Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÆR 68% landsmanna líst illa á þær hugmyndir að SPRON verði selt Kaupþingi Búnaðarbanka eða KB banka eins og hann heitir nú og lið- lega 70% telja óréttlátt að stofnfjár- eigendur geti selt stofnfé við hærra verði en núvirði stofnfjár. Þá telja 67% landsmanna það skipta miklu máli að sparisjóðirnir verði áfram til á íslenskum fjármálamarkaði og rúmum 60% líst almennt illa á að sparisjóðirnir séu í eigu banka. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í markaðsrannsókn sem IMG Gallup vann fyrir Samband íslenskra spari- sjóða. Af þeim sem tóku afstöðu leist 84% illa á sölu SPRON Þegar aðeins er horft til þess hóps sem tók beina afstöðu til spurning- anna (þ.e. þeir sem svara hvorki né eru teknir burt) eru niðurstöðurnar enn meira afgerandi: 84% líst illa á að SPRON verði selt KB banka, 78% telja óréttlátt að stofneigendur geti selt við hærra verði en núvirði stofn- fjár, 79% líst illa á að sparisjóðir séu í eigu banka og 74% finnst það skipta miklu máli að sparisjóðir verði áfram til á íslenskum fjármálamarkaði. Þá var og spurt hvert menn hefðu orðið varir við umfjölllun um sölu SPRON til KB banka og svöruðu 57,4% að þeir hefðu mikið orðið var við slíka umfjöllun, 23,4% nokkuð, 13,8% en aðeins 5,4% sögðust ekkert hafa orðið vör við umfjöllun um mál- ið. Tengsl voru á milli þess hve fólk hafði mikið orðið vart við umfjöllun um sölu á SPRON og afstöðu þess; þannig var andstaðan gegn sölu SPRON og því að selja megi stofnfé við hærra verði en núvirði því meiri sem menn höfði orðið meira varir við umfjöllun um málið. Meirihluti viðskiptavina líst illa á sölu SPRON Rúmum 69% viðskiptavina SPRON líst illa á þær hugmyndir að SPRON verði selt KB banka og sex af hverjum tíu viðskiptavinum KB banka líst illa á það. Þá töldu tæp 86% viðskiptavina SPRON það skipta miklu máli að sparisjóðirnir yrðu áfram til á íslenskum fjármála- markaði og tæp 90% af viðskiptavin- um annarra sparisjóða. Rúmum 64% viðskiptavina SPRON líst illa á að sparisjóðir séu í eigu banka en 66,6% af viðskiptavin- um annarra sparisjóða. Þegar horft er til búsetu leist fólki á landsbyggð- inni verr á þetta en munurinn var þó ekki mjög mikill. Könnun ING Gallup var gerð dag- ana 2.–11. janúar og hringt var 1.700 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Endanlegt úrtak var 1.616 manns og var svarhlutfall 64,5%. Spurt var: Líst þér almennt vel eða illa á að sparisjóðir séu í eigu banka? Skiptir það að þínu mati miklu eða litlu máli hvort sparisjóðir verði áfram til á ís- lenskum fjármálamarkaði? Líst þér vel eða illa á þær hugmyndir að SPRON verði selt Kaupþingi Bún- aðarbanka sem núna heitir KB banki? Telur þú réttlátt eða óréttlátt að stofnfjáreigendur geti selt stofnfé á hærra verði en núvirði stofnfjár? Hefurðu orðið var/vör við umfjöllun um sölu SPRON til KB banka? „NIÐURSTÖÐURNAR sýna afger- andi andstöðu þjóðarinnar við þessar hugmyndir,“ segir Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Norðlendinga. „Við fengum hlutlausan aðila til þess að kanna þetta og þetta eru niðurstöðurnar. Við teljum þetta vera mikla við- urkenningu á starfsemi sparisjóð- anna. Við viljum auðvitað vekja athygli stjórnvalda á því að þetta er ekki eitthvað sem þjóðin vill og vilji löggjafans með lagasetning- unni í fyrra var líka alveg ljós. Það sem er ákaflega einfalt í þessu máli er annars vegar það sem snýr að stofnfjáreigendum. Fólki finnst ósanngjarnt að það sé hægt að fénýta sér sparisjóðina með einhverjum hætti, að menn séu að taka til sín peninga sem viðskiptavinir sparisjóðanna og almenningur hefur búið til í gegnum tíðina og fara með þá út úr kerfinu. Síðan finnst fólki líka vera full þörf fyrir þjónustu sparisjóðanna og óskar eftir henni og vill sjá þetta fjórða afl á bankamark- aðinum á Íslandi sem sparisjóð- irnir eru. Þetta eru tvær meg- inniðurstöður könnunarinnar,“ segir Jón. „Sýnir afgerandi andstöðu þjóðarinnar“ Jón Björnsson                            !    "   #$    %&  '()*+,*,- ,./0 *1*. *'()2  2 3./0, !, $ 0,  4% 5  $  6-,  04 %((  7, ,- ,./0  7 -)  3( '-  7 +,3  0 38 47(& 9 0':";<  0 ,9 #-3 7 =2 0 ) ,( 24 #=) > '-  7 ' - 30 3+ (( 0( 4 ,- ,./0  0 % ( +, , ( %. ( ( 0> '-  7 +,3  0 38 47(& 9 0':";<  0 ,9 #-3 7 =2 0 ) ,( 24 #=) > '-  7 ? 32   0/   , % %. 7 9 7,, % % 48   0   2  0 , % %.  ,> Tveir af hverjum þremur segja það skipta miklu máli að sparisjóðir verði áfram til á fjármálamarkaðnum Mikill meiri- hluti á móti sölu SPRON GENGIÐ hefur verið frá sölu Eim- skipafélagsins á Skagstrendingi hf. til Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki. Söluverð fyrirtækisins er 2,7 milljarðar króna. Kaupverðið staðgreiðist í þessum mánuði eins og í tilfelli sölu á hlutabréfum í Haraldi Böðvarssyni hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa hf. sem kynnt voru fyrr í vikunni. Áætlaður söluhagnaður vegna þessara viðskipta er um 300 milljónir króna eftir skatta. Fyrir- tækin verða áfram rekin sem sjálf- stæðar einingar og áherzla lögð á efl- ingu sjávarútvegs á þessi svæði. Fiskiðjan Skagfirðingur á fjóra tog- ara en leigir einn þeirra frá sér og rekur fiskverkanir á Sauðárkróki og Grundarfirði. Skagstrendingur gerir út tvo frystitogara og rekur rækju- vinnslur á Skagaströnd og Hólmavík auk afurðavinnslu á Skagaströnd. Sameiginlegur kvóti fyrirtækjanna með aflaheimildum utan lögsögu er ríflega 21.000 þorskígildistonn. Heimamenn sáttir Heimamenn höfðu einnig verið í viðræðum um kaup á Skagstrendingi undir forystu Adolfs Berndsen odd- vita. Hann segist sáttur við niður- stöðuna. „Þetta var unnið í samráði við okkur í lokin og við erum sáttir við Eimskipafélagið í þessu máli. Við og Fiskiðjumenn höfum sameigin- lega sýn á framtíð sjávarútvegs á þessu svæði og markmið okkar beggja er að styrkja hann. Það er eindreginn vilji beggja að veiðum og vinnslu verði skipað með svipuðu sniði áfram og sóknarfæri, sem skap- ast með samvinnu fyrirtækjanna, verði nýtt til að styrkja svæðið í heild. Við erum líka mjög sáttir við að vera lausir með fyrirtækið af hlutabréfamarkaðnum. Það um- hverfi hefur ekki verið sjávarbyggð- um hagstætt,“ segir Adolf Berndsen. Sjálfstæðar einingar „Það hefur ekkert verið ákveðið hvort félögin verða sameinuð, svo fyrst í stað verða þau rekin sem sjálf- stæðar einingar,“ segir Jón E. Frið- riksson, framkvæmdastjóri Fiskiðj- unnar Skagfirðings. „Skagaströnd og Skagafjörður eru orðin eitt atvinnusvæði, það tek- ur ekki nema 30 mínútur að keyra á milli vegna nýrra samgöngubóta. Með því að tengja þessi tvö fyrirtæki saman erum bæði að styrkja þau og atvinnulífið á svæðinu. Það þarf á öfl- ugum fyrirtækjum að halda. Kvóti fyrirtækjanna fellur einnig vel sam- an þannig að þar er tækifæri til hag- ræðingar og betri nýtingar á veiði- heimildum en áður,“ segir Jón. Hann segir enn fremur að verðið kunni að virðast nokkuð hátt í ljósi versnandi afkomu í sjávarútvegi, en félagið hafi verið tilbúið að borga þetta verð og þeir séu mjög sáttir við niðurstöðuna. Afskaplega sáttur „Ég er afskaplega sáttur við þessa niðurstöðu. Henni er náð í fullri sam- vinnu við heimamenn,“ segir Magn- ús Gunnarsson, formaður stjórnar Eimskipafélagsins. „Ég er einnig mjög sáttur við nið- urstöðuna í heild. Við erum að ljúka líklega stærstu viðskiptum Íslands- sögunnar, en verðmæti þessara þriggja félaga er yfir 30 milljarðar. Kaupverðið er 19,1 milljarður og við eigum eftir að selja Boyd Line í Bretlandi. Hagnaðurinn af sölunni er á milli 2,8 og 2,9 milljarðar króna, svo ég er afskaplega ánægður fyrir hönd Eimskipafélagsins og hluthafa þess. Ég er ekki síður sáttur við það hve vel hefur tekizt að selja þessi fyrir- tæki í sátt við heimamenn og taka þannig þátt í að byggja jafnframt upp þrjú mjög öflug sjávarútvegs- fyrirtæki, sem með þessu verða sterkari en áður, byggðirnar verða sterkari og staða sjávarútvegsins í heild verður sterkari. Það er ljóst að sameining Granda og HB styrkir sjávarútveginn við Faxaflóa mikið, það er mikill styrkur að samvinnu Skagstrendings og Fiskiðjunnar Skagfirðings, enda eru bæði fyrir- tækin á sama atvinnusvæði og loks hlýtur það að vera styrkur fyrir ÚA að fá inn þrjá menn með jafn djúpar rætur í íslenzkum sjávarútvegi og feðgana frá Rifi, sem hafa að auki yf- ir að ráða aflaheimildum sem nema um 10.000 þorskígildistonnum. Ég trúi ekki öðru en Akureyringar verði fljótlega sáttir við þessi málalok,“ segir Magnús Gunnarsson. Fiskiðjan Skagfirðingur kaupir Skagstrending á 2,7 milljarða                                        !" #          !"#!$$% ! #% & '( )* # +  %& $% ! - . % - -% %  /%        0  1  2 + 1     34+   5# 34+  +!   '(   $")!)$% ! #% &'6-)* # +  %& $% ! .6/6% %           Kaupin gerð í samráði við heimamenn á Skagaströnd Íslenskir frumkvöðl- ar áfram framarlega ÍSLAND er áfram með hæsta hlutfall frumkvöðlastarfsemi í Evrópu, samkvæmt ársskýrslu alþjóðlegrar og árlegrar rann- sóknar á slíkri starfsemi, svo- nefndri GEM-rannsókn. Um 11% einstaklinga á aldrinum 18–64 ára segjast taka þátt í frumkvöðlastarfsemi hér á landi, sem er svipað hlutfall og í Bandaríkjunum og Ástralíu, en mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Dr. Rögnvaldur J. Sæ- mundsson, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskól- ans í Reykjavík á sviði ný- sköpunar- og frumkvöðla- fræða, segir að þessar niðurstöður sýni að aðstæður hér á landi séu að mörgu leyti hliðhollar stofnun nýrra fyr- irtækja. Einnig sé áhugavert að sjá áhrif menntunar. Nið- urstöðurnar bendi til að aukin menntun og reynsla af frum- kvöðlastarfsemi sé líkleg til þess að skila betri og verð- mætari viðskiptatækifærum. Viðamikil rannsókn GEM-rannsóknin er sú viðamesta og virtasta sem gerð er í heiminum á sviði frumkvöðlastarfsemi, segir Háskólinn í Reykjavík í til- kynningu sinni. Er rannsóknin unnin í 40 löndum og henni stýrt frá London Business School og Babson College. Um árlega rannsókn er að ræða og er Ísland með í annað sinn. Háskólinn í Reykjavík er rannsóknaraðili fyrir Íslands hönd og nýtur til þess stuðn- ings frá forsætisráðuneytinu, Nýsköpunarsjóði og Samtök- um atvinnulífsins. SÖFNUNARREIKNINGUR hefur verið stofnaður til styrkt- ar börnum Kristínar Ólafsdótt- ur frá Tálknafirði sem lést svip- lega fyrr í þessum mánuði. Kristín hefði orðið 45 ára á árinu og lætur eftir sig fjögur börn, það elsta 25 ára og það yngsta 12 ára. Faðir barnanna og eiginmaður Kristínar lést af slysförum fyrir nokkrum árum. Kristín verður jarðsungin frá Tálknafjarðarkirkju í dag. Þeir sem vilja styðja börn Kristínar geta lagt inn á reikning þeirra í Sparisjóði Vestfirðinga, 1118- 18-645050, kt. 300979-4329. Söfnun hafin vegna fráfalls foreldra INNLENT DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, og Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, hittust á fundi í Stjórnarráðinu í gær. Illugi Gunnarsson, aðstoðar- maður Davíðs, segir að Jón Ás- geir hafi opinberlega beðið um fund með forsætisráðherra og orðið hafi verið við þeirri ósk, en hins vegar yrði hvorki greint frá lengd fundarins né umræð- unum. Davíð og Jón Ásgeir funduðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.