Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 51
óskar landsmönnum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
„VIÐ erum að leggja eitthvað af
mörkunum og láta fé renna til baka
til samfélagsins sem við störfum í,“
sagði Skúli Skúlason starfs-
mannastjóri Samkaupa í kaffi-
samsæti á Húsavík fyrir skömmu.
Þar afhenti hann forsvarsmönnum
Garðshorns, endurhæfingar- og
útivistargarðs, ávísun upp á 500
þúsund krónur. Skúli sagði jafn-
framt að það væri sönn ánægja fyr-
ir Samkaup að styðja við verkefnið
og óskaði því velfarnaðar.
Ásgeir Böðvarsson læknir,
verndari fjáröflunar vegna fram-
kvæmda við garðinn, veitti gjöfinni
viðtöku í kaffisamsæti á Húsavík.
Hann þakkaði stuðninginn, sagði
hann ómetanlegan og endurspegla
um leið jákvæð viðhorf til þeirrar
starfsemi sem fyrirhuguð er í
Garðshorni.
Garðshorn er sem fyrr segir end-
urhæfingar- og útivistargarður við
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og
Dvalarheimilið Hvamm og var opn-
aður formlega við fjölmenna athöfn
á haustdögum.
Samkaup styrkja
Garðshorn
Morgunblaðið/Hafþór
Ásgeir Böðvarsson tekur við gjöfinni úr hendi Skúla Skúlasonar. Aðrir á
myndinni eru f.v. Ingimar Hjálmarsson, Kristín Arinbjarnardóttir, Sigríð-
ur Jónsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir,
verslunarstjóri Strax, Gísli Gíslason, rekstrarstjóri Samkaupa, og Gísli
Gíslason, verslunarstjóri Úrvals.
Húsavík. Morgunblaðið.
Álúrvinnslur ekki álver
Í frétt um kaup Columbia Vent-
ures Corporation, eiganda Norður-
áls og stærsta hlutahafa Og Voda-
fone, á bandaríska fjarskipta-
fyrirtækinu CTC Communications
sem birtist í Morgunblaðinu í gær
kom fram að Columbia Ventures
ræki álver í Bandaríkjunum og
Mexíkó. Hið rétta er að Columbia
Ventures rekur álúrvinnslur í
Bandaríkjunum og Mexíkó. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
LEIÐRÉTT
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111