Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 8

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Redington fluguveiðisett, stöng, hjól og lína. 20% afsláttur. 13.990kr. Fluguhnýtingarsett 7.990kr. Stangahaldarar á bíla Verð frá 5.490kr. Hugmynd að jólagjöf Ef öll börn væru eins ofsalega góð og Dabbi litli þá væri fátækt á Íslandi ekki til, Stúfur litli. Útivist komin á kreik Ferðaglaðir spá snemma í spilin Fyrir skemmstu hófÚtivist að kynnastarfsemi sína fyr- ir ferðaárið 2004 með út- gáfu á myndarlegu blaði sem dreift var með Morg- unblaðinu. Lóa Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Úti- vistar og Morgunblaðið sló á þráðinn. Lóa var fyrst spurð hvort það væri ekki glatað að hreyfa við ferðaþönkum landsmanna á þessum árstíma, þegar allir væru uppteknir. „Það er nú alveg rétt, að Íslendingar eru afar uppteknir í desember og við erum fyrr á ferðinni, en með sams konar kynn- ingarstarf og í fyrra. Hins vegar höfum við merkt það óumdeilanlega, að það færist mjög í vöxt að landsmenn sem ferðast innanlands skipu- leggi ferðir sínar og frí með æ lengri fyrirvara. Það er ekki spurning að fólk sem á annað borð er svona þenkjandi leggur blaðið til hliðar og skoðar það við hvert tækifæri. Enda hafa við- tökurnar verið vonum framar, það er mikið hringt, spáð og spekúlerað. Það má eiginlega segja að við séum að leita eftir því hvar við getum best mætt þörfum félaga okkar og með þessu gefum við fólki kost á að skipuleggja næsta ár nánast þeg- ar því hentar.“ – Hvað um tímaritið ykkar? „Já, við gefum enn fremur út tímarit með fjölbreyttu efni. Nú er að ljúka öðru árinu og það hafa komið út fjögur tölublöð. Í tímaritinu fjöllum við um alls kyns útivist, göngur, jeppaferðir, kajakferðir, hjólaferðir, við fjöll- um um einstök landsvæði svo ég nefni eitthvað. Tímaritið hefur heppnast vel að okkar mati og fé- lagsmenn bíða þess spenntir. Því er dreift til félagsmanna og svo förum við víðar með það, t.d. á bókasöfn og aðra staði þar sem við teljum að fólk geti nálgast það. Þetta er sem sagt frítt og fylgir félagsgjöldum.“ – Hvað eru félagsmenn marg- ir? „Skráðir félagar í Útivist eru um 2.000 talsins.“ – Fjölgar félögum? „Félögum í Útivist fjölgaði um tíu prósent á þessu ári og við verðum vör við ört vaxandi áhuga Íslendinga í þá veru að ferðast innanlands og það eru ekki síst fjölskyldurnar sem að ferðast saman. Ástæðuna fyrir þessari fjölgun teljum við vera þann gríðarlega ávinning sem er af því að vera í félaginu. Þá er ég ekki aðeins að tala um frítt tímarit. Allir félagar í Útivist fá umtals- verðan afslátt af gistingu í skál- um félagsins, hafa aðgang að afar sterku félagsstarfi og auk þess hafa makar og börn undir tvítugu sömu kjör.“ – Fara fjölskyldur ekki bara saman, sjálfar? „Fólk þreifar sig áfram. Ef þú ætlar að ganga um hálendið er þægilegast að fara í rútu á staðinn og njóta leiðsagnar. Jeppaeign er að vísu ótrúlega almenn hér á landi, en það er líka fjöldi manna á fólksbílum og þeir henta ekki til hálendisferða. Það getur verið erfitt að afla þeirrar þekkingar og reynslu, sem fæst í ferðum með fararstjórum, með því að fara á hálendið upp á eigin spýt- ur.“ – Er desember ekki vonlaus ferðamánuður á þessu sviði? „Nei, alls ekki. Við erum með þónokkrar ferðir í desember. Það var fullt hjá okkur á annarri helgi í aðventu er við vorum með jeppaferð í Bása. Þá er vel bókað í áramótaferðina og við erum langt komin með að fylla þrett- ándaferðina, en báðar eru í Bása. Básar búa yfir gríðarlegum töfr- um. Þangað fer fólk aftur og aft- ur sem einu sinni hefur kynnst staðnum.“ – Lífið er ekki bara Básar? „Nei, við erum að sjálfsögðu með mikið úrval ferða af alls kon- ar toga. Jeppaferðir, dagsferðir, lengri ferðir og ekki síst svokall- aða Útivistarrækt.“ – Sem er hvað? „Útivistarræktin er tvisvar í viku yfir árið um kring, fólk kem- ur þá tvisvar í viku og síðan er gengið rösklega í klukkustund. Á mánudögum er gengið um Elliða- árhólma og á fimmtudögum um Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Frá apríl til ágúst bætist við miðviku- dagurinn, en þá hittist hópurinn við Toppstöðina í Elliðaárdal og síðan er gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Þessar ferðir eru geysilega vinsælar og fóru mest 110 manns í eina slíka ferð sl sumar.“ – Hvað er helst nýtt 2004? „Það er t.d. tíu daga svokölluð hoppferð, þar sem einnig er hægt að fara í hluta af ferðinni. Hún hefst við Sveinstind og endar við Skóga. Við köllum þetta Frá jökli til sjávar. Blandað er saman fjór- um vinsælum leiðum, Sveinstindi, Strútslaug, Laugavegi og Fimm- vörðuhálsi. Á leiðinni eru nokkrir skálar í eigu Útivistar, en alls á Útivist sjö skála.“ – Í hvers lags ferðir er mest aukning? „Það er í lengri ferð- irnar okkar. En ein nýjungin er að lofa mjög góðu, en það eru meira krefjandi dagsferðir. Gott dæmi er t.d. á Heklu og Ok.“ – Er til tala yfir þann fjölda sem fór í Útivistarferð á þessu ári? „Ekki liggur það nú alveg fyr- ir, en í Útivistarræktina, sem kostar ekkert, mættu um 4.000 manns. Heildartalan liggur hins vegar nálægt 7 þúsund.“ Lóa Ólafsdóttir  Lóa Ólafsdóttir fæddist á Pat- reksfirði. Hún lauk rekstrar- fræðinámi við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst 1999 og viðskipta- fræði frá HÍ haustið 2002. Hún hóf störf við Ráðgarð vorið 1999, en haustið 2002 tók hún við framkvæmdastjórastöðu hjá Úti- vist. Sambýlismaður hennar er Sigurður R. Magnússon, en Lóa á einn son, Hlyn Frey Harrysson, sem er ellefu ára. þá er þægilegast að fara í rútu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu á þrí- tugsaldri í 10 og 11 mánaða fang- elsi fyrir ýmis hegningarlagabrot. Konan var sakfelld fyrir þjófnað og karlinn fyrir fíkniefna- og vopna- lagabrot og tilraun til þjófnaðar. Öll voru brotin framin á árinu. Konan var sakfelld fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn í íbúðar- húsnæði í Reykjavík og stolið far- síma, veggmynd, skartgripum og veski. Með henni við þann verknað var kona á fimmtugsaldri sem dæmd var til 20 þúsund króna sektar fyrir sinn þátt í brotinu. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,77 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og hníf, sem ekki var ætlaður til eðli- legra nota, er lögreglan hafði af honum afskipti í sumar. Einnig var hann sakfelldur fyrir tilraun til þjófnaðar í október en þá stóðu lögreglumenn hann að verki við innbrot í bifreið í bif- reiðaporti Héraðsdóms Reykjavík- ur. Fullnustu refsivistar konunnar var frestað að öllu leyti um þrjú ár og 7 mánuðum af 10 mánaða refsi- vist mannsins. Málið dæmdi Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. sem einnig var verjandi þeirr- ar ákærðu sem fékk 20 þúsund króna sekt. Verjandi hinnar ákærðu var Örn Clausen hrl. Tíu og ellefu mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnabrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.