Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 18
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Munið
að slökkva
á kertunum
Njótið hátíð ljóss
og friðar, munið
eftir að slökkva á
kertaskreytingum.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
!
"
!
!#!!
! %!&!
' ( ! )
*#&!
Það verður ekki þverfótað fyrir
jólasveinum þessi misserin. Ert
þú raunverulega hinn eini sanni
jólasveinn?
Ég býð þig vinsamlegast velkom-
inn í heimsókn til Lapplands þannig
að þú getir kynnst mér af eigin raun.
Gott er að koma í heimsókn t.d.
fjórða maí eða tólfta september.
Aðrar dagsetningar gætu þó gengið
líka. Eftir að þú ert búinn að koma í
heimsókn geturðu tekið undir orð-
takið sjón er sögu ríkari.
En ef við segjum nú sem svo að
þú sért hinn eini sanni jólasveinn:
er ekkert svekkjandi að það skuli
vera svona margir á ferli sem villa
á sér heimildir og þykjast vera
þú?
Það er nú ekki auðvelt að svekkja
mig. Ef það ríkir samkeppni um það
að gera börnin glöð þá er það auðvit-
að bara hið besta mál. Ég held raun-
ar ekki að þessir menn séu að villa á
sér heimildir, ég held að þeir séu
bara að leita að sjálfum sér, leita að
barninu innra með sér.
Þekkirðu til íslensku jólasveinanna, ungu mannanna
níu sem eru svo allt öðruvísi í útliti en þú? Kannski
þekkirðu foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða?
Níu? Ég hélt þeir væru fjórtán. Kannski eru fimm
þeirra týndir eða uppteknir við einhver strákapör.
Jújú, sumir íslensku jólasveinanna koma í bæinn fyr-
ir jól fyrst og fremst til að fremja óknytti. Hvaða
skilaboð myndirðu senda þeim?
Ertu viss um að það séu jólasveinarnir íslensku sem
fremja þessi óknytti? Kannski er það þannig að einhver
er að villa á sér heimildir og þykjast vera þeir?
Hvernig er venjulegur vinnudagur hjá þér? Ertu sí-
fellt á ferðinni á sleðanum þínum eða hefurðu gerst
latur eftir því sem árin hafa færst yfir þig?
Hvað er svo sem venjulegt? Hvað er vinna? Þú spyrð
undarlegra spurninga sem hljóta þar af leiðandi að
kalla á undarleg svör. Hver sagði eiginlega að ég þyrfti
sífellt að vera á ferðinni? Og hvers vegna hlýt ég að
vera bæði gamall og latur ef ég er það ekki?
Hversu mikil eru umsvif þín, þ.e.
hversu marga aðstoðarmenn hef-
urðu í vinnu, hversu mörg bréf
færðu og hvers konar óskir færðu
frá börnunum?
Mér berast margar beiðnir. Til
dæmis er ég oft beðinn um að taka
þátt í skrýtnum viðtölum. Sumir
biðja um nýtt leikfang, aðrir um frið
í heimi hér. Og svo allt þar á milli.
Mér berast rétt undir einni millj-
ón bréfa á ári hverju og þau koma úr
öllum heimshornum. Mér til að-
stoðar er stór hópur álfa, mjög stór
hópur álfa.
Hvernig laun hefurðu í þessari
vinnu? Færðu greiddan stóran
aukabónus, er jafnvel hugsanlega
gerður samningur við þig um
kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu
eins og tíðkast nú um stundir hjá
„toppunum“?
Hvað er vinna? Hvað er stór
aukabónus? Hvað er lítill aukabón-
us? Hvaða fyrirtæki ertu eiginlega
að tala um? Ert þú kannski „topp-
ur“? Og þýðir það þá að undir þér starfa „botnar“ og
„mitt á milli“?
Í alvöru talað: það er enginn jólasveinn til, er það
nokkuð? Hvers vegna ertu með þessi látalæti?
Það er gaman að eiga samskipti við einhvern jafn al-
varlegan og þig. Það veldur því að samskiptin verða
mjög alvarleg og í alvöru talað þá eru alvarleg sam-
skipti og alvarleg viðtöl afskaplega alvarlegur hlutur.
Ég er alvarlega ánægður með að fá tækifæri til að svara
spurningum þínum og að þú skulir taka við mig viðtal.
Allt í lagi, þú ert jólasveinninn. Hvernig hefurðu
hugsað þér að verja aðfangadegi jóla?
Ég hef nú kannski ekki gert nákvæma áætlun um
það en tel hreint ekki útilokað að ég taki hús á fólki og
komi færandi hendi með nokkrar jólagjafir handa börn-
unum. Þar sem þú virðist líta svo á að ég sé bara í þykj-
ustuleik þá held ég að ég verði að þykjast ætla að koma
við heima hjá þér, í þykjustuhúsinu þínu það er að
segja.
Spurt og svarað | Jólasveinninn
Fær margar beiðnir
um skrýtin viðtöl
Nálægt Rovaniemi í Finnlandi, í þeim hluta sem heitir Lappland, býr
sjálfur Jólasveinninn í Jólasveinaþorpinu svonefnda. Ár hvert leggur
um hálf milljón manna leið sína til Jólasveinaþorps, sem stendur á Norð-
urheimskautsbaugnum, til að hitta þennan undarlega mann. Margir
skoða líka heimasíðu Jólasveinsins, www.santaclauslive.com. Morgun-
blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir kauða í tilefni hátíðanna.
Finnski jólasveinninn.
’ Ef það ríkir sam-keppni um það að
gera börnin glöð þá
er það auðvitað bara
hið besta mál. ‘
Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is
FJÖLSKYLDA í Zagreb, höfuðborg
Króatíu, fékk nýlega jólakort sem
sent var fyrir tíu árum frá bænum
Sesvete sem er aðeins 10 kílómetra
frá Zagreb.
„Við óskum ykkur gleðilegra jóla
og farsældar á árinu 1994. Megi
komast á friður á svæðinu!“ stóð á
kortinu sem var sent í desember
1993 þegar stríð geisaði í fyrrver-
andi lýðveldum Júgóslavíu.
Fjölskyldan varð agndofa þegar
hún fékk jólakortið og hélt í fyrstu
að þetta væri ljótur grikkur þar
sem sendandinn dó fyrir nokkrum
árum. Þegar hún skoðaði frímerkið
kom í ljós að kortið var stimplað 21.
desember 1993.
Króatíska póstþjónustan út-
skýrði ekki hvers vegna kortið var
afhent svona seint.
Jólakortið fór 10 km á 10 árum
Zagreb. AFP.
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111