Morgunblaðið - 05.12.2003, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 63
RICH Beem, fyrrverandi PGA-
meistari í golfi, og Steve Elkington
segja við breska ríkistútvarpið að
þeir kylfingar sem leiki á PGA-
mótaröðinni í Bandaríkjunum séu
of góðu vanir og mótaröðin vest-
anhafs muni hindra framgang móta
sem fram fara í öðrum heims-
hlutum. Beem segir m.a. að verð-
launaféð á PGA-mótaröðinni sé nú
þegar mikið og eigi eftir að aukast í
nánustu framtíð, en það muni gera
skipuleggjendum á öðrum mótum
erfitt um vik.
„Það verður að grípa í taumana
því að bandaríska mótaröðin er að
eyðileggja íþróttina á heimsvísu,“
segir Elkington og bætir því við að
lausnin sé sú að færa mót af PGA til
landa á borð við Ástralíu eða til
landa í Evrópu.
„Það er ekki langt þar til heild-
arverðlaun á einu PGA-móti verði
allt að 450 millj. kr. og þá eiga mót í
Ástralíu litla möguleika í þeirri
samkeppni. Ég tel litlar líkur á því
að bestu kylfingar heims fari til
Ástralíu til þess að keppa um „smá-
aura“ ef stóri fiskurinn er í tjörn í
Bandaríkjunum,“ segir Elkington.
Beem segir að of mörg mót fari
fram í Bandaríkjunum og það skaði
unga kylfinga að leika ekki víðar.
„Það eina sem þeir gera er að slá
langt og hátt. Það gera þeir ekki á
opna breska meistaramótinu þar
sem hvert högg þarf að vera sér-
stakt, enda allt aðrar aðstæður.“
Bandaríkjamenn
of góðu vanir
úr vítaskotum tæpum þremur mínút-
um fyrir leikslok og þrátt fyrir mik-
inn darraðadans voru stigin ekki fleiri
svo að framlengja varð leikinn. Þá fór
Eiríkur Önundarson á kostum með
fimm stig í röð en þegar ein mínúta og
40 sekúndur voru eftir héldu Cook og
Boyd tíu stiga sýningu.
„Við stjórnuðum leiknum lengst af
en þeir komust inn í hann í lokin og
hirtu af okkur,“ sagði Eggert Garð-
arsson, þjálfari ÍR, dapur í bragði eft-
ir leikinn. „Við erum að skríða saman
eftir erfiða byrjun og fá til dæmis
Eirík til baka úr veikindum svo það er
sérstaklega sárt að tapa þessu. Mót-
herjar virðast alltaf eiga sínar bestu
stundir gegn okkur og við verðum að
stöðva það – ef við gerum það ekki
vinnum við ekki leik.“
Kevin Grandberg og Ómar Sæv-
arsson, með 8 fráköst hvor, voru
sterkir þar til þeir fengu sína fimmtu
villu. Eiríkur var einnig drjúgur en
hitti aðeins úr einu af 9 þriggja stiga
skotum sínum og munar um minna.
Frá byrjun var lögð áhersla á góðarvarnir, sérstaklega reyndu gest-
irnir að koma í veg fyrir að þriggja
stiga skyttur ÍR
fengju að njóta sín.
Heimamenn hins-
vegar reyndu að
hemja Cook og Boyd.
ÍR náði fljótlega forystu en liðsmenn
höfðu sig síðan lítið í frammi á meðan
Tindastólsmenn komust yfir, 22:20.
Það dugði til að hrista upp í Breið-
hyltingum, sem tóku leikinn aftur í
sínar hendur og á fyrstu mínútu
þriðja leikhluta varð forystan mest,
53:40 fyrir ÍR. Tindastólsmenn
skelltu sér þá í svæðisvörn, að sögn
þjálfara þeirra til að brjóta upp leik-
inn og rugla taktinn hjá mótherjun-
um. Það virtist duga því hægt og bít-
andi hófu gestirnir að saxa á forskotið
uns þeir voru yfir, 76:74, í miðjum
fjórða leikhluta, þá löngu hættir að
spila svæðisvörn. Leikurinn var í
járnum eftir það en ÍR tveimur stig-
um á undan þar til gestirnir jöfnuðu
Tindastólsmenn sýndu góða bar-
áttu með því að hætta aldrei þrátt
fyrir að eiga greinilega undir högg að
sækja.
„Nú þegar ég get talað sem sig-
urvegari þá var þetta hörkuskemmti-
legur leikur, mikil snerting og mikill
hraði á mönnum sem geta hlaupið
með boltann endanna á milli og skotið
langan veg að körfunni,“ sagði Kári
Axelsson, aðstoðarþjálfari Tinda-
stólsmanna, sem stjórnaði af bekkn-
um þegar Kristinn Friðriksson slas-
aðist eftir nokkrar mínútur og varð
frá að hverfa. „Við ætluðum að hleypa
upp hraðanum en þar sem þeir lifa
eða deyja á skotunum fyrir utan ætl-
uðum við að spila þétta vörn og stöðva
skotin. Við vorum alltaf skrefinu á
eftir þeim allan leikinn, allt þar til
menn tóku sig duglega á og Clifton
Cook tók að sýna stórleik hjá okkur á
hárréttu augnabliki. Rétt fyrir fram-
lengingu voru ÍR-ingar með leikinn í
sínum höndum og við undir það búnir
að sætta okkur við tap ef þeir færu að
hitta í körfuna frá miðju. Við gáfum
hinsvegar aldrei eftir og það er sér-
staklega gaman að vinna svona leik.
Við þurftum líka á því að halda eftir
ömurlegan leik við Hamar.“ Boyd tók
12 af 30 fráköstum liðsins og Clifton
4.
Morgunblaðið/Þorkell
Adrian Parks skorar hér yfir ÍR-inginn Ásgeir Hlöðversson en varnartröllið Kevin Grandberg ligg-
ur og fylgist með ásamt Ólafi J. Sigurðssyni og Eiríki Önundarsyni.
Cook og Boyd
skutu ÍR í kaf
ÁTTATÍU stig frá Clifton Cook og Nick Boyd var meira en ÍR-ingar
réðu við þegar Skagfirðingar sóttu þá heim í Breiðholtið í gærkvöld.
ÍR náði undirtökunum en lét sér það nægja og varð lítið um svör
þegar fóstbræðurnir úr Tindastóli tóku við sér. Það þurfti samt
framlengingu til að knýja fram úrslit, þá skoraði ÍR fimm stig í röð
en Cook og Boyd svöruðu með næstu tíu í 102:96 sigri.
Stefán
Stefánsson
skrifar