Morgunblaðið - 24.12.2003, Page 44
BÍLAR
44 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ kynslóð Audi A4 kom á markað í
ársbyrjun 2001 og var mun meiri bíll
en fyrirrennarinn og tilbúnari í sam-
keppnina við helstu keppinautana;
BMW 3 og Mercedes-Benz C. Í
Þýskalandi selst bíllinn mest í lang-
baksgerðinni sem kallast Avant. Síð-
astliðið vor prófuðum við Avant með
2ja lítra vélinni og var niðurstaðan sú
að með þeirri vél væri fullmikið í lagt
að segja að bíllinn væri sprækur en
millihröðunin þó sögð meira en
ásættanleg. Á dögunum var síðan
bíllinn prófaður með hinni rómuðu
1,8 lítra forþjöppuvél sem gefur 163
hestöfl og þar með er kominn annar
karakter í þennan bíl.
Audi A4 Avant er með sportlegri
langbökum á markaðnum. Hliðarlín-
an er há og afturglugginn smár og í
1,8 T-gerðinni er hann á glæsilegum
17 tommu álfelgum og verður fyrir
vikið einkar eftirtektarverður. Þak
bogarnir eru með áláferð og króm-
listar eru á hliðum og á afturhlera.
Hönnunin er ekki djörf eða róttæk
heldur í anda þýskrar nákvæmni og
samsvörunar.
Þetta er vel smíðaður bíll og verð-
ur þess strax vart þegar sest er inn í
hann. Hurðirnar lokast með demp-
uðum hljóm og einangrun frá vegi og
vél er með því besta. Mælaborðið er
einfalt en vandað er til frágangs.
Staðalbúnaður er tvívirk og alsjálf-
virk miðstöð með loftkælingu og
þarna er auðvitað einnig að finna góð
hljómtæki með geislaspilara en engin
er þó fjarstýringin í stýrinu eins og
komið er í svo marga bíla. Sætin
styðja vel við og eru þægileg og hægt
er að stilla hæðina með þar til gerðri
sveif.
Eitt minnsta farangursrýmið
Prófunarbíllinn var með rafknú-
inni sóllúgu en þrátt fyrir það er höf-
uðrýmið alls staðar í góðu lagi í bíln-
um. Milli framsætanna er armpúði
með geymsluhirslu. Vart verður
þrengsla í aftursætunum þar sem
drifstokkurinn gengur talsvert á
fótarýmið. Af þeim völdum fer ekki
vel um þrjá fullorðna í aftursætum en
tveir geta þar ferðast í góðri sátt.
Það eru ekki sömu áherslurnar á
farangursrými í A4 Avant og öðrum
langbökum í millistærðarflokki. Fyr-
ir það fyrsta er farangursrýmið eitt
hið minnsta í þessum flokki bíla en
það er snoturlega frá öllu gengið.
Galdurinn er tvö gólf í farangurs-
rýminu. Í grunnum kjallaranum er
hægt að geyma smáhluti sem annars
væri hætta á að væru á fullri ferð í
farangursrýminu. Og þar undir er
líka varadekk í fullri stærð. Án kjall-
arans er farangursrýmið 377 lítrar
en 442 lítrar með kjallara. Farang-
ursrými Ford Mondeo er til saman-
burðar 98 lítrum meira og Passat
langbaksins 53 lítrum meira, en þess
verður að geta að Avant-gerðin er
jafnlangur stallbaksgerðinni af A4.
Sportlegur umfram annað
Það er því meira lagt upp úr sport-
legum eiginleikum þessa bíls en
flutningsgetu. Með 1,8 lítra for-
þjöppuvélinni er Audi A4 Avant kom-
inn í hóp skemmtilegustu millistærð-
arbílanna. Vélin, sem skilar að
hámarki 163 hestöflum, er tengd við
þreplausa Multitronic-skiptingu, en
Audi er einn fárra bílaframleiðenda
sem bjóða upp á reimskiptingu af því
tagi. Hún er með sex þrepa hand-
skiptivali. Hægt er að velja um S-
stillingu sem býður upp á að hægt sé
að koma vélinni upp á hærri snúning.
Allt virkar þetta á þann hátt að bíll-
inn gefur gott viðbragð og þegar
saman fer frábær undirvagn með
fjölliðafjöðrun að aftan er ekki annað
hægt en að dást að bílnum. Fjöðrunin
er stinn og veggripið aðdáunarvert.
Staðalbúnaður er ESP-kerfi sem í
hálkunni í borginni er stöðugt að
grípa inn í og aðstoða ökumanninn
við að fara sér ekki að voða. Það er
feikilegt öryggisatriði að hafa þenn-
an búnað í bílum því hann virkar svo
sannarlega þegar þörf er á honum.
Minnsta mál er svo að aftengja bún-
aðinn ef menn kjósa svo.
Frá 2.860.000 kr. til 5.250.000 kr.
A4 Avant 1,8 T er vandaður fólks-
bíll með meiri sporteiginleika en vant
er um bíla í þessum flokki. Audi A4 er
til með fjórum vélargerðum. Ódýr-
asti kosturinn er með 1,6 l, 102 hest-
afla vél og kostar 2.860.000 kr. bein-
skiptur. Með 2ja lítra, 130 hestafla
vélinni kostar hann 3.110.000 kr.,
3.490.000 kr. með 1,8 l, 163 hestafla
vélinni og 3.690.000 kr. með Multitro-
nic-skiptingunni. Síðan er hann fáan-
legur með þriggja lítra, V6 vél, 220
hestafla, og kostar 4.850.000 kr. en
dýrasti kosturinn er með sömu vél og
quattro aldrifi og kostar með Tiptro-
nic-sjálfskiptingu 5.250.000 kr. Fyrir
Avant-gerðina bætast við 160.000 kr.
Aflið líka til staðar í Audi A4 Avant 1.8 T
Há hliðarlína og litlir afturgluggar setja sportlegan svip á bílinn.
Vandað efnisval og frágangur einkennir Audi A4.
Morgunblaðið/Jim Smart
Audi A4 Avant með 1,8 l forþjöppuvél kostar um 3,8 milljónir kr.
gugu@mbl.is
REYNSLUAKSTUR
Audi A4 Avant 1.8 T
Guðjón Guðmundsson
Gle›ilega hátí›
Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000
Starfsfólk Sameinaða lífeyrissjóðsins.
Sameinaði lífeyrissjóðurinn óskar viðskiptavinum
sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Vél: Fjórir strokkar,
1.781 rúmsentimetri,
20 ventlar, forþjappa
og millikælir.
Afl: 163 hestöfl.
Tog: 240 Nm við 1.980-
5.400 snúninga á mínútu.
Skipting: Multitronic með
handskiptivali.
Lengd: 4.545 mm.
Breidd: 1.526 mm.
Hæð: 1.428 mm
(með þakbogum).
Hjólhaf: 2.650 mm.
Eigin þyngd: 1.485 kg.
Dekk og felgur:
7J x 16 álfelgur.
Hemlar: Kældir diskar að
framan og aftan, ABS, EBD.
Farangursrými: 442 lítrar.
Verð: 3.850.000 kr.
Umboð: Hekla hf.
Audi A4 Avant 1.8 T
Multitronic
Á forsíðu kynningarpakkans sem BMW
gefur út fyrir alþjóðlegu bílasýninguna í
Detroit í janúar næstkomandi má sjá
hinn glænýja X3 jeppa þeysast um vegi
í Hvalfirði. BMW hyggst kynna Banda-
ríkjamönnum X3 jeppann á sýningunni í
Detroit og hafa blaðamenn í 250 lönd-
um nú fengið kynningarpakkann með
myndunum frá Íslandi sendan. Í ljós-
myndabæklingi sem gefinn er út vegna
sýningarinnar má meðal annars sjá
þennan nýja sportjeppa frá BMW með
Perluna í Öskjuhlíð í baksýn, í skrið-
unum í Dómadal og í kvöldsólinni við
Esjuna.
BMW X3 kemur í kjölfar mikilla vin-
sælda X5 jeppans um allan heim.
Ákvörðun BMW um að taka allar kynn-
ingarmyndir af jeppanum á Íslandi er
nátengd þeirri ímyndarsköpun að X3
verði öflugasti sportjeppi sem komið
hafi á markað. Telja BMW-menn að X3
muni skipa sér í sinn eigin flokk. Full-
yrða þeir að hér sé kominn bíll sem
sameini afl og öryggi X5 jeppans og
þægindin og aksturseiginleikana sem
fólksbílalína BMW er þekkt fyrir. Yf-
irmenn BMW töldu að Ísland, með sitt
óhefta landslag og miklu víðáttur, túlk-
aði vel það frelsi sem þeir vilja að X3
standi fyrir.
Fáanlegur hér á landi
snemma á næsta ári
X3 jeppinn verður líklega fáanlegur í
almennri sölu á Íslandi snemma á
næsta ári. B&L er þegar byrjað að
panta eintök af jeppanum og hafa
nokkrir nú þegar verið lofaðir góðum
viðskiptavinum á Íslandi. Meðal margra
tækninýjunga í X3 verður nýtt aldrif
sem BMW hefur þróað og kýs að kalla
„xDrive.“ Þetta nýja sítengda læsta al-
drif gerir kleift að dreifa átaki milli fram-
og afturöxulsins mun betur en áður og
nemur þörfina fyrir afl til hjólanna löngu
áður en dekkið missir grip. Þetta ný-
þróaða kerfi er væntanlegt í fleiri bíla
BMW en það eykur mikið öryggi, t.d.
þegar ekið er hratt í beygjum og dregur
mjög úr undir- og yfirstýringu.
Það er ekki enn komin endanleg dag-
setning á komu X3 til landsins né
ákvörðun um verð. Það er vitað að X3
verður töluvert ódýrari en X5.
X3 verður fáanlegur í fyrstu með 3.0
lítra bensín- og dísilvélum.
BMW X3 í íslenskri náttúru
Samkvæmt þessari mynd á X3 ekki eingöngu að vera fyrir malbikið.
Á fullri ferð í Hvalfirðinum. Ein af
kynningarmyndum BMW.