Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 32
Kristín Þóra Harðardóttirer matgæðingur og erugrænmetisréttir meðindversku ívafi í miklu uppáhaldi. Hún segist elda af ástríðu, líkt og aðrir stundi jóga af ástríðu. Henni finnst grænmeti besta hráefnið í matargerðina enda má segja að grænmeti sé henni í blóð borið þar sem for- eldrar hennar áttu og ráku garð- yrkjustöðina Lyngás í Laugarási í Biskupstungum allt þar til fyrir tveimur árum. „Mamma var mjög dugleg við að prófa sig áfram í gerð grænmetisrétta fyrir heimilið og eins og nærri má geta er ég góðu vön. Ég vandist á glænýtt og ferskt grænmeti beint úr garð- inum frá blautu barnsbeini og síð- an hefur mér aldrei fundist græn- metið í búðunum nógu ferskt. Mér fannst til að mynda grænmetið, sem stórmarkaðirnir voru að selja fyrir jólin, alveg ferlega lélegt,“ segir Kristín Þóra. Kristín Þóra er 38 ára að aldri, gift og móðir þriggja barna, 15, 11 og 6 ára. Hún er garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði þar sem hún kynntist eig- inmanninum, Jóni Júlíusi Elías- syni, sem er lærður skrúðgarðyrkjumeistari. Saman reka þau nú skrúðgarðyrkjufyr- irtækið Garðmenn ehf., sem tekur að sér bæði viðhald og nýfram- kvæmdir í verktakavinnu. Þrátt fyrir að hafa í mörg horn að líta lætur Kristín Þóra sér ekki ald- eilis nægja stússið í kringum fyr- irtækjareksturinn og fjölskylduna því hún ákvað í haust að skella sér í lögfræði í Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið við nám í vet- ur. „Þetta er fyrst og fremst leti,“ segir hún og bætir við: „Ég nenni ekki að vinna neina almennilega vinnu svo ég dreif mig bara í skóla.“ Tilraunir og útúrdúrar Kristín Þóra segir að laug- ardagarnir hjá sér séu gjarnan undirlagðir í matarstússið. Þá kaupi hún inn til vikunnar, und- irbúi og eldi eitthvað gott. „Mér finnst þetta bæði gaman og svo slaka ég mjög vel á við eldamennskuna. Manninum mín- um finnst, eins og mér og öðrum, gott að borða góðan mat, en hann er ekki eins mikið í elda- mennskunni og ég. Við höfum þó farið tvisvar sinnum saman í sýni- kennslu í Tómstundaskólanum sem var mjög skemmtilegt. Ég skoða og pæli mikið í mat- reiðslubókum og fæ úr þeim hug- myndir, en sjálf styðst ég ekki svo mikið við uppskriftir, nema við há- tíðlegri tækifæri þegar vanda þarf mjög til verka. Ég er miklu meira í því að gera alls konar tilraunir og útúrdúra og man svo ekki stundinni lengur hvernig ég fór að næst þegar ætlunin er að grípa til sams konar réttar. Ég hef nefni- lega ekki vanið mig á að skrifa þessar tilraunir mínar niður að þeim loknum. Tvíréttað á borðum Kristín Þóra segist líklegast geta flokkast undir hálfgerða grænmetisætu. „Ég borða ekkert kjöt, en ég borða hins vegar fisk. Ég er þó ekkert að leggja mig nið- ur við að útbreiða fagnaðarerindið til annarra fjölskyldumeðlima enda borða allir aðrir í fjölskyldunni kjöt. Oftar en ekki er því tvíréttað á borðum á mínu heimili því bæði þarf ég að elta eigin duttlunga og svo duttlunga barnanna minna sem kalla á einfaldan óbrasaðan mat. Soðinn fiskur eða soðið slátur með kartöflum er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Við hjónin höfum tekið slát- ur á hverju hausti síðan við byrj- uðum að búa og hafa þau öll vanist á það. Ég er hins vegar ekkert viss um að fólki, sem smakkar slát- ur í fyrsta sinn, finnist það gott. Þetta er öllu heldur spurning um hvað maður venur börnin sín á.“ Grænmeti í áskrift Kristín Þóra er nú hætt að fá ferska grænmetið úr foreldra- húsum. Þess í stað hefur hún kom- ið sér upp sínum eigin grænmet- isgarði við húsið sitt þar sem hún ræktar m.a. spínat, rucolakál, spergilkál og kryddjurtir. Auk þess segist hún kaupa lífrænt ræktað grænmeti í áskrift af garðyrkjustöðinni Akri í Laug- arási. „Þetta er rosalega gott fyr- irkomulag. Ég panta á Netinu á föstudegi, sæki svo grænmet- ispakkann minn á næstu Olís-stöð næsta fimmtudag og borga fyrir í netbankanum. Hægt er að panta vikulega eða sjaldnar, allt eftir þörfum hvers og eins. Verðlagið sýnist mér svipað og í búðunum, en stóri munurinn er ferskleikinn. Eins og gefur að skilja liggur þessi þjónusta niðri á veturna, en gúrk- ur, tómatar, krydd og fleira fer að koma á markaðinn fyrripart sum- ars og svo fylgir garðgrænmetið í kjölfarið þegar líða tekur á sum- arið.“ Þegar garðyrkjufræðingurinn Kristín Þóra er að lokum spurð hvort það hafi ekkert kitlað að gerast garðyrkjubóndi eftir að for- eldrarnir ákváðu að bregða búi svarar hún því til að vissulega hafi það hvarflað að sér. „En það er erfitt að standa í garðyrkju á Ís- landi og ætla að vera samkeppn- isfær við blóm og grænmeti sem ræktað er suður í Evrópu eða í Afríku.“ Kartöflukarrý með mústarðsfræjum 4–6 kartöflur Krydd: 1 ferskur chili 3–5 hvítlauksrif 1 msk svört mústarðsfræ 1 msk túrmerik 1 msk kúmenfræ 1 tsk kúmenduft (ground cumin) 1 tsk paprikuduft safi úr einu lime 1 msk sesamolía matarolía Kartöflurnar eru flysjaðar og skornar í hæfilega munnbita. Síðan eru bitarnir soðnir þar til þeir eru mátulega mjúkir, passa að sjóða ekki of mikið. Öllu kryddinu er blandað saman, chili og hvítlaukur annaðhvort skorið smátt eða rifið í matvinnsluvél. Bæta við sesamolíu og steikja svo kryddið í matarolíu á pönnu smástund. Setja kartöflurn- ar á pönnuna, bæta olíu ef þarf þannig að kryddið hjúpi kartöflurn- ar vel. Steikja í nokkrar mínútur, setja svo í eldfast fat og kreista limesafa yfir. Stinga að lokum í 180°C heitan ofn í 10 mínútur. Bor- ið fram með góðum hrísgrjónum, raitu, chutney og chapati-brauði. Grænmetiskarrý með kókosmjólk Grænmeti: 1 blómkálshaus 1–2 pakkar strengjabaunir og/eða belgbaunir 1 stór laukur 1 kúrbítur Krydd: hvítlauksrif engiferrót (1–2 cm bútur) 2 chili (ferskur eða þurrkaður) 1 msk kardemommur 1 msk turmerik 1 msk kúmenduft 1 tsk kanelduft búnt ferskt koríander nokkrir saffranþræðir 1 dós kókosmjólk 1–2 dl vatn (cashew-hnetur muldar) Hvítlaukur, engifer og chili rifið í matvinnsluvél eða skorið smátt. Kardemommubelgir steyttir í mor- téli til að ná fræjunum úr. Korían- der er saxað. Síðan er öllu krydd- inu (nema saffrani og hluta af koríander) blandað saman ásamt matarolíu þannig að úr verður karrýmauk. Maukið steikt í olíu dá- litla stund og söxuðum lauk bætt í og steikt þar til hann mýkist. Þá er hinu grænmetinu, sem er skorið frekar gróft, bætt út í. Steikt svolitla stund og kryddið látið hjúpa allt grænmetið vel. Þá er kókosmjólkinni hellt á pönnuna ásamt vatninu. Látið malla þar til grænmetið er orðið mjúkt. Ef karrýið verður of þunnt er gott að mala cashewhnetur og setja út í. Saffranið er svo sett út í undir lokin og afganginum af kóríander stráð yfir um leið og rétturinn er borinn fram. Borið fram með góð- um hrísgrjónum, raitu, chutney og chapati-brauði. Vel má nota annað grænmeti en er í uppskriftinni, eftir því sem hentar. Til dæmis gulrætur, gulróf- ur, spergilkál og fleira, en með sterkum karrýréttum er nauðsyn- legt að hafa raitu. Að sama skapi er chutney alveg ómissandi með. Hægt er að kaupa alls konar chut- ney, en Kristín Þóra ætlar hér að gefa uppskrift að heimatilbúnu döðlu-chutney. Raita 3–4 dl AB-mjólk hálf gúrka 1 búnt fersk mynta 1 msk kúmenfræ salt Gúrkan skorin smátt og myntan söxuð, öllu blandað saman. Gott er að láta sósuna standa nokkra tíma áður en hún er borin fram. Döðlu-chutney 250 g döðlur vænn bútur af engifer hvítlauksrif 1 ferskur grænn chili 1 tsk kúmenduft 1 tsk kóríanderduft Döðlurnar eru settar í bleyti í volgt vatn í tvær klst. Hellið svo af döðlunum en geymið hluta af vatn- inu. Maukið döðlurnar í mat- vinnsluvél. Engifer, hvítlaukur og chili er rifið og blandað ásamt hinu krydd- inu við döðlumaukið. Bætið vatni af döðlunum við þar til maukið verður mátulega þykkt. Chapati-brauð Saman við hveiti og örlítið af salti er hnoðað vatni þar til deigið er mátulegt til að fletja út. Það er flatt út í kökur, heldur minni en pönnukökur, og þær síðan steiktar á olíuborinni pönnu. Þegar loftból- ur myndast á kökunni og hún er orðin ljósbrún á neðri hlið er mátu- legt að snúa henni við. Úr 300 g af hveiti má fá 10 kökur.  MATARKISTAN|Er vön glænýju grænmeti frá blautu barnsbeini Eldar af ástríðu Matgæðingurinn Kristín Þóra Harðardóttir ákvað að skella sér í lögfræði þrátt fyrir þrjú börn og fyr- irtækjarekstur. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að matargerðin væri hennar leið til að slaka á. Morgunblaðið/Eggert Kristín Þóra Harðardóttir: Er mikið fyrir tilraunastarfsemi í eldhúsinu. join@mbl.is Grænmetiskarrý: Með kókosmjólk DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.