Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 24.12.2003, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 33 járnbrautarteinar, sem styttu vegalengdirnar til stórra muna, voru lagðir vítt og breitt um meginlandið. Fyrrum höfðu lista- menn mikið til orðið að treysta á farartæki postulanna, til að mynda voru þeir iðulega nokkra mánuði, jafnvel ár, á leiðinni frá Kaup- mannahöfn til Rómar, komu að vísu víða við á sögufrægum slóð- um, skoðuðu sig um og máluðu. En með tilkomu járnbrautanna gjör- breyttist þetta, nú risu upp lista- mannanýlendur víða um Evrópu og varð Pont-Aven ein sú nafnkennd- asta, verk þaðan á virtum listasöfn- um í öllum heimsálfunum. Þessi Paradís málaranna var þannig að- eins (!) fjórtán lestartíma frá Parísarborg, sem þótti undur og stórmerki fyrir liðlega 120 árum. Meiri tímalengd en nú tekur að fljúga frá Frankfurt til Tókýó, Los Angeles eða Santiago í Chile, og þykir mikið. Að þessu vikið til að menn greini tímahvörfin, umskiptin sem orðið hafa í mannheimi á rúmri öld, ekki aðeins hvað varðar vegalengdir heldur daglegt líf og hugarfar. Fjarlægðir, draumar og ævintýri að hverfa á blóðvelli hrað- ans sem hefur umturnað mannlíf- inu líkt og ósýnilegur skýstrókur. – Svo komið, er aðeins ein mylla uppi í Pont-Aven, aðallega ferða- löngum til augnayndis, en minn- ingin um ævintýramanninn Paul Gauguin fersk og lifandi. Því til vitnis er gríðarlegt aðstreymi á sýningu verka hans í Stóru höll- inni, Grand Palais í París, ber nafnið Gauguin – vinnustofa hita- beltisins, Gauguin, l’atelier des tropique og stendur til 19. janúar 2004. Akt, 1880 114 x 79 sm, olía á léreft. Glyptotekið Í Kaupmannahöfn. bragi@internet.is Sjálfsmynd með gula Krist í Trémalo kapellunni við Pont-Avon, 1890, olía á léreft 37 x 45 sm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.