Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 41
Jól í
Hallgríms-
kirkju
Á FÆÐINGARHÁTÍÐ frelsarans er
að venju mjög fjölbreytt helgihald í
Hallgrímskirkju. Á aðfangadag
verða fjórar guðsþjónustur á vegum
Hallgrímskirkju. Dagurinn hefst á
morgunmessu kl. 8 í umsjá sr. Krist-
jáns V. Ingólfssonar. Guðsþjónusta
verður á Droplaugarstöðum kl. 15 í
umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar.
Félagar úr Gerðubergskórnum
syngja undir stjórn Sigríðar Kol-
beins. Aftansöngur hefst kl. 18 í
umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar,
Schola cantorum og Unglingakór
Hallgrímskirkju syngja undir stjórn
Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og
Harðar Áskelssonar, kantors.
Klukkustund fyrir athöfn verður
leikin jólatónlist í kirkjunni sem
Hörður Áskelsson og Hljómskála-
kvintettinn annast.
Miðnæturguðsþjónusta verður kl.
23.30 í umsjá dr. Sigurðar Árna
Þórðarsonar og Magneu Sverr-
isdóttur, djákna. Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur undir stjórn
Harðar Áskelssonar, kantors.
Á jóladag verður hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. Dr. theol Sigurbjörn
Einarsson biskup prédikar og sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir
altari. Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur undir stjórn Harðar Áskels-
sonar, kantors.
Annan dag jóla verður hátíð-
armessa kl. 11. Dr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjarts-
syni og Magneu Sverrisdóttur,
djákna. Mótettukórinn syngur undir
stjórn Láru Bryndísar Eggerts-
dóttur, organista.
Jólamessur á Netinu
frá Bústaðakirkju
FJÖLMARGIR Íslendingar búsettir
í útlöndum sakna þess um jól og ára-
mót að hafa ekki tök á því að sækja
aftansöng og hátíðarguðsþjónustur
í íslenskum kirkjum, svo snar þáttur
sem messurnar eru í íslenskum sið-
um yfir hátíðarnar. Þótt ekkert
komi í staðinn fyrir þann hátíðleika
sem fylgir því að sækja kirkju yfir
hátíðarnar fleygir tækninni svo ört
fram að guðsþjónustur eru sendar
heimshorna á milli um Netið. Bú-
staðakirkja kom á síðasta ári til
móts við óskir þúsunda Íslendinga
fjarri heimahögunum með beinum
útsendingum á Netinu á
www.kirkja.is og mæltist útsend-
ingin svo vel fyrir að þúsundir
fylgdust með. Ákveðið hefur verið
að senda út jóla- og áramóta-
guðsþjónustur frá Bústaðakirkju
um komandi jól og áramót í sam-
vinnu við Opin kerfi og Tónlist.is
Mikilvægt er að ættingjar og ást-
vinir Íslendinga í útlöndum komi
þessum upplýsingum á framfæri og
gefi upp slóðina, www.kirkja.is, þar
sem hægt verður að sjá og heyra ís-
lensku guðsþjónusturnar.
Guðsþjónusturnar sem verða
fluttar í beinni útsendingu eru:
Aðfangadagur 24. desember kl.
18 aftansöngur. Fyrir athöfnina,
eða frá kl. 17:15, flytja einsöngvarar
úr Kirkjukórnum jólalög, tromp-
etleikari er Guðmundur Haf-
steinsson.
Jóladagur 25. desember kl. 14 Há-
tíðarguðsþjónusta – Einsöngvari
verður Jóhann Friðgeir Valdimars-
son. Einsöngvarar úr Kirkjukórnum
flytja jólalög fyrir athöfnina.
Annar dagur jóla 26. desember kl.
14 fjölskylduguðsþjónusta – Tónlist
í umsjá allra barna- og unglinga-
kóra Bústaðakirkju. Stjórnandi er
Jóhanna Þórhallsdóttir. Organisti
Guðmundur Sigurðsson og Guð-
mundur Ingi Rúnarsson leikur á
trompet.
Gamlársdagur 31. desember kl.
18 aftansöngur og Guðmundur Haf-
steinssson leikur á trompet.
Nýársdagur 1. janúar kl. 14 hátíð-
arguðsþjónusta – Ræðumaður verð-
ur Jónína Bjartmars alþingismaður.
Margrét Hjaltested leikur á víólu.
Á aðfangadagskvöld og jóladag
hefjast útsendingar á Netinu með
tónlistarflutningi 45 mínútum fyrir
athöfn en aðra daga á auglýstum
messutíma. Kirkjukór Bústaða-
kirkju syngur við messurnar og org-
anisti er Guðmundur Sigurðsson.
Sóknarnefnd og starfsfólk Bú-
staðakirkju biðja öllum blessunar
og friðar á jólum.
Pálmi Matthíasson.
Guitar Islancio í Há-
teigskirkju 26. des.
FJÖLSKYLDUFÓLK er hvatt til
þess að fjölmenna í guðsþjónustu í
Háteigskirkju á öðrum degi jóla, 26.
desember, klukkan 11.
Guitar Islancio leikur jólalög, en
tríóið skipa þeir Björn Thoroddsen,
Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson.
Mikill almennur söngur. Prestur er
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
Jóladagskrá
Hjálpræðishersins
á Akureyri
Á jólaDAG kl. 17 er hátíðarsam-
koma. Sigurður Ingimarsson og
Ranvá Olsen syngja og tala. Laug-
ardaginn 27. desember er fjölskyldu
- og jólatrésskemmtun kl. 14.30.
Sunnudaginn 28. desember kl. 18 er
jólafagnaður fyrir heimilissamband,
hjálparflokk, hermenn og fjöl-
skyldur. Mánudaginn 29. desember
kl. 14.30 er jólafagnaður fyrir eldri
borgara í Víðilundi 24, Akureyri. Á
nýársdag er hátíðarsamkoma kl. 17
þar sem Miriam Óskarsdóttir og
Óskar Einarsson taka þátt.
Jólahald í Norð-
fjarðarprestakalli
Á aðfaNGADAG jóla verður aftan-
söngur í Norðfjarðarkirkju kl. 18.
Bjarni Freyr Ágústsson spilar á
trompet. Á jóladag er hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14 og á annan dag jóla
er hátíðarguðsþjónusta kl. 10.30 á
Fjórðungssjúkrahúsinu.
Morgunblaðið/Ómar
KIRKJUSTARF/MINNINGAR
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samhug og stuðning við andlát
og útför yndislega drengsins okkar,
BJARTMARS JÓNASSONAR,
Kirkjuvegi 7,
Hafnarfirði.
Sérstaklega þökkum við hans góðu læknum,
hjúkrunarfólki og öðrum, sem önnuðust hann
á Barnaspítala Hringsins. Einnig þökkum við starfsfólki og foreldrum
félaga hans á leikskólanum Hjalla, sem og öllum öðrum vinum okkar og
vandamönnum, sem veittu Bjartmari og okkur fjölskyldunni ómetanlegan
styrk og hlýju í veikindunum og við andlátið.
Við óskum þess að þið eigið öll gleðilega og friðsæla jólahátíð.
Blessuð sé minning litla ljúflingsins okkar,
Rósa Guðbjartsdóttir, Jónas Björn Sigurgeirsson,
Sigurgeir Jónasson, Margrét Lovísa Jónasdóttir.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar móður minnar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HALLDÓRU ELÍASDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landakots, heimahjúkrunar og heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins fyrir frábæra umönnun.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsæld og frið á komandi ári.
Kristinn Halldórsson, Fjóla Björnsdóttir,
Jean Noel Lareau,
Halldór Kristinsson,
Áslaug Kristinsdóttir,
Eva Kristinsdóttir,
Þórdís Jóhanna Lareau
og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MAJA-GRETA BRIEM,
sem lést sunnudaginn 14. desember síðast-
liðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 29. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn-
arstofnanir.
Haraldur Briem, Eiríkur Briem,
Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir Briem,
Ólafur Andri Briem, Maj Britt Hjördís Briem,
Eiríkur Briem,
Katrín Briem.
Útför mannsins míns, bróður okkar, mágs og
tengdasonar,
HELGA VIÐARS MAGNÚSSONAR,
Grandavegi 3,
Reykjavík,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 29. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög og líknarstofnanir.
Guðni Baldursson,
Ægir Axelsson,
Þórunn Axelsdóttir, Jónas Þórarinsson,
Óskar Axelsson,
Lára Magnúsdóttir, Smári Jóhannsson,
Baldur H. Aspar Þóra Guðnadóttir
FRIÐBJÖRG A. EBENEZERDÓTTIR,
Elliheimilinu Grund,
Hringbraut 50,
lést föstudaginn 12. desember sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur þakka starfsfólki á Frúargangi
Grundar fyrir einstaklega hlýja og góða
umönnun og þakka öllum skyldum og vanda-
lausum sem létu sér annt um Fríðu.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Erla Bergmann, Vilhjálmur Sigurjónsson
og fjölskylda.