Morgunblaðið - 05.12.2003, Síða 61
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 61
LEIKUR Selfoss og Hauka á Ís-
landsmóti karla í handknattleik,
sem fram fer í kvöld, verður leik-
inn í íþróttahúsinu á Hellu á
Rangárvöllum. Þetta er í fyrsta
skipti sem leikur í efstu deild í
einhverri íþróttagrein fer fram
þar í bæ.
Bergur Guðmundsson, formað-
ur handknattleiksdeildar Selfoss,
sagði við Morgunblaðið að með
því að spila á Hellu væru þeir
Selfyssingar að endurgjalda
heimamönnum þar.
„Vegna þrengsla í íþróttahús-
inu á Selfossi hefur meist-
araflokkurinn okkar æft einu
sinni í viku á Hellu og í fram-
haldi af því var ákveðið að leika
einn deildaleik þar fyrir áramótin
og annan síðar í vetur. Um leið
er þetta viðleitni af okkar hálfu
til að auka útbreiðslu handbolt-
ans. Ég á von á góðri aðsókn á
leikinn en við kynntum hann í
skólanum á Hellu og fengum góð
viðbrögð. Auk þess er einn leik-
manna okkar, Guðmundur Ingi
Guðmundsson, búsettur á Hellu,“
sagði Bergur.
Leikur liðanna hefst kl. 19.15
en vinni Haukar leikinn gull-
tryggja þeir sér sæti í úrvals-
deildinni eftir áramótin. Ljóst er
að Selfyssingar leika í 1. deild
seinni hluta vetrar. Aðrir leikir í
kvöld eru ÍR - Stjarnan, Víkingur
- KA og Grótta/KR - Afturelding.
Selfyssingar og Haukar
mætast á Hellu
ÍSLENSKIR knattspyrnuáhugamenn bíða eins og aðrir
með öndina í hálsinum eftir því að komast að því síðdegis
í dag hverjir mótherjarnir í undankeppni HM 2006
verða. Möguleikarnir eru margir og hér koma dæmi um
það besta og það versta sem gæti hent Ísland í drætt-
inum.
Draumariðill Íslands, með tilliti til aðdráttarafls and-
stæðinga og stuttra ferðalaga, gæti litið þannig út: Eng-
land, Holland, Skotland, Ísland, Norður-Írland og Fær-
eyjar (sex þjóða riðill).
Það yrði hins vegar hálfgerð martröð að lenda í riðli
sem liti þannig út: Tyrkland, Rússland, Rúmenía, Ísland,
Georgía, Armenía og Kasakstan (sjö þjóða riðill).
Ef mótherjar eru metnir eftir möguleika Íslands á að
blanda sér í baráttuna um HM-sæti gæti þessi riðill gefið
einhverjar vonir: Svíþjóð, Pólland, Skotland, Ísland,
Hvíta-Rússland, San Marino og Andorra. (sjö þjóðir).
Líklegast er þó að niðurstaðan verði einhvers konar
meðaltal af því besta og því versta.
David Beckham, fyrirliði Englands, fagnar.
Kemur hann til með að leika á Laugardals-
vellinum í undankeppni HM 2006?
HM-draumur
og martröð
HRAFNHILDUR Skúladóttir,
landsliðskona í handknattleik, skor-
aði 10 mörk fyrir Tvis/Holstebro á
mánudagskvöldið þegar lið hennar
vann Mönsted, 33:24, í dönsku 1.
deildinni. Hanna G. Stefánsdóttir
skoraði 4 mörk fyrir Tvis/Holstebro
og Inga Fríða Tryggvadóttir eitt.
FORRÁÐAMENN NBA-liðsins
Portland Trail Blazers sendu fram-
herjann Bonzi Wells til Memphis
Grizzlies í skiptum fyrir skotbak-
vörðinn Wesley Person og fyrsta
valrétt í nýliðavali NBA. Wells hefur
átt erfitt uppdráttar hjá Portland
undanfarnar vikur en hann var m.a.
settur í leikbann af forsvarsmönnum
liðsins á dögunum eftir að hann
sendi Maurice Cheeks, þjálfara liðs-
ins, tóninn er honum var skipt útaf í
leik með liðinu.
EIGENDUR Portland hafa átt í
erfiðleikum með leikmenn sína utan
vallar undanfarin ár og hefur ímynd
liðsins skaðast mikið.
LEIKMENN NBA-liðsins Toronto
Raptors hafa heldur betur hrokkið í
gang eftir að hafa fengið þrjá leik-
menn til liðsins í leikmannaskiptum
á dögunum. Gegn Boston setti kan-
adíska liðið met með því að skora 17
þriggja stiga körfur úr aðeins 24 til-
raunum en það er félagsmet. Atlanta
Hawks á hinsvegar NBA-metið á
þessu svið en liðið skoraði 19 slíkar
körfur gegn Dallas 17. desember ár-
ið 1996.
SIR Alex Ferguson knattspyrnu-
stjóri Manchester United ætlar að
reyna að frá ástralska framherjann
Mark Viduka frá Leeds í raðir ensku
meistaranna í næsta mánuði að sögn
enskra fjölmiðla. Ferguson er sagð-
ur reiðubúinn að punga út 5 millj-
ónum punda fyrir Viduka.
SÆNSKI tenniskappinn Thomas
Johansson verður á meðal þátttak-
enda á atvinnumannamóti sem fram
fer í Ástralíu í janúar en Johansson
hefur ekkert keppt í rúmt ár vegna
meiðsla. Johansson hefur verið
meiddur á öxl og hné en hann lék síð-
ast í nóvember fyrir ári. Johansson
sigraði á opna ástralska meistara-
mótinu árið 2002 og er helsta von
Svía um árangur á alþjóðavettvangi.
ALEX Ferguson knattspyrnu-
stjóri Manchester United segir við
enska fjölmiðla í gær að það hafi ver-
ið rétt ákvörðun að láta yngri leik-
menn liðsins leika gegn WBA í
deildabikarkeppninni í gærkvöld þar
sem að Manchester United tapaði
2:0.
KNUT Torbjörn Eggen, þjálfari
Fredrikstad, hefur framlengt samn-
ing sinn við norska félagið til ársins
2006 en undir hans stjórn vann það
sér sæti í úrvalsdeildinni eftir 19 ára
hlé. Ríkharður Daðason lék með
Fredrikstad síðari hlutann af tíma-
bilinu og skoraði 5 mörk í þeim níu
leikjum sem hann lék með því.
FÓLK
Ásgeir sagði eftir tap gegn Þýska-landi í Hamborg 11. október sl.,
að það væri draumur sinn og tak-
mark að mæta aftur til leiks í Þýska-
landi – þá sem þátttakandi á HM
sumarið 2006. „Já, það er takmarkið
hjá okkur Loga og öllum öðrum sem
vilja knattspyrnunni vel á Íslandi.
Við bíðum því spenntir eftir að sjá
hvaða mótherja við fáum,“ sagði Ás-
geir.
Keppt um 13 sæti í Evrópu
Leikið verður í átta riðlum í Evr-
ópu – þrír riðlar með sjö liðum og
fimm riðlar með sex liðum. Sigur-
vegarar hvers riðils og tvö bestu lið-
in í öðru sæti í riðlunum átta fara
beint í úrslitakeppnina í Þýskalandi,
en hin sex liðin í öðru sæti leika um
þrjú síðustu sæti Evrópu í umspili.
„Róðurinn verður erfiður, en
spennandi. Það er ekki hægt að ræða
um auðveldar þjóðir í tveimur efstu
styrkleikaflokkunum og ekki heldur
þeim þriðja. Það er aftur á móti hægt
að láta sig dreyma um keppinauta í
þessum þremur flokkum.
Þegar ég horfi á fyrsta styrkleika-
flokkinn óska ég þess að draumur ís-
lenskra knattspyrnuunnenda rætist
með því að við lendum í riðli með
Englendingum. Það yrði mikil gleði-
stund fyrir íslenska knattspyrnu-
unnendur að fá að sjá landslið Eng-
lands leika á Laugardalsvellinum.
Það væri einnig skemmtilegt að geta
boðið upp á stjörnulið Evrópumeist-
ara Frakklands, leikna leikmenn
Spánar og klóka leikmenn Ítalíu. Ís-
lenskir knattspyrnuunnendur
þekkja alla bestu leikmenn þessara
þjóða mjög vel.
Ég vildi þó helst vera laus við að
mæta Spánverjum af þessum þjóð-
um. Einnig landsliði Portúgals, en
það hentar ekki okkur Íslendingum
að leika gegn þessum tveimur þjóð-
um, sem hafa yfir að ráða hröðum og
léttleikandi liðum.
Þá eru þrjár þjóðir ónefndar í
fyrsta styrkleikaflokknum sem ekki
eru eins spennandi kostur – Tyrk-
land, Tékkland og Svíþjóð,“ sagði
Ásgeir.
Þegar rætt var um annan styrk-
leikaflokkinn sagði Ásgeir að fyrir
íslenska knattspyrnuunnendur væri
draumurinn að leika gegn Írlandi,
Hollandi, Belgíu og Danmörku.
„Við viljum sleppa við að fara í
austurveg og leika í Rússlandi, Kró-
atíu, Póllandi eða Slóveníu.“
Þá barst talið að þriðja styrkleika-
flokki og um þjóðirnar í honum sagði
Ásgeir: „Ég myndi velja Skota,
Svisslendinga, Austurríkismenn eða
Slóvaka sem mótherja – sleppa því
að þurfa að fara til Grikklands, Búlg-
aríu, Rúmeníu og Serbíu-Svartfjalla-
lands. Eins og ég sagði er alltaf erfitt
að sækja þjóðir í Austur-Evrópu
heim. Maður veit aldrei fyrirfram
hvað okkur er boðið upp á utan sem
innan vallar,“ sagði Ásgeir.
Þegar rætt var um þjóðirnar í
fimmta styrkleikaflokknum, sem er
flokkur fyrir aftan þann sem Ísland
er í, sagði Ásgeir: „Þar eru allt við-
ráðanlegar þjóðir, eins og Norður-
Írland, Litháen, Eistland og Kýpur,
ásamt Ungverjalandi, Georgíu,
Makedóníu og Hvíta-Rússlandi.
Eins og ég sagði vil ég sleppa við að
fara í austurveg og það á einnig við
um fjórar þjóðir í sjötta styrkleika-
flokki – Albaníu, Armeníu, Aserbaid-
sjan og Moldavíu. Mætti ég frekar
byðja um að fara til Liechtenstein,
San Marínó, Möltu eða Færeyja.“
Ásgeir segist frekar vilja lenda í
riðli með sex þjóðum og leika tíu leiki
en að leika í riðli með sjö þjóðum og
leika tólf leiki.
Ásgeir sagði með því að leika í sex
þjóða riðli væri möguleiki að fá Eng-
land, Frakkland, Ítalíu og Spán, sem
fyrirfram hefur verið ákveðið að leiki
í sex þjóða riðlum. Ástæðan fyrir því
er að Alþjóðaknattspyrnusamband-
ið, FIFA, telur að álagið sé of mikið á
leikmönnum þessara þjóða vegna
þátttöku í Meistaradeild Evrópu.
Það var mikið um dýrðir í Frank-
furt í gærkvöldi hjá landsliðsþjálfur-
um og forráðamönnum liða sem
mættir voru til að vera viðstaddir
dráttinn. FIFA bauð upp á mikla
veislu, en síðan hefst alvaran í dag
þegar dregið verður í riðlana. Eftir
það koma forráðamenn og landsliðs-
þjálfarar þjóðanna, sem dragast
saman í riðla – og þá hefjast umræð-
ur um leikdaga.
EFTIR að hafa rætt við Ásgeir
Sigurvinsson um hugsanlega
mótherja Íslands í und-
ankeppni HM, þá virðist
draumariðill hans og Loga
Ólafssonar vera þannig – sex
þjóða riðill, raðað niður eftir
styrkleikaflokkum:
England
Írland
Skotland
Ísland
Norður-Írland
Liechtenstein
Með þessum þjóðum, fyrir
utan Liechtenstein, leika leik-
menn sem íslenskir knatt-
spyrnuunnendur þekkja vel
frá enska boltanum og þá væri
stutt fyrir Íslendinga að fara
til að styðja við bakið á lands-
liðinu.
Drauma-
riðillinn
Ásgeir Sigurvinsson vill bjóða Íslendingum upp á það besta
og draumurinn er farseðillinn á HM í Þýskalandi 2006
Gaman væri að fá Eng-
lendinga sem mótherja
„ÞAÐ er alltaf gaman að koma til Þýskalands, þar sem ég þekki mig
vel – en það er nýr heimur fyrir mig að vera kominn hingað til Frank-
furt og vera viðstaddur þegar dregið er í riðla í undankeppni heims-
meistarakeppninnar, sem er mesti íþróttaviðburður heims,“ sagði
Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, sem
mætti í gær til Frankfurt ásamt félaga sínum Loga Ólafssyni og Egg-
erti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands, og Geir
Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Þeir eru mættir á
staðinn til að vera viðstaddir er dregið verður í riðla í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi, sem hefst í München 9. júlí
2006 og lýkur með úrslitaleik í Berlín 9. júlí. Athöfnin hefst kl. 16.05
og lýkur kl. 17.45, en síðast verður dregið í riðlana í Evrópu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar slá á
létta strengi á æfingu í Hamborg á dögunum.
Staffan með vetraræfingu
STAFFAN Johansson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, mun dvelja
hér á landi næstu vikuna en í gær var Svíinn með fyrstu æfinguna
hjá afrekshóp Golfsambands Íslands og fór sú æfing fram í Reið-
höllinni í Reykjavík. Staffan mun eyða tveimur dögum á Akureyri
þar sem hann mun hitta kylfinga sem búa á þeim slóðum. Um næstu
helgi mun Staffan hitta alla úr afrekshópnum og munu þær æfing-
ar fara fram í Sporthúsinu. Í janúar er fyrirhuguð æfingaferð til
Orlando í Bandaríkjunum, líkt og gert var í upphafi þessa árs og
þótti sú ferð hafa tekist sérstaklega vel.