Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 49
Finnbogi
Hilmarsson
Rósa M.
Sigtryggsdóttir
Einar
Guðmundsson
Magnús
Einarsson
Hafdís H.
Björnsdóttir
Bestu jóla- og nýjárskveðjur.
Þökkum samskiptin
á árinu sem er að líða.
Starfsfólk Heimilis.
RAÐAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Mat á umhverfisáhrifum
— athugun Skipulags-
stofnunar
Bjarnarflagsvirkjun 90 MWe og 132 kV
Bjarnarflagslína 1 í Skútustaðahreppi
Landsvirkjun hefur tilkynnt til athugunar Skipu-
lagsstofnunar matsskýrslu um Bjarnarflags-
virkjun 90 MWe og 132 kV Bjarnarflagslínu 1
í Skútustaðahreppi.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 24. desember 2003
til 4. febrúar 2004 á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu Skútustaðahrepps, versluninni Seli
á Skútustöðum og í íþróttahúsi Skútustaða-
hrepps. Einnig í Þjóðarbókhlöðunni og hjá
Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg
á heimasíðu Landsvirkjunar: www.lv.is .
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
4. febrúar 2004 til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn-
fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf-
isáhrifum.
Vakin er athygli á að opið hús verður haldið
miðvikudaginn 14. janúar 2004 í Hótel Reyni-
hlíð frá kl. 14.00 til 18.00, þar sem öllum gefst
kostur á að kynna sér framkvæmdina.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
Jóladagur kl. 14.00 Hátíðar-
samkoma. Anne Marie og Har-
old Reinholtsen stjórna og tala.
Laugard. 27. des. kl. 15.00
Jólafagnaður fyrir eldri borgara.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund jóladag kl.
14.00.
Hátíðarsamkoma kl. 17:00,
komum og fögnum saman. Allir
hjartanlega velkomnir.
Aðfangadagur: Kl. 18.00
Hátíðarguðsþjónusta við jötu
Krists. Oddur Carl Thorarensen
syngur einsöng. Friðrik Schram
predikar.
Annar í jólum: Kl. 20.00. Sam-
koma í nærveru Frelsarans, þar
sem hann verður lofaður og til-
beðinn. Hvers virði eru jólin?
Hverju svarar fólk?
28. des. Kl. 11.00 Jólahátíð fjöl-
skyldunnar með fjölbreyttri dag-
skrá.
Aðfangadagur
Hátíðarsamkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 16:00.
Hugleiðing Heiðar Guðnason.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Samhjálp óskar vinum nær og
fjær, gleðilegra jóla og farsæld-
ar á nýju ári.
Föstudagur 26. des. 2003
Opinn AA-fundur kl. 20:00.
www.samhjalp.is
24. desember kl. 16:30 Hátíð-
asamkoma. Gospelkór Fíladelfíu
sér um lofgjörðina.
25. desember kl. 16:30 Jólas-
amkoma. Ræðumaður Guðni
Einarsson. Gospelkór Fíladelfíu
sér um lofgjörðina.
27. desember kl. 14-16 Jóla-
trésskemmtun barnakirkjunnar
verður laugardaginn 28. des-
ember kl. 16:30. Almenn sam-
koma. Niðurdýfingarskírn. Ræð-
umaður Jón Þór Eyjólfsson.
Gospelkór Fíladelfíu sér um lof-
gjörðina.
31. desember kl. 23:00 Bæna-
stund og nýju ári fagnað.
Allir hjartanlega velkomnir.
filadelfia@gospel.is
www.gospel.is
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið-
holti útskrifaði 19. desember sl. 146
nemendur, þar af 106 stúdentar.
Dúx skólans að þessu sinni var Guð-
björg Hlín Guðmundsdóttir, nem-
andi á listnámsbraut.
Í frétt frá skólanum segir að
nokkur þróunarverkefni séu í
gangi innan skólans. Lokið er til-
raun með Upplýsinga- og tækni-
braut, í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið og ákveðið að
brautin verði starfrækt áfram við
skólann. Þá er verið að undirbúa
kennslu í nýsköpunar- og frum-
kvöðlafræðum. Haldin var hug-
myndasamkeppni meðal nemenda á
haustönn og á vorönn verður til-
raunakennsla í frumkvöðlafræðum.
Þá hefur verið hugað að erlend-
um samskiptum og m.a. unnið verk-
efni sem tengdist vatni, í víðasta
skilningi orðsins, með kennurum og
nemendum frá hinum ýmsu Evr-
ópulöndum. Í tengslum við verk-
efnið heimsóttu FB kennarar og
nemendur frá Ungverjalandi og
Þýskalandi.
Skólanum hafa borist góðar gjaf-
ir frá velunnurum og vinum. Þar
má nefna Samtök iðnaðarins, Sor-
optomistaklúbb Hóla og Fella og
Rotaryklúbb Breiðholts. Þá barst
rafiðnadeild skólans höfðingleg
gjöf frá Volta ehf. fyrir tilstilli
Hjartar Gíslasonar.
Brautskráning frá FB
ALÞÝÐUSAMBAND Vest-
fjarða hefur sent frá sér til-
kynningu þar sem áformum
fjármálaráðherra um afnám
sjómannaafsláttar við skatt-
lagningu er harðlega mót-
mælt.
„Skattfríðindi þessi hafa
verið við lýði í áratugi og eru
fyrir löngu orðin hluti af kjör-
um sjómanna. Í kjarasamning-
um hefur alla tíð verið tekið
mið af þessu sem hluta af
launum og samningsniðurstöð-
ur og kröfugerð ávallt við
þessa staðreynd miðuð.
Með tillögum sínum um
skerðingu á kjörum sjómanna
nú setja stjórnvöld samninga-
mál þeirra í algjört uppnám.
Ekkert samkomulag verður
um nýja kjarasamninga nema
skattaafsláttur haldist eða
eitthvað sambærilegt verði til
útgerðarinnar sótt,“ segir í til-
kynningu Alþýðsambands
Vestfjarða.
Mótmæla
afnámi
sjómanna-
afsláttar
AÐALÚTIBÚ Kaupþings Bún-
aðarbanka í Austurstræti afhenti
nýverið tvennum samtökum, Ein-
stökum börnum og Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra, tvo flugmiða
hvorum frá Icelandair. Miðarnir
gilda til áfangastaða Icelandair í
Evrópu.
Einstök börn er félagsskapur
barna með sjaldgæfa sjúkdóma.
Þau þurfa því oft að sækja lækn-
ingu til annarra landa. Skjólstæð-
ingar Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra eiga margir erfitt með að
ferðast án þess að njóta aðstoðar
samferðamanns. Fulltrúar félag-
anna sögðu gjafirnar því örugglega
eiga eftir að koma að góðum not-
um.
Jóhann Steinar Ingimundarson,
aðstoðarútibússtjóri Kaupþings
Búnaðarbanka í Austurstræti, af-
henti miðana á fjölskyldufagnaði í
útibúinu.
Skyrgámur brá á leik með börnunum en fjölskyldufagnaður var haldinn við
þetta tækifæri. Gaf hann þeim skyr úr fötu.
Kaupþing Búnaðar-
banki afhendir styrki