Morgunblaðið - 24.12.2003, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FRIÐARHREYFINGAR stóðu sameiginlega að
blysför niður Laugaveginn í gærkvöld. Gangan
hófst á Hlemmi klukkan 18 og lauk á Ingólfstorgi
þar sem Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður
flutti ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga. Talið
er að allt að því fimm þúsund manns hafi tekið
þátt í göngunni en það er aðeins færra en var í
fyrra. Þetta er 24. árið sem friðarganga er farin
niður Laugaveg á Þorláksmessu. Ekki viðraði
sem best á göngumenn í gærkvöldi þar sem gekk
á með hvössum éljum.
Íslenskir friðarsinnar stóðu einnig fyrir friðar-
göngum á Þorláksmessu á Ísafirði og á Akureyri.
Á Ísafirði var lagt af stað frá Ísafjarðarkirkju
klukkan 18 og gengið niður á Silfurtorg. Var þetta
sjötta árið sem gangan er haldin á Ísafirði.
Á Akureyri var blysför gegn stríði og hófst hún
við Menntaskólann á Akureyri kl. 20. Gengið var
niður á Ráðhústorg og þar haldin stutt samkoma.
Ávarp flutti Edward H. Huijbens doktorsnemi í
landfræðum og Þórhildur Örvarsdóttir söng.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjölmenni í friðargöngum
Þúsundir manna í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessukvöldi
GENGI hlutabréfa Pharmaco hf. hef-
ur nærri þrefaldast á árinu. Markaðs-
virði þeirra er mun hærra en mat
greiningardeilda bankanna. Fjárfest-
ar hafa meiri væntingar til rekstrar-
árangurs Pharmaco en greiningar-
deildirnar og kemur það fram í hærra
verði. Sérfræðingar bankanna telja
að í núverandi verði séu innifaldar
væntingar um að félagið skili afkomu
á næsta ári umfram markmið sín.
Pharmaco stefnir að skráningu í
Kauphöllina í London. „Hætt er við
að fjárfestum í Kauphöllinni í London
muni finnast núverandi verð bréfa
Pharmaco hátt og því nái félagið ekki
þeirri hylli sem vænst er á erlendum
markaði,“ segir Stefán Broddi Guð-
jónsson hjá Íslandsbanka en tekur
fram að margt geti breyst þangað til.
Fjárfestar
bjartsýnni
en bankar
Markaðsvirðið/14
SAMNINGAR sérfræðilækna við
Tryggingastofnun ríkisins renna út
um áramót og ekki hefur tekist sam-
komulag um nýja. Meðal annars er
tekist á um ákvæði sem fjallað var um
í dómi Hæstaréttar í máli bæklunar-
lækna. Einn af samningamönnum
lækna telur ólíklegt að samningar ná-
ist fyrir áramót og verði sjúklingar
því að greiða sjálfir kostnað við viðtöl,
skoðun og aðgerðir á einkastofum
lækna. Formaður samninganefndar
ríkisins er vonbetri.
Samninganefndir Læknafélags
Reykjavíkur og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins hafa rætt
saman um nýjan samning við sér-
fræðilækna undanfarnar vikur.
Magnús Páll Albertsson bæklunar-
læknir sem sæti á í samninganefnd
lækna sagðist hafa fengið það
snemma á tilfinninguna að samninga-
nefnd ríkisins væri að tefja málið og
bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar í
máli bæklunarlækna og Trygginga-
stofnunar. Þegar síðan dómurinn hafi
fallið læknum í vil ætlist samninga-
menn ríkisins til þess að samið verði
þvert á niðurstöðu dómsins.
Magnús segir að læknar hafi gefið
margt eftir án þess að gagnaðilinn
kæmi til móts við þá. „Við setjum
tvennt á oddinn. Við gefum aldrei frá
okkur atvinnufrelsið sem staðfest var
með dómi Héraðsdóms og Hæstarétt-
ar,“ sagði hann og sagði lækna líka
vilja leiðréttingar á einingaverði til
samræmis við hækkun á kostnaði
undanfarin ár.
Garðar Garðarsson hæstaréttar-
lögmaður, formaður samninganefnd-
ar heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins, segir að samningalotan hafi
staðið lengi og búið sé að ganga frá
flestum málum enda lending sjáan-
leg. Enn sé tekist á um nokkur atriði.
Meðal þeirra séu mál bæklunar-
lækna, enn sé verið að reyna að finna
orðalag um þau. Hann neitar því að
samninganefndin vinni að því í samn-
ingum að ómerkja niðurstöðu Hæsta-
réttar og bendir á að dómurinn fjalli
um túlkun á ákvæðum samnings sem
falli úr gildi um áramót.
Samningar sérfræðilækna við TR renna út um áramót
Ósætti vegna bækl-
unarlæknadóms
JÓLAFAGNAÐUR Verndar og
Hjálpræðishersins verður haldinn
í dag, aðfangadag, í Herkastal-
anum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík,
og hefst hann með borðhaldi
klukkan 18.
Allir þeir sem ekki hafa tök á að
dveljast hjá vinum og vanda-
mönnum á aðfangadagskvöld eru
hjartanlega velkomnir á jólafagn-
aðinn.
Jólafagnaður
Verndar
og Hjálpræð-
ishersins
„VIÐ reynum að hafa þetta eins
jólalegt og hægt er,“ segir Helgi
Sveinbjörnsson kokkur á virkjana-
svæðinu við Kárahnjúka. Hann er
að vinna um jól og áramót, meðal
annars við að elda hátíðamat fyrir
hátt í 300 manns af fimmtán til tutt-
ugu þjóðernum.
Helgi var að sjóða skötuna þegar
hringt var í hann fyrir kvöldmatinn
í gær. Hann bjóst ekki við að er-
lendu samstarfsmennirnir myndu
smakka á henni og hafði áhyggjur
af viðbrögðum einhverra vegna
skötulyktarinnar. „En við fengum
leyfi til að panta skötuna og svo
sjáum við til,“ sagði Helgi.
Kokkarnir verða með hefðbund-
inn íslenskan jólamat í kvöld, að-
fangadagskvöld, hangikjöt, reykt
svínakjöt og reyktan og grafinn lax
og svo brúnaðar kartöflur, rauðkál
og annað tilheyrandi. Stærstu hóp-
ar erlendra starfsmanna verktak-
ans hafa pantað sinn hefðbundna
hátíðarmat. Þannig gera Ítalirnir
og Portúgalarnir sér mestan daga-
mun á jóladag. Þá verður kalkúnn
fyrir þá ítölsku og saltfiskur fyrir
Portúgalana. Í kvöld, þegar Íslend-
ingarnir borða hangikjöt og ham-
borgarhrygg, borða Ítalirnir las-
agna og ítalskt salat, að eigin ósk.
Helgi segir að ekki sé viðlit að elda
sérstakan hátíðarmat fyrir alla út-
lendingana, þeir séu af of mörgum
þjóðernum til þess að það sé unnt,
en reynt sé að hafa matinn það fjöl-
breyttan að allir fái eitthvað við sitt
hæfi.
Misjafnt er hvenær menn hætta
vinnu í dag. Helgi og samstarfsfólk
hans í eldhúsi og þrifum er að vinna
til tíu í kvöld og taldi hann að það
síðasta af útivinnandi samstarfs-
fólkinu myndi hætta um svipað
leyti. Flestir tækju sér frí á jóladag
og sumir einnig annan í jólum en
starfsfólkið í mötuneytinu fengi
ekkert frí, það væri starfsemi sem
menn gætu ekki verið án hvort sem
þeir væru að vinna eður ei. Íslensk
guðsþjónusta verður í klúbbhúsinu
í kvöld og katólsk messa á morgun.
Ítalirnir borða lasagna í kvöld
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út þriðja í jólum, laugar-
daginn 27. desember. Um jólin
verður fréttaþjónusta á Frétta-
vef Morgunblaðsins, mbl.is.
Hægt er að senda ábendingar
um fréttir á netfangið netfrett-
@mbl.is eða hringja í síma 861-
7970.
Fréttavakt
á mbl.is
yfir jólin
ÍSLENSKAR bækur raða sér í sjö
efstu sætin á lista Félagsvísinda-
stofnunar um bóksölu 16.–21. des-
ember, sem gerður er fyrir Morg-
unblaðið og Félag íslenskra
bókaútgefenda. Í 1. sæti er Bettý
eftir Arnald Indriðason, sem jafn-
framt er söluhæsta skáldsagan, í 2.
sæti Einhvers konar ég eftir Þráin
Bertelsson, sem einnig er efst í
flokki ævisagna, í 3. sæti er Ósköpin
öll eftir Flosa Ólafsson og í 4. sæti
Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnars-
son. Í flokki ljóðabóka er Jólin koma
eftir Jóhannes úr Kötlum í 1. sæti.
Fræðslubókin Hvað er málið? er í 1.
sæti í flokki barna- og unglingabóka.
Útkall – árás á Goðafoss eftir Óttar
Sveinsson er í 1. sæti í flokki bóka al-
menns eðlis.
Átta af tíu
mest seldu
bókunum
íslenskar
Bóksala/31