Morgunblaðið - 24.12.2003, Side 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 61
Harmonikufélag Reykjavíkur óskar landsmönnum öllum
gleðilegrar jólahátíðar og farsæls nýárs. Næsti dansleikur
félagsins verður í Ásgarði nk. laugardagskvöld á þriðja í
jólum. Fjölmennum og dönsum dátt. Stjórnin.
HARMONIKUBALL Í ÁSGARÐI
Harmonikufélag Reykjavíkur
PAUL Lydon hefur dvaliðhér á landi í allmörg ár ogsent frá sér nokkuð af tón-list. Fyrir skemmstu gaf
hann út plötuna Vitlaust hús sem
fékk meðal annars þá umsögn í
Morgunblaðinu að hann væri
„einkar áhugaverður tónlistar-
maður, einstakur í sinni röð hér á
Íslandi“. Vitlaust hús er frábrugðin
fyrri plötum Pauls að því leyti að
lögin á henni eru öll á íslensku og að
mestu leikin á píanó, en hann segir
að hann sé að gera fleira nýtt á skíf-
unni: „Ég hætti líka að nota gamla
fjögurra rása upptökutækið, fékk
mér loksins Cubase og tók plötuna
upp stafrænt.“ Paul keypti sér pí-
anó í fyrra og samdi lögin á það.
Hann segist hafa lagt mikla vinnu
í uppbyggingu laganna ólíkt því
þegar hann samdi á gítar því þá
byrjaði hann oftast að spila og
samdi lögin þannig og fann svo
bygginguna í þeim eftirá. „Núna
langaði mig til að vinna aðeins
skipulegar.“ Hann fór þá að spá í
hvernig hann vildi hafa lögin. „Ég
byrjaði svo að vinna í þeim í lok síð-
asta árs og var þá meðal annars
með það í huga að þau yrðu þannig
að ég gæti spilað þau á tónleikum,“
segir hann en hann hafði aldrei leik-
ið á píanó á tónleikum fram að
þessu og segir að sér hafi þótt það
spennandi viðfangsefni. „Ég vildi
líka vinna lögin tiltölulega hratt og
kýldi því á það, eyddi ekki of mikl-
um tíma í hvert lag til þess að þau
myndu hljóma frekar hrá og lif-
andi.“
Þegar menn eru farnir aðvinna í stafrænu umhverfigefur það mikla mögu-leika á að vinna meira með
hljóð og hljóma, eyða meiri tíma í
hvert lag. Aðspurður hvort hann
sjái fyrir sér að hann eigi eftir að
snúa sér að flóknari útsetningum
segist Paul ekki geta sagt fyrir um
það með nokkurri vissu. „Ég spái
stundum í það hvers vegna lög hafi
áhrif á mig, og er að reyna að læra
betur hvernig á að semja þau. Það
gæti endað með því að ég geri lög
sem eru meira unnin, en það er
kannski ekki aðalmálið.“ Paul Lyd-
on kom hingað með konu sinni
Lauru Valentino fyrir fimmtán ár-
um og ætlaði þá að vera skamma
hríð. Þau Laura störfuðu saman
sem tónlistarmenn um hríð en eru
skilin fyrir nokkru.
Paul segir að íslenskt tónlistarlíf
hafi breyst talsvert síðan þau komu
hingað, ekki síst fyrir það að nú hafi
menn beinan aðgang að öllu því
helsta sem er að gerast í tónlist í
heiminum yfir Netið og einnig hafi
tæknin gert kleift að vinna mun
meira í tónlist sjálfur en áður var
hægt. „Mér finnst mjög mikið að
gerast í íslenskri tónlist og ég hef
kynnst miklu af frábæru fólki í
gegnum tónlistina.“
Tónlistin sem Paul leikur erá stundum blíð, lág-stemmd og aðgengileg ensvo getur hún líka verið
erfiðari áheyrnar. Hann segir að
hann sé ævinlega að semja tónlist
sem hann langi til að heyra, sem
hann kunni við „og maður vonar
alltaf að aðrir kunni að meta það
líka“. Paul Lydon er afskaplega ró-
lyndur maður, liggur lágt rómur og
veltir fyrir sér hverju orði til að það
sem hann segir komist sem best til
skila. Þegar hann spilar á tónleikum
kemur þó fyrir að harka læðist í
textana, þeir geta verið beittir og
beinskeyttir, reiðilegir jafnvel sem
kemur þeim sem þekkja til hans á
óvart enda sést hann aldrei skipta
skapi. Spurður um þetta atriði horf-
ir Paul drykklanga stund þegjandi á
blaðamann og svarar svo: „Ég legg
mikla vinnu í textana, vanda mig
mikið við þá og vil líka að þeir feli í
sér einhvern kjarna, eitthvað sem
mér finnst ég geta sungið án þess
að finnast það vera falskt.
En ég held að nýja platan í heild
sinni sé mjög bjartsýn og full vonar,
að það sé fegurð í heiminum þó að
hann sé stundum harður, að við get-
um lært af mistökum okkar. Það er
það sem ég vildi skila.“
Paul hélt útgáfutónleika íNorræna húsinu fyrirstuttu, en hyggst ekkihalda tónleika í bráð,
hugsanlega snemma á næsta ári.
Hann ætlar að halda sig við píanóið
enn um stund. Aðspurður hvort
hann sé orðinn góður píanóleikari
kímir hann og svarar svo: „Ég kann
það sem ég kann.“
Hrátt
og
lifandi
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ítölsk undirföt
undirfataverslun
Síðumúla 3
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Föt fyrir
allar konur