
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn 555 0104 og
hjá Ernu s. 565 0152
(gíróþjónusta).
Minningarkort ABC
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu
ABC hjálparstarfs í
Sóltúni 3, Reykjavík í
s. 561 6117. Minning-
argjafir greiðast með
gíróseðli eða greiðslu-
korti. Allur ágóði fer
til hjálpar nauð-
stöddum börnum.
Í dag er föstudagur 5. desember,
339. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: En nú varir trú, von og kær-
leikur, þetta þrennt, en þeirra er
kærleikurinn mestur.
(I.Kor. 13, 13.)
Torfi Kristjánsson gagn-rýnir hugmyndir um
hækkun lánshlutfalls og
hámarkslána frá Íbúða-
lánasjóði í pistli á vefrit-
inu Deiglunni.
Torfi rifjar upp að ýms-ar fjármálastofnanir
hafi talið þessar tillögur
varhugaverðar, þar á
meðal Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn, Seðlabankinn
og Hagfræðistofnun HÍ.
Útlánaauking Íbúðalána-
sjóðs gæti grafið undan
lausafjárstýringu Seðla-
bankans, valdið hærri
raunvöxtum og raun-
gengi og hækkað íbúða-
verð. „Það liggur nú þeg-
ar fyrir að ríkisstjórnin
muni halda sig við 90%
lánin en líklegt þykir að
félagsmálaráðherra hafi
bakkað með tillögur sínar
um 18 milljóna króna há-
markslán sem hann til-
kynnti síðastliðið vor.
Samkvæmt útreikn-ingum Greiningar-
deildar Landsbankans
mun fasteignaverð
hækka um 10–15% ef há-
markslán verða 18 millj-
ónir og um 8–10% ef há-
markslán verða 12
milljónir. Þessir útreikn-
ingar miðast við það að
aðlögun markaðarins fari
að öllu leyti fram í gegn-
um fasteignaverð þar sem
framboð fasteigna er
tregbreytanlegt. Það er
því ljóst að áhrif þessara
aðgerða félagsmálaráð-
herra munu að öllum lík-
indum verða umtalsverð á
fasteignamarkaðnum þó
að hámarkslánin verði
töluvert lægri en upphaf-
legar yfirlýsingar gerðu
ráð fyrir. Fasteignaverð
mun þó með tíð og tíma
leita jafnvægis á ný með
auknu framboði og í riti
Landsbankans er bent á
nauðsyn þess að fram-
kvæma þessar breytingar
í áföngum til að draga úr
hækkunum á fasteigna-
verði.
Áætlanir félagsmála-ráðherra um að keyra
í gegn þessar þenslu-
hvetjandi breytingar á
húsnæðislánakerfinu
verða að teljast nokkurt
glapræði af hans hálfu,
þar sem löngu er ljóst að
íslenska þjóðin stefnir inn
í þenslutímabil vegna
stóriðjuframkvæmda,
sem munu leiða til hækk-
unar vaxta og gengis.
Einnig ganga þessar að-
gerðir þvert á þá stefnu
ríkisstjórnarinnar að
minnka umsvif ríkisins á
fjármálamarkaði sem
framfylgt hefur verið á
síðustu árum.
En eitt er þó víst að hátt-virtur félagsmálaráð-
herra þarf að fara að
kynna áætlanir sínar því
að sú óvissa sem ríkir á
húsbréfamarkaðnum hef-
ur mjög slæm áhrif á ís-
lenskan skuldabréfa-
markað. Það kemur alltaf
niður á einstaklingum en
yfirverð húsbréfa er nú
nánast á núlli. Best væri
þó að hann myndi falla al-
veg frá þessum breyt-
ingatillögum sínum,“ seg-
ir Torfi á Deiglunni.
STAKSTEINAR
Glapræði
félagsmálaráðherra
Víkverji skrifar...
Grein blaðakonunnar Sus-an De Muth um
Kárahnjúkavirkjun, sem
birtist í brezka blaðinu The
Guardian í síðustu viku, hef-
ur verið talsvert til umræðu
manna á meðal. Víkverji las
greinina á vef The Guardian
og þótti hún áhugaverð, en
varla fréttnæm. Greinin er
ágæt samantekt á góðum og
gildum röksemdum and-
stæðinga Kárahnjúkavirkj-
unar, sem fram hafa komið í
umræðum hér heima. Vík-
verji var hins vegar dálítið
hissa á því að blaðamaður þessa
vandaða blaðs virtist í raun aðeins
hafa áhuga á annarri hlið málsins;
a.m.k. er í greininni nánast eingöngu
rætt við andstæðinga virkjunarinnar.
De Muth hefur reyndar einnig rætt
við Friðrik Sophusson, forstjóra
Landsvirkjunar, en gerir aðallega
grín að röksemdum hans eða lítið úr
þeim. Víkverja þótti það draga úr
gildi greinarinnar að niðurstaða höf-
undarins – að Kárahnjúkavirkjun sé
glapræði – virtist hafa verið gefin fyr-
irfram, en væri ekki byggð á álykt-
unum blaðamannsins eftir að hann
hefði kynnt sér báðar hliðar málsins
vandlega.
x x x
Þá fannst Víkverja nánast óskiljan-legur sá menntahroki, sem fram
kemur í greininni, þar sem það er út-
skýrt að Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra flaggi engri menntun
nema enskunámi, sem hafi lokið 1972,
og að Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra sé sjúkraþjálfari að
mennt. Blaðamaðurinn telur starfs-
ferilslýsingu ráðherranna að þessu
leyti „ekki hughreystandi“. Ætli allir
blaðamenn, sem fjalla um
umhverfismál, séu sér-
menntaðir í þeim fræðum?
x x x
Víkverji hefur heyrt gagn-rýni á að ýmsir fjöl-
miðlar, þar á meðal Morg-
unblaðið, hafi ekki tekið upp
grein De Muth og gert að
fréttaefni. Víkverja finnst
að lítil ástæða hefði verið til
að segja frá grein, sem er
aðallega samantekt á sjón-
armiðum, sem öllum hafa
verið gerð ýtarleg skil í
Morgunblaðinu, enda hafa skoðanir
flestra eða allra viðmælenda De
Muth komið fram hér í blaðinu. Eru
þær orðnar fréttnæmari af því að
þær birtast í útlendu blaði? Eru sjón-
armið Íslendinga merkilegri en ella ef
útlendingar segja frá þeim?
Víkverji tekur eftir því að mörgum
finnst að ef sagt er frá sjónarmiðum
eða afrekum Íslendinga í erlendum
fjölmiðlum, eigi nánast sjálfkrafa að
birta um það fréttir á Íslandi. Stund-
um er þó aðeins verið að endurtaka
það, sem löngu er komið fram í ís-
lenzkum fjölmiðlum.
Íslenzk náttúra sprengd við Kárahnjúka.
Morgunblaðið/RAX
MÉR blöskraði svo þegar
ég fór á tónleika með Kiri
Te Kanawa um daginn að
ég get vart orða bundist.
Þegar við hjónin vorum
búin að eyða 29.800 krón-
um í tónleikamiða finnst
mér ekkert annað en sjálf-
sagt að tónleikahaldarar
byðu okkur fría dagskrá.
Nei, ekki á Íslandi. Við
þurftum að kaupa dagskrá
á ensku sem er prentuð
fyrir alla tónleikaröðina á
heilar 800 krónur. 800
krónur segi ég! Mér finnst
þetta alveg fyrir neðan all-
ar hellur og finnst að Einar
Bárðar mætti aðeins hugsa
sig um þegar hann heldur
næstu stórtónleika þar
sem áhorfendur borga
næstum 1,2 milljónir.
Eftir að hafa eytt þess-
ari formúgu í miðana bjóst
ég alveg eins við að ég
fengi kampavín og jarðar-
ber í anddyrinu en nei,
þetta var eins og bíósýning
og við þurftum að borga
fyrir dagskrá.
Ein pirruð.
Fréttablaðið og DV
ÞESSI blöð eru auglýst
dag eftir dag en eru svo
ekki borin út. Þeir sem
auglýsa gera sér ekki grein
fyrir að þúsundir lands-
manna fá ekki blaðið. Eng-
in aukablöð koma þannig
að það virðist komið í sama
farið og var. Enginn til að
bera blaðið út. Bara talað
um hvað ritstjórarnir eru
klárir.
Oft sér maður blöðin í
hrúgu á gangstéttum og
enginn hirðir um þau. Best
er bara að fá Morgunblaðið
sitt. Þar eru góðir blaðber-
ar.
Óánægður lesandi.
Að brýna fyrir
börnum sínum
ÉG var að lesa pistil eftir
Laufeyju í Velvakanda um
að sonur hennar hefði sett
fæturna upp á sætið í
strætó og var fyrir vikið
rekinn út. Ég hef séð mikið
af þessu hjá unglingum í
strætó og svo kemur fólk í
ágætis fötum og þarf að
setjast í þetta. Bílstjórinn
hefur um annað að hugsa
en að vera að ala ung-
lingana upp og ættu for-
eldrar að brýna fyrir börn-
um sínum að gera ekki
svona.
Sigrún.
Ósmekklegar fernur
MIG langar að benda fólki
á að veita athygli mynd-
skreytingum á jólamjólk-
urfernunum en þær eru
einstaklega ósmekklegar.
Mig langar að beina
þeirri spurningu til Mjólk-
ursamsölunnar hvernig í
ósköpunum þeim dettur í
hug að setja svona skreyt-
ingar á fernur sem koma
fyrir augu barna.
Húsmóðir í
Vesturbænum.
Tapað/fundið
Kápa tekin
í misgripum
BRÚN kápa, kasmír, var
tekin í misgripum og önnur
skilin eftir sl. laugardags-
kvöld í Iðnó. Sá sem tók
kápuna vinsamlega hafi
samband í síma 867 8074.
Systa – afmæliskort
SYSTA! Þú varst að versla
í Smáralindinni 6. septem-
ber sl. og gleymdir afmæl-
iskortinu þínu með verð-
mætum. Hringdu í síma
898 9554 eða 660 8203.
Rúmdýna týndist
í Garðabæ
RÚMDÝNA í plastpoka
fauk af pallbíl á Hafnar-
fjarðarveginum í Garðabæ
á móts við Bitabæ síðdegis
sl. mánudag. Þeir sem vita
um dýnuna hafi vinsam-
lega samband í síma
693 2304 eða 565 4623.
Barnagleraugu
í óskilum
BARNAGLERAUGU
fundust fyrir utan Borgar-
leikhúsið laugardaginn 22.
nóvember sl. Upplýsingar í
síma 421 3694.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Kiri Te Kanawa
– okur
Morgunblaðið/Ómar
LÁRÉTT
1 ný, 4 vinna, 7 þýða, 8
minnugur misgerða, 9
snæfok, 11 bragð, 13
næði, 14 óhamingja, 15
rakt, 17 sterk, 20 mjög
æsta, 22 einskærar, 23
sárs, 24 tröll, 25 tekur.
LÓÐRÉTT
1 snauð, 2 geng, 3 út-
ungun, 4 viðlag, 5 árás, 6
einföld, 10 órói, 12 and-
spænis, 13 skip, 15 horsk-
ur, 16 mannsnafn, 18 ver-
um, 19 lofar, 20 hugar-
burður, 21 eyðimörk.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 bakhjarls, 8 umtal, 9 díkið, 10 jór, 11 sakka, 13
áfram, 15 björg, 18 saggi, 21 rík, 22 rudda, 23 raupa, 24
framvinda.
Lóðrétt: 2 aftek, 3 helja, 4 andrá, 5 líkar, 6 gums, 7 óð-
um, 12 kór, 14 fáa, 15 bert, 16 öldur, 17 gramm, 18
skrái, 19 grund, 20 iðan.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16