Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 62

Morgunblaðið - 05.12.2003, Page 62
ÍÞRÓTTIR 62 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT varð úr för Ólafs Stígssonar knattspyrnu- manns til þýska 2. deildarliðsins Union Berlín, en Morgunblaðið greindi frá því í gær að Ólafur væri staddur í Þýskalandi til reynslu hjá Berlínarliðinu. „Það var inni í myndinni að ég færi til Union Berlín en niðurstaðan var sú að það var ákveðið að ég sendi félaginu spólur úr leikjum þar sem ég hef komið við sögu,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Eins og fram hefur komið er hann laus allra mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Molde eftir að hafa sagt upp samn- ingi sínum við liðið. „Framhaldið er óljóst hjá mér og ég ætla bara að skoða málin í rólegheitum. Það er einhver áhugi af hendi Union Berlín en það verður bara að koma í ljós hvort einhver alvara sé þar að baki. Ég er opinn fyrir öllu og helst vil ég leika áfram erlendis en ef ekkert gerist á þeim vettvangi þá spila ég hér heima. Ég reikna þá með að Fylkir verði fyrir valinu en ég hef rætt lítillega við Fylkismenn,“ sagði Ólafur. Ólafur fór ekki til Union Berlín DÓMARANEFND evrópska knattspyrnusambands- ins, UEFA, hefur valið þá tólf dómara sem dæma í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Portúgal í sumar. Í þessum hópi eru dómarar sem af mörgum eru taldir meðal þeirra bestu í faginu, til að mynda Ítalinn Pierlugi Collina sem dæmdi úrslitaleik Bras- ilíu og Þýskalands á HM í fyrra og Þjóðverjinn Markus Merk sem dæmdi úrslitaleik AC Milan og og Juventus í Meistaradeild Evrópu síðastliðið vor. Dómararnir tólf eru: Kim Milton Nielsen, Danmörku, Mike Riley, Eng- landi, Gilles Veissière, Frakklandi, Markus Merk, Þýskalandi, Pierluigi Collina, Ítalíu, Terie Hauge, Noregi, Lucílio Cardoso, Portúgal, Valentin Ivanov, Rússlandi, Lubos Michel, Slóvakíu, Manuel González, Spáni, Anders Frisk, Svíþjóð, og Urs Meier, Sviss. Aðstoðardómarar eru 24 talsins en dómaratríóið á leikjunum á Evrópumótinu verður frá sama landi og varadómarinn að auki. Dómaralistinn á EM klár ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Austurberg: ÍR - Stjarnan....................19.15 Hella: Selfoss - Haukar.........................19.15 Norðurriðill: Seltjarn.: Grótta/KR -Afturelding.......19.15 Víkin: Víkingur - KA .............................19.15 Íslandsmót kvenna, RE/MAX-deildin: Framhús: Fram - Víkingur .......................18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Keflavík: Keflavík - KR ........................19.15 Smárinn: Breiðablik - KFÍ ...................19.15 BLAK 1. deild kvenna: Neskaups.: Þróttur N. - HK.................20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Hamar – Grindavík 79:87 Íþróttahúsið í Hveragerði, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 4. desember 2003. Gangur leiksins: 2:8, 9:16, 15:21, 15:31, 26:31, 28:42, 32:44, 38:46, 46:54, 52:58, 64:60, 65:62, 72:72, 77:82, 79:87. Stig Hamars: Chris Dade 16, Lárus Jóns- son 15, Marvin Valdimarsson 14, Faheem Nelson 12, Svavar Pálsson 12, Hallgrímur Brynjólfsson 4, Óskar Freyr Pétursson 3. Fráköst: 19 í vörn - 11 í sókn. Stig Grindavíkur: Darrell Lewis 21, Guð- mundur Bragason 16, Dan Trammel 16, Páll Axel Vilbergsson 16, Helgi Jónas Guð- finnsson 11. Fráköst: 19 í vörn - 13 í sókn. Villur: Hamar 19 - Grindavík 21. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Einar Einarsson, fínir. Áhorfendur: Um 250. Njarðvík – Snæfell 105:68 Njarðvík: Gangur leiksins: 2:9, 20:16, 22:18, 27:22, 37:26, 41:33, 52:43, 75:51, 87:59, 96:59, 105:68. Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 29, Brandon Woudstra 21, Páll Kristinsson 14, Friðrik Stefánsson 14, Guðmundur Jóns- son 9, Egill Jónasson 8, Halldór Karlsson 6, Ólafur Aron Ingvason 2, Helgi Már Guð- bjartsson 2. Fráköst: 22 í vörn - 9 í sókn. Stig Snæfells: Dondrel Witmore 16, Corey Dickerson 14, Sigurður Þorvaldsson 13, Hlynur Bæringsson 10, Hafþór I. Gunn- arsson 10, Lýður Vignisson 3, Daniel Kaz- ami 2. Fráköst: 20 í vörn - 11 í sókn. Villur: Njarðvík 12 - Snæfell 22. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Eggert Aðalsteinsson. Stjórnuðu leiknum mjög vel. Áhorfendur: Um 70. ÍR – Tindastóll 96:102 Seljaskóli, Reykjavík: Gangur leiksins: 2:0, 15:4, 18:16, 18:16, 20:16, 20:22, 25:20, 28:25, 35:25, 39:33, 42:36, 48:36, 48:40, 53:40, 58:47, 60:53, 62:57, 66:57, 66:63, 68:63, 70:69, 74:69, 74:76, 80:82, 88:85, 89:88, 90:88, 90:90, 95:90, 96:92, 102:96. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 23, Eugene Christopher 21, Ólafur J. Sigurðsson 14, Ómar Ö. Sævarsson 13, Ásgeir Ö. Hlöð- versson 10, Kevin Grandberg 9, Ryan Leier 4, Ólafur Þórisson 2. Fráköst: 20 í vörn - 11 í sókn. Stig Tindastóls: Nick Boyd 43, Clifton Co- ok 37, Helgi R. Viggósson 9, Óli S. Barðdal Reynisson 5, Axel Kárason 4, Adrian Parks 4. Fráköst: 11 í vörn - 19 í sókn. Villur: ÍR 25 - Tindastóll 21. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Guð- mundur Stefán Maríasson. Áhorfendur: Um 85. Þór Þ. – Haukar 48:70 Þorlákshöfn: Gangur leiksins: 3:2, 3:10, 7:14, 10:14, 12:20, 12:24, 17:30, 22:32, 30:35, 32:41, 37:46, 40:48, 42:52, 44:53, 47:64, 48:70. Stig Þórs: Svavar Atli Birgisson 14 , Ray Robins 13, Leon Brisport 9, Rúnar Pálma- son 5, Grétar Ingi Erlendsson 4, Magnús Sigurðsson 3. Fráköst: 28 í vörn - í sókn. Stig Hauka: Michael Manciel 20, Halldór Kristmannsson 12, Sævar I Haraldsson 10, Sigurður Þ Einarsson 7, Ingvar Þ Guðjóns- son 7, Kristinn Jónasson 5, Marel Ö Guð- laugsson 5, Þórður Gunnþórsson 2, Pedrag Bojovic 2. Fráköst: 28 í vörn - 11 í sókn. Villur: Þór 24 - Haukar 23. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Helgi Bragason, mjög góðir Áhorfendur: 130. Staðan: Grindavík 9 9 0 793:735 18 Njarðvík 9 7 2 840:743 14 Snæfell 9 6 3 732:713 12 Keflavík 8 5 3 785:697 10 KR 8 5 3 757:698 10 Haukar 9 5 4 711:718 10 Hamar 9 5 4 731:757 10 Tindastóll 9 4 5 863:831 8 KFÍ 8 2 6 742:809 4 Þór Þorl. 9 2 7 777:874 4 Breiðablik 8 1 7 658:721 2 ÍR 9 1 8 757:850 2 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto – Boston................................ 105:95 New Jersey – Memphis ....................... 93:96 Detroit – Miami .................................... 87:73 New Orleans – Orlando ..................... 106:91 Houston – Utah ................................ 107:101  Eftir framlengingu. San Antonio – LA Lakers.................... 86:90 Phoenix – Minnesota............................ 79:92 Portland – Indiana ............................... 97:95  Eftir framlengingu. Seattle – New York .............................. 95:87 LA Clippers – Cleveland ..................... 90:80 Golden State – Denver..................... 109:117 KNATTSPYRNA HM U20 í Sádi-Arabíu A-riðill: Sameinuðu furstad. - Burkina Faso ....... 0:0 Slóvakía – Panama ................................... 1:0  Burkina Faso 7 stig, Slóvakía 6, Samein- uðu furstadæmin 4, Panama 0. B-riðill: Argentína – Malí....................................... 3:1 Spánn – Úsbekistan ................................. 1:0  Argentína 9 stig, Spánn 6, Malí 3, Úsbek- istan 0. C-riðill: Brasilía – Ástralía..................................... 2:3 Kanada – Tékkland .................................. 1:0  Ástralía 7 stig, Brasilía 4, Kanada 3, Tékkland 2. Ítalía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, fyrri leikir: Chievo – Perugia .......................................2:1 Roma – Palermo........................................1:0 Inter Mílanó – Reggina ............................2:1 Spánn Racing Santander – Sevilla .................... 0:4 - Baptista 13., 45., Darío Silva 22, Reyes 46. Zaragoza – Athletic Bilbao .................... 2:2 Villa 24., 46. - Yeste 12., Roberto Tiko 22. Skotland Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Partick Thistle – Celtic.............................0:2 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla SS-bikarinn, 8-liða úrslit: Valur – ÍBV .......................................... 37:24 Mörk Vals: Markús Máni Michaelsson 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Brendan Þorvalds- son 5, Sigurður Eggertsson 5, Heimir Árnason 4, Kristján Karlsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Hjalti Þór Pálmason 2, Bjarki Sigurðsson 1, Freyr Bjarnason 1, Hjatli Gylfason 1. Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson 5, Björg- vin Rúnarsson 5, Sigurður Ari Stefánsson 4, Michael Lauritzen 2, Robert Bognar 2, Zoltán Belányí 2, Ríkharð B. Guðmundsson 1, Josef Böse 1, Sigurður Bragason 1, Kári Kristjánsson 1. HM kvenna í Króatíu A-RIÐILL: Frakkland – Ástralía.............................33:13 Serbía-Svartfjallaland – Króatía .........28:24 Spánn – Brasilía ....................................27:25 Staðan: Frakkland 3 3 0 0 94:53 6 Króatía 3 2 0 1 94:65 4 Serbía/Svart. 3 2 0 1 86:65 4 Spánn 3 2 0 1 85:80 4 Brasilía 3 0 0 3 65:92 0 Ástralía 3 0 0 3 43:112 0 B-RIÐILL: Rússland – Uruguay .............................38:15 Tékkland – Austurríki ..........................22:29 Suður-Kórea – Angóla ..........................27:21 Staðan: Austurríki 3 3 0 0 105:61 6 Rússland 3 3 0 0 92:64 6 Suður-Kórea 3 2 0 1 85:67 4 Tékkland 3 1 0 2 86:75 2 Angóla 3 0 0 3 62:82 0 Uruguay 2 0 0 2 36:93 0 C-RIÐILL: Noregur – Argentína ............................45:13 Rúmenía – Japan...................................41:30 Úkraína – Túnis.....................................33:15 Staðan: Rúmenía 3 2 1 0 112:71 5 Úkraína 3 2 1 0 91:72 5 Noregur 3 2 0 1 101:68 4 Japan 3 2 0 1 84:81 4 Túnis 3 0 0 3 64:90 0 Argentína 3 0 0 3 42:112 0 D-RIÐILL: Danmörk – Fílabeinsströndin..............24:21 Ungverjaland – Slóvenía ......................38:25 Þýskaland – Kína ..................................30:28 Staðan: Danmörk 3 2 1 0 73:61 5 Þýskaland 3 2 1 0 80:75 5 Ungverjaland 3 2 0 1 108:80 4 Slóvenía 3 2 0 1 91:92 4 Kína 3 0 0 3 74:93 0 Fílabeinsstr. 3 0 0 3 74:99 0 BLAK 1. deild karla Stjarnan – Þróttur R.................................3:0 Leiðrétting Nafn Arnórs Braga Elvarssonar, KR, mis- ritaðist í myndatexta á bls. 44 miðvikudag- inn 3. desember. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Í KVÖLD Grindvíkingar unnu níunda leik-inn í röð en þrátt fyrir sigur- gönguna á liðið mikið inni sé miðað við leik liðsins í gær. Hamarsmenn virt- ust með bakið upp við vegg undir lok fyrri hálfleiks er staðan var 26:42, en að venju var seiglan mikil í liðinu á lokasprettin- um. Þegar skammt var til leiksloka var jafnt á komið með liðunum, 72:72, en segja má að gestirnir hafi gert færri mistök en heimamenn á lokakaflanum þar sem Helgi Jónas Guðfinnsson lét ljós sitt skína. Í upphafi annars leikhluta skor- uðu gestirnir tíu stig í röð. Það fór um áhorfendur en þeir sáu til sólar á ný er heimamenn svöruðu með tíu stiga skorpu. Dan Trammel miðherji Grindvíkinga átti körfu kvöldsins er hann tróð með tilþrifum. Hann tók við sendingu Lewis af körfuspjaldinu og þrumaði knettinum í körfuna. Lagleg karfa. Staðan í hálfleik var 32:44 og allt útlit fyrir öruggan sigur Grindvíkinga. Það er þekkt að Hamarsmenn bíta frá sér þegar á móti blæs og í gær var engin breyting þar á. Marvin Valdimarsson og Chris Dade fundu leiðina að körfunni en ekkert gekk hjá Grindvíkingum. Ekki nema hjá Guðmundi Bragasyni sem var í því hlutverki að ná sóknarfráköstum og skora einfaldar körfur. Það kom smáglóð í Pál Axel Vilbergsson um tíma, tveir þristar af löngu færi í röð. En síðan kólnaði fyrirliðinn líkt og liðið í heild. Á lokakaflanum tók Lár- us Jónsson, fyrirliði Hamars, upp keflið og skoraði grimmt, eða 13 stig, og fór fyrir sínum mönnum. Mikið var um tæknileg mistök hjá báðum liðum og var sem allur vindur væri úr gestunum. En Helgi Jónas og Guðmundur sáu að mestu um að draga hlassið á lokakaflanum. Loka- tölur, 79:87, og fyrsti tapleikur Ham- ars á heimavelli staðreynd. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði að liðið hefði sett sér ákveðin markmið fyrir veturinn en í raun ætti liðið mikið inni. „Við erum ekki að spá mikið í það að hafa ekki tapað enn sem komið er í deild- inni. Það er sama tuggan, einn leikur í einu. Við látum þetta ekki trufla okkur en auðvitað viljum við vinna sem flesta leiki. Það er óraunhæft að ætla liðinu að fara í gegnum tímabil- ið án þess að tapa. Í sumum leikjum okkar til þessa höfum við hreint ekki leikið vel og til að mynda vorum við stálheppnir gegn Breiðabliki í bik- arkeppninni, lékum illa í þeim leik. En í þeim næsta gegn Keflavík náð- um við að sýna hvað í okkur býr. Það er alltaf erfitt að leika hér í Hvera- gerði og við töpuðum báðum leikjum okkar hér í fyrra. Þannig að við vor- um með það á hreinu að hlutir eins og sóknarfráköst og almenn barátta verða að vera til staðar.“ Darrell Lewis, Guðmundur, Trammel, Páll Axel og Helgi Jónas skiptu stigunum á milli sín að þessu sinni og léku best í liði gestanna en í liði Hamars var Lárus ákveðinn undir lok leiksins. Faheem var ágætur á köflum auk þess sem Svavar barðist að venju vel. Chris Dade virðist enn eiga langt í land með að vera ógnandi í sókn- arleiknum og lið sem skorar aðeins eina þriggja stiga körfu á erfitt upp- dráttar gegn hvaða liði sem er. Bragðdauft í Þorlákshöfn Haukar unnu Þór frá Þorlákshöfní fremur bragðdaufum leik í gærkvöldi og þetta var leikur sem Þórsarar vilja örugglega gleyma sem fyrst. Haukar sýndu baráttu allan leikinn og verðskuld- uðu sigur, þeir tóku forystuna snemma í leiknum og létu hana aldr- ei af hendi þar til 48:70 sigri var náð. Það var eins og búið væri að setja lok á körfurnar því hvorugt liðið hitti nokkurn skapaðan hlut. Leikmenn Þórs skoruðu aðeins eina þriggja stiga körfu fyrstu sex og hálfa mín- útu leiksins. Það var sama hvort leik- menn voru í dauðafæri undir körf- unni eða tækju langskot, ekkert vildi ofaní. Barátta beggja liða var mikil og sýnir stigaskorið best að varnirn- ar stóðu sig. Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði eftir leikinn að þetta hefði verið skrítinn leikur sem færi ekki á spjöld sögunnar hvað gæði snerti. „Það var greinilegt að leik- urinn var mikilvægur fyrir bæði liðin en þeim hefur ekki gengið vel í síð- ustu leikjum og þurftu mjög á stig- unum að halda. Það munaði mikið um að þjálfari Þórs, William Dreher, var ekki með og Gunnlaugur Er- lendsson var á bekknum þar til í síð- asta leikhluta og sýndi ekki mikið þann stutta tíma sem hann fékk þá en hann hefur oft verið okkur Hauk- um erfiður, bæði þegar hann var með Hamri og líka með Þórsliðinu. Það getur verið gott að sýna aga og hegna mönnum fyrir að mæta illa á æfingar en við verðum að muna að við erum með áhugamenn sem fá ekki borgað fyrir þetta,“ sagði Reyn- ir og var ánægður með sigurinn. Dreher, þjálfari Þórs, vildi ekki segja mikið um leikinn. „Þetta var ekki mjög slæmur leikur, vörnin vann vel og skilaði sínu. Haukarnir náðu forskoti í upphafi sem við náð- um að minnka smátt og smátt og undir lok þriðja leikhluta munaði að- eins sex stigum og leikurinn í jafn- vægi en skotnýting okkar var ekki góð,“ sagði þjálfarinn. Njarðvík heldur sínu striki Gestirnir úr Snæfelli mættuákveðnir til leiks í Njarðvík og eftir aðeins þriggja mínútna leik voru þeir komnir með sjö stiga for- ystu, 2:9, en þá tóku heimamenn í Njarð- vík syrpu og jöfnuðu 12:12. Leikurinn var jafn framan af og virtist allt stefna í jafnan og hörkuspennandi leik þegar staðan var 20:16 eftir fyrsta fjórðung. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik tóku Njarðvíkingar sig til og spiluðu pressuvörn á Corey Dicker- son, leikstjórnanda Snæfells, sem hafði stjórnað leik þeirra Snæfell- inga af stakri prýði. Sú vörn virkaði fínt og skoruðu Njarðvíkingar tíu stig í röð og fóru til leikhlés með átta stiga forystu, 41:33. Seinni hálfleikurinn hófst með miklum hraða og góðri vörn Njarð- víkinga. Brenton Birmingham spil- aði mjög vel og skoraði 18 stig, þaraf fjórar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar áttu aftur góðan kafla í þriðja leikhluta og skoruðu tíu stig í röð. Á þeim tíma- punkti fékk Snæfell á sig tvær tæknivillur og var þá staðan orðin 75:51 og er það of mikill munur á móti eins sterku liði sem Njarðvík er. Í fjórða leikhluta fékk Hlynur Bæringsson sína aðra tæknivillu og jafnframt brottrekstrarvillu. Eftir það skoruðu Njarðvíkingar þrettán stig í röð og var þar með öruggum sigri landað í Njarðvík. Bestu menn Njarðvíkur voru Brenton Birmingham sem skoraði 29 stig, þar af sjö þriggja stiga körf- ur í átta tilraunum. Brandon Woudstra skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og var með fimm stolna bolta. Friðrik Stefánsson skoraði 14 stig og tók tíu fráköst. Páll Krist- insson átti einnig góða spretti í leikn- um og skoraði 14 stig. Hjá Snæfelli voru Corey Dicker- son og Dondrel Witmore bestir með 14 stig hvor. „Þetta var fyrst og fremst liðssigur hér í kvöld,“ sagði Friðrik Erlendur Stefánsson, fyrir- liði Njarðvíkur, í leikslok. „Það var gaman að sjá Brenton Birmingham vera kominn í sitt gamla form aftur. Það var líka gaman að sjá ungu strákana, hvað þeir komu sterkir inn á lokakaflanum. Ég bjóst við hörku- leik en sú varð ekki raunin og þetta var aldrei í hættu.“ Hamar nærri því að stöðva Grindvíkinga GRINDVÍKINGAR halda áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Intersportdeildinni, lögðu Hamar í Hveragerði 87:79 í gærkvöldi, en Hamar hafði ekki tapað á heimavelli þar til í gær- kvöldi. Haukar gerðu góða ferð í Þorlákshöfn og leyfðu heimamönn- um aðeins að gera 48 stig en gerðu sjálfir 70 og í Njarðvík unnu heimamenn lið Snæfells 105:68 en bæði lið halda sætum sínum. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Jón H. Sigurmundsson skrifar Davíð Páll Viðarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.