Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 1
Síminn flytur Yfirgefa Austurvöll eftir 70 ára veru Höfuðborgin Dansað með Britney Britney Spears hefur gefið út nýja breiðskífu Fólkið Spáð frekari söluaukningu á næsta ári | Ísland einn af áfangastöðum Volkswagen | Nissa-samfélagið við Kárahnjúka | Bíll McLaren í ham SADDAM Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, verðskuldar „þyngstu refsingu“ en það verður írösku þjóðarinnar að ákveða hvort hann skuli tekinn af lífi. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði einnig að Írakar væru færir um að annast sjálfir réttarhöld yfir Saddam. Bush lét þessi ummæli falla í við- tali á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku. Á mánudag hafði Bush sagt á blaðamannafundi að hann hefði sínar eigin skoðanir á því hvað verða skyldi um Saddam, en hann vildi ekki segja nánar hverjar þær væru. Það gerði hann hins vegar í sjónvarpsviðtalinu í gær. „Ég tel að hann verðskuldi þyngstu refsingu … fyrir það sem hann hefur gert þjóð sinni,“ sagði Bush í viðtalinu. „Ég meina, hann er pyntari, morðingi, þeir höfðu nauðgunarherbergi. Þetta er við- bjóðslegur harðstjóri sem verð- skuldar að mæta réttvísinni, loka- réttvísinni. En það mun ekki verða hlutverk forseta Bandaríkjanna að ákveða heldur borgara Íraks á einn eða annan hátt.“ Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði einnig í gær, að það ætti frekar að vera í höndum Íraka sjálfra að rétta yfir Saddam en alþjóðlegra dómstóla. Bandarískir stjórnarerindrekar sögðu í gær að fyrstu yfirheyrslurn- ar yfir Saddam, sem er í haldi á ótil- greindum stað, sneru að því að afla upplýsinga um skipulagða mót- spyrnu gegn hernámsliðinu. Mikil áherzla yrði lögð á það á næstunni að hafa hendur í hári þeirra manna sem stýrðu skæruaðgerðum gegn hernámsliðinu. Donald H. Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði á blaðamannafundi að bandaríska leyniþjónustan CIA muni sinna yfirheyrslunum yfir Saddam. Ófriðsamlegt víða í Írak Ófriðsamlegt var víða í Írak í gær, tveimur dögum eftir að til- kynnt var að Saddam Hussein hefði verið handtekinn. Bandaríkjaher sagði 11 menn hafa verið skotna, sem tóku þátt í fyrirsát í bænum Samarra norður af Bagdad og nokkrir hermenn særðust í fleiri árásum sem gerðar voru á her- námsliðið annars staðar í Írak. Stuðningsmenn Saddams söfnuð- ust saman á götum í nokkrum borg- um Íraks í gær, þar á meðal í Fall- ujah og í Ramadi vestur af Bagdad. Þar hrópuðu menn: „Við verjum Saddam með sálu okkar.“ Í borginni Mosul í norðurhluta landsins endaði slíkur útifundur með óeirðum. Einn lögreglumaður lét lífið og annar særðist, að því er lögreglan þar greindi frá. Richard Myers, forseti banda- ríska herráðsins, kom til Íraks í gær. Hann vísaði á bug fregnum þess efnis, að Izzat Ibrahim al-Duri, hæstsetti liðsmaður hinnar föllnu stjórnar Saddams, sem enn leikur lausum hala, hefði verið handtek- inn. Þá gerðist það í gær að ríkis- stjórnir Þýzkalands og Frakklands – sem voru meðal hörðustu and- stæðinga Íraksstríðsins – sögðust myndu styðja það að verulegur hluti erlendra skulda Íraks yrði gefinn eftir. Kom þetta fram í viðræðum James A. Bakers, sérlegs erindreka Bandaríkjastjórnar, í París og Berl- ín. Skuldir Íraks eru áætlaðar vera um 120 milljarðar Bandaríkjadala, hátt í 9.000 milljarðar króna. Talsmaður Páfagarðs gagn- rýnir meðferðina á Saddam Einn æðsti talsmaður Páfagarðs, kardínálinn Renato Martino, hvatti til þess í gær að Saddam Hussein verði dreginn fyrir rétt fyrir glæpi sína, en lagði áherzlu á andstöðu kaþólsku kirkjunnar við dauðarefs- ingu og gagnrýndi Bandaríkjaher fyrir að meðhöndla Saddam „eins og skepnu“, og vísaði þar til mynd- anna sem sýndar voru af bandarísk- um herlækni skoða Saddam, þ. á m. tennur hans. Reuters Írakar hrópa slagorð gegn Bandaríkjamönnum er bandarískum bryndreka er ekið hjá í Mosul í Norður-Írak í gær. Einn heldur á loft mynd af Saddam Hussein. Ófriðsamlegt var víða í Írak í gær, tveimur dögum eftir að tilkynnt var um handtöku Saddams, og leit að stjórnendum skæruaðgerða gegn hernámsliðinu heldur áfram. Bush segir Saddam verð- skulda „þyngstu refsingu“ Fylgismenn Saddams mótmæla hernámi  Ráð Íraka/18/20 Íraka að dæma einræðisherrann Bagdad, Washington. AP, AFP. SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sætti mikilli orrahríð gagnrýni þegar hann kom fyrir Evrópuþingið (EÞ) í Strassborg í gær, til að gefa því skýrslu um nýafstaðinn leiðtogafund sam- bandsins, þar sem mistókst að binda endahnútinn á nýjan stjórnarskrársáttmála þess. „Þú brást,“ sagði Graham Watson, leiðtogi þing- flokks frjálslyndra flokka á Evrópuþinginu. Berlusconi sagði hins vegar ítalska formennsku- misserið hafa skilað góðum árangri, þótt því miður hefði ekki reynzt unnt að sigla stjórnarskrár- málinu í höfn. Eftir að ítalski forsetinn stöðvaði í fyrradag ný lög um fjölmiðla á Berlusconi einnig í vök að verjast á heimavígstöðvum. Berlusconi „brást“ Silvio Berlusconi Strassborg. AFP. BANDARÍSKA fyrirtækið Herobuilders.com hefur hafið sölu á þessari brúðu sem nefnist „Fang- inn Saddam“ og var hönnuð eftir handtöku íraska leiðtog- ans fyrrver- andi. Fyrirtækið selur einnig Osama bin Laden-, George W. Bush- og Tony Blair-brúð- ur. „Við náðum honum!“ sagði í auglýsingu Herobuilders- .com. „Við erum stolt af því að geta brugðist við nýjum að- stæðum í heiminum innan sól- arhrings.“ „Fanginn Saddam“ EIGANDI og skipstjóri dráttarbáts- ins Gamla lóðs, sem sökk vestur af Hafnarbergi á Reykjanesi í fyrrinótt, björguðust eftir að hafa verið hálftíma í sjón- um. Eigandinn, Kjartan J. Hauksson, segir að þeim hafi ver- ið hætt að lítast á blikuna. Kjart- an ætlaði síð- sumars að róa hringinn í kring- um landið á bát sínum en sú ferð varð endaslepp þegar báturinn brotnaði í spón í Rekavík á Ströndum. Það var áhöfnin á Happasæli KE sem kom skipverjunum til bjargar í fyrrinótt, þar sem þeir ríghéldu í björgunarhring. Annar þeirra hélt vasaljósi á lofti sem varð þeim til happs því áhöfn Happasæls sá ljósið og fann þá því fljótlega í sjónum. Sjór og olía úti um allt Kjartan fór niður í vélarrúm báts- ins eftir að rafmagnið fór skyndilega af. „Það gekk mikið á þarna niðri í myrkrinu, sjór og olía úti um allt og ég náði að koma annarri dælunni í gang.“ Kjartan segist hafa beðið Eirík Steingrímsson skipstjóra um að kalla eftir aðstoð. „En fimm mínútum seinna vorum við komnir í sjóinn,“ segir Kjartan og telur að ekki hafi mátt tæpara standa fyrir sig að kom- ast upp úr vélarrúminu. Er þeim var hætt að lítast á blik- una reyndu þeir að losa björg- unarbátinn en þá reið stór alda yfir þá og skolaði þeim fyrir borð. Var hætt að lítast á blikuna Kjartan J. Hauksson  Ríghéldu/6 Skipverjarnir voru hálftíma í sjónum Bílar í dag EKKERT lát virðist vera á innbrotum í bíla og kveður nú rammt að slíkum innbrotum. Í desember 2002 voru bílainnbrot hátt í fimmfalt fleiri en í desember 1999. Innbrot- in voru þá tvöfalt fleiri allt árið 2002 en 1999, samkvæmt tjónaskýrslum VÍS. Upp- lýsingar sem fyrir liggja um fyrstu vikur desember 2003 benda ekki til þess að lát sé á afbrotum af þessu tagi. Árið 1999 var VÍS tilkynnt um 101 inn- brot í bíl, þar af 7 í desember. Þremur árum síðar, 2002, fékk VÍS 203 tilkynningar um innbrot í bíla, þar af 32 í desember. Innbrotum í hús hefur fjölgað á sama tímabili en ekki nálægt því eins mikið og bílainnbrotunum. Ekkert lát á innbrot- um í bíla STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.