Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 37
PENINGAMARKAÐURINN/ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 37
LANDSPÍTALI - HÁSKÓLA-
SJÚKRAHÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins
sími 543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl.
17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj-
anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar-
hringinn um helgar og frídaga.
Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og
stórhátíðir. Símsvari 575 0505.
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl.
8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24.
S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24.
Sími 564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn
aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af
depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Full-
um trúnaði heitið.
Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjaf-
ar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og
aðstandendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross-
.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern
til að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430
tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan
skrifstofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól-
arhringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA
Evrópa Lokagildi breyt.%
Úrvalsvísitala aðallista .......................................... 2.112,20 0,11
FTSE 100 ................................................................ 4.440,90 0,38
DAX í Frankfurt ....................................................... 3.903,34 0,68
CAC 40 í París ........................................................ 3.500,09 0,12
KFX Kaupmannahöfn ............................................. 244,35 0,50
OMX í Stokkhólmi .................................................. 628,11 1,57
Bandaríkin
Dow Jones .............................................................. 10.341,25 0,03
Nasdaq ................................................................... 1.974,78 0,97
S&P 500 ................................................................. 1.095,75 0,26
Asía
Nikkei 225 í Tókýó ................................................. 10.372,51 0,86
Hang Seng í Hong Kong ......................................... 12.420,51 -0,54
Viðskipti með hlutabréf
deCODE á Nasdaq ................................................. 7,99 1,14
Big Food Group í Kauphöllinni í London ............... 156,0 2,00
House of Fraser í Kauphöllinni í London .............. 93,50 0,00
STJÓRNENDUR Össurar hf. gera
ráð fyrir að 1 til 2 milljóna dala tap
verði á starfsemi félagsins á fjórða
ársfjórðungi 2003. Óreglulegur
kostnaður á fjórða fjórðungi er
áætlaður um 2,7 milljónir dala.
Hann skýrist einkum af kostnaði
vegna skipulagsbreytinga í kjölfar
kaupa félagsins á Generation II,
skipulagsbreytinga hjá Össur North
America, Inc. og málaferla félagsins
gegn Freedom Innovations, Inc. Á
fjórða ársfjórðungi hefur verið lögð
áhersla á að hraða samræmingu
Generation II, sem félagið keypti í
október sl., við samstæðu Össurar
hf. Það er gert til að ná samlegð-
aráhrifum. Ákveðið hefur verið að
starfsstöðvar Generation II í Van-
couver og Seattle heyri undir Össur
North America, Inc. í Kaliforníu.
Markaðsstarfi í Norður-Ameríku
verður stýrt frá Kaliforníu en allt
þróunarstarf verður flutt til Seattle
og Reykjavíkur. Vegna þessa hefur
nokkrum lykilstarfsmönnum verið
sagt upp störfum. Kostnaður vegna
skipulagsbreytinganna er áætlaður
400.000 Bandaríkjadalir og kostn-
aður við flutning þróunarsviðs frá
Kaliforníu er áætlaður um 150.000
dalir. Allur kostnaðurinn verður
gjaldfærður fyrir árslok. Nýr fram-
kvæmdastjóri í Kanada verður
Steve Eastmann, áður fjármála-
stjóri Generation II í Kanada. Í
fréttatilkynningu kemur fram að
kostnaður vegna málaferla og
lokafrágang samninga við Freedom
Inoovations sé áætlaður 1,2 millj-
ónir dala á fjórða ársfjórðungi og
verður hann allur gjaldfærður á
þessum fjórðungi. Ekki er gert ráð
fyrir að tekjur falli til vegna samn-
ingsins á fjórðungnum.
Stjórnendur gera ráð fyrir að
hagnaður félagsins árið 2003 verði á
bilinu 3,6–4,6 milljónir dala.
Afkomuviðvörun frá Össuri
Útlit fyrir tap á
fjórða ársfjórðungi
NORRÆNA ráðherranefndin
kynnti á dögunum nýtt fyrirkomu-
lag NORDPLUS samstarfsverkefn-
isins, sem hingað til hefur mest-
megnis snúist um skipti á
háskólanemum og kennurum. Með
nýrri áætlun voru fleiri verkefni
tekin undir regnhlíf NORDPLUS
verkefnisins og tækifærið um leið
nýtt til að einfalda og gera aðgengi-
legri umsóknarferli og leiðir að
styrkjum. Norræna ráðherranefnd-
in mun setja rétt tæpan milljarð ís-
lenskra króna í NORDPLUS sam-
starfið árið 2004 og er það um eða
yfir þeim fjármunum sem áður var
veitt í öll hin mismunandi verkefni
sem hafa nú komið undir hatt áætl-
unarinnar.
Hin nýja NORDPLUS áætlun
gerir ráð fyrir fimm meginsviðum,
Nordplus, Nordplus junior, Nord-
plus voksen, Nordplus nabo og
Nordplus sprog.
Nordplus fyrir háskóla byggist á
hinu upprunalega Nordplus
verkefni og styrkir það mótun og
þróun samskiptaneta skóla á há-
skólastigi. Starf netanna felst í
stúdenta- og kennaraskiptum,
sameiginlegu námskeiðahaldi og
almennu samstarfi háskólanna til
að stuðla að auknum samskiptum
námsfólks og kennara við æðri
menntastofnanir ásamt nám-
skeiðum.
Nordplus junior hefur það að
markmiði að vekja áhuga og
auka þekkingu og skilning á öðr-
um norrænum menningarsvæð-
um, tungumálum og lífsháttum
með norrænu skólasamstarfi.
Þannig er stutt við norrænu
víddina í grunnskólum og ung-
lingafræðslu í norrænu ríkjunum
og á sjálfstjórnarsvæðunum þar
sem viðmiðið er sameiginlegt
norrænt gildismat með sömu við-
horfin til mannkyns og lýðræðis.
Sú leið er farin að styrkja ferðir
nemenda og kennara á milli
Norðurlanda.
Nordplus voksen snýst um nám
og símenntun fullorðinna og
styrkir verkefni og starfsemi
sem tengjast þróun og samstarfi
stofnana innan þessa geira.
Nordplus nabo snýr að samskipt-
um við Eystrasaltslöndin og
Norðvestur-Rússland. Nordplus
nabo er ætlað að þróa samstarfs-
net til lengri tíma litið innan
menntasviðsins alls, það er að
segja um alla menntun frá
grunnskólastigi til háskólastigs.
Í því felst einnig stuðningur við
samstarfsnet um nám og sí-
menntun fullorðinna.
Nordplus Sprog styður við mál-
skilning og framgang hinna sam-
norrænu mála og einnig skandin-
avískra mála. Áætlunin styður
einnig við samstarfsverkefni um
þýðingar og fleira um leið og
stutt er við norræn mál á al-
þjóðavísu.
Karítas Kvaran, forstöðumaður
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins,
sem hefur umsjón með öllum Nor-
dplus samskiptum á Íslandi, segir að
nú séu öll umsóknar- og samskipta-
ferli orðin einfaldari og aðgengilegri
og auðveldara að sækja um styrki.
Hins vegar hafi margt breyst og
fara þurfi í nýjan farveg til að fá
styrki fyrir suma hluti, því sé þeim
sem voru orðnir vanir gamla nor-
ræna kerfinu þörf á að læra á nýju
áætlunina. Hún telur þó að með því
að draga saman áætlunina sé mikið
starf unnið í þá átt að gera öll nor-
ræn samskipti einfaldari.
Nordplus-áætlanir endurskoðaðar
Morgunblaðið/Kristinn
Norskir nemendur heimsóttu Háteigsskóla á dögunum. Þetta samstarf fellur nú undir Nordplus Junior.
LÝÐHÁSKÓLAR hafa verið nokkuð
framandi hluti af íslensku skóla-
starfi og hefur enginn lýðskóli hing-
að til verið starfræktur lengur en
nokkur ár í senn hér á landi. Í lýðhá-
skólum er ekki hefðbundið náms-
kerfi, skólinn lagar sig að nem-
endum fremur en að nemendur lagi
sig að skólunum og er námsframboð
og fræðslustarf í lýðháskólum jafn-
an mjög fjölbreytt.
Guðný Marta Guðlaugsdóttir sótti
um styrk til náms í lýðháskóla í Dan-
mörku í nóvember og fékk þau svör
hjá Norræna félaginu að hætt væri
að styrkja nám í lýðháskólum á
Norðurlöndum. „Ég ætlaði að læra
myndlist og bæta bæði sjálfa mig og
dönskukunnáttuna til áframhald-
andi náms. Það er frábært að fara í
lýðháskóla til að læra dönskuna.
Álagið er allt öðruvísi svo fólk hefur
meiri sveigjanleika í lífi og námi.
Fólkið hjá Norræna félaginu sagði
mér að þessir styrkir væru hættir og
gátu ekki bent mér á neina aðra leið
til að styðja mig í gegnum þetta
nám. Íslendingar eru einnig, að mér
skilst, eina þjóðin á Norðurlönd-
unum sem getur ekki sótt styrk til
sveitarfélaga vegna námsferða.“
Karítas Kvaran, forstöðumaður Al-
þjóðaskrifstofu háskólastigsins, seg-
ir Nordplus-áætlunina taka tillit til
lýðháskóla og rúmist þeir að öllum
líkindum innan Nordplus junior.
Hins vegar leggist gamla styrkja-
kerfið af þegar nýja áætlunin kemur
í gagnið, þess vegna þurfi fólk að
finna nýja farvegi til að leita að
styrkjum og sá farvegur sé nú hjá
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.
Karítas bendir þeim sem hyggja á
nám í lýðháskólum að setja sig í sam-
band við Alþjóðaskrifstofuna.
Lýðháskólar
inni í
nýrri Nord-
plus-áætlun
KAUPHÖLL Íslands og Mens
Mentis hf. hafa gengið frá samning-
um um notkun á Genius-upplýsinga-
og greiningarkerfinu hjá Kauphöll-
inni. Kauphöllin hyggst nýta Genius
til þess að dreifa upplýsingum úr við-
skiptakerfum sínum til starfsmanna,
upplýsingaveitna innanlands og ut-
an, fjölmiðla og til samstarfsaðila í
NOREX-samstarfi norrænna kaup-
halla. Upplýsingarnar eru m.a. um
viðskipti og tilboð, vísitölur, árs-
reikninga og fréttir. Áður hafði
Mens Mentis gert hliðstæða samn-
inga við aðra á fjármálamarkaði.
Kauphöllin
með Genius
ÍSLANDSBANKI hefur opnað
nýja útgáfu Netbankans.
Netbanki Íslandsbanka
skiptist í sérstök svæði fyrir
einstaklinga, fyrirtæki, félög
og unglinga og eru sérsniðin
að þeirra þörfum.
Til að tengjast Netbank-
anum er hægt að fara á slóð-
ina:
http://www.isb.is/netbanki
Nýr Net-
banki Ís-
landsbanka
O F =, -F C
F P,
B F
/ / /
0!(1234)5667
*%2+$ 2(
56
86
6
6
6
6
6
6
76
46
56
86
6
6
6
6
!
" ! #$
#
O F B F =, -F C
F P,
8 9
4Q
8
8
78
7
48
4
58
5
88
8
8
%&&