Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 29

Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 29 SJÁLFSTÆÐISMENN spurðu Þórólf Árnason borgarstjóra hvort hann væri á móti aukafjárveitingu til Leikfélags Reykjavíkur á borg- arstjórnarfundi á fimmtudag. Þór- ólfur sagðist ekki vera fylgjandi sértækum aðgerðum. Aukafjárveit- ingar til Leikfélags Reykjavíkur hefðu verið reyndar allt frá árinu 1995 og þrátt fyrir það væri rekstr- arvandinn enn til staðar. „Ég tel að það sýni það að vandinn er ekki leystur með skyndi aukafjárveit- ingu. Ég tel að það beri að taka á þessum málum, einmitt á þann heildstæða hátt sem við erum að vinna að, með því að líta á rekstr- arform hússins, húsvörslu, tækja- búnað, hagræðingu í rekstri, breytt starfskjör og starfsskipulag og opn- un á félaginu.“ Í greinargerð dags. 9. október 2003 sem Leikfélag Reykjavíkur sendi til Samstarfsnefndar Leik- félags Reykjavíkur og Reykjavík- urborgar um horfur og framtíð rekstrar Leikfélags Reykjavíkur kemur fram að stjórnendur LR óskuðu eftir að við fjárlagagerð borgarinnar fyrir árið 2004 yrði fé- laginu veitt sama aukafjárveiting og árið 2003 upp á 26 milljónir króna með verðbótum. LR óskaði einnig eftir 8.2 milljóna króna við- bótarfjárveitingu til að standa und- ir starfslokasamningum við eldri leikara og aðra starfsmenn. Í greinargerðinni kemur enn- fremur fram að hagræðing í starfs- mannamálum og aðhald í yfirvinnu og starfsmannamálum hafi að skil- að sér inn í reksturinn að hluta á árinu 2003. Um þetta segir ennfremur í skýrslunni: „Allt frá árinu 2001 hafaátt sér stað umtalsverðar hag- ræðingaraðgerðir. M.v. meðalfjölda áætlaðra ársverka frá 1999 til 2002 er fækkun ársverka hátt á þriðja tuginn. Ljóst er að um mjög sárs- aukafulla aðgerðir er að ræða sem hafa aukið vinnuálag á þá starfs- menn sem eftir standa. Afleiðingar hagræðingar í starfsmannamálum eru ekki að fullu komnar fram en ljóst er að LR mun eiga erfiðara með að þjónusta samstarfsverkefni og útleigur sem og starfssemi Ís- lenska dansflokksins.“ Í máli Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra kom fram að forráðamenn og starfsfólk LR væri búið að horf- ast í augu við aðhaldsaðgerðir sem væru að skila góðum árangri. Vitn- aði hann í því sambandi í bráða- birgðauppgjör LR fyrir árið 2003 sem sýndi að hagnaður yrði af starfseminni að teknu tilliti til aukafjárveitingar upp á 25 milljónir króna. Hagræðing í starfseminni hefði aðallega skilað sér á síðari hluta ársins í umtalsverðum rekstr- arbata. „Það eru engar skammtíma- skuldir hjá Leikfélagi Reykavíkur. Það er allt í skilum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það eru engir drátta- vextir greiddir hjá Leikfélagi Reykjavíkur,“ sagði borgarstjóri. Samstarfið við Borgarleikhúsið væri byggt á langtímasamningi og ekki til lykta leitt í eitt skipti fyrir öll. Stöðugt samráð ætti sér stað og borgin hefði tekið að sér umsjón fasteigna og lagt til búnað umfram samningsbundnar fjárhæðir. Staða LR afskaplega erfið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, sagði stöðu LR afskaplega erfiða og gagnrýndi borgarstjóra fyrir að láta í það skína að allt væri í himna- lagi. Það mætti ná rekstrarlegum árangri með því að gera sem minnst og minnti á að búið væri að segja upp 50–60 manns. „Við eigum ekki að þrengja svo að þessu leikhúsi að það gefist upp,“ sagði hann og hafði eftir starfsfólki að ástandið væri óviðunandi. Vilhjálmur sagði það vilja sjálf- stæðismanna að veita leikfélaginu viðbótarstuðning upp á 25 milljónir króna og jafnframt 8 milljónir í við- bótarfjárveitingu til að standa und- ir starfslokasamningum. Tillaga þess efnis verður tekin fyrir í borg- arráði á þriðjudaginn. Vitnaði hann í orð forseta borgarstjórnar frá því í desember þar sem Árni Þór Sig- urðsson sagði það „fyrirsjáanlegt að mínum dómi að veita þetta við- bótarfjármagn til þessarar starf- semi á árinu 2004 umfram það sem fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyr- ir“. Sagði Vilhjálmur þetta sýna að meirihluti væri í borgarstjórn fyrir þessari aukafjárveitingu til LR. Þórólfur áréttaði að fullur vilji væri til þess að gera vel við Leik- félag Reykjavíkur. „Ég tek undir þau orð Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa í desember að mál- efni eru ekkert til lykta leidd og við viljum renna styrkari stoðum undir reksturinn,“ sagði hann en varaði hins vegar við því, og taldi það al- varlegan hlut, ef Reykjavíkurborg tæki á sig starfslokaskuldbindingar leikfélagsins. „Þetta er ekki borg- arfyrirtæki og ég tel varhugavert að ganga inn í slíka samninga,“ sagði borgarstjóri. Minnti hann á að önnur leikfélög störfuðu í borg- inni og óskuðu eftir auknu fjár- magni. Ekki náðist í Árna Þór Sigurðs- son borgarfulltrúa þar sem hann er staddur erlendis. Rekstur Leikfélags Reykjavíkur ræddur í borgarstjórn Aukafjárveiting leysir engan vanda Morgunblaðið/Ómar ER síðasta sinfónía Mozarts (þ.e. Wolfgangs Amadeusar – þótt sam- ruglunarhættan við Leopold og Franz Xaver sé oftast hverfandi) jafnframt sú lengsta? Ég hef ekki mælt og borið saman, en vel má það vera. Alltjent kom fjölmörgum hlustendum á „gulum“ fimmtudags- tónleikum SÍ í fyrradag sýnilega á óvart að ekkert fleira yrði á boð- stólum fyrir hlé. Hins vegar fór vel á því í öðru tilliti, þar eð seinni liðir voru óneitanlega úr gjörólíkum heimi. „Júpíter“-hljómkviðan, eins og Bretar uppnefndu snemma á 19. öld, er einn af hátindum Vínarklassíkur. Verkið er líklega frægast fyrir loka- þáttinn, sem myndar fullkominn bræðing milli sónötuforms og pólýf- óníu barokksins þar sem fimm ólík stef þáttarins reynast öll samstæð í umsetjanlegum kontrapunkti í „klí- maxinum“ rétt fyrir niðurlagskód- ann. Væri ekki óhugsandi að ætla, að það raddfærslufræðilega afrek – vit- anlega matreitt á að virðist gjörsam- lega óþvingaðan hátt – hafi átt sinn þátt í að bjarga „lærðum“ stíl Bachs og vísað komandi kynslóðum veginn fram, eins og sér þegar merki um í Eroicu Beethovens. Að vísu reiddu tónleikaskrárskrif Árna Heimis Ing- ólfssonar ekki svo hátt, að hætti var- færins vísindamanns. Hitt var þó ekki síður fróðlegt aflestrar að stríð Austurríkismanna við Tyrki 1787–90 hefði drepið tónleikalíf Vínar í dróma, einmitt á sama tíma og fjár- hagur Mozarts versnaði til muna, og veitti það nýja innsýn í tilurð síðustu meistarasinfónía hans þriggja er hefðu getað komið fjölskyldunni á réttan kjöl, ef þær hefðu fengizt fluttar eins og til stóð. Hin unga Susanna Mälkki mun einn af fyrrum nemendum finnska „stjörnudírígentaframleiðandans“ Jormu Panula og stjórnaði ef að lík- um lætur SÍ í fyrsta sinn þetta kvöld. Hún hélt utan um alla dagskrárliði af mikilli röggsemi með einhverjum skýrustu slögum sem undirritað- ur hefur augum litið, enda kom sá hæfileiki sér varla síður vel í kröfuhörðum seinni at- riðum tónleikanna. Út- þættir Júpítersinfóní- unnar, og þó sérstaklega fínallinn þar sem „Molto allegro“-forskriftin var tekin svo bókstaflega að nokkrar áttundup- artarunur áttu til að víxlast á sprengjandi sprettinum hjá ýmist blásurum eða strengjum, voru að vísu í geystara lagi, en Andante cantabile (II) og Menúettinn fengu þó að syngja skáldlega við hæfi. Einleikskonsertar fyrir tvo kontrabassa og hljómsveit hanga fráleitt á trjánum. Raunar fann und- irritaður ekki einn einasta slíkan í tiltækum gögnum, og má því vel vera að Skíma Hauks Tómassonar eigi eftir að rata í heimsmetabók Gu- inness. „Hugmyndin að baki kontra- bassans er ekki dýnamísk“ stendur í einni hljóðfærahandbókinni, og eru það orð að sönnu, enda hafa einleiks- hljóðfærin, þrátt fyrir risavöxtinn, sjaldnast í fullu tré við hljómsveitina (er m.a.s. var sneydd öðrum lágt- íðnihljóðfærum) nema í rafupp- mögnun, sem mun því vandasamari sem lengra teygist niður tónrófið. Kom samt á óvart hvað sú tókst vel – og furðu „ó-dósalega“ – miðað við væskilssmæð hátalaranna tveggja fremst á sviðinu. Fleira var örðugt við fullnustu verksins, ekki sízt í rytmísku samspili, og kveið undirr. satt bezt að segja útkomunni að fenginni reynslu af hljómsveitaræf- ingu tveimur dögum fyrr, þegar lausn síðartalda vandans virtist enn í reifum. Það var því mikill léttir hvað allt gekk nú vel upp, og ríkuleg tilfinning Hauks fyrir litauðgi í or- kestrun sveik né heldur frekar en fyrri daginn. Þótt maður hefði e.t.v. kosið að heyra enn meiri nýtingu á sérkosti kontrabassans umfram aðra strengi, þ.e. hinu gífurlega flaututónasviði hans, var verkið engu að síður samið af skilningi á eðli hinna óvenjulegu einleikshljóð- færa, og flórgígjusnill- ingarnir tveir, tileink- unarþegar verksins, fóru víða á kostum í innlifaðri túlkun sinni á þessu óhætt að segja sérstæða stykki. Lokaverk tón- leikanna var ballett- svíta Bela Bartóks, Makalausi mandarín- inn frá 1918 en or- kestruð nokkrum árum síðar og fyrst uppfærð svo seint sem 1946. Vakti hún þá engu minni hneykslan en frumuppfærsla Vor- blóts Stravinskíjs 1913, og ekki að ófyrirsynju, því þetta ágenga verk er enn í dag vel fallið til að koma við innri kaun settlegra góðborgara, ekki sízt fyrir blóðrjúkandi erótíkina sem gegnsýrir verkið. Hefði Bartók þar mátt þakka fyrir að vera ekki í sporum Sjostakovitsj á valdatímum Stalíns! Í stuttu máli sagt var út- færsla Súsönnu Mälkki og SÍ upp- lifun sem sagði sex (að orðaleik slepptum), spilamennskan hnífjafnt samtaka og mergjuð fram í fingur- góma, svo hlustendur létu sópast með straumnum og gleymdu stað og stund. Frábærlega að verki staðið. Bassabræður á fullu TÓNLIST Háskólabíó Mozart: Sinfónía nr. 41 í C K551. Haukur Tómasson: Skíma (frumfl.) Bartók: Makalausi mandaríninn Op. 19. Hávarður Tryggvason og Valur Pálsson, kontra- bassi; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Súsönnu Mälkki. Fimmtudaginn 15. jan- úar kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Haukur Tómasson Ríkarður Ö. Pálsson ÍSLENSKUR píanóleikari, sem bú- settur er í Hollandi, Guðrún Anna Tómasdóttir, lék í vikubyrjun ein- leik í verkinu Rhapsody in Blue eft- ir George Gershwin með 80 manna stórsveit. Verkið var samið fyrir djasshljómsveit en er nú orðið oft- ast nær flutt með sinfóníuhljóm- sveit. Guðrún Anna, sem starfar sem píanókennari í Amsterdam, var fengin til að leika verkið með lúðra- sveit í bænum Sint Michaël sem er í suðurhluta Hollands á árlegum ný- árskonsert sl. sunnudag. Stjórnandi var Roger Cobben. Hljómsveitin heitir fullu nafni Groot orkest van de Koninklijk Erkende Harmonie og stendur fyrir árlegum tónlist- ardögum í byrjun janúar. Voru tón- leikarnir á sunnudag lokaatriði þeirra. Guðrún Anna lék einnig noktúrnu op. 27. nr. 1 eftir Chopin og á efnisskrá hljómsveitarinnar voru m.a. marsar og önnur verk eftir ýmis tónskáld. Bandaríska tónskáldið George Gershwin samdi Rhapsody in Blue árið 1924 að beiðni Paul Whitemans sem var með eigin djasshljómsveit, þó mun minni en framangreind sveit í Hollandi. Fljótlega var verk- ið útsett fyrir sinfóníuhljómsveit og er það oftar flutt á þann veg. Morgunblaðið/jt Guðrún Anna Tómasdóttir er hér ásamt stjórnandanum, Roger Cobben. Lék Rhapsody in Blue með stórsveit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.