Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 57
DAGSKRÁ Á JÓLADAG
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 57
ANIMAL PLANET
10.00 The Natural World 11.00 Animal X 11.30
Animal X 12.00 Twisted Tales 12.30 Supernatural
13.00 Young and Wild 13.30 Young and Wild
14.00 Emergency Vets 14.30 Animal Doctor
15.00 Pet Rescue 15.30 Pet Rescue 16.00 Breed
All About It 16.30 Breed All About It 17.00 Kee-
pers 17.30 Wild on the Set 18.00 The Planet’s
Funniest Animals 18.30 The Planet’s Funniest Ani-
mals 19.00 Animal X
BBC PRIME
10.00 Christmas Morning Service 11.00 Tamzin
Outhwaite Goes Wild With Dolphins 12.00 Eas-
tenders 12.30 Parkinson Special 13.30 Trading
Up 14.00 Teletubbies 14.25 Tikkabilla 14.55 Fri-
ends International 15.00 The Queen’s Christmas
Message 15.10 Top of the Pops 16.15 Robbie the
Reindeer: Hooves of Fire 16.45 Lorna Doone
18.00 What Not to Wear On the Red Carpet 19.00
Eastenders 19.30 Only Fools and Horses 20.45
Dickens 21.45 Alistair Mcgowan’s Big Impression
22.15 Alistair Mcgowan’s Big Impressions 22.30
The Passion 0.00 Secrets of the Paranormal 0.30
Secrets of the Paranormal 1.00 The Lives of Jesus
2.00 Contact 3.00 Disaster 3.30 Bindi Milli-
onaires 4.00 Rough Science 4.30 Elements of
Healing
DISCOVERY CHANNEL
10.00 Top Ten Venice 11.00 Hot Art 12.00 Great
Battles 12.30 Great Battles 13.00 First World War
14.00 Fast Ships 15.00 Extreme Machines 16.00
Fishing on the Edge 16.30 Rex Hunt Fishing Ad-
ventures 17.00 Scrapheap Challenge 18.00 Ne-
fertiti Revealed 20.00 Forensic Detectives 21.00
FBI Files 22.00 The Prosecutors 23.00 Extreme
Machines 0.00 Nazis, A Warning from History 1.00
People’s Century 2.00 Fishing on the Edge 2.30
Rex Hunt Fishing Adventures 3.00 Nefertiti Revea-
led 5.00 Bilbo and Beyond 6.00 Great Battles
6.30 Conspiracies 7.00 End of Extinction
EUROSPORT
10.00 Dancing 11.00 Football 13.00 Ski Jumping
14.30 All sports 15.00 Football20.00 Snooker
22.00 All sports 23.00 Sumo 0.00 All sports
HALLMARK
10.00 Mr. St. Nick 11.30 Alice in Wonderland
13.45 A Christmas Visitor 15.15 Mrs. Santa Claus
17.00 One Christmas 18.30 Mr. St. Nick 20.00
Fallen Angel 21.45 Stealing Sinatra 23.30 A Nero
Wolfe Mystery 0.15 A Nero Wolfe Mystery 1.00
Stealing Sinatra 2.45 The Moonstone 5.00 Time
at the Top
NATIONAL GEOGRAPHIC
10.00 Seconds from Death: the Last Flight of Twa
800 10.30 Extinct: the Great Auk 11.00 Superc-
roc 12.00 Wolves of the Sea 13.00 Dogs with
Jobs 13.30 Animal Nightmares: Dogs 14.00 The
Greatest Shoal on Earth 15.00 Seconds from
Death: the Last Flight of Twa 800 15.30 Extinct:
the Great Auk 16.00 Mars: Dead Or Alive 17.00
Wolves of the Sea 18.00 Seconds from Death: the
Last Flight of Twa 800 18.30 Extinct: the Great
Auk 19.00 Dogs with Jobs 19.30 Animal Nig-
htmares: Alligators 20.00 Owls: Silent Hunters
21.00 The Dinosaur Dig: Finding Elliot 22.00
Mars: Dead Or Alive 23.00 Lost Army in the Sand
0.00 The Dinosaur Dig: Finding Elliot 1.00 Egypt
Eternal: Quest for the Lost Tombs
TCM
20.00 Doctor Zhivago 23.05 Marie Antoinette
1.35 Made in Paris 3.15 Captain Nemo and the
Underwater City
16.00 Kapphlaupið mikla Rowan Atk-
inson og Whoopi Goldberg fara á kostum í
stjörnum prýddri gamanmynd fyrir alla fjöl-
skylduna.
DR1
10.30 DR-Dokumentar - Grevinden på tredje
11.30 Nissernes Ø (24:24) 12.00 Koncert
med Helmut Lotti 13.00 Juledagsgudstjeneste
14.05 Før helligdagen 14.15 Den sidste Gåse-
holder 15.15 Ivanhoe (kv - 1952) 17.00 Julef-
andango 17.30 TV-avisen med Sport og Vejret
18.00 Disney sjov 19.00 aHa 19.55 Rejsehol-
det (31:32) 21.10 Patrioten - The Patriot (kv -
1998) 22.35 Møllen ved Floss - The Mill On
the Floss (kv - 1997) 00.25 Dommervagten -
100 Centre Street (8) 01.10 Godnat
DR2
12.10 Ude i naturen: Saltholm (2) 12.40 Mik
Schacks Hjemmeservice 13.10 Arsenik og
gamle kniplinger 15.10 Grænseland - At miste
og genvinde livsmodet (8:10) 15.40 Gyldne Ti-
mer 17.00 Nordisk Julekoncert 2003 18.00
Jul på Vesterbro (24:24) 18.30 Mellem him-
mel og jord (10:10) 19.00 Gintberg - var det
det julespecial 20.00 Når julemænd er værst
20.45 Når mænd er værst 21.30 Deadline
21.50 Når mænd er værst - Christmas Men
Behaving Badly 22.30 Når mænd er værst -
Men Behaving Badly 23.15 Kolde fødder -
Cold Feet(11) 00.05 Quicksilver Crossing i Eu-
ropa 00.30 Mik Schacks Hjemmeservice 01.00
Godnat
NRK1
10.00 Høymesse fra Elverhøy kirke i Tromsø
11.00 Perspektiv: Fra ateist til katolsk biskop
11.30 Tower i London: Skattkammeret (3:8)
12.20 Fire årstider 12.30 Trollmannen fra Oz -
The Wizard of Oz (kv - 1939) 14.10 Faktor:
Når det blir vår ... 14.40 Sissel i Spektrum
15.35 Nøtteknekkeren 16.30 De hellige tre
narrer 16.55 Barne-tv 16.55 Folk og røvere i
Kardemomme by 18.00 Dagsrevyen 18.30
Julenøtter 18.45 Været i Norge 2003 19.15
Året med kongefamilien 20.15 Det største i
verden 22.05 Løsning julenøtter 22.10 Kveld-
snytt 22.25 Countrymusikkens Oscar - CMA
Awards 2003 23.55 Den tredje vakten - Third
Watch (14:23)
NRK2
13.05 Svisj: Musikkvideoer og chat 17.00
Norske filmminner: Den grønne heisen 18.30
Lydverket live: Coldplay 19.00 Siste nytt 19.10
Vår felles venn - Our mutual friend (1:6)
20.00 Niern: Man On The Moon (kv - 1999)
21.55 Siste nytt 22.00 David Letterman-show
22.45 God morgen, Miami - Good morning,
Miami (15:22) 23.05 Nattønsket 01.00 Svisj:
Musikkvideoer og chat
SVT1
09.25 Matiné: Babe - en gris kommer till stan
11.00 Nordisk julkonsert 12.00 Matiné: Det
ligger i blodet 13.35 Hildasholm 14.05 Köks-
mästare Hullman-Bing 14.15 Diggiloo 15.15
Drottning Silvia 60 år 16.00 Vänern - det
gömda havet 16.55 Så såg vi julen då 17.00
Bolibompa 17.01 En liten julsaga 18.00 Rob-
bie Ren i knipa 18.30 Rapport 18.50 Besjälad
tradition 19.00 Swedenhielms 20.40 Monicas
allra bästa 21.10 Garva här - julsmack 21.35
Seriestart: Sängdags 22.05 Rapport 22.10 Las
Vegas - syndens oas 23.05 Rat Pack (kv -
1998)
SVT2
10.00 Landet runt 10.45 Spelet om Tyskland
12.15 Känsligt läge 12.45 75 år av skratt
13.35 Matiné: Pelle Erövraren 16.00 Minnenas
television 17.00 Aktuellt 17.15 Tystare än
vattnet, lägre än gräset 18.15 Grinchen - julen
är stulen 20.00 Aktuellt 20.15 Semesterplaner
20.30 Hemligstämplat 21.00 Debutanten
21.40 Studio pop 22.10 K Special: George Or-
well 23.10 Mediemagasinet 23.40 Plus
ekonomi
AKSJÓN
M
agnús Eiríksson guð-
fræðingur, sem
menntaði sig og
starfaði í Danmörku
á 19. öld, var einna
fyrstur manna á Norðurlöndum til
að rökstyðja rétt kvenna til sömu
réttinda í þjóðfélaginu og karlar
höfðu. Þetta segir Friðrik Eiríksson
bryti, en faðir hans, Eiríkur Alberts-
son, sem lengi var prestur í Borg-
arfirði, skrifaði doktorsritgerð um
Magnús og guðfræði hans og trúar-
líf, sem út kom árið 1938. Segir
Friðrik fulla ástæðu til að rifja upp
hvaða Íslendingur það hafi verið
sem vakti fyrstur athygli í víðu sam-
hengi á þeirri kúgun sem konur
máttu sæta.
Friðrik Eiríksson segist hafa
fengið áhuga á réttindum kvenna og
mannréttindamálum yfirleitt á heim-
ili foreldra sinna að Hesti þar sem
slík mál hafi mikið verið til umræðu.
„Í kvenréttindamálum var ávallt
samstaða hjá foreldrum mínum svo
smám saman síaðist það inn í kollinn
á mér að líta á kvenréttindi sem
grundvallarmannréttindi,“ segir
Friðrik. Hann segir rétt kvenna hafa
öldum saman verið skammarlega
rýran og það hafi ekki byrjað að rofa
til í þeim efnum fyrr en á 19. öld.
„Þá tóku nokkrar öndvegiskonur og
-karlar að láta sig þessi mál ein-
hverju varða en það er fyrst á 20.
öldinni sem hægt er að tala um að
einhver réttarbót falli þeim í skaut.
Kosningarétturinn er þar mikilvæg-
astur og launamisréttið minnkar
hægt og bítandi. Það er gott og
blessað en það hryggir mig og skelf-
ir að ennþá ríkir tilhneiging til að lít-
illækka konuna og jafnvel auðmýkja
hana eins og menn geta séð í fjöl-
miðlum,“ segir Friðrik enn fremur.
Stundaði vísindastörf
í Kaupmannahöfn
Ferill Magnúsar Eiríkssonar var í
stuttu máli sá að árið 1831 siglir
hann til náms í Kaupmannahöfn eft-
ir nám í Bessastaðaskóla. Hafði
hann útskrifast þaðan 23 ára 1829
með hæstu einkunn. Árið 1837 lýkur
hann guðfræðiprófi og stendur hon-
um þá til boða eitt besta prestakall á
Íslandi en hugur hans stóð til frekari
vísindastarfa í Kaupmannahöfn.
„Magnús lét mikið til sín taka í Dan-
mörku,“ heldur Friðrik áfram er
hann stiklar á stóru í ferli Magn-
úsar. „Honum var fátt óviðkomandi í
kirkjustefnum á fyrri hluta nítjándu
aldar og ritar um frelsi kvenna með
frumlegu innsæi, skarpskyggni og
ríkri mannúð. Hann gerðist til dæm-
is drengilegur málsvari Mathilde
Fiebieger, sem fyrst kvenna ræddi
kvenfrelsismál í Danmörku og var
umdeild fyrir. Hún skrifaði bók und-
ir nafninu Clara Rafael og skrifar
þar 12 bréf til vinkonu sinnar þar
sem hún ræðir ýmis mál. Magnús
skrifaði 12 bréf til Clöru Rafael und-
ir nafninu Theodor Immanuel.
Magnús kemur víða við í skrifum
sínum um kvenfrelsismál og ræðir
meðal annars um hina almennu
hæfileika manna, vitsmuni, tilfinn-
ingu og vilja. Hann segir að enginn
vafi geti leikið á því að konan hafi
þessa eiginleika til að bera eins og
karlmaðurinn og ógerningur sé að
sanna að hún standi honum að baki
að þessu leyti. Séu gáfur karls og
konu athugaðar á barnsaldri sjáist
venjulega enginn munur, stúlku-
barnið geti lært það sama og pilt-
urinn fái hún sömu kennslu. En þar
skortir mjög á og sökum þess að
piltar hljóti margvíslega kennslu
sem ungum konum sé ekki látin í té
þroskist vitsmunalíf karla umfram
það sem eigi sér stað með konurnar.
Af þessum ástæðum skapist sá mun-
ur er menn þykist sjá. Og Magnús
er þess fullviss að kvenþjóðin sé fær
um að gegna hinum ýmsu embætt-
isstörfum, guðfræði, læknisfræði og
lögfræði og hefur sannarlega mikið
af þessu ræst sem hann hélt fram
þótt margt megi betur fara í kven-
réttindamálum.“
Friðrik segir að Magnús hafi í
bréfum sínum til Clöru Rafael notað
ýmis sömu rök fyrir frelsi kvenna
sem John Stuart Mill
notaði um 18 árum
síðar í riti sínu um
stöðu kvenna.
Foreldrar Friðriks
létu sig félagsmál
miklu skipta og var
faðir hans einn af for-
göngumönnum í þágu
starfs meðal berkla-
sjúklinga og vakti
einna fyrstur máls á
því að SÍBS yrði að
stofna vinnuheimili
fyrir brautskráða
berklasjúklinga.
Segist Friðrik eiga
prentað útvarpserindi
föður síns sem hann
flutti í tilefni berklavarnadagsins ár-
ið 1940 þar sem hann hvetur lands-
menn til að styðja málið. Móðir Frið-
riks var Sigríður Björnsdóttir
rithöfundur og hún starfaði mikið að
málum kvenna í Kvenréttindafélag-
inu, Kvenfélagasambandinu, Mæðra-
styrksnefnd og var varamaður í
borgarstjórn í tíð Auðar Auðuns
borgarstjóra.
Söng messur með
Pólýfónkórnum
Og rétt eins og viðhorfin til
mannréttinda síuðust inn hjá
Friðriki hafa félagsmál einnig átt sín
ítök í honum því hann var um árabil
formaður Pólýfónkórsins, svo dæmi
sé nefnt. Kvaðst hann eiga Ingólfi
Guðbrandssyni, stjórnanda kórsins,
mikið að þakka fyrir að fá að vera
með í því starfi öllu. Þar söng hann
ýmsa kirkjulega tónlist og flutti
messur á þann hátt þótt ekki hafi
hann orðið prestur eins og hugur
foreldra hans stóð til. „Það var mjög
gefandi að vera með á mörgum
tónleikum kórsins, ekki síst í
flutningi á kirkjutónlist í nokkrum
löndum Evrópu. Mér finnst ég hafa
komist einna næst almættinu í
kirkju heilags Frans frá Assísí. Og
úr því að ég er kominn í þessar
hugleiðingar langar mig að nefna að
það hefur lengi verið barist við og
fyrir allt mögulegt, meira að segja
er barist fyrir friði hvernig sem það
nú hljómar. En ég er viss um að ef
þær stöllur, ágirnd og öfund, hefðu
minna vægi í samskiptum manna en
kærleikurinn þess meira þá verður
engin ástæða til að óttast framtíð
mannkynsins,“ segir Friðrik og
nefnir að lokum að þegar hann var í
Bandaríkjunum við nám í
veitingarekstri hafi hann getað kom-
ið doktorsritgerðinni áðurnefndu,
áritaðri af föður sínum, til Vilhjálms
Stefánssonar landkönnuðar með
þökkum fyrir vináttu og frændsemi.
Og þar sem komið er svo nærri
jólum segir hann að lokum.
Vakti einna fyrstur Íslend-
inga athygli á kúgun kvenna
Magnús Eiríksson
guðfræðingur, sem
stundaði vísindastörf í
Kaupmannahöfn á 19.
öld, var ötull tals-
maður kvenréttinda
og skrifaði gegn kúg-
un kvenna.
Magnús Eiríksson
guðfræðingur
Friðrik
Eiríksson
FRÉTTIR
LANDSBANKI Íslands hf. mun
framvegis bjóða hraðsendingar-
þjónustu Western Union í nokkr-
um af stærstu útibúum sínum um
allt land. Hingað til hefur þjón-
ustan fyrst og fremst verið veitt í
afgreiðslu The Change Group í
Aðalstræti, Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar og í afgreiðslu Lands-
bankans á svæði varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Nú verður
einnig hægt að fá þjónustu Wes-
tern Union í útibúum bankans í
Mjódd í Breiðholti, Laugavegi 77,
Hafnarfirði, Selfossi, Akranesi,
Akureyri og Egilsstöðum.
Þjónusta Western Union hent-
ar einstaklingum og fyrirtækjum
til að senda peninga milli landa.
Hún er mikið notuð af einstak-
lingum sem búsettir eru utan síns
heimalands til að senda peninga
til ættingja eða vina í heimaland-
inu. Einnig er unnt að nýta þessa
þjónustu í neyðartilvikum t.d. ef
fjármunir eða kreditkort tapast á
ferðalagi. Umboðsmannanet
Western Union er víðtækt og eru
afgreiðslustaðir fyrirtækisins yf-
ir 150 þúsund talsins í 190 lönd-
um.
Allar sendingar frá Íslandi eru
greiddar í íslenskum krónum, en
greiddar út í gjaldmiðli viðtöku-
lands. Umboðsaðilar í nokkrum
löndum greiða að auki út send-
ingar í dollurum eða evrum.
Á nokkrum stöðum er hægt að
láta hringja í viðtakanda þegar
færslan er komin eða jafnvel óska
eftir heimsendingarþjónustu. Þá
er hægt að senda skilaboð með
færslum t.d. afmæliskveðjur
gegn vægu gjaldi. Upplýsingar
um afgreiðslustaði og afgreiðslu-
tíma þeirra um allan heim er að
finna á heimasíðu Western
Union: www.westernunion.com.
Útibú Landsbank-
ans bjóða hrað-
sendingaþjónustu
Á FÖSTUDAG opnaði Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra nýja við-
byggingu við Heilbrigðisstofnunina
á Sauðárkróki. Hér er um að ræða
nýtt anddyri og aðkomu fyrir sjúkra-
bíla ásamt breytingum á eldra hús-
næði, en þar er um að ræða nýja
slysastofu, breytingar á móttöku,
símavakt og lyftu.
Þessi nýja aðstaða mun gjör-
breyta og bæta allt aðgengi að stofn-
uninni. Verkið var boðið út síðastlið-
inn vetur, en framkvæmdir hófust í
maí síðastliðnum og skilaði verktaki
verkinu af sér hinn 15. desember síð-
astliðinn.
Arkitekt að húsinu er Árni Ragn-
arsson, en Verkfræðistofan Stoð
annaðist hönnun burðarþols, vatns
og frárennslislagna. Verkfræðistofa
Norðurlands annaðist hönnun loft-
ræstikerfa en Rafrás annaðist raf-
lagnir. Heildarkostnaður við verkið
var um 55 milljónir. Samhliða vígslu
hússins undirritaði heilbrigðisráð-
herra, Jón Kristjánsson, ásamt Birgi
Gunnarssyni, framkvæmdastjóra
Heilbrigðisstofnunarinnar, nýjan ár-
angursstjórnunarsamning milli
ráðuneytis og stofnunarinnar, sem
er til þriggja ára og kveður á um
hlutverk og starfssvið Heilbrigðis-
stofnunarinnar og gagnkvæmar
skyldur aðila. Séra Guðbjörg Jó-
hannesdóttir sóknarprestur blessaði
hið nýja húsnæði, en að lokum þáðu
gestir léttar veitingar.
Fjárveiting til rekstrar Heilbrigð-
isstofnunarinnar á árinu 2004 er um
600 milljónir króna.
Ný bygging við Heil-
brigðisstofnunina
Heilbrigðisráðherra, Jón Krist-
jánsson, undirritar nýjan árangurs-
stjórnunarsamning ásamt Birgi
Gunnarssyni, framkvæmdarstjóra
Heilbrigðisstofnunarinnar.
Sauðárkróki. Morgunblaðið.