Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 49 HINIR mætustu skákmenn hafa lent í því að fá aðeins lakara tafl út úr byrjuninni með svörtu og svo þegar taflið hefur jafnast þá er til- finningin ennþá til staðar að hvítur standi betur. Ofmat sem og van- mat á eigin stöðu gerir það oft að verkum að skákmaðurinn missir þráðinn og glutrar ágætu tafli nið- ur í tapaða stöðu í örfáum leikjum. Eftirfarandi skák í fimmtu umferð Corus-ofurskákmótsins minnir mann óneitanlega á þetta fyrirbæri þar sem hinn mikli Íslandsvinur Ivan Sokolov mátti lúta í lægra haldi fyrir Vladimir Akopjan. Hvítt: Vladimir Akopjan Svart: Ivan Sokolov Breyer-afbrigðið í Spánska leiknum 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0–0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 c5 Boris Spassky, Svetozar Gligoric og Alexander Beljavsky eru á með- al þeirra skákmanna sem komið hafa þessu afbrigði spánska leiks- ins á kortið. Ivan hinn grimmi hef- ur hins vegar ekki beitt því oft og kannski af þeim sökum velur Ar- meninn knái sjaldgæfan leik. 13. b3!? cxd4?! Venjulega vill svartur bíða átekta í þessu afbrigði og ekki gefa upp fyrirætlanir sínar á miðborð- inu fyrr en síðar. Af þessum sökum kom 13. … He8 frekar til greina þar sem eftir textaleikinn nær hvítur þægilegu tafli. 14. cxd4 exd4 15. Rxd4 He8 16. a4 bxa4 17. bxa4 Hc8 18. Rf5 Dc7 19. Bb3 Bf8 20. Bb2 d5! Snjall leikur sem opnar línur fyrir drottningu og biskup svarts. Ekki gekk upp að taka peðið á e4 þar sem eftir 20. … Rxe4 21. Dg4 Rdf6 22. Bxf6 Rxf6 23. Rh6+ Kh8 24. Hxe8 stendur hvítur til vinn- ings. 21. Hc1 Df4! 22. Hxc8 Bxc8 23. g3 Dg5 24. h4 Dg6 25. h5 Rxh5 Einnig kom til álita að drepa peðið með drottningu þar sem eftir 25. … Dxh5 26. Dxh5 Rxh5 27. Bxd5 Re5! hefur svartur u.þ.b. jafnað taflið. 26. Rh4 Hver skák hefur sín krítísku augnablik og skiptir þá miklu máli að vita að svo sé og hvernig bregð- ast eigi við. Þó að svörtum hafi tekist að halda frumkvæði hvíts í skefjum hefur honum ekki fyllilega tekist að jafna taflið. Hið svokall- aða sýndarfrumkvæði er afar mik- ilvægt þar sem sá sem það hefur á miklu auðveldara með að taka allar ákvarðanir. Næsti leikur svarts ber þess merki að hann hefur ann- aðhvort ofmetið eða vanmetið möguleika sína. 26. … Dg5? Eftir þessi mistök á svartur sér ekki viðreisnar von þar sem f7- punkturinn verður of veikburða eftir að riddarinn á d2 kemst á f3 með leikvinningi. Ekki verður bet- ur séð en taflið sé í jafnvægi eftir 26. … Dh6 27. Bxd5 Rb6. 27. Rdf3 De7 28. exd5 Dd8 29. Hxe8 Dxe8 30. Rg5! Sókn hvíts verður nú óstöðvandi jafnvel þó að svartur tjaldi öllu til. 30. … Rxg3 31. d6! De2 32. Bxf7+ Kh8 33. Db1! Svartur er nú varnarlaus gagn- vart máthótunum hvíts en hann barðist engu að síður til síðasta blóðdropa. 33. … Re4 34. Dxe4 Dd1+ 35. Kh2 Bxd6+ 36. f4 Dd2+ 37. Kg3 og svartur gafst upp enda fátt til varna. Dæmi um snotur lok eru 37. … Rf8 38. Dxh7! Rxh7 39. Rg6#. Corus-skákmótið er eitt allra sterkasta skákmót ársins og ávallt gaman að fylgjast með þeim gríð- arlegu átökum sem eiga sér stað á slíku móti. Nú er fimm umferðum lokið á mótinu og enn er ómögu- legt að segja fyrir um sigurveg- arann, enda deilir tæpur þriðjung- ur keppenda efsta sætinu með þrjá vinninga. Úrslit fimmtu umferðar: P. Leko – M. Adams ½–½ V. Akopian – I. Sokolov 1–0 L. van Wely – V. Topalov ½–½ V. Bologan – J. Timman 0–1 P. Svidler – V. Anand ½–½ A. Shirov – V. Kramnik ½–½ Z. Zhong – E. Bareev ½–½ Timman náði þarna að vinna sína fyrstu skák á mótinu, en mikið var um jafntefli. Staðan á mótinu: 1.–5. V. Topalov, P. Leko, V. Kramnik, V. Anand, M. Adams 3 v. 6.–9. V. Akopian, L. van Wely, P. Svidler, E. Bareev 2½ v. 10.–14. I. Sokolov, V. Bologan, A. Shirov, Z. Zhong, J. Timman 2 v. Níu efstir og jafnir á Skák- þingi Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur er nú haf- ið og eins og ávallt áður er það Taflfélag Reykjavíkur sem sér um framkvæmd mótsins. Teflt er í opnum flokki og þátttakendahóp- urinn er breiður, allt frá byrjend- um til margra okkar öflugustu skákmanna. Tveimur umferðum er lokið á mótinu og er staða efstu manna þessi: 1.–9. Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þor- steinsson, Dagur Arngrímsson, Helgi E. Jónatansson, Sævar Bjarnason, Júlíus Friðjónsson, Jónas Jónasson og Heimir Ás- geirsson 2 v. 10.–12. Kjartan Maack, Kristján Örn Elíasson og Davíð Kjartans- son 1½ v. Þátttakendur eru 44. Mótið fer fram í húsnæði TR í Faxafeni. Teflt er á miðvikudags- og föstu- dagskvöldum kl. 19 og á sunnudög- um kl. 14. Að grafa sína eigin gröf SKÁK Wijk aan Zee CORUS-SKÁKMÓTIÐ 9.–29. jan. 2004 Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson dadi@vks.is GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið hefst aftur sunnudaginn 18. janúar kl. 11. Nýtt fræðsluefni. Kvöldguðsþjónusta kl. 20 með gospelsveiflu. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra eru hvött til að koma og eiga góða stund saman. Prestur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Organisti Örn Falkner. Kór Grindavíkurkirkju leiðir söng. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Krakkar, foreldrar: Verið með frá byrj- un. Nýtt og spennandi efni. Sissa, Baldur og Julian. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kirkjudagur Faxa- félaga og Rótarýmanna. Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 14 í stærri sal Kirkju- lundar í upphafi samkirkjulegrar bæna- viku sem ber yfirskriftina: Minn frið gef ég yður. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og söngstjóri: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Leifur Ísaksson. Sjá: keflavikurkirkja.is HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn 17. janúar: Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Allir velkomnir. Ferm- ingarfræðsla fer fram í Gerðaskóla í Garði frá kl. 9.30–12. Sunnudagurinn 18. jan- úar: Guðsþjónusta kl. 17 í Hvals- neskirkju. Kór Hvalsneskirkju syngur. Org- anisti Steinar Guðmundsson. NTT-starfið er í safnaðarheimilinu á mánudögum kl. 16.30. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 17. janúar: Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkju- skólinn kl. 14. Allir velkomnir. Ferming- arfræðsla fer fram í Gerðaskóla í Garði frá kl. 9.30–12. Sunnudagurinn 18. janúar: Guðsþjónusta kl. 14. Kór Útskálakirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Garðvangur: Helgistund kl. 15.30. NTT- starfið – níu til tólf ára-starfið – er safn- aðarheimilinu Sæborgu á fimmtudögum kl. 16.30. Sóknarprestur. HNÍFSDALSKAPELLA: Sunnudagaskóli kl. 13. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og alt- arisganga kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Kirkjuskóli á sama tíma í safn- aðarheimilinu. Sóknarprestur. STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Taizé- guðsþjónusta kl. 14. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið á sunnudag kl. 11:00. Léttur söngur fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Fyrst í kirkju, síðan í safnaðarheimili. ÆFAK kl. 20. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjón- ar. Félagar úr kór Glerárkirkju. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Kyrrðarstund í kapellu þriðjudag kl. 18.10. Hádeg- issamvera miðvikudag kl. 12. Opið fræðslukvöld miðvikudag kl. 19.30. Ferm- ingarfræðsla hefst frá og með mánudeg- inum 19. jan. Ath. sömu tímasetningar og fyrir áramót. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 16.30 bænastund. kl. 17 almenn samkoma. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Kl. 16.30 er vakningasamkoma. Jóna Salm- ína Ingimarsdóttir prédikar. Mikill söngur, lífleg þátttaka og frábært guðsorð. Bæna- stund mánudag kl. 20. Beðið fyrir öllum innsendum bænarefnum. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja. Kirkjuskóli laugardag kl. 14. Nýtt fræðslu- efni, nýjar bækur. Kyrrðarstund þriðjudag- inn 20. jan. kl. 20. Ath. breytta dagsetn- ingu. Grenilundur. Guðsþjónusta sunnudag kl. 16. Ljósavatnsprestakall: Þorgeirskirkja. Kyrrðarstund mánudagskvöld kl. 20. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. 19. jan: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Kór Víkurkirkju leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage, org- anista. Fermingarbörn lesa ritning- arlestra. Fjölmennum og tökum með okk- ur gesti. Sr. Haraldur M. Kristjánsson. SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 14. Kór Skeiðflat- arkirkju leiðir söng undir stjórn Kristínar Björnsdóttur, organista. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Fjölmennum og tök- um með okkur gesti. Sr. Haraldur M. Krist- jánsson. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í Ólafsvallakirkju sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 18. janúar kl. 11. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Létt- ur hádegisverður að messu lokinni. Morg- untíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11–12. Æskulýðsfundur miðvikudag kl. 20. Kirkjuskóli í Valla- skóla, útistofu nr. 6 fimmtudag kl. 13.30. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: HNLFÍ: Guðsþjón- usta kl. 11. Kotstrandarkirkja. Guðsþjón- usta kl. 14. Hjúkrunarheimilið Ás. Guðs- þjónusta kl. 15.30. Jón Ragnarsson. 18. jan. Hvalfjarðargangan (H-1) Leiðhamrar - Brautar- holt Gengið með ströndinni frá Leið- hömrum við norðanverðan Kollafjörð að Brautarholtsborg á Kjalarnesi. Fararstjóri: Gunnar H. Hjálmarsson. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð 1800/2100 kr. 18. jan. Gönguskíðaferð Snóalög ráða hvert verður farið. Fararstjóri: Tómas Þröstur Rögnvaldsson. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð 1.900/2.300 kr. 30. jan.–1. feb. Þorrablót Úti- vistar Þorrablót Útivistar verður haldið á Hótel Dyrhólaey. Á laugardeg- inum verður gengið í nágrenni Dyrhólaeyjar en jeppamenn fara á Mýrdalsjökul. Fararstjórar: Fríða Hjálmarsdóttir og Sylvía Kristjánsdóttir en Jón Tryggvi Þórsson mun fara fyrir jeppa- hópnum. Farið á einkabílum frá Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 20:00. Verð 4.700/5.500 kr. 2. feb. Fyrsta myndakvöld ársins. Nánar auglýst síðar. Sjá nánar á www.utivist. Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs Kópavogs á auglýstri tillögu að deiliskipulagi. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarráðs Kópa- vogs á eftirfarandi deiliskipulagstillögu: Vesturvör 32, 34 og 36. Deiliskipulag. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjarráð Kópavogs þann 20. nóvember 2003 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Vesturvör 32, 34 og 36. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur nýjum lóðum fyrir 1-2 hæða atvinnu- húsnæði á landfyllingu við Vesturvör, yst á Kárs- nesi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 18. ágúst 2003 og auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997 frá 3. október til 31. október 2003 með at- hugasemdafresti til 17. nóvember 2003. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulags- stofnun hefur yfirfarið málsgögnin sbr. bréf dags. 3. desember 2003 og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipu- lagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildis- töku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíð- inda 16. janúar 2004. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:00 og 16:00 frá mánudegi til fimmtudags og á föstudögum frá kl. 8:00 til 14:00. Skipulagsstjóri Kópavogs. TILKYNNINGAR Samkoma í kvöld kl. 20.30. Frank Menhart frá USA predikar. www.krossinn.is Gvendur dúllari Full búð af bókum, gott úrval af ættfræði. Opið í dag 11-17. Gvendur dúllari — alltaf góður Klapparstíg 35, sími 511 1925 RAÐAUGLÝSINGAR mbl.is ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.