Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 35 Ípistlum mínum hef ég alloftvikið að notkun forsetningaog því kerfi sem að bakiliggur. Forsetningarnar á og í vísa t.d. til hreyfingar ef þær stýra þolfalli (leggjast í rúmið, leggjast á gólfið) en til kyrrstöðu (dvalar á stað) ef þær stýra þágu- falli (liggja í rúminu; liggja á gólf- inu). Hreyfing getur verið margs konar, m.a. á stað (hvert) og af stað (hvaðan). Örlítið brot af því forsetningakerfi sem ætla má að Íslendingar drekki í sig með móð- urmjólkinni má því sýna svo: Segja má að slíkir forsetning- arliðir gegni ákveðnu merkingar- hlutverki, þ.e. á+þf. ‘hreyfing (hvert)’, á+þgf. ‘dvöl’ o.s.frv., og eru slík vensl afar virk í íslensku enda blasa þau við nánast hvar sem gripið er niður í texta. Með forsetningum eru oft notuð atviks- orð, þeim til fulltingis eða til að kveða nánar á um staðinn/ hreyfinguna, t.d.: Hvert Hvar Hvaðan inn inni innan út úti utan upp uppi ofan niður niðri neðan fram frammi framan Með forsetningunum á og í mynda slík atviksorð oft eina heild, t.d.: fara inn í stofu, sitja inni í stofu; fara út í myrkrið, bíða úti í myrkrinu, koma utan úr myrkrinu; fara upp á loft, búa uppi á lofti, koma ofan af lofti; fara niður í kjallara, vera niðri í kjall- ara, koma neðan úr kjallara; fara fram á gang, bíða frammi á gangi, koma framan af ganginum o.s.frv. Í flestum tilvikum er málnotkun í föstum skorðum hvað þetta varðar og því kemur mér á óvart að lesa í textavarpi og dagblöðum að ?kona út í bæ hafi haft áhrif á afgreiðslu tiltekins máls á Alþingi, sam- kvæmt málvenju væri eðlilegt að tala um konu úti í bæ. Í nokkrum tilvikum eiga þó ofangreindar reglur ekki við og skal minnst á tvö slík. Í fyrsta lagi er það oft svo að atviksorðið stendur með sagnorðinu en ekki forsetningunni. Það þarf t.d. ekki langrar umhugsunar við til að sjá að það er mikill munur á því að komast niður í reikningi og kom- ast niður í holuna. Í fyrra tilvikinu stendur atviksorðið niður með komast en í því síðara með for- setningunni í. Þess eru því fjöl- mörg dæmi að ‘hreyfimynd’ at- viksorðs (inn, út, upp, niður, fram …) sé notuð með í/á+þgf., t.d.: fitja upp á e-u; brydda upp á nýjungum; læsa e-ð niður í kist- unni; grípa niður í bók; geta upp á e-u; stinga upp á e-u; hafa upp á e-u o.s.frv. Af sama meiði eru orðatiltækin standa upp í hárinu á e-m (þ.e. standa upp í hárinu á e-m, ekki standa uppi í hárinu á e- m) og hver höndin er upp á móti annarri (þ.e. er upp ‘er upprétt’ en ekki er uppi á móti) en í þeim er oft notuð (ranglega) lengri myndin uppi, þ.e. þeim sem það gera finnst þau væntanlega vísa til dvalar eða kyrrstöðu. Í öðru lagi ber þess að gæta að reglurnar um dvöl/hreyfingu eiga ekki við um forsetninguna við. Það styðst því hvorki við framburð, málvenju né uppruna að segja ?búast má við rigningu úti við ströndina. Ætla má að rekja megi slík dæmi til ofvöndunar, mönnum finnst forsetningarliðurinn við ströndina vísa til dvalar (hvar) og því beri að nota lengri mynd at- viksorðsins, líkt og í dæmum með fs. á/í, t.d.: niðri á ströndinni, niðri í fjöru o.s.frv. Orðasambandið út við ströndina er hliðstætt ýmsum öðrum samböndum, t.d. inn til landsins, upp til dala og fram til fjalla og væntanlega dettur engum í hug að nota þar lengri mynd at- viksorðsins (?inni til landsins). Hér er ekki svigrúm til að fjalla rækilega um þetta atriði, enda ætti það að vera óþarfi, þar sem það ætti ekki að vefjast fyrir nein- um að leita í huga sér og finna hliðstæður, t.d.: skóflan stendur upp við vegginn; bærinn stendur niður við sjóinn; karlinn er ágætur inn við beinið; Upp við fossa (skáldsaga) o.s.frv. Til enn frekari áréttingar má nefna dæmi úr ís- lenskum bókmenntum: Unnur sat upp við hægindin (Laxdæla); það (seglið) er heflað upp við rána (Njála); látum hann sitja upp við vegginn (Njála); hafði hann staðið upp við gaflhlaðið (Njála) og hann sat upp við hamarinn (Grettla). Dæmi sem þessi eru auðfundin, með mismunandi atviksorðum (inn við; fram við; niður við …). Úr handraðanum Í orðasambandinu hafa upp/ (uppi) á e-m og ýmsum hlið- stæðum samböndum er styttri myndin (hafa upp á e-m) upp- runalegri en sú lengri (hafa uppi á e-m). Upphaflega vísa slík sam- bönd til hreyfingar eins og glöggt má sjá af orðasambandinu spyrja [sbr. spor] e-n upp ‘rekja slóð e-s’ > ‘grennslast eftir; spyrja’ þar sem styttri myndin er notuð. Í mörgum gerðum Ólafs sögu helga segir frá því er hundar spurðu upp strokufanga, t.d. segir í Flateyj- arbók: fara eftir þeim með hunda, er þeir voru vanir að spyrja þá upp, er undan komust. Í elstu dæmum yfirfærðrar merkingar er styttri myndin einnig notuð, t.d.: fengu hann eigi upp spurðan (‘komust ekki að því hvar hann var’); gat hann upp spurt og með sér haft Sæmund hinn fróða; að hann fengi upp spurt og dreifa liði sínu að þeir verði þá seinna upp spurðir en áður, sbr. einnig: þefa e-ð upp/uppi og elta e-ð/e-n upp/ uppi. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 19. þáttur Hvert Hvar Hvaðan á+þf. (á gólfið) á+þgf. (á gólfinu) af+þgf. (af gólfinu) í+þf. (í rúmið) í+þgf. (í rúminu) úr+þgf. (úr rúminu) Í SKÝRSLU verkefnisstjórnar menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdents- prófs er lagt til, að námsárum stúdentsnáms í fram- haldsskóla verði fækkað úr fjórum ár- um í þrjú og kennsla skert um 20%, þ.e. um 537 klst. eða rúm- lega 800 kennslu- stundir (40 mín.). Að þessu verður hugað hér, en umfjöllun um samanburð skólakerfa getur verið heldur flókin, og því er nokk- urrar einbeitingar þörf, vilji menn skilja efnið til hlítar. Fróðlegt er að bera þessa skýrslu saman við annað rit frá ráðuneytinu, sem heitir „Enn betri skóli, þeirra réttur – okkar skylda“, frá 1998. Bæði ritin eru aðgengileg í heild á Netinu. Tölu- verður munur er á þeim um stefnu í skólamálum. Nú á að „draga úr sérhæfingu í kennslu“ (bls. 20), en í Enn betri skóla var stefnt að sveigjanlegu skólakerfi og fjöl- breytilegum kennsluaðferðum (bls. 10–11 og víðar). Í hinu síðarnefnda er skýr metnaður fyrir hönd ís- lenska stúdentsprófsins (bls. 54 og víðar), en í hinu fyrrnefnda sá ég margvíslegar sparnaðarhugmynd- ir. – Ýmis fróðleikur er í skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Þá skal vikið að svonefndri PISA-rannsókn, en árið 2000 var lögð fyrir könnun í 32 löndum, þar af 28 OECD-ríkjum. Henni var ætlað að mæla frammistöðu 15 ára nemenda í lestri og stærðfræði- og náttúrufræðilæsi, en á þessum aldri ljúka flestir skyldunámi. Því er hægt með slíkri könnun að meta árangur af skyldunámi við lok þess. Mest áhersla var lögð á mat á lestrarhæfni, og var henni skipt upp í þrjá undirkvarða (end- urheimt upplýsinga, túlkun upp- lýsinga og ályktanir og mat) auk heildarkvarða. Hverjum und- irkvarðanna þriggja er svo skipt í sex hæfnisþrep. Í samanburð- arkönnun fræðimanna í HÍ og KHÍ frá 2002 er þetta rakið nán- ar. Þar segir m.a. að þegar heild- armeðalstig norrænu landanna séu borin saman komi í ljós, að ís- lensku nemendurnir mælist með marktækt hærri lestrargetu en dönsku nemendurnir að meðaltali, en lægri getu en Finnar og Svíar. Ekki sé marktækur munur á getu Norðmanna og Íslendinga. – Við þetta ætti að vera unnt að una þokkalega með hliðsjón af sterkri stöðu norrænna grannlanda okkar. En í könnuninni er sérstaklega varað við oftúlkun meðaltala: „Hafa ber þó í huga að meðaltöl landa sýna einungis mjög tak- markaða mynd af frammistöðu hvers lands og betri samanburður fæst með því að bera saman dreif- ingu nemenda milli getuþrepa. Meiri dreifing er í getu nemenda innan hvers lands en á milli landa.“ – Þetta eru skýr orð, og enn er þetta ítrekað síðar (bls. 9– 13). Verkefnisstjórnin segir í skýrslu sinni, að stytting námstímans virð- ist vera raunhæfur möguleiki, sé litið til þeirrar kennslu, sem nem- endur nágrannalandanna fái, og þeirrar hæfni, sem þeir öðlist. Í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi fái nemendur á bilinu 8.580 til 10.049 klukkustunda kennslu frá upphafi grunnskóla til náms- loka við stúdentspróf. Hér á landi fái nemendur hins vegar 10.771 klukkustundar kennslu til stúd- entsprófs. Og síðan fylgja athygl- isverð orð: „Alþjóðlegar sam- anburðarrannsóknir benda til þess að ekki séu sterk tengsl milli fjölda kennslutíma og námsárang- urs, þ.e. aukin hæfni þarf ekki að vera afleiðing aukins kennslutíma. Sem dæmi um þetta má benda á að Svíþjóð og Finnland koma hvað best Norðurlanda út úr PISA-könnuninni en eru jafnframt þau lönd þar sem fæstar klukkustundir fara í kennslu“ (bls. 8). – Hér eru töluvert breytt viðhorf til auk- innar kennslu frá því sem var í Enn betri skóla (bls. 15, 54 og víðar). Undarlegt er, að hér skuli fjallað sam- an um kennslu í grunnskóla og fram- haldsskóla, allt til námsloka við stúdentspróf. PISA-könnunin var gerð á 15 ára nemendum, sem voru að ljúka grunnskóla. Ég skil ekki, hvers vegna menn bæta hér við tímann í grunnskóla tíma hugsanlegs náms í framhaldsskóla, allt til loka stúdentsprófs. Og um- bæturnar eiga að felast í miklum niðurskurði á kennslu í framhalds- skóla! – Hugsum okkur, að í fram- tíðinni verði gerð alþjóðleg sam- anburðarrannsókn á nemendum við lok náms í framhaldsskóla til að meta stöðu þeirra í ýmsum löndum. Líklega yrði túlkun ráðu- neytisins með svipuðum hætti og nú. Menn legðu einfaldlega saman alla kennslutíma að stúdentsprófi og bættu þar við kennslutíma í hugsanlegu námi á háskólastigi. Og umbæturnar fælust þá vænt- anlega í 20% niðurskurði á kennslu – á háskólastigi! Segi menn svo, að slíkar samanburð- arrannsóknir séu ekki gagnlegar! Verkefnisstjórnin birtir töfluna „Núverandi kennslutími til stúd- entsprófs“, þ.e. á Íslandi, í Dan- mörku og í Svíþjóð. Með samlagn- ingu kennslustunda í grunnskóla og framhaldsskóla eru fengnar klukkustundir „að háskóla“, á Ís- landi (10.771), í Danmörku (9.247– 10.049) og í Svíþjóð (8.815) (bls. 17). – En eru þessar tölur um „nú- verandi kennslutíma“ til stúdents- prófs ekki dálítið vafasamar í tengslum við PISA-samanburðinn, þar sem tímafjöldi hefur breyst mjög í grunnskólum okkar? Aftast í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 eru bráðabirgðaákvæði, er lúta að reglubundinni lengingu skólaárs- ins í einstökum bekkjum, frá 1995 til 2001. Það var þá stefna ráðu- neytisins, að lenging kennslutím- ans segði fyrst til sín í yngstu bekkjum grunnskólans (Enn betri skóli, bls. 15). Þetta eru miklar umbætur, en þær verða ekki komnar að fullu til framkvæmda fyrr en eftir allmörg ár, þegar nemendur, sem fyrst nutu umbót- anna að fullu, hafa færst upp eftir skólakerfinu. Samlagningartöl- urnar eru því fræðilegar nú, en ekki raunverulegar. Væri ekki eðlilegra að miða PISA-sam- anburðinn þið þá kennslu, sem unglingarnir höfðu raunverulega fengið, þegar könnunin var gerð árið 2000? Hér þarf líka að athuga eitt mikilvægt atriði, sem mér var bent á. Eru tölur um grunnskól- ann okkar sambærilegar við tölur frá Danmörku og Svíþjóð? 6 ára bekkurinn er skylda hjá okkur, en hann er ekki reiknaður með í grunnskólum þessara landa. Þegar lagður er saman námstími til stúd- entsprófs í löndunum þremur er grunnskólinn okkar reiknaður sem 10 ár, en einungis 9 ár í hinum löndunum. Samt eru börn þar al- mennt í leikskóla. – Þetta gæti gert slíkan samanburð heldur vafasaman, enda verða tölur að vera samanburðarhæfar. Verkefnisstjórnin notar aftur PISA-könnunina til að kanna, hvort lengri námstími stuðli að því að íslenskir nemendur öðlist meiri hæfni og þekkingu og hvort slíkt skapi hæfari einstaklinga til frek- ara náms eða þátttöku í þjóðfélag- inu. – Langt er hér seilst í sam- anburðarfræðum um gagnsemi kennslunnar, og svarið er þetta: „Svo virðist ekki vera á grunn- skólastiginu, ef frammistöðumæl- ing PISA … er vísbending þar að lútandi.“ – Síðar segir, að staða Íslendinga sé ágæt, sé litið til þess, að í flestum tilvikum sýni ís- lenskir nemendur betri frammi- stöðu en meðaltal OECD- landanna. Í samanburði við nor- rænu ríkin „stendur Ísland ágætlega að vígi í samanburði við Dani samkvæmt PISA, en Svíar og Finnar koma í flestum mæli- breytum heldur betur út en Ís- lendingar“. – Þessi niðurstaða virðist viðunandi og ekki stórmál þótt Svíar og Finnar komi hér „heldur betur út“ en við. En álykt- un ráðuneytismannanna er hins vegar þessi: „Út frá þessu má álykta að lengri námstími íslenska grunnskólakerfisins skili ekki hæf- ari einstaklingum í þeim þáttum sem PISA mælir.“ – Fyrrgreind viðvörun fræðimanna HÍ og KHÍ um, að meðaltöl einstakra landa gefi einungis mjög takmarkaða mynd af frammistöðunni, virðist ekki valda hér miklum áhyggjum. En brátt er komið að heildarnið- urstöðum í samanburðarfræð- unum: „Sá tími sem íslenskir nem- endur verja í nám til stúdentsprófs er mun meiri en hjá nemendum hinna Norðurlandanna, eða allt að 18% fleiri klukkustund- ir. … Ekki virðist vera sjáanlegur ávinningur af lengri námstíma, það mætti því stytta hann en jafn- framt væri mjög mikilvægt að auka skilvirkni skólakerfisins“ (bls. 18–19). – Þetta eru kuldalegri viðhorf til skólastarfs en ég bjóst við, og túlkunin á PISA-könn- uninni um vafasamt gagn aukinnar kennslu hlýtur að vekja athygli. Slík túlkun kemur ekki fram hjá sérfræðingum HÍ og KHÍ í fyrr- nefndri samanburðarkönnun. Hér er rétt að líta til frænda vorra, Dana. Þeir hafa töluverðar áhyggjur af kunnáttu danskra nemenda í móðurmálinu, stærð- fræði og ensku. Umbætur þeirra lúta að því, að aukin verði kennsla í þessum greinum (Samanburð- arkönnun, bls. 33–34). Danskir ráðamenn í menntamálum hafa greinilega ekki fyllst efasemdum um gagnsemi aukinnar kennslu í kjölfar PISA-könnunar. Ólíkar eru og umbótahugmyndir í skóla- málum í þessum löndum! Hér er forvitnilegt að lesa at- hugasemdir Háskóla Íslands við kennslustundafræði ráðuneytisins í umsögn hans frá 18. nóvember sl.: „Fram kemur í skýrslu verk- efnisstjórnar ráðuneytisins að á Íslandi eru mun fleiri kennslu- stundir til stúdentsprófs en á hin- um Norðurlöndunum. Í því sam- hengi er hins vegar nauðsynlegt að hafa í huga að fjöldi kennslu- stunda er ekki einhlítur mæli- kvarði á nám og að þekking, kunn- átta og færni íslenskra stúdenta verður að vera sambærileg við þekkingu, kunnáttu og færni stúd- enta á öðrum Norðurlöndum.“ Þetta er kjarni málsins: Sam- lagning kennslustunda í grunn- og framhaldsskólum er ekki traustur mælikvarði á nám. Þekking, kunn- átta og færni stúdenta okkar verð- ur að vera sambærileg við það, sem er annars staðar á Norð- urlöndum. Þetta verður að tryggja, það er aðalatriðið, en ekki hitt, hvort það tekur heldur lengri eða skemmri tíma. Í hinu síð- arnefnda er skynsamlegast að hafa töluverðan sveigjanleika. Samlagning og samanburðar- fræði í menntamálum Eftir Ólaf Oddsson ’Samlagning kennslu-stunda í grunn- og fram- haldsskólum er ekki traustur mælikvarði á nám.‘ Ólafur Oddsson Höfundur er kennari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.