Morgunblaðið - 24.12.2003, Page 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Stærsti veikleikinn í málinu erað menn eru að ganga útmeð peninga sem þeir áttuekki að fá að eiga,“ segir
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og varafor-
maður efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis, um fyrirhuguð kaup Kaup-
þings Búnaðarbanka á Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis (SPRON).
Kristinn sat í sömu nefnd þegar
rætt var tilboð Búnaðarbankans í
stofnfé SPRON í fyrrasumar, sem
mætti mikilli andstöðu sparisjóðs-
stjórnarinnar á þeim tíma. Í kjölfarið
voru samþykkt heildarlög um fjár-
málafyrirtæki í desember 2002. Áttu
þau meðal annars að treysta
yfirtökuvarnir sparisjóðanna.
„Markmiðin voru fyrst og fremst
þau að stofnfjáreigendur eignuðust
ekki meira fé en þeim var raun ætlað
í upphafi. Það hefur aldrei verið
meiningin að stofnfjáreigendur væru
í þessu hlutverki til að græða fé held-
ur gætu ávaxtað sitt stofnfé en ekki
meira,“ segir Kristinn. „Markmiðið
var að verja þetta fyrirkomulag
þannig að stofnfjáreigendur sneru
sér ekki að því að hámarka arð sinn
með því að selja stofnfé sem hlutafé
og selja í því hlutafé aðgang að eigin
fé umfram stofnfé. Stærsti veikleik-
inn í þessu máli er að menn eru að
auðgast umfram það sem til stóð eins
og við horfum á þetta núna.“
Hjálmar Árnason, flokksbróðir
Kristins, átti einnig sæti í efnahags-
og viðskiptanefnd þegar málefni
SPRON voru rædd og ný löggjöf
undirbúin haustið 2002. „Ég stóð í
þeirri góðu trú að hið upprunalega
form sparisjóðanna hefði verið varið
með þessu. Þess vegna kom þetta
mér nokkuð á óvart.“
Kristinn segir að hann og Pétur
Blöndal, formaður efnahags- og við-
skiptanefndar, hafi ákveðið að láta
nokkurn tíma líða áður en nefndin
kæmi saman svo hægt væri að meta
málið betur. Það ætti við þingmenn,
aðila málsins og þá sem sparisjóðirn-
ir þjóna. Þá væri hægt að fá yfirsýn
yfir það til hvers þetta gæti leitt.
Enn þörf fyrir sparisjóði
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir áform
Kaupþings Búnaðarbanka um að
kaupa SPRON svipuð og voru uppi í
fyrrasumar þegar Búnaðarbankinn
gerði tilboð í stofnfé stofnfjáreig-
enda. Tvennt sé frábrugðið í fljótu
bragði séð. Annars vegar sé tilboð til
stofnfjáreigenda nú heldur hærra og
hins vegar hafi fyrirtækið Kaupþing
komið inn í myndina. „Mér finnst að
forsvarsmenn SPRON skuldi okkur,
sem stóðum með þeim í baráttunni
gegn ásælni Búnaðarbankans þá,
skýringar á því hvers vegna þeir telji
þetta þekkilegri yfirtöku núna,“ segir
Einar. Spyr hann hvort tilboðið sé
æskilegra nú þar sem Kaupþing sé
komið inn eða hvort það sé vegna
þess að meiri fjármunir buðust fyrir
bréfin.
„Ég vil í þessu sambandi undir-
strika það, að þegar verið var að
vinna að nýrri löggjöf um fjármála-
stofnanir haustið 2002, þá kom mjög
skýrt fram að eitt markmiðið með
löggjöfinni væri að tryggja rekstur
og rekstrarform sparisjóðanna. Það
hefur ekkert breyst í þeim efnum. Ég
tel ennþá þörf fyrir sparisjóði í land-
inu og ég óttast mjög að þetta sem nú
er að gerast með SPRON gæti orðið
upphafið að endalokum sparisjóð-
anna eins og við þekkjum þá,“ segir
Einar. „Það er að minnsta kosti ljóst í
mínum huga að með sölu SPRON til
Kaupþings Búnaðarbanka hefur ver-
ið tekin ákvörðun um það að fækka
sparisjóðunum um einn, þ.e.a.s. að
taka þann stærsta út úr sparisjóða-
fjölskyldunni. Þetta er mikið högg
fyrir sparisjóðasamstarfið sem erfitt
er að sjá hvernig menn bregðast við.“
Sparisjóðirnir hafi gegnt veigamiklu
hlutverki í þjónustu við einstaklinga
og atvinnulíf á landsbyggðinni og
með þessu sé verið að veikja þá þjón-
ustu.
Sparisjóðasamstarfið veikt
Einar segir að breyting á stöðu
stofnfjáreigenda, sem gerð var með
samþykkt laga um fjármálafyrirtæki
í desember 2002, hafi átt sér þann að-
draganda að menn vildu tryggja að
stofnfjáreigendur yrðu jafn settir
fyrir og eftir hlutafélagavæðingu
sparisjóða. Þetta komi fram í nefnd-
aráliti sem meirihluti efnahags- og
viðskiptanefndar skrifaði undir
ásamt nefndarmönnum Samfylking-
arinnar.
Aðspurður hvort þá sé ekki ástæða
til að Alþingi bregðist við fréttum af
fyrirhuguðum kaupum á SPRON
segist Einar fagna því að efnahags-
og viðskiptanefnd komi saman til að
fara yfir málefni sparisjóðanna. „Ég
ætla ekki að slá neinu föstu. Það sem
ég er einfaldlega að segja er það, að
eitt af markmiðunum með lögunum
var að treysta sparisjóðina sem einn
kost í fjármálaþjónustu í landinu. Ég
tel að þessi aðferð sé til þess fallin að
veikja sparisjóðasamstarfið.“
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri-grænna, sat líka í efnahags-
og viðskiptanefnd, þar sem fjallað var
um viðskipti með stofnbréf. Hann
segir viðbrögð viðskiptaráðherra
undarleg í ljósi viðbragða hennar fyr-
ir rúmu ári þegar Búnaðarbankinn
gerði tilraun til að kaupa stofnfé
SPRON. Í eðli sínu séu svipaðir hlut-
ir að gerast nú. Kaupþing Búnaðar-
banki muni eignast sparisjóðinn þótt
látið sé líta út fyrir að hann muni vera
rekinn sjálfstætt og stofnfjárfestar fá
gott út úr viðskiptunum.
Skilyrði fyrir sölu stofnfjár
„Þá voru reistar girðingar sem
áttu að sporna gegn yfirtöku bank-
anna á sparisjóðnum. Og það var lög-
fest að annað tveggja skilyrða yrði að
vera fyrir hendi svo það mætti selja
virkan stofnfjárhlut; að það væri gert
til að stuðla að endurskipulagningu
viðkomandi sparisjóðs eða það væri
til að efla samvinnu sparisjóðanna í
landinu. Hvorugt þessara skilyrða er
fyrir hendi nú enda stendur til að fara
framhjá lögunum með því að breyta
SPRON í hlutafélag,“ segir Ögmund-
ur.
Hann segir að það hafi aldrei verið
lagt upp með sparisjóðina í landinu
þannig að stofnfjárfestar gætu fengið
margfalt nafnvirði fyrir stofnfé sitt.
„Þetta var aldrei hugsað sem sérstök
gróðalind fyrir þá. Nú stendur til að
þeir fái stofnfjárhluti á tæpu sexföldu
gengi, sem er verulegur hagnaður.
Auðvitað skilur maður að sumir
þeirra vilji fá þessu framgengt þegar
þeir sjá þessa peninga í því. En þeir
knýja fram þróun sem ég held að
innst inni vilji fæstir sjá,“ segir Ög-
mundur. Honum finnst hálfóhugnan-
legt að sjá hvernig forsvarsmenn
stóru viðskiptabankanna gína nú yfir
sparisjóðunum þegar þeir tjá sig um
þetta mál. „Maður sér og heyrir að
þeir eru komnir með vatn í munninn
og eru þegar byrjaðir að höfða til
stofnfjárfesta og lofa mönnum gulli
og grænum skógum. Er þetta til
góðs? Ég hef mjög miklar efasemdir
um það,“ segir Ögmundur og þá á að
reyna að sveigja þróunina inn í annan
farveg. „Erum við ekki búin að sjá
nóg af samþjöppun og fákeppni?“
Þvert á markmið laganna
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar og nefndar-
maður í efnahags- og viðskiptanefnd,
segist vera furðu lostin yfir þessum
fréttum. „Þetta gengur þvert á mark-
mið laganna frá 2001 um að treysta
uppbyggingu sparisjóðanna í landinu
og festa í sessi að ekki væri hægt að
braska með stofnfjárhluta, sem
greinilega er verið að gera núna. Þá
var alveg ljóst að forstöðumenn t.d.
SPRON gengu mjög hart fram í því
að vilja ekki sameinast viðskipta-
bönkunum. Það var alveg eitur í
þeirra beinum. Það sama gilti um við-
skiptaráðherra,“ segir hún. Núna
heyrist hins vegar lítið frá ráðherran-
um þótt ljóst sé að ef þetta gengur
eftir muni það sennilega rætast, sem
viðskiptaráðherra óttaðist áður, að
svona yfirtökur eyðileggi sparisjóða-
kerfið í landinu á einni nóttu.
Jóhanna segir að þótt það kunni að
vera löglegt að stofnfjáreigendur
hagnist með þessum hætti sé það sið-
ferðislega rangt. Það hafi aldrei verið
tilgangur laganna. „Stofnfjáreigend-
ur eiga ekkert tilkall til fjármuna
sparisjóðanna umfram verðbættan
stofnfjárhluta,“ segir hún.
Í meðferð þingsins hafi stjórnarlið-
ar í efnahags- og viðskiptanefnd beitt
sér fyrir því að koma inn ákvæði sem
átti að tryggja að áætlað verðmæti
hlutafjár stofnfjáreigenda væri sama
og endurmetið stofnfé fyrir hluta-
félagavæðingu sparisjóða. „Þetta var
til þess að tryggja stofnfjáreigend-
urna. Ég varaði einmitt við því að
þarna væri um að ræða afar mats-
kennt og opið ákvæði. Það væri sett
fram til að auka von stofnfjáreigenda
um arð við breytingu á sparisjóði í
hlutafélag, sem gengi gegn þeim
grunngildum sem sparisjóðalöggjöf-
in hefur byggst á,“ segir Jóhanna og
þetta sé ein rót vandans sem nú blasi
við.
Óháðir aðilar meti hlutafé
„Það sem mér finnst mjög sérstakt
í þessu sem fram hefur komið núna er
að þrír stjórnarmenn SPRON, sem
hagsmuna hafa að gæta sjálfir og
eiga væntanlega allir stofnfjárhlut,
skuli vera fengnir til að leita leiða til
að stofnfjáreigendur geti fengið
hærra verð fyrir eign sína. Þegar
málið var til meðferðar á Alþingi á
haustdögum 2002 var einmitt sett inn
ákvæði sem átti að tryggja að spari-
sjóðsstjórnir gættu ekki hagsmuna
stofnfjáreigenda umfram hagsmuni
sjálfs eiginfjár sparisjóðsins. Það var
lagt til að óháður aðili yrði fenginn til
að meta ákvörðun um hlutafé en
þarna eru þrír stjórnarmenn, sem
hagsmuna eiga að gæta, látnir meta
þetta. Ég tel afar óeðlilega að þessu
staðið. Mér finnst allt þetta mál end-
urspegla raunverulega þá græðgi
sem er hér uppi í þjóðfélaginu og við
höfum aftur og aftur orðið vitni að á
þessu ári,“ segir Jóhanna.
Hún telur að sparisjóðirnir muni
leggjast af í landinu gangi þetta allt
saman eftir og frekari samþjöppun
og fákeppni verði á bankamarkaði.
Vonbrigði með
stjórn SPRON
Hún segir stefnubreytingu stjórn-
ar SPRON í málinu, miðað við þau
sjónarmið sem voru uppi sumarið
2002, vera vonbrigði. „Þess vegna er
maður dolfallinn yfir þessu. Og hvað
orsakar raunverulega þessi umskipti
sem orðið hafa hjá forstöðumönnum
SPRON og líka viðskiptaráðherra?
Þeir gengu mjög hart fram í því og
við vorum öll í liði með þeim í því að
verja sparisjóðina svo ekki væri hægt
að braska með þetta stofnfé. Nú eru
þeir algjörlega búnir að snúa við
blaðinu. Ég tel að það þurfi raunveru-
lega að rannsaka það hvað býr að
baki þessum umskiptum sem þarna
hafa orðið. Þessar dúsur um það að
stofnfjáraðilarnir sjálfir geti hagnast
gífurlega á þessu, hefur það eitthvað
að segja í þessu máli?“ spyr Jóhanna.
Hún minnir á að það hafa ekki allir
getað orðið stofnfjáreigendur. Þetta
sé lokaður klúbbur – handvalinn af
stjórnum sparisjóðanna.
Forsvarsmenn
SPRON skulda þing-
mönnum skýringar
Rannsaka þarf
hvað býr að baki
umskiptum
stjórnarinnar
segir Jóhanna
Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
FINNBOGI Friðfinns-
son, verslunarmaður í
Vestmannaeyjum,
gjarnan nefndur Bogi í
Eyjabúð, er látinn, 76
ára að aldri.
Finnbogi fæddist í
Vestmannaeyjum 3.
apríl 1927. Hann lést á
heimili sínu aðfaranótt
21. desembers síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru Friðfinnur Finns-
son, kafari og verslun-
armaður, og kona hans
Ásta Sigurðardóttir
húsmóðir. Bróðir Finn-
boga var Jóhann Friðfinnsson, Jói á
Hólnum, fyrrverandi verslunarmað-
ur, bæjarstjóri og safnvörður.
Finnbogi útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum 1947 og vann síðan
við ýmis skrifstofu- og verslunar-
störf þar til hann eignaðist versl-
unina Eyjabúð árið
1965 og rak hann hana
í 33 ár. Finnbogi var
virkur félagi í Akóges
og Oddfellowstúkunni
Herjólfi og gegndi
hann ýmsum trúnaðar-
störfum. Einnig starf-
aði hann í Landakirkju
til fjölda ára, m.a. sem
hringjari og félagi í
kirkjukórnum. Þá var
Finnbogi heiðursfélagi
nr. 1 í Arsenalklúbbn-
um á Íslandi.
Finnbogi kvæntist
eftirlifandi eiginkonu
sinni, Kristjönu Þorfinnsdóttir frá
Reykjavík, 21. ágúst 1948. Þau
eignuðust fimm börn, Gunnar Haf-
stein, Friðfinn, Ástu, Kristínu og
Auði.
Útför Finnboga fer fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Andlát
FINNBOGI
FRIÐFINNSSON
SKIPAÐUR hefur ver-
ið skólameistari við
Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga. Guðbjörg Að-
albergsdóttir fram-
haldskólakennari var
skipuð í embættið til
fimm ára frá 1. janúar
2004. Guðbjörg hefur
starfað við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja frá
árinu 1994 og hefur
gegnt starfi áfanga-
stjóra síðastliðin fimm
ár.
„Mér líst mjög vel á
þetta, það ríkir mikil
bjartsýni á meðal
heimamanna og sam-
staða um þetta. Og metnaður fyrir
hönd nýja skólans. Þetta er mjög
spennandi, það er verið að stefna að
því að bjóða upp á fjölbreytt nám,
þrátt fyrir smæðina, og
til þess verður reynt að
fara nýjar leiðir til að
nýta upplýsinga-
tæknina á nýjan hátt,“
segir Guðbjörg í sam-
tali við Morgunblaðið.
Átta umsóknir bár-
ust um embættið, en
auk Guðbjargar sóttu
um Guðrún Alda Harð-
ardóttir lektor, Hreinn
Þorkelsson framhalds-
skólakennari, Ragnar
Bjarnason framhalds-
skólakennari, Reynir
Kristjánsson fram-
leiðslustjóri, Sigrún
Kr. Magnúsdóttir
kennslustjóri, Sigurlín Sveinbjarn-
ardóttir aðstoðarskólastjóri og
Steinar Almarsson, sjálfstætt starf-
andi.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
„Ríkir mikil bjartsýni
á meðal heimamanna“
Guðbjörg
Aðalbergsdóttir
SKJÁR 1 hefur undanfarin ár sýnt
beint frá guðsþjónustu í Grafarvogs-
kirkju klukkan 18 á aðfangadag en
svo verður ekki að þessu sinni. Helgi
Hermannsson, dagskrárstjóri Skjás
1, segir að beina útsendingin frá Graf-
arvogskirkju kosti um 700.000 krón-
ur. Ekki hafi tekist að fá upp í kostnað
að þessu sinni og því hafi verið ákveð-
ið að sleppa útsendingunni núna.
Rúnar Gunnarsson, dagskrárstjóri
innlendrar dagskrárdeildar Sjón-
varpsins, segir að dagskráin hjá RÚV
verði með hefðbundnu sniði í dag.
Bein útsending frá jólamessu verði í
útvarpinu klukkan 18 og síðan verði
send út upptaka frá Bessastaðakirkju
í Sjónvarpinu klukkan 22.
Að sögn Rúnars hefur komið til tals
að vera með beinar útsendingar frá
jólamessu í sjónvarpinu en mikil
kirkjusókn sé klukkan sex á aðfanga-
dag og ekki hafi verið talið rétt að fara
í samkeppni við hana.
Engin messa
í beinni
útsendingu