Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 32
LISTIR
32 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á
RIÐ sem er að
renna sitt skeið
markar hundr-
uðustu ártíð
franska málarans
Paul Gauguins.
Borinn í París sjö-
unda júní 1848, dáinn áttunda maí
1903 í Autuna Hiva-oa í Suður-
Kyrrahafi. Helzt mærður fyrir lit-
glaðar myndir frá Tahiti og bók
sína Noa Noa, þar sem hann lýsir
þeirri draumaveröld hillinganna er
hann vænti að finna á þessum slóð-
um. Ekki ýkja langt síðan ég skrif-
aði tvær greinar í Lesbók, hvar í
stórum
dráttum var
rakinn ævi-
ferill mál-
arans í ljósi
nýrra heim-
ilda, líf hans á Kyrrahafseyjunni
ekki sú hamingja, falslausi upp-
runalegi unaður né dans á rósum
og hann gaf í skyn í téðri bók.
Hvíti maðurinn löngu kominn á
þessar slóðir með sína svonefndu
siðmenningu, kristnir trúboðar og
embættismenn nýlendunnar höfðu
þá þegar grómað hið eðlisborna og
upprunalega í fari eyjaskegggja.
Siðmenningin fólst nefnilega einnig
í eiginhyggju, græðgi, náttúru-
spjöllum og kynsjúkdómum, auk
annars konar krankleika sem
ónæmiskerfi eyjaskeggja kunni
ekki svör við.
Ærið tilefni að minna á þennan
höfuðsnilling nýstrauma á of-
anverðri nítjándu öld, einkum í
ljósi þess að áhrifa hans gætti
áfram í framsækinni list út tutt-
ugustu öldina og sér ekki fyrir
enda þeirra í upphafi nýrrar stór-
aldar. Jafnvel málarar er spruttu
upp á tímum nýbylgjunnar, til að
mynda Baselitz, voru ekki lausir
við að skotra augum til myndheims
hans. Sér í lagi þegar þeir réðust
með hvöss skurðjárnin að vopni á
trjádrumba, klöppuðu og formuðu
frumstæðar kynjaverur úr þeim,
báru þarnæst lit að. Myndheimur
Gauguins sjálfs nálægur og meira
en vel sýnilegur, og eins og marg-
ur veit tengdist líf Gauguins Dan-
mörku með kvonfangi sínu, hinni
dönsku Mette Gad, og eignaðist
með henni nokkur börn. Skarar
jafnvel óbeint og ofboðlítið sögu Ís-
lands, meður því að nýjar heimildir
gefa til kynna að hann hafi um
skeið búið á efstu hæð hússins sem
kennt er við sóma landsins, Jón
Sigurðsson forseta í Kaupmanna-
höfn.
Það sem ég hyggst reifa hér eru
hugleiðingar á léttari nótum, helzt
varðandi málverk af fyrirsætu sem
hangir á Glyptotekinu í Kaup-
mannahöfn, og svo dvöl Gauguins á
listamannanýlendunni Pont-Aven á
suðurströnd Bretagne í Norður-
Frans. Hið reisulega Ny Carls-
bergs Glyptotek, við H.C. And-
ersens Boulevard, er eitt af þeim
markverðu söfnum í þessari París
Norðurlanda, sem íslenzkar lista-
spírur heimsóttu í upphafi náms í
listakademíunni við Kongens Ny-
torv, var jafn borðleggjandi og að
aðrir minna upphafnir og for-
framaðir landar stefndu beint á Ti-
voli í næsta nágrenni. Skrifari hér
engin undantekning, fyrr en varir
fastagestur í þessu unaðslega fal-
lega safni sem tekur þéttingsfast í
hönd gesta sinna með sinni klass-
ísku og virðulegu forhlið, stásslegu
fordyri sem liggur að hringlaga
garði með fjarrænum grómögnum.
Þar trónar fremst sporöskjulaga
gosbrunnur og í honum miðjum
hvít og glaðbeitt vatnagyðja eftir
myndhöggvarann Gerhard Henn-
ing. Ungviði í framréttum lófa og
skríðandi um kropp hennar allan,
en í vatninu allt um kring synda
hárauðir og gulir skrautfiskar. Góð
ástæða til að tylla sér á annan
hvorn dökkgræna bekkinn, aleinn
eða með ástinni sinni, anda að sér
höfgum straumum frá vatni og
anganvangnum.
Bruggarinn Carl Jacobsen var
vitur yfirburðamaður, kunni að
ávaxta peninga sína sem rúlluðu í
vasa hans frá öllum heimshornum.
Glyptotekið svo og margar helstu
vísindastofnanir þjóðarinnar ávinn-
ingur hluta hagnaðarins af gullna
vökvanum er streymdi úr ámum
hans. Að ekki sé vikið að metn-
aðarfullri endurbyggingu Friðriks-
borgarhallar í Hillerød, sem brann
1859 en var endurreist í sinni fyrri
mynd á árunum 1860–75, þjóðar-
stolt Danmerkur, né listaverka-
kaupum í stórum stíl. Vökvinn
glatt margan gumann og róðuna,
langt að komin úr norðri, þannig
að í tímans rás hefur eyþjóðin við
Dumbshaf óforvarendis lagt sitt af
mörkum til vísinda og lista í Dana-
veldi.
Á safnaskoðunum mínum og
gönguferðum alla helgidaga fyrsta
námsársins, þess næsta, seinna
eins til viðbótar, varð það fljótlega
orðið að samblandi nautnar, skyldu
og þráhyggju, að staldra við í söl-
um Glyptoteksins. Brást aldrei að
ég stikaði eftirvæntingarfullur upp
á efstu hæð í deild impressjónist-
anna, og þótt ég væri að svo
komnu ekki ýkja hrifinn af öllum
þeim mörgu málverkum sem við
blöstu eftir Gauguin, heillaði eitt
þeirra mig jafnaðarlega upp úr
skónum, þreyttist aldrei á að rýna
í það, endurtekið og tímum saman.
Liðlega hálfri öld seinna er það
álíka staðföst regla mín á löngum
labbitúrum minninganna í Kaup-
mannahöfn að gera mér ferð á
Glyptotekið. Eitthvað svipað og í
Garnison-kirkjugarðinn til að votta
fólkinu sem ég bjó hjá fyrsta vet-
urinn virðingu mína og þakklæti,
íverustaður þeirra á Nordre Fri-
havnsgade eins konar Unuhús í
borginni við Sundið.
Málverkið sem hér um ræðir,
nefnist „Akt“, fín og sígild nafngift
á fyrirsætu, er frá 1880, olía á lér-
eft, 114x79 sm. Málað meðan
Gauguin var ennþá sunnudagsmál-
ari eins og heimildir herma, sem er
birtingarmynd hugtaks á al-
þjóðlegu fagmáli þegar gerendur
eru á því stigi að mála í tóm-
stundum sínum, sjálflærðir eða
með almenn námskeið í farteskinu.
Mér var fullkomlega ókunnugt um
þá hlið málsins þegar ég var að
dást að vinnubrögðunum korn-
ungur, vel minnugur klúðursverk-
anna á hinni virðulegu listakadem-
íu, en skyldu mér ekki hafa
gjörsamlega fallizt hendur ef ein-
hver hefði greint mér frá stað-
reyndunum? Segi bara: hvílíkt
sunnudagsmálverk!
Á þessum árum var ég alla daga
upptekinn við að teikna og mála
naktar fyrirsætur og fyrirsáta,
samanburður við þetta verk þó
engan veginn raunhæfur. Sjálft
viðfangið gerði þó eðlilega að verk-
um að mér var starsýnt á mál-
verkið, fann til nokkurs skyldleika
og vildi draga af vinnubrögðunum
lærdóm. Ekki gerði ég mér full-
komlega grein fyrir að ég stóð
frammi fyrir ákveðnu vinnulagi
sem átti sér langa hefð og þróun-
arsögu, skarar grunn margra þátta
málverksins í aldanna rás, bæði
hvað varðar myndbyggingu og lit,
samkynja sem andstæður. Ferlið á
undanhaldi, hafði að meginhluta
gengið sinn gang órafjarri ættland-
inu, þannig að okkur listspírunum
úr norðri lánaðist í bezta falli að
grípa í rófuna.
Þetta allt síast þó með tímanum
í sál og taugakerfi, jafnvel þótt
hugmyndafræðin að baki komi
hvergi nærri, en hér var það hið
dásamlega jafnvægi, kyrrð og dýpt
sem tók mig fanginn. Ég var
hreinlega ástfanginn af sköpunar-
verkinu og viðfanginu í heild sinni,
enn í dag hef ég á tilfinningunni að
róðan sé í senn ímynd móður og
unnustu handan tíma og rúms, hef-
ur þá yfirburði yfir kynsystur sínar
að eldast ekki frekar en Dorian
Gray.
Löngu löngu seinna eignaðist ég
góða bók um listamanninn með
þessari fínu litmynd af málverkinu,
þar lítillega lesið í sköpunarferlið
og sögu þess. Meðal annars vitnað
í rithöfundinn Huysman sem skrif-
aði eftir að hafa rekið augun í það
1881: „Ég hika ekki við að fullyrða,
að enginn fyrirsætumálari samtím-
ans miðlar raunveruleikanum á
jafn áhrifaríkan hátt, Courbet ekki
undanskilinn…“
– Hvað Pont-Aven á Bretagne-
skaganum snertir, munu sumar-
dvalir Gauguins á þeim slóðum trú-
lega hafa magnað enn frekar upp
hjá honum innbyggða þrá til hins
fjarræna, eintal við óspillta náttúru
og umgengni við hreinlyndar
manneskjur langt frá solli borgar-
lífsins. Þar allt samankomið sem
framsækinn listamaður og náttúru-
unnandi gat óskað sér, gróið og
myndríkt mannlíf, fjölþætt lands-
lag hvar meðal annars sá í fornan
húsakost og fjórtán myllur í fullum
gangi. Málarinn Émile Bernard
(1869–1943), ásamt Gauguin einn í
hópi spámannanna, Les Nabis,
hafði uppgötvað staðinn 18 ára að
aldri og var fræðikenningameistari
listamannanýlendu, sem er tímar
liðu reis og dafnaði. Ásamt hinum
minna þekkta Louis Anquetin
þróuðu þeir félagar málunarhátt er
fékk nafnið Cloisonnismus, betur
þekkt sem Synþetismi; samræmd
hughrif og hugrenningar, einföldun
til að auka styrk birtingarmyndar-
innar. Nafnið Pont-Aven varð
samasemmerki framsækinna nú-
strauma og málarar streymdu
þangað úr öllum áttum til sumar-
dvalar; frá Skagen í Danmörku,
Cornwall í Englandi, Varberg í
Svíþjóð, Honfleur í Frakklandi,
Worpswede í Þýskalandi og
Abramcevo í Rússlandi, ásamt því
að amerískir listamenn tylltu þar
tá. Það er ekki lengra síðan að
Paul Gauguin (1848–1903)
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
FÉLAG starfsfólks
bókaverslana veitti á
dögunum bókmennta-
verðlaun sín í fjórða
skiptið, í samvinnu við
Kastljósþátt Sjónvarps-
ins. Verðlaunin voru af-
hent í beinni útsendingu
föstudagskvöldið 19.
des. Þátt tóku bóksalar
af öllu landinu og kusu
bestu bókina í sjö flokk-
um. Tilnefndar voru þrjár
bækur í hverjum flokki, tvær
auk verðlaunabókarinnar.
Besta íslenska skáldsagan
Öxin og jörðin eftir Ólaf
Gunnarsson. Tilnefningar:
Lygasaga eftir Lindu Vil-
hjálmsdóttur og Landslag er
aldrei asnalegt eftir Bergsvein
Birgisson.
Besta íslenska barnabókin
Týndu augun eftir Sigrúnu
Eldjárn. Tilnefningar: Æv-
intýri um Augastein eftir Felix
Bergsson og Blóðregn eftir
Emblu Ýr Bárudóttur og Ingólf
Björgvinsson.
Besta
ljóðabókin
Tvífundnaland eftir Gyrði
Elíasson. Tilnefningar: Ljóð-
tímavagn eftir Sigurð Pálsson
og Að baki daganna eftir Pét-
ur Gunnarsson.
Besta handbókin/
fræðibókin:
Úr torfbæjum inn í tækniöld
eftir Árna Björnsson, Hanz
Kuhn, Reinhard Prinz og
Bruno Schweizer. Tilnefn-
ingar: Íslenska bílaöldin eftir
Örn Sigurðsson og Ingi-
berg Bjarnason og Í
formi á 10 vikum eftir
Ágústu Johnson.
Besta þýdda
skáldsagan
Da Vinci lykillinn eft-
ir Dan Brown í þýðingu
Ástu S. Guðbjarts-
dóttur. Tilnefningar:
Svo fögur bein eftir
Alice Sebold í þýðingu Helgu
Þórarinsdóttur og Hálfbróð-
irinn eftir Lars Saabye Chris-
tensen í þýðingu Sigrúnar K.
Magnúsdóttur.
Besta þýdda barnabókin
Ljónadrengurinn eftir Zizou
Corder í þýðingu Guðrúnar
Evu Mínervudóttur. Tilnefn-
ingar: Greppikló eftir Julia
Donaldsson í þýðingu Þórarins
Eldjárn og Artemis Fowl:
Læsti teningurinn eftir Eoin
Colfer. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
Besta
ævisagan
Einhvers konar ég eftir Þrá-
in Bertelsson. Tilnefningar:
Frægð og firnindi eftir Gísla
Pálsson og Ósköpin öll eftir
Flosa Ólafsson.
Starfsfólk bókaverslana verðlaunar bækur
Öxin og jörðin, Týndu
augun og Tvífundnaland
Árni Björnsson
Þráinn Bertelsson
Gyrðir Elíasson
Sigrún Eldjárn Ólafur Gunnarsson
Kveðja til engils
nefnist ljóðabók
eftir Rúnu
Tetzschner. Bókin
inniheldur sorgar-
og ástarljóð skáld-
konunnar til látins
unnusta, Þorgeirs
Rúnars Kjartans-
sonar. Útgefandi
er Lítil ljós á jörð. Bókin er 24 bls.
Verð: 1.750 kr.
Ljóð
Ímyndaða tákn-
myndin eftir
Christian Metz er
komin út í þýðingu
Torfa H. Tulinius.
Bókin er hluti af
ritröð Bókmennta-
fræðistofnunar
Háskóla Íslands,
en ritstjóri hennar
er Guðni Elísson.
Christian Metz (1931-1993) var
einn af áhrifamestu kvikmyndafræð-
ingum sinnar kynslóðar. Hann ruddi
brautina fyrir rannsóknir á táknfræði
kvikmynda á sjötta og sjöunda ára-
tugnum.
Ímyndaða táknmyndin er tilraun
Metz til að færa sér í nyt nýjan lestur
Jacques Lacan á kenningum sálgrein-
ingarinnar til að auka skilning okkar á
því hvernig merking verður til í kvik-
myndum og hvað á sér stað þegar
horft er á þær. Hann sýnir að sam-
band áhorfandans við kvikmyndina er
hliðstætt spegilstigi frumbernsk-
unnar eins og Lacan skilgreindi það.
Þá hefst smíði sjálfsins út frá mynd
barnsins af sjálfu sér í spegli. Áhorf-
andinn er í stöðu barnsins en á
skerminum birtast táknmyndir sundr-
ungarinnar sem er bæld en ávallt
nærri í átakamiklu sálarlífi mannsins
samkvæmt sálgreiningunni.
Útgefandi: Bókmenntafræðistofn-
un Háskóla Íslands og Háskóla-
útgáfan. Dreifing: Háskólaútgáfan.
Bókin er 107 bls. - kilja. Verð: 2.290
kr.
Kvikmyndir
Kveðja heimanað
heitir nýtt nótna-
hefti með 29 lög-
um Jóns frá Ljár-
skógum.
Jón frá Ljár-
skógum var fjöl-
hæfur listamaður
sem fyrst og
fremst er þekktur
fyrir ljóðagerð sína og söng sinn
með MA-kvartettinum, en færri vita
að hann samdi einnig einsöngslög.
Jón lærði tónlistarfræði bæði hjá
Björgvini Guðmundssyni og Sigurði
Birkis eftir að hann kom til Reykja-
víkur. Alls samdi hann 29 lög á ár-
unum 1935–1940, eftir því sem
best er vitað, og eru þau öll til í
frumhandriti. Þessi lög hafa ekki
verið gefin út áður en nokkur þeirra
hafa verið flutt í kórútsetningum og
í útvarpi sem einsöngslög. Hér eru
öll lögin birt við hans eigin ljóð og
annarra.
Útgefandi er Ísalög, að frum-
kvæði Félags breiðfirskra kvenna.
Uppsetning tónlistar, textun og frá-
gangur bókar: Jón Kristinn Cortez.
Umsjón með útgáfu hafði Sigmar
Hlynur Sigurðsson. Prentun: Hag-
prent.
Nótur
FRÉTTIR
mbl.is