Morgunblaðið - 24.12.2003, Page 2
FULLTRÚAR fjármálaráðherra
og Kennarasambands Íslands hafa
undirritað samkomulag sem felur í
sér að gildistími kjarasamnings
framhaldsskólakennara verður
framlengdur til 30. nóvember
2004. Að óbreyttu hefði kjara-
samningurinn frá 7. janúar 2001
fallið úr gildi 30. apríl 2004.
Samkvæmt samkomulaginu
hækka laun um 3% 1. janúar í stað
1,5%. Gildistími og launatöflu-
hækkun í kjarasamningi fram-
haldsskólans eru nú eins og hjá
aðildarfélögum BHM. Í sameigin-
legri bókun sem fylgir samkomu-
laginu lýsa samningsaðilar yfir að
þeir séu þrátt fyrir frestunina
sammála um að hefja strax í byrj-
un nýs árs undirbúning nýs kjara-
samnings.
Samningur
framhalds-
skólakennara
framlengdur
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÝJAR AÐ ÞJÓÐNÝTINGU
Vladimír Pútín, forseti Rússlands,
sagði í gær alrangt að Moskvu-
stjórnin hygðist snúa af vegi umbóta
í efnahagsmálum. Hins vegar virtist
hann ýja að því að til greina kæmi að
þjóðnýta aftur fyrirtæki og eignir
sem menn hefðu komist yfir með
ólöglegum aðferðum fyrstu árin eftir
hrun Sovétríkjanna. Dómari í
Moskvu úrskurðaði í gær að auðkýf-
ingurinn Mikhaíl Khodorkovskí
skyldi sitja í varðhaldi í þrjá mánuði
í viðbót eða fram í mars og ekki lát-
inn laus gegn tryggingu.
Skulda skýringu
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segist telja að
forsvarsmenn SPRON skuldi þing-
mönnum skýringu á samkomulagi
sínu við Kaupþing Búnaðarbanka
um að bankinn eignist sparisjóðinn.
Einar segir samkomulagið mikið
högg fyrir sparisjóðasamstarfið.
Óttast hryðjuverk vestra
Embættismenn í Bandaríkjunum
óttast nú mjög að hryðjuverkamenn
al-Qaeda láti til skarar skríða um há-
tíðarnar og er sjónum einkum beint
að flugvélum í því sambandi. Hafa
mönnum borist fjölmargar vísbend-
ingar um að eitthvað sé í aðsigi en
ekki er vitað neitt um stað eða ná-
kvæma tímasetningu hugsanlegrar
árásar. Mikill viðbúnaður er við flug-
velli og aðra staði sem taldir eru
geta orðið skotmörk, þ.á m. íþrótta-
leikvanga.
Samningar að renna út
Samningar sérfræðilækna við TR
renna út um áramót og ekki hefur
tekist samkomulag um nýja. M.a. er
tekist á um ákvæði sem fjallað var
um í dómi Hæstaréttar í máli bækl-
unarlækna.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 45/47
Viðskipti 14 Minningar 40/41
Erlent 16/19 Staksteinar 52
Höfuðborgin 21 Bréf 50
Akureyri 22 Kirkjustarf 41
Suðurnes 23 Dagbók 52/53
Landið 24/25 Fólk 60/65
Listir 30/39 Bíó 62/65
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66
Viðhorf 38 Veður 67
* * *
Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs-
ingablaðið Lord of the Rings.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m-
bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is
Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SLYSUM í álveri ÍSAL hefur
fækkað mikið á undanförnu ári.
Hafa þau aldrei verið færri á einu
ári og eru nú með því minnsta sem
gerist innan Alcan-samsteypunnar.
Tíðni slysa á árinu var 1,42 slys á
hverjar 200.000 vinnustundir, og
tíðni slysa sem voru svo alvarleg að
starfsmaður var óvinnufær á eftir
var 0,51 á hverja 200.000 vinnu-
stundir. Þetta eru um helmingi
færri slys en árið 2002 að því er
kemur fram í grein Halldórs Hall-
dórssonar í ÍSAL-tíðindum.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Halldór að þennan árangur megi
eflaust þakka miklum áróðri fyrir
bættu öryggi, og segir hann að mik-
ið hafi verið minnt á öryggismál,
sérstaklega í ágúst þegar slys eru
algengust.
„Þetta er rosalega góður árang-
ur. Það sem við gerðum í ágúst var
að við vorum með alls konar
óvenjulega hluti í gangi til þess að
starfsmenn færu að tala um örygg-
ismál. Við breyttum allri borðaröð-
un í mötuneytinu og sögðum að það
væri af öryggisástæðum, og settum
alls konar pésa á borðin,“ segir
Halldór.
Halldór segir að erfitt verði að
bæta þennan árangur á næsta ári,
en hann segir að nýtt öryggis-
stjórnunarkerfi muni hjálpa til við
það. Kerfið er vottað samkvæmt ör-
yggis- og vinnuumhverfisstaðlinum
OHSAS 18001, og er ÍSAL fyrsta
íslenska fyrirtækið sem fær þá
vottun.
Slys hjá ÍSAL aldrei færri
Morgunblaðið/Golli
ÁBERANDI færra fólk var á ferð
í miðborg Reykjavíkur framan af
kvöldi í gær en venjulega á Þor-
láksmessukvöld. Ekki er ólíklegt
að slæm veðurspá hafi fælt fólk
frá. Umferðin um götur borg-
arinnar var einnig tiltölulega
róleg. Þótt nokkuð blési varð
veðrið ekki eins slæmt og margir
höfðu lesið út úr veðurspám og
upp úr klukkan níu í gærkvöldi
var töluverð hreyfing á fólki,
samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar, og stefndi í ágætis
Þorláksmessukvöld. Góður andi
var í fólki á Laugaveginum, sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar. Sem dæmi um það má
nefna að nokkrar stúlkur tóku
upp á því að dansa við undirleik
jólasveinsins.
Morgunblaðið/Þorkell
Góður andi í miðborginni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær Stein Stefánsson af
ákæru fyrir að hafa orðið manni að
bana í íbúð við Klapparstíg í sept-
ember í fyrra. Dómurinn féllst á hinn
bóginn á þá niðurstöðu dómkvaddra
matsmanna að ákærði væri ósakhæf-
ur þar sem flestar líkur bentu til þess
að hann ætti við að stríða geðklofa
með ofsóknarkennd. Sakhæfi hans
hefði verið skert á þeirri stundu þeg-
ar hann varð mannsbani. Ákærði var
dæmdur til að sæta öryggisgæslu á
viðeigandi stofnun. Dómurinn taldi
sannað að ákærði hefði orðið mann-
inum að bana og sakfelldi hann jafn-
framt fyrir árás á gæslumann á rétt-
argeðdeildinni á Sogni. Ákærði var
hins vegar sýknaður af ákæru fyrir
líkamsárás á samfanga sinn á Litla-
Hrauni.
Dómurinn taldi að fallast bæri á
niðurstöðu dómkvaddra matsmanna
um að ákærði væri ósakhæfur og að
sýkna bæri hann af kröfu ákæru-
valdsins um refsingu. Einnig var fall-
ist á það álit matsmanna að ákærði
væri hættulegur. Réttaröryggis
vegna skyldi því gera ráðstafanir til
að varna því að hann ylli skaða.
Málið dæmdu Hjördís Hákonar-
dóttir, héraðsdómari og dómsfor-
maður, og héraðsdómararnir Jón
Finnbjörnsson og Sigurður H. Stef-
ánsson.
Verjandi ákærða var Guðrún
Sesselja Arnardóttir hdl. Sækjandi
var Ragnheiður Harðardóttir, sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara.
Í öryggis-
gæsluvist
fyrir
manndráp
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
hafnaði í gær kröfu lögreglunnar í
Kópavogi um áframhaldandi gæslu-
varðhald yfir tveimur 19 ára piltum
fyrir ránið í verslun Bónuss á
Smiðjuvegi 8. desember sl. Héraðs-
dómur taldi ekki þörf á að sakborn-
ingarnir sættu áframhaldandi
gæsluvarðhaldi á grundvelli al-
mannahagsmuna. Játning liggur fyr-
ir á ráninu og sætir málið áframhald-
andi rannsókn hjá lögreglunni.
Bónusræn-
ingjar úr
gæsluvarð-
haldi
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
LÖGREGLAN á Seyðisfirði hand-
tók karlmann á miðjum aldri í fyrri-
nótt fyrir tilraun til mannráns er
hann nam á brott fjögurra ára barn
af heimili sínu. Samkvæmt upplýs-
ingum Lárusar Bjarnasonar, sýslu-
manns á Seyðisfirði, verður ekki
krafist gæsluvarðhalds yfir mann-
inum en hann á að baki afbrotaferil
og bjóst sýslumaður við að hann
færi í afplánun í fangelsi vegna
annarra mála.
Maðurinn er ekki búsettur á
Seyðisfirði og munu málsatvik vera
þau að hann fór inn á heimili í bæn-
um um miðja nótt og nam barnið á
brott. Faðir barnsins heyrði til
ræningjans og tókst að stöðva hann
og endurheimta barn sitt. Hinn
grunaði var handtekinn í framhald-
inu og málið tekið til rannsóknar
hjá lögreglunni. Tekið var blóðsýni
úr hinum grunaða til að kanna
hvort hann hefði verið undir áhrif-
um áfengis og/eða annarra vímu-
efna.
Samkvæmt starfsreglu lögregl-
unnar býðst foreldrum og barninu
áfallahjálp vegna atviksins.
Samkvæmt almennum hegning-
arlögum varðar það fjögurra ára
fangelsi að svipta fólk frelsi. Lang-
varandi frelsissvipting getur varðað
allt að ævilöngu fangelsi.
Faðir bjarg-
aði barni sínu
Grunaður um tilraun til mannráns
BJÖRGUNARSVEITIR voru í
viðbragðsstöðu í gærkvöldi
vegna stormviðvörunar sam-
fara því að stórstreymt er í dag,
aðfangadag. Almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra hafði
samband við lögregluna í
Reykjavík og gaf út viðvörun.
Aðalvarðstjóri hafði í framhald-
inu samband við svæðisstjórnir
björgunarsveita Slysavarna-
félagsins Landsbjargar í
Reykjavík og voru björgunar-
sveitir kallaðar að miðstöðvum
sínum til að gera klárt. Þá voru
sveitir víða á Suðurlandi í við-
bragðsstöðu vegna hugsan-
legra flóða með morgninum.
Björgun-
arsveitir í
viðbragðs-
stöðu