Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 25
Frumsýning annan í jólum – uppselt
2. sýn. lau. 27/12 – örfá sæti laus!
Jón Gabríel Borkmann
eftir Henrik Ibsen
Frumflutningur á íslensku leiksviði!
Borgarnes | Rúmlega fjórum
milljónum var úthlutað úr Menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu í
ár til fjórtán verkefna. Í tilefni af
90 ára afmæli Sparisjóðsins á
þessu ári var afhendingin gerð
með viðhöfn á Hótel Borgarnesi
fyrir skömmu. Gísli Kjartansson
sparisjóðsstjóri setti athöfnina og
sagði frá tilurð Menningarsjóðsins,
en hann var stofnaður fyrir 12 ár-
um til minningar um Friðjón
Sveinbjörnsson, fyrrverandi spari-
sjóðsstjóra. Snorri Þorsteinsson,
sem hefur skráð sögu Sparisjóðs-
ins á bók, tók því næst til máls.
Hann lýsti í stuttu máli hvernig
heimilda var aflað og sagði frá
uppbyggingu bókarinnar, sem er
nýlega komin út og verið að dreifa
ókeypis í héraði. Snorri sagðist
hafa leitast við að svara spurning-
unni um hvort þau markmið sem
Sparisjóðurinn setti sér í upphafi
hefðu náðst. Þau voru að ávaxta
fjármuni íbúa héraðsins og verja
þeim til stuðnings góðra og gildra
málefna. Snorri taldi að niðurstað-
an sýndi ótvírætt að svo væri.
Sigurður Már Einarsson stjórn-
arformaður afhenti þar næst
styrkina og skiptust þeir á eftirfar-
andi hátt: Ullarselið á Hvanneyri
kr. 200.000, Freyjukórinn kr.
150.000, Samkór Mýramanna kr.
150.000, Söngbræður kr. 150.000,
Galtarholt vegna endurbyggingar
gamla íbúðarhússins kr. 500.000,
Snorrastofa Reykholti kr.
1.000.000, Safnahús Borgarfjarðar
vegna svarta salarins kr. 250.000,
Ungmennafélagið Dagrenning
vegna píanókaupa kr. 50.000, 10.
bekkur Grunnskólans í Borgarnesi
vegna Danmerkurferðar kr.
200.000, Kleppjárnsreykjaskóli
vegna verkefnisins ,,Lesið í skóg-
inn“ kr. 50.000, Sögufélag Borg-
arfjarðar vegna 40 ára afmælis kr.
150.000, Borgarbyggð vegna land-
námsseturs kr. 1.000.000, Ólöf
Davíðsdóttir vegna sýningarsalar
kr. 100.000, og Sóknarnefnd Borg-
arneskirkju vegna kaupa á hljóð-
færi í nýtt safnaðarheimili kr.
250.000.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Ánægðir styrkþegar ásamt fulltrúum Sparisjóðsins.
Sparisjóður Mýra-
sýslu afhendir úr
Menningarsjóði
Eyrarbakki | Nemendur Barnaskól-
ans á Eyrarbakka og Stokkseyri
héldu litlu jólin sín 19. desember.
Boðið var upp á ýmis atriði til
skemmtunar, en hefð er fyrir því að
4. bekkur leiki helgileik, um fæðingu
Jesú.
Að þessu sinni var þess minnst
sérstaklega að komin er út vönduð
bók um sögu skólans í 150 ár. Bókin
sem rituð er af Árna Daniel Júl-
íussyni hjá Reykjavíkurakademí-
unni heitir Skólinn við ströndina.
Morgunblaðið/Óskar Magnússon
4. bekkingar syngja jólasálm og nokkrir jólasveinar bíða þess að komast inn.
Litlu jólin í
skólanum
Fagridalur | Áralöng hefð er fyrir
viðkomu jólasveina í Víkurskála í
Vík í Mýrdal. Þegar vonast var til
að þeir færu að birtast beið stór-
hópur af börnum eftir þeim með
mikilli óþreyju, en á meðan á bið-
inni stóð léku Erna Jónsdóttir og
Rakel Pálmadóttir nokkur jólalög á
þverflautur. Lögreglan í Vík fann
svo tvo jólasveina sem voru að
flækjast um í nágrenninu og ók
þeim í Víkurskála. Þar færðu þeir
öllum börnum sælgæti og spjölluðu
við þau.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þorgeir Guðnason spjallar við Stekkjarstaur.
Jólasveinar
í Víkurskála
Hveragerði | Helgileikurinn Fæðing frelsarans eftir
Hauk Ágústsson er löngu orðinn þekktur hér í Hvera-
gerði. Nemendur í 4. bekk grunnskólans hafa það hlut-
verk í undirbúningi jólanna að flytja þennan fallega
helgileik á jólaskemmtunum skólans, í sunnudagaskól-
anum og einnig er hann fluttur fyrir gesti Heilsustofn-
unar Náttúrulækningafélagsins. Það ríkir helgi yfir öllu
þegar krakkarnir koma syngjandi inn, hvítklædd með
geislabauga og lifandi kerti í höndunum. Boðskapur
jólanna, fæðing frelsarans er flutt í tali og tónum með fal-
legum barnsröddum sem alla bræða. Það er gott að setj-
ast niður í annríki jólaundirbúningsins og hlusta á þenn-
an fallega boðskap.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Nemendur 4. bekkjar flytja helgileikinn á Heilsustofn-
un NLFÍ.
Helgileikurinn
Húsgögn
Ljós
Gjafavara
Mörkinni 3, sími 588 0640
www.casa.is
Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.