Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ E imskipafélag Íslands var stofnað 17. janúar árið 1914 og er því 90 ára í dag. Félagið stendur á tímamótum í rekstri sínum í fleiri en einum skiliningi því um þessar mundir er verið að gera umfangsmiklar skipulagsbreytingar í rekstrinum. Í vikunni hafa borist fréttir af sölu sjávarútvegsfyrir- tækjanna Haraldar Böðvarssonar, Útgerð- arfélags Akureyringa og Skagstrendings. Bú- ast má við frekari breytingum áðður en ný stjórn tekur við á aðalfundi félagsins í mars næstkomandi. „Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem hafa náð 90 ára aldri. Eimskipafélagið hefur að sjálfsögðu marga hildi háð á þessum 90 árum og reksturinn hefur ávallt verið breytingum undirorpinn. Það hefur verið lán Eimskipa- félagsins að því hefur ávallt tekist að umbreyta sér og laga sig að nýjum tímum, þannig að það hefur eflst við hverja raun,“ segir Magnús. Nýjar áherslur fylgja nýjum eigendum Ákveðið var á síðasta ári að skipta Eim- skipafélaginu upp í fjóra hluta, Eimskip ehf., flutningafélag, Burðarás ehf., sem er fjárfest- ingararmur félagsins, og Brim ehf., sem er sjávarútvegsarmur þess. Hf. Eimskipafélag Ís- lands er móðurfélag þessara þriggja félaga. Nú hefur stjórn félagsins hins vegar markað þá stefnu að hverfa frá þessari skipan „Það varð mikil breyting á eignarhaldi fé- lagsins í september á síðasta ári og ljóst að ný- ir eigendur vildu breyta skipulagi og áherslum í rekstri félagsins. Núverandi stjórn markaði þá stefnu að aðskilja bæri fjárfesting- arstarfsemina, sem var orðin mjög umfangs- mikil með miklum fjárfestingum í sjávarútvegi, frá hinni hefðbundnu flutningastarfsemi. Mark- miðið var að skapa skýrari áherslu á kjarna- starfsemina sjálfa, flutningaþjónustuna og tengda starfsemi. Í nóvember síðastliðnum samþykkti stjórnin að stefnt yrði að því innan ekki of langs tíma að þessum fjórum fyr- irtækjum, móðurfyrirtækinu, Burðarási, Brimi og Eimskip, yrði skipt upp í tvö sjálfstæð hlutafélög. Annars vegar fyrirtæki í hefðbund- inni flutningastarfsemi og hins vegar fjárfest- ingarfyrirtæki,“ segir Magnús. Magnús segir að í kjölfarið hafi verið unnið að því að framkvæma þessar breytingar. „Þær hafa farið heldur hægar en við hefðum viljað, vegna þess að verkefnið hefur reynst flóknara en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Jafnframt kom í ljós, eftir að menn fóru að skoða rekst- urinn, að skynsamlegt væri að selja sjáv- arútvegsarm fyrirtækisins. Ástæða þessa er aðallega sú að menn töldu að ef svo stór hluti af eigin fé Burðaráss yrði bundinn í sjáv- arútvegsfyrirtækjum myndi það hefta þróunar- og vaxtarmöguleika þess fyrirtækis, að minnsta kosti til styttri tíma litið. Eftir ræki- lega skoðun ákvað stjórnin að kanna hvort unnt væri að selja sjávarútvegsreksturinn, og það er það sem við höfum verið að gera und- anfarna daga,“ segir Magnús. Traustur grunnur hjá fyrirtækjunum tveimur Magnús segist sannfærður um að þær breytingar sem nú standa yfir muni skila sér í bættum hag hluthafa. „Núverandi hluthafar Eimskipafélagsins munu eignast hluti í tveimur afar öflugum fyrirtækjum. Annars vegar flutn- ingafyrirtækinu Eimskip og hins vegar fjár- festingarfélaginu Burðarási. Því meira sem ég kynnist innviðum þessa rekstrar, þeim mun sannfærðari verð ég um að þessi fyrirtæki standa á traustum grunni og að mikil tækifæri muni gefast í framtíðinni til arðsamrar útrásar fyrir þau bæði. Breytingarnar munu einnig gera félögin tvö að skýrari fjárfesting- arkostum. Þær munu gefa fjárfestum kost á skýru vali um það hvort þeir fjárfesta í flutn- ingastarfsemi eða fjárfestingarstarfsemi. Aðal- atriðið er að þarna munu verða til tvö mjög fjárhagslega öflug og óháð fyrirtæki sem hafa nánast ótakmarkaða möguleika til vaxtar. Vaxtarmöguleikar íslenskra fyrirtækja ligga einkum á erlendri grund. Þótt fyrirtæki ráðist í útrás er ekki þar með sagt að þau gleymi upp- runa sínum og vanræki þjónustu við innlenda aðila. En ef menn hugsa til lengri tíma þá hef- ur orðið sú þjóðfélagsbreyting að nánast allir innlendir markaðir eru mettaðir. Íslensk fyr- irtæki geta ekki náð umtalsverðum vexti á inn- lenda markaðnum og menn þurfa því að horfa út fyrir landsteinana eftir nýjum tækifærum.“ Magnús segir að við upphaf síðustu aldar hafi Íslendingar áttað sig á því að ef þeir ætl- uðu að verða sinnar eigin gæfu smiðir yrðu þeir að hafa flutningana, verslunina og við- skiptin í eigin höndum. Þetta hafi reynst vera undirstaða þeirra framfara og velmegunar sem þjóðin býr við í dag. „Í upphafi þessarar aldar erum við búin að ná svo miklum árangri að þau fyrirtæki sem hafa metnað til að stækka, og vilja að sjálfsögðu auka arðsemi sína og starfsemi, gera sér grein fyrir því að þau verða að vaxa út á við. Það er reyndar merkilegt til þess að hugsa að við upphaf síðustu aldar kepptum við að því að ná inn í landið allri þeirri starfsemi sem ég taldi upp hér á undan, en nú vilja menn sækja út,“ segir Magnús. Ekki vaxtarmöguleikar á innlendum markaði Að sögn Magnúsar eru takmarkaðir mögu- leikar íslenskra fyrirtækja til vaxtar innan- lands mjög takmarkaðir. „Ef ég tek sem dæmi flutningafyrirtækið Eimskip, sem er bæði efnalega traust og með öfluga starf- semi, þá hefur það mjög mikla möguleika á því að auka umsvif sín. Hins vegar liggja þeir möguleikar ekki hér á landi. Því verður fyrirtækið í auknum mæli að beina sjónum að þátttöku í rekstri erlendis. Ég tel að flutningafyrirtækið hafi mjög mikla mögu- leika á þessu sviði. Eimskip er mjög sterkt vörumerki sem á sér 90 ára farsæla sögu. Líklega er það eitt af sterkustu vörumerkj- um sem við eigum.“ Magnús segir að útrás Eimskips þurfi ekki endilega að felast í því að félagið fjölgi eigin skipum. „Það má fullt eins hugsa sér að félagið reki almenna flutningamiðlun með fjölbreyttu fyrirkomulagi. Nýleg kaup Eimskips á meiri- hluta hlutafjár í norska flutningafyrirtækinu Coldstore & Transport Group (CTG AS), sem sérhæfir sig í flutningum og geymslu á fryst- um og kældum sjávarafurðum, eru til marks um þetta. Þetta er ákveðið merki um það hvert fyrirtækið stefnir,“ segir Magnús. Flugreksturinn gott fordæmi Magnús segir að þróunin í flugrekstri hér á landi gefi öðrum greinum atvinnulífsins gott fordæmi. „Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að árið 1990 voru innan við 15 þotur skráðar á Íslandi. Í byrjun þessa árs voru hins vegar 68 þotur í rekstri frá Íslandi. Þetta hefur gerst vegna þess að menn hafa séð tækifærin og gripið þau. Á undanförnum árum hefur ís- lenskum flugfélögum tekist að skapa sér mjög sterka stöðu og orðspor á alþjóðamarkaði. Nú er svo komið að Íslendingar eru efstir á lista yfir þá sem menn vilja ræða við þegar þeir þurfa á flugþjónustu að halda, hvar sem er í heiminum. Þessi þróun er í mótsögn við það sem gerst hefur í skiparekstri hér á sama tíma.“ Magnús segir að íslensk skipafélög eigi að geta náð svipuðum árangri í útrás og flug- félögin hafa verið að gera. „Þetta yrði best gert í samstarfi við erlenda aðila. Ég er ekki að segja að þetta gerist á einni nóttu heldur verður að byggja samstarfið upp smátt og smátt. Til dæmis má nefna að til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig á sviði frysti- og kæliflutn- inga. Þetta er svið sem Íslendingar þekkja mjög vel vegna fiskútflutnings okkar í áranna rás. Það felast klárlega tækifæri í því fyrir okkur að byggja upp samstarf við erlend fyr- irtæki á þessu sviði.“ Breytilegur rekstur Stefna núverandi eigenda Eimskipafélagsins gefur tilefni til að spurt sé hvort þeir telji að uppbygging og útþensla undanfarinna ára hafi verið mistök. Magnús telur ekki að svo sé og segir ekki hægt að segja að stefna sem ól af sér mjög fjárhagslega sterkt fyrirtæki hafi ver- ið röng. Hann segir að einnig megi líta svo á málið að fyrirtækið sé nú að uppskera árang- urinn af starfi undanfarinna ára. „Rekstur Eimskipafélagsins hefur alla tíð einkennst af breytingum. Félagið hefur ávallt haft hæfa stjórnendur sem hafa skynjað breyt- ingar á umhverfinu og lagað fyrirtækið að þessum nýju aðstæðum. Það er ljóst að í þeirri hörðu samkeppni sem er á öllum sviðum at- vinnulífsins nú á dögum þurfa menn að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. Hvert fyrirtæki þarf að læra að þekkja styrk- leika sína og leggja áherslu á þá. Það er okkar mat að með því að flutningafyrirtækið snúi sér alfarið að flutningaþjónustu og einbeiti sér á því sviði geti það orðið mun öflugra en sem eitt þriggja fyrirtækja undir stjórn móðurfélags. Þess vegna erum við að gera þessar breyt- ingar,“ segir Magnús. Magnús segir að hugmyndin um að fyr- irtæki geti með fjárfestingum og ítökum í öðr- um fyrirtækjum tryggt sér viðskipti sé gam- aldags og eigi ekki lengur við í íslensku viðskiptalífi. „Ég held að það sem einkennir breytinguna frá gamla samfélaginu yfir í hið nýja sé að samkeppnin er svo mikil á öllum sviðum. Það getur enginn til lengri tíma átt viðskipti við aðila sem ekki býður bestu kjör miðað við það þjónustustig sem þörf er á. Ef menn gera þetta verða menn einfaldlega undir í samkeppninni.“ Stefnt að því að ljúka ferlinu í mars Magnús segir að hann muni leiða fyrirtækið þar til ný stjórn verður kjörin í mars, en þá er stefnt á að uppskiptingu þess verði lokið. Að- spurður hvort til greina komi að selja t.d. hlut félagsins í Marel segir Magnús að munur sé á því að selja sjávarútvegsfyrirtæki eins og ÚA og HB og því að selja fyrirtæki eins og Marel. „Burðarás var með mjög stóran hluta eig- infjár síns bundinn í þessum sjávarútvegsfyr- irtækjum. Til þess að hafa kraft og sveigj- anleika til að taka virkan þátt í fjárfestingum á markaðnum, bæði innanlands og erlendis, varð að breyta þessu. Fjárfestingar Burðaráss í framtíðinni munu ráðast af því hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvaða verð er á hlutabréf- unum og hvaða möguleika menn sjá í því að eiga ólík fyrirtæki. Málið er ekkert flóknara en þetta,“ segir Magnús. „Marel á að mínu mati mikla vaxtarmögu- leika og ég held að það þyrfti að ræða það al- veg sérstaklega ef Burðarás ætti að ganga út úr því. Burðarás á einvörðungu um þriðjungs hlut í Marel og er því þar í samstarfi við aðra lykilhluthafa. En auðvitað eru fjárfestingar af þessu tagi ekki eilífar. Menn geta átt gott sam- starf og verið hluthafar í ákveðinn tíma, en svo skilur leiðir. Það er eðli markaðarins. Það sama gildir um önnur fyrirtæki sem Burðarás á hlut í.“ Ný stjórn móti framtíðarsýnina „Í raun og veru er ég hérna fyrst og fremst í því hlutverki að leiða félagið í gegnum þessa umbreytingu sem við stefnum að því að ljúka fyrir næsta aðalfund.“ Aðspurður um persónu- lega sýn fyrir fyrirtækin segir Magnús: „Ég er afskaplega bjartsýnn á framtíð þessara fyr- irtækja. Ég tel að fyrirtækin tvö sem munu koma út úr breytingaferlinu verði fjárhagslega mjög öflug. Það sem er sérstakt við þau er að hvort á sinn hátt eru þau í raun að byrja sitt vaxtarskeið. Þau hafa innviði og burði til að vaxa mjög hratt á hagkvæman og arðbæran hátt. Ég er því mjög bjartsýnn á það að þess- um fyrirtækjum muni vegna vel í framtíðinni.“ Magnús verður formaður stjórnar og heldur um stjórnartaumana í félögunum fram til aðal- fundarins í mars. Það er heldur óvenjulegt að stjórnarformaður taki að sér daglegan rekstur fyrirtækis í svo langan tíma, en Magnús segir það hafa verið nauðsynlegt í þessu tilviki. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki eðlilegur framgangsmáti. Það eru aftur á móti framkvæmdastjórar innan fyrirtækjasamstæð- unnar sem vinna mjög náið með mér og eru ábyrgir hver á sínu sviði. Það hefur hjálpað mér mikið. Við höfum rætt þetta við forsvars- menn Kauphallarinnar og það er svo sem við- urkennd vinnuregla að starfandi stjórn- arformaður getur stjórnað í stuttan tíma á meðan verið er að umbreyta fyrirtækjum eða leita að nýjum forstjóra. Mörg óskabörn þjóðarinnar í dag Það má segja að saga Eimskipafélagsins sé mjög samofin þeirri lífsbaráttu sem þjóðin hef- ur háð. Það er ljóst að þegar fyrirtækið var stofnað var mikil samstaða um það og hlut- hafar voru frá upphafi margir. Lengi töluðu menn um að Eimskip væri óskabarn íslensku þjóðarinnar. Maður skilur að vissu leyti það viðhorf við upphaf síðustu aldar. Skipafélagið hélt tengslum landsins við umheiminn við erf- iðar aðstæður í gegnum tvær heimsstyrjaldir. Blessunarlega hefur þjóðin þróast og þrosk- ast og í dag eigum við mörg óskabörn. Við eig- um fyrirtæki sem framleiða hátæknibúnað fyr- ir sjávarútveg, lyfjafyrirtæki, stoðtækjafyrirtæki, framsækin sjávarútvegs- fyrirtæki, flugfélög, ferðaþjónustufyrirtæki, fjármálafyriræki og fleiri sem eru að sækja inn á erlenda markaði á mörgum sviðum. Svo má ekki gleyma öllum þeim sem eru í útrás á sviði menningar og lista. Ég geri ráð fyrir því að Eimskipafélagið og Burðarás verði í hópi for- ystufyrirtækja í íslensku atvinnulífi um ókomna tíð,“ segir Magnús. Eimskipafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli sínu í dag Óskabarn íslensku þjóðarinnar á krossgötum Morgunblaðið/Þorkell Magnús Gunnarsson stjórnarformaður Eimskipafélagsins við höfuðstöðvar félagsins. Mikil uppstokkun stendur nú yfir á rekstri Eimskipafélags Íslands. Verið er að skipta félaginu upp í tvö sjálfstæð félög og selja sjávarútvegsfyrirtæki félagsins innan Brims. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Ís- lands, ræddi stöðuna og framtíð félagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.