Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 24
LANDIÐ
24 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Eyrarbakki | Kvenfélag Eyrar-
bakka færði á dögunum leikskól-
anum Brimveri 200 þúsund krónur
að gjöf til hljóðfærakaupa. Keypt
verða ýmis smáhljóðfæri sem notuð
verða til tónmenntakennslu í skól-
anum.
Leikskólinn Brimver starfar í
tveim deildum. Í yngri deildinni eru
börn frá eins árs aldri til þriggja
ára, en í eldri deildinni eru þriggja
til sex ára, þetta er þó ekki án und-
antekninga. Börnin fá eina stund
vikulega til tónlistariðkunar og er
þá skipt í hæfilega stóra hópa. Í
leikskólanum eru nú 46 börn og 16
starfsmenn í ýmsum stöðu-
hlutföllum. Skólastjóri er Kristín
Eiríksdóttir.
Kvenfélagið á Eyrarbakka er
elsta starfandi kvenfélag landsins,
stofnað 24. apríl árið 1888 og er
enn í fullu fjöri. Fyrr á árinu færðu
félagskonur Björgunarsveitinni
Björgu 500 þúsund krónur að gjöf
til tækjakaupa. Félagskonur eru nú
milli 50 og 60, sumar hafa flust burt
en eru þó enn virkar í félaginu.
Helstu fjáröflunarleiðirnar eru bas-
ar og bingó, auk þess sem kven-
félagskonurnar sjá um allar erfis-
drykkjur.
Gáfu leikskólanum 200 þúsund til hljóðfærakaupa
Morgunblaðið/Óskar Magnússon
Leikskólabörn ásamt starfsfólki og stjórn kvenfélagsins. Yst til hægri er Herborg Pálsdóttir, formaður Kvenfélags Eyrarbakka, en Kristín Eiríksdóttir
leikskólastjóri er önnur frá vinstri.
Borgarfjörður | Á Vesturlandi eru
þrír skólar þátttakendur í verk-
efninu Lesið í skóginn með skól-
um; Andakílsskóli, Kleppjárns-
reykjaskóli og Varmalandsskóli,
en sá síðastnefndi á einn eftir að
staðfesta samkomulagið.
Mikil hátíð var á Kleppjárns-
reykjum þar sem fulltrúar eft-
irtalinna félaga og félagasamtaka
voru mættir: Skógræktar ríkisins,
Skógræktarfélags Vesturlands,
Vesturlandsskóga, Kvenfélags
Reykdæla, Sparisjóðs Mýrasýslu
sem er styrktaraðliði verkefn-
isins, skólastjórar og verkefnis-
stjórar Andakíls- og Varmlands-
skóla, skólanefnd
Kleppjárnsreykjahverfis, stjórn
SSBNS og sveitarstjórn Borgar-
fjarðarsveitar, auk nemenda og
kennara skólans.
Að lokinni danssýningu í
íþróttahúsinu, sem var nemendum
til sóma, var safnast saman í
skólaportinu við jólatré sem var á
þeim stað sem fyrirhugað er að
gróðursetja gjafatré frá Spari-
sjóði Mýrasýslu á komandi vori.
Með staðsetningu trésins verði sá
staður helgaður sem fyrsta skref-
ið í landnámi skólans í grenndar-
skógi á skólalóðinni.
Við sérsmíðað skrifpúlt var síð-
an undirritaðir samningar á milli
Kleppjárnsreykjaskóla og sam-
starfsaðliðanna að skólaþróun-
arverkefninu, þ.e. Skógræktar
ríkisins, Kennaraháskóla Íslands,
Kennarasambands Íslands og
Námsgagnastofnunar, og síðan á
milli Kvenfélags Reykdæla og
Kleppjárnsreykjaskóla um að-
gang skólans að skógarreit kven-
félagsins, sem yrði þar með
grenndarskógur skólans.
Eignast læknabústaðinn
Þá tilkynnti oddviti Borgar-
fjarðarsveitar að Kleppjárns-
reykjalæknishérað sem nú heyrir
sögunni til hefði gefið skólahverf-
inu húseign sína á Kleppjárns-
reykjum ásamt 3 ha. landspildu.
Skólinn hefði því hér með umráð
yfir þessum eignum og gæti því
hafið grenndarskógrækt á eigin
landi.
Eftir að samkomugestir höfðu
sungið nokkur lög við undirleik
Þorvaldar Jónssonar í Brekku-
koti, var öllum boðið að þiggja
veitingar, sjóðheitt súkkulaði með
rjóma útí, ásamt meðlæti.
Ljósmynd/Pétur Davíðsson
Guðlaugur Óskarsson, skólastjóri Kleppjárnsreykjaskóla, og Sveinbjörn
Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar, skrifa undir samninginn.
Kleppjárnsreykjaskóli
staðfestir þátttöku
Lesið í skóginn með skólum í Borgarfirði
Vestmannaeyjar | Sautján stúdentar
voru útskrifaðir frá Framhaldsskól-
anum í Vestmannaeyjum á laugar-
daginn. Undanfarin ár hefur skólinn
haldið sína útskrift í sal bæjar-
leikhússins en nú þótti við hæfi að
færa hátíðarhöldin í sal skólans sem
er vel til þess fundinn að hýsa slíka
samkomu. Ásamt stúdentunum
sautján útskrifaði FÍV ellefu nem-
endur með fyrsta stig vélstjórnar og
einn nemanda af grunndeild rafiðna.
Stúdentar: Elva Dögg Grímsdótt-
ir, Erna Dögg Sigurjónsdóttir, Guð-
rún Ósk Sigurjónsdóttir, Gyða Sig-
urðardóttir, Hanna Guðný Guð-
mundsdóttir, Helga Hrund Guð-
mundsdóttir, Herdís Hermanns-
dóttir, Íris Elíasdóttir, Jóna Gréta
Grétarsdóttir, Kristjana Ingibergs-
dóttir, María Sif Ingimarsdóttir, Sig-
rún Ágústa Erlingsdóttir, Snorri Páll
Snorrason, Sverrir Marinó Jónsson,
Víkingur Másson, Þórey Jóhanns-
dóttir, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir.
Útskriftarnemar af 1. stigi vél-
stjórnarbrautar:
Ágúst Halldórsson, Árni Gunnars-
son, Bjarni Sighvatsson, Davíð Smári
Hlynsson, Guðmundur Gísli Gíslason,
Gunnar Bergur Runólfsson, Halldór
Jón Andersen, Sigurður Sigurðsson,
Símon Halldórsson, Sævald Pálsson,
Þórarinn Elí Helgason. Auk þeirra
útskrifaðist Sverrir Marinó Jónsson
úr grunndeild rafiðna.
Morgunblaðið / Sigursveinn Þórðarson
Útskrift frá Fram-
haldsskólanum í
Vestmannaeyjum
Fljót | Nú viku fyrir jól var unnið
við að plægja niður vatnsleiðslu í
Fljótum í nánast auðri og klaka-
lausri jörð. Þetta er einsdæmi hér á
þessum árstíma. Verið var að
leggja heitavatnslögn frá Sólgörð-
um að jörðinni Fyrir-Barði liðlega
700 metra vegalengd. Það var
Steypustöð Skagafjarðar sem fram-
kvæmdi verkið sem tók rúmlega
einn dag. Steypustöðin hefur verið
mikið í að plægja niður jarðstrengi
einkum rafmagn og ljósleiðara og
farið víða um land á undanförnum
árum vegna slíkra verkefna.
Friðrik Pálmason framkvæmda-
stjóri Steypustöðvarinnar sagði í
samtali við fréttamann að tíðin hafi
verið þeim afar hagstæð í haust
þannig að þeir muni ná að ljúka
flestum sínum verkefnum fyrir ára-
mót. Mikið hafi verið að gera á
þessu ári m.a. voru þeir með nokk-
uð stórt verk sem var að plægja
niður jarðstreng frá Egilsstöðum
upp að Kárahnjúkum. Friðrik sagði
ennfremur að fyrirtækið væri búið
að selja helmingi meiri steypu í ár
en árið 2002. Þar munaði mestu um
þrjú nokkuð stór verk sem eru í
gangi. Bygging nemendaíbúða á
Hólum í Hjaltadal, bygging fjöl-
býlishúss fyrir eldri borgara á
Sauðárkóki og smíði nýrrar brúar á
Laxá í Refasveit. Sú brú er í
tengslum við nýja veginn um Þver-
árfjall og var brúargólfið steypt
snemma í desember og fóru í það
um 250 rúmmetrar af steypu.
Þeir unnu við að plægja niður vatnslögnina. Frá vinstri: Gústav Bentsson,
Steingrímur Óskarsson, Árni Ragnarsson og Rúnar Marteinsson.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Vinnuvélin að plægja yfir einn skurðinn sem var á leiðinni.
Veðráttan
sérlega hag-
stæð fyrir
verktaka