Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 11 Smáralind, 1. hæð, sími 553 6622 www.hjortur.is ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Búsetuóskir | Mikill tími fór í að ræða búsetuóskir Reykvíkinga á fundi borgarstjórnar á fimmtudag- inn. Tvö sjónarmið tókust þar á; annars vegar að mæta þeim óskum borgarbúa, sem komu fram í nýlegri könnun, að skipuleggja fleiri lóðir undir sérbýli. Hins vegar vilji meiri- hluta borgarstjórnar að þétta byggð og efla almenningssamgöngur. Fjölbýli | Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti D-listans, sagði ekki langt síðan 52% Reykvíkinga bjuggu í sérbýli og aðrir í fjölbýli. Nú sé skipulagsstefna R-listans sú að 80% borgarbúa búi í fjölbýli og 20% í sér- býli. Vill hann fjölga lóðum undir minni sérbýli. Borgarþróun | Steinunn Valdís Óskarsdóttir, R-lista, sagði að ekki hefði verið spurt um í hvernig sam- félagi einstaklingurinn vildi búa. Minnti hún á áhyggjur borgarbúa af mikilli umferð og lítilli notkun stræt- isvagna. Það hefði átt að spyrja bet- ur út í ýmsa hluti eins og þróun borgarinnar. Ný fjölbýlishús losi líka um mörg fjölbýlishús. Fráfall | Eftir umræður um barna- verndarmál sagði Alfreð Þor- steinsson, forseti borgarstjórnar, að næstur á mælendaskrá væri Guð- laugur Þór Þórðarson. Hann baðst undan því að tala í þetta sinn og sagði Alfreð þá: „Borgarfulltrúinn fellur frá,“ og bauð Kjartan Magn- ússon velkominn upp. „Ég vona að forsetinn hafi átt við að þessi ágæti borgarfulltrúi hafi fallið frá orðinu,“ sagði Kjartan þá. Hjúkrunarheimili | Kjartan fagn- aði því að Reykjavíkurborg hefði orðið við óskum bæjarstjóra Sel- tjarnarness um viðræður um bygg- ingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð- inni við Grandaveg. Hugmyndir séu um 60 rými í nýju húsnæði. Jafn- framt fagnaði hann framtaki Grund- ar í þessum efnum. Þórólfur Árna- son borgarstjóri þakkaði fyrir þessa umræðu og upplýsti að viðræður færu ágætlega af stað. Varamenn | Óvenjumargir vara- borgarfulltrúar sátu fund borg- arstjórnar á fimmtudag. Fyrir R- listann sátu Stefán Jóhann Stef- ánsson, Helgi Hjörvar, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þorlákur Björnsson. Fjarverandi voru Stefán Jón Hafstein, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Anna Kristinsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Þá sat Mar- grét Sverrisdóttir fundinn fyrir Ólaf F. Magnússon. Hljóðkerfið | Eftir að Guðlaugur hafði fallið frá orðinu bað hann aftur um orðið og skammaði borgarfull- trúa R-listans mikið vegna flótta barnafjölskyldna til nágrannabæja. Brást þá hljóðkerfið og ískraði hátt í hátölurum inni í sal borgarstjórnar. „Það eru ýmsar leiðir sem vinstri- menn nota til að þagga niður í okkur en þetta er alveg nýtt,“ sagði Guð- laugur þá. Viðtöl | Seinna hófust umræður um Leikfélag Reykjavíkur og þótti borgarstjóra miður hvernig oddviti Sjálfstæðisflokksins talaði til hans í viðtölum við blaðamenn um það mál. Vitnaði hann í frétt Mbl.is þar sem Vilhjálmur sagði borgarstjóra tala „út úr korti eins og hann gerir stundum blessaður“. Bað Þórólfur menn að gæta aðeins að orðalagi. Leiðtogi | Nokkuð var rædd staða borgarstjóra þegar málefni LR voru rædd. Sagði Guðlaugur Þór að borg- arstjóri hefði lagt töluverða áherslu á, þegar hann tók við embætti, að hann væri pólitískur talsmaður eða leiðtogi R-listans. „Leiðtogi sagði ég ekki,“ sagði Þórólfur þá. „Talsmenn hjá vinstrimönnum eru nú oftast leiðtogar. Ég ætla ekki að fara í söguskoðun hvað það varðar,“ svar- aði Guðlaugur strax á fundi borg- arstjórnar á fimmtudag.  „HVER vill ekki vera ungur, sætur, smart, ríkur og sexý og búa í einbýli í Vesturbænum? Ég hugsa að allir gætu svarað þeirri spurningu játandi en það er ekkert endilega í samræmi við raunveruleikann og í samræmi við getu fólks til að standa undir óskum sínum, væntingum og þrám,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg- arfulltrúi R-listans og formaður skipulags- og byggingarnefndar, á borgarstjórnarfundi á fimmtudag þegar rædd var ný könnun á húsnæð- is- og búsetuóskum Reykvíkinga. Í könnuninni, sem unnin var af Land-ráði og Bjarna Reynarssonar, land og skipulagsfræðingi, kemur meðal annars fram að um 70% borg- arbúa kysu búa í sérbýli. Steinunn Valdís sagði borgaryfirvöld ætla að skoða betur ýmsa þætti sem þarna koma fram, eins og óskir um sérbýli. Þær upplýsingar verði hafðar til við- miðunar við skipulagsvinnu á næst- unni en halda verði ákveðnu samræmi og jafnvægi milli húsagerða sem boð- ið sé upp á. Þegar sé byrjað að vinna að því að fjölga sérbýlum á reitum við Jafnasel þar sem gert sé ráð fyrir 50 nýjum einbýlishúsum. Hún varaði samt við að borgarfulltrúar fullyrtu um of um einstök atriði sem eru í nið- urstöðu könnunarinnar. Ókurteisi við viðhorf Reykvíkinga „Í raun og veru þurfti enga sér- staka húsnæðis- og búsetukönnun til þess að átta sig á því að það er ekki rétt stefna að skipuleggja hér síðast- liðin fjögur ár með þeim hætti að 80%, og takið eftir, 80% íbúða eru í fjöl- býlishúsum,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins. „Á síðustu fjórum árum, árin 2000, 2001, 2002 og 2003, ef talin er saman sala borgarinnar á lóðum sem hafa verið til staðar, þá hafa 80% ver- ið í fjölbýli, 20% í sérbýli og þar af ein- ungis 7% einbýlishús.“ Benti Vilhjálmur á að á síðustu fjórum árum, í borg sem í byggju 112 þúsund manns, hefðu verið seldar ein- ungis 167 lóðir undir einbýli. Skipu- lagsstefna R-listans væri því kolröng þar sem 70% borgarbúa kysu að búa í sérbýli. Rifjaði hann upp bókun borg- arráðsfulltrúa R-listans frá 6. janúar þar sem sagði að könnunin gæfi „fremur vísbendingar um óskhyggju fólks frekar en getu“. Sagði Vilhjálm- ur þetta hreina ókurteisi við viðhorf Reykvíkinga. „Ég myndi kalla þetta forræðishyggju að tala svona. Auðvit- að eigum við að bera fulla virðingu fyrir því sem borgarbúar segja og hugsa,“ sagði Vilhjálmur. Hrokinn verður ekki meiri Stefán Jóhann Stefánsson, borgar- fulltrúi R-listans, sagði málflutning Vilhjálms og bókun borgarráðsfull- trúa Sjálfstæðisflokksins fela í sér misskilning á stefnu Reykjavíkurlist- ans. „Bókunin endurspeglar hins veg- ar þá hegðun margra sjálfstæðis- manna að líta fremur til hagsmuna þeirri eignameiri fremur en eigna- minni,“ sagði Stefán. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði vinstri meirihlutanum ekki taka mark á niðurstöðum könnunar þar sem það hentaði ekki borgarfulltrúunum. „Hrokinn verður ekki meiri,“ sagði Guðlaugur eftir að hafa lesið upp bók- un R-listans í borgarráði. Könnun á búsetuóskum Reykvíkinga rædd í borgarstjórn Spurði hver vildi ekki vera sætur og ríkur GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fólk sem vilji búa í sérbýli hafi ekki fengið nógu mörg tækifæri til þess í Reykjavík undanfarin ár. Skipulagsyfirvöld hafi farið þvert á þessar óskir fólksins. „Það sem menn hafa séð er einfaldlega þetta, að fólk hefur eðli málsins samkvæmt greitt atkvæði með fótunum,“ sagði hann á fundi borgarstjórnar. Það hafi því í auknum mæli flutt til ná- grannasveitarfélaga borgarinnar. Guðlaugur tók saman tölur frá Hagstofunni sem sýndu að á síðasta ári fluttu alls tæplega 400 fleiri frá Reykjavík en til borgarinnar. Lang fjölmennasti hópurinn var fólk á aldrinum 30 til 40 ára. 214 fleiri börn fluttu frá Reykavík í fyrra en til borgarinnar, sem borgarfulltrú- inn sagði sýna að fjölskyldufólk valdi sér frekar búsetu í nágranna- sveitarfélögunum. Ástæðan væri meðal annars sú, eins og fram kom í nýrri búsetukönnun, að meirihluti fólks kysi að búa í sérbýli en fjölbýli eins og skipulagsstefna vinstri meirihlutans byði upp á. Sagði Guðlaugur að hægt væri að snúa út úr skoðanakönnunum og skýrslum en ekki tölum frá Hagstofu Íslands, „sem sýni svart á hvítu að barnafólkið er að fara úr Reykjavík yfir í nágrannasveitarfélögin“. Von- aði hann að borgarfulltrúar R- listans tækju hressilega við sér og verði við óskum borgarbúa. Barnafjölskyldur flytja frá Reykjavík                                   ! "#$ %&#            ! "#$ %&# '  ( ' ' ' ( ' '  ' ' ' )*+    ,   *+ - * .  */   ! "#$ %&#   ! "#$ %         A/ ,%  7 ("& . +   7   ,  % 7 4$%0) 7 , 80   ' - 7% 9  VERKEFNIÐ Fyrirspurnarsöngl – úrvinnsla sönglaðra fyrirspurna í tónlistargagnagrunninum hlaut ný- sköpunarverðlaun forseta Íslands 2003 á Bessastöðum á fimmtudag. Það voru fjórir nemendur á tölv- unarfræðibraut í Háskólanum í Reykjavík sem hönnuðu kerfi sem gerir notanda þess kleift að leita að ákveðnum lagbút úr lagasafni með því að söngla hluta lagsins í hljóð- nema. Kerfið sér svo um samanburð á sönglinu og tónverkunum í gagna- safninu og finnur þau tónverk sem eru svipuð. Að verkefninu stóðu Freyr Guð- mundsson, Gunnar Einarsson, Jó- hann Grétarsson og Ólafur Guð- jónsson, en leiðbeinandi hópsins var dr. Björn Þór Jónsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Háskólinn á Akureyri gaf verð- launin, 100.000 krónur auk verð- launagripa, og afhenti Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, verðlaunin. Fyrirspurnarsöngl vann nýsköpunarverðlaunin 2003 Morgunblaðið/Árni Sæberg Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti nýsköpunarverðlaunin á fimmtudag. Á FUNDI Sænsk-íslenska verslunarráðsins á Grand hót- eli föstudaginn 23. janúar nk. verða til umræðu nýir straumar í heilbrigðismálum á Norðurlöndum. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra mun setja fundinn. Ræðumenn verða Birgir Jak- obsson, forstjóri St. Göran spítala í Stokkhólmi, en sjúkrahúsið er rekið sem hlutafélag í eigu einkaaðila. Otto Nordhus mun segja frá reynslu sinni af rekstri fyr- irtækis síns, Nordhus Medi- cal, sem sérhæfir sig í heil- brigðisþjónustu milli landa. Þá mun Anna Birna Jensdótt- ir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns og framkvæmdastjóri Öld- ungs hf., fjalla um einkafram- kvæmd á Íslandi og Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir mun fjalla um lagaum- hverfi einkaframkvæmdar á Íslandi og eftirlitshlutverk landlæknisembættisins. Fundarstjóri verður Inga Jóna Þórðardóttir. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 14. Hann er öllum opinn en fyrirfram skráning er nauðsynleg. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Versl- unarráð Íslands og upplýsing- ar um hann má finna á heimasíðu ráðsins, www.verslunarrad.is. Rætt um einkarekst- ur á heil- brigðissviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.