Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 45

Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 45
sem nú er orðinn. Eina stundina lék allt í lyndi, þá næstu var lífið gersamlega úr lagi gengið. Hún Stína var mikilvægur hlekkur í daglegu starfi við skólann. Allir áttu erindi við Stínu oft á dag, eng- inn fór bónleiður til búðar ef Stína gat einhverju um það ráðið. Ekki einungis fólst hennar mikilvægi í að vera forstöðumaður íþróttamið- stöðvarinnar, þess staðar sem allir Tálknfirðingar og margir fleiri sækja heim oft í viku, jafnvel oft á dag eins og raunin er með okkur í skólanum. Hún var sömuleiðis elsk- andi móðir tveggja af núverandi nemendum skólans, auk tveggja eldri sona sem báðir stunduðu hér sitt grunnskólanám. Þeirra harmur er mikill og hugur okkar er hjá þeim sem og öðrum ástvinum Stínu. Elsku Gunnar Smári, Eydís, Árni Grétar og Óli Sveinn, Kalli, systkini og sifjar og annað vensla- fólk. Guð gefi ykkur styrk og trú á lífið og vonina. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Starfsfólk Grunnskólans á Tálknafirði. Elsku Stína. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar í íþróttahúsinu. Við söknum þín sár- lega og finnum hve tómt það er að heyra ekki hlátur þinn lengur. Öll eigum við góðar minningar um þig sem við geymum í hjörtum okkar. Þú varst alltaf svo dugleg og sterk, hvernig sem á stóð. Það er erfitt að finna réttu orðin. Því viljum við kveðja þig með þessu ljóði sem seg- ir allt sem þarf. Við andlátsfregn þína allt stöðvaðist í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt úr þessum heimi, ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan, Guð minn, að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Guð geymi þig. Nemendur Grunnskólans á Tálknafirði. Elsku Stína mín, hvernig getur það verið að þú sért horfin okkur úr þessu jarðneska lífi, hvernig má það vera? Kona í blóma lífsins, hefðir orðið 45 ára hinn 8. mars nk. Maður spyr sig: Hver er tilgang- urinn með þessu öllu? Um morguninn hinn 7. janúar sl. stóð ég við eldhúsgluggann og sá þig koma í vinnuna þína eins og venjulega rétt fyrir kl. 8. Allt var eins og venjulega hér í okkar litla samfélagi. Hver hefði trúað því að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi þig mæta til vinnu. Um kvöldið varstu flutt til Reykjavíkur í af- takaveðri með þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Allt leit betur út fannst manni, þú færir bara í aðgerð og kæmir svo heim og lífið héldi áfram, en svo varð nú aldeilis ekki. Því miður fengum við þær upplýs- ingar seinna um kvöldið að það væri engin von. Þetta voru hræði- legar fréttir og það er óhætt að segja að í Tálknafirði ríkir mikil sorg. Á þessum sorgartímum verður mér hugsað til baka um 22 ár. Til ársins 1982 er ég fluttist til Tálkna- fjarðar og tók við Kaupfélaginu þar sem við kynntumst fyrst. Við urð- um strax góðar vinkonur og áttum margar góðar stundir á kaffistof- unni í Kaupfélaginu, það var af- skaplega gott að vera í návist þinni, svo mikil útgeislun og brosið þitt fallega svo ég tali nú ekki um hlát- urinn sem var svo smitandi að það var ekki nokkur leið önnur en að hrífast með. Þú hafðir útlitið með þér, falleg, há og grönn og það sem einkenndi þig var þetta fallega mikla hár, krullað og frjálslegt, rétt eins og þú, elsku Stína. Þú lést samfélagið þig miklu máli skipta og lagðir þitt svo sannarlega af mörkum til að gera það betra. Árið 1990 varðstu varamaður í hreppsnefnd Tálknafjarðar. 1994 tókstu sæti sem aðalmaður og 1998 tókstu við embætti varaoddvita í Hreppsnefnd Tálknafjarðar. Árið 1989 var í fyrsta skipti ráðið í starf umönnunar aldraðra í Tálknafirði. Varst þú ráðin í það starf sem þú sinntir af mikilli alúð og myndarskap eins og þér einni var lagið og var þín sárt saknað er þú lést af því starfi 2002. Þá tókst þú við starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar- hrepps og gegndir því starfi af jafnmiklum dugnaði, snyrti- mennsku og alúð sem var svo ein- kennandi fyrir allt sem þú gerðir. Þið Stebbi Jói giftuð ykkur 10.3. 1984 og varð ykkur fjögurra barna auðið. Það eru þau Ólafur Sveinn, Árni Grétar, Eydís Hulda og Gunn- ar Smári, allt eru þetta hæfileika- rík myndarbörn, stolt foreldra sinna. En sorgin barði að dyrum hjá ykkur allt of snemma því í janúar árið 1999 lést Stebbi Jói af slysför- um á hörmulegan hátt. En af þín- um alkunna dugnaði og með hjálp þinna yndislegu barna auðnaðist ykkur að takast á við lífið áfram og þú skilaðir þínu svo aðdáun vakti. Elsku Kalli. Guð gefi þér styrk til að takast á við fráfall unnustu þinnar. Elsku Óli Sveinn, Árni Grétar, Eydís Hulda og Gunnar Smári. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Megi lífið veita ykkur birtu og yl. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem) Öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Jörgína E. Jónsdóttir og fjölsk., Tálknafirði. Elsku Stína. Takk fyrir englana og takk fyrir allt sem þú hefur gef- ið okkur. Fyrir okkur ertu engill, þú hefur alltaf verið svo góð við okkur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Við biðjum góðan Guð að passa vel Kalla, Óla Svein, Árna, Eydísi og Gunnar. Elsku vinkona, við söknum þín en við vitum að þú ert með okkur alltaf og alls staðar. Guð geymi þig. Þínar vinkonur Hildigunnur og Sigríður. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 45 ✝ Ragnar JúlíusSigfússon fæddist á Skálafelli í Suður- sveit 20. júlí 1917. Hann lést á lungna- deild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi 5. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorsteins- dóttir og Sigfús Sig- urðsson. Hann var fjórði í röðinni af sex systkinum, og er að- eins einn bróðir eftir- lifandi, Guðbrandur Aðalsteinn, f. 13.4. 1919. Hin systkinin eru Rannveig Karólína, f. 21.10. 1908, d. 23.9. 1998, Margrét, f. 26.1. 1911, d. 26.10. 2002, Anna Sigríður, f. 3.10. 1913, d. 15.10. 1993, og Karl Sig- urður, f. 13.8. 1923, d. 16.5. 1987. Ragnar kvæntist 25.12. 1955 Þorbjörgu Jónsdóttur frá Smyrla- björgum í Suðursveit, f. 20.2. 1927, og eiga þau tvö börn, þau eru: 1) Ingibjörg Lúcía, f. 19.11. 1953, gift Torfa Þór Friðfinns- syni, f. 3.3. 1955. Börn þeirra eru: a) Ragnar Borgþór, f. 27.8. 1971, sambýlis- kona Linda Her- mannsdóttir, f. 8.9. 1973, börn þeirra Ingibjörg Lúcía, f. 20.5. 1998, og Her- mann Þór, f. 31.7. 2003. b) Elmar Freyr, f. 3.8. 1976, unnusta hans er Steffi Rauscheder, f. 27.12. 1978. c) Finnur Smári, f. 30.10. 1986, vinkona Steinunn Hödd, f. 28.1. 1986. d) Þórhildur Rán, f. 28.10. 1990. 2) Eyþór, f. 28.10. 1960. Ragnar og Þorbjörg bjuggu á Skálafelli til ársins 1987 er þau fluttu að Smárabraut 3 á Höfn, síð- ustu tvö árin bjuggu þau á Víkur- braut 30. Útför Ragnars fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. Elsku besti afi, nú ert þú farinn frá okkur og ömmu, það voru forréttindi að þekkja þig, þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera, og varst svo stoltur af okkur, þegar þú vissir að okkur gekk vel í skólanum. Það verður tómlegt hjá ömmu þegar þig vantar en við vit- um að þú fylgist með okkur áfram. Þetta eru fátækleg orð en þú varst aldrei mikið fyrir skjall. Elsku afi, nú vitum við að þér líður vel og þú munt ávallt lifa í hjarta okk- ar, við erum þakklát fyrir að hafa haft þig hjá okkur um jólin hressan og kátan. Fjölskyldan á Smárabraut 13 vill þakka þér samfylgdina í gegn- um árin og biðjum guð að varðveita minningu þína elsku afi. Við biðjum guð að styrkja ömmu og fjölskylduna alla á sorgarstundu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín afabörn Finnur Smári og Þórhildur Rán. Elsku afi og langafi, við viljum með örfáum orðum minnast þín. Okkur langar að þakka fyrir allar góðu og ánægjulegu samverustundirnar sem við áttum með þér, betri mann höfum við ekki þekkt, þú vildir okkur öllum alltaf vel og hjálpaðir okkur á marg- an hátt. Við þökkum fyrir hve hress og kátur þú varst á jólunum, þegar við komum og borðuðum hjá ykkur ömmu, og teknar voru myndir af ykkur með fjölskyldunni, eða „stór- fjölskyldunni“, eins og þú sagðir allt- af. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku afi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Kveðja fjölskyldan Fákaleiru 2b. Þegar ég var á níunda ári var ég sendur í sveit. Það var Kjartan, móð- urbróðir minn, sem tók á móti mér á Höfn, ók mér í Suðursveitina og skildi mig eftir í umsjá Ragnars og Þorbjargar á vestri bænum á Skála- felli. Hjá þeim og börnum þeirra, Ingibjörgu Lúcíu og Eyþóri, dvaldi ég sem kúahirðir og liðléttingur í sex sumur. Á Skálafelli bjó þá einnig öldruð móðir Ragnars, Ingibjörg, auk bræðra hans, Guðbrands og Sig- urðar, sem flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hafnar þá um haustið. Ferðin austur var mér eftirminni- leg. Þetta var áður en byggðar voru brýr yfir jökulvötnin á Skeiðarár- og Breiðamerkursandi og því hafði ég flogið austur og lent á Melatanga, austan Hornafjarðarfljóta. Margt kom mér undarlega fyrir sjónir, eink- um þegar nálgaðist Suðursveitina. Bæirnir stóðu þar á víð og dreif, uppi við fjöll eða úti á holtum sem risu eins og eyjar upp úr aurlendinu. Hér hafði fólk áður fyrr hrakist með híbýli sín fyrir ágangi vatnsfalla sem spruttu fram úr gráum skriðjökulstungum ofar byggð og spilltu öllu sem fyrir þeim varð á leið til sjávar. Skammt frá Skálafelli féll einn skaðvaldurinn, Kolgríma, í stríðum, koxgráum vafn- ingum gegnum brúarop og dynurinn frá henni fylgdi manni heim að bæ. Skálafell stóð í skjóli undir sam- nefndri hnútu en að baki lá skriðjök- ulshrammur, sem var þó orðinn máttlítill í seinni tíð. Fjós og önnur útihús voru þá sambyggð við íbúðar- húsið, þannig að kýrnar jórtruðu nánast handan við eldhúsþilið. Þetta voru sjálfsagt leifar af skaftfellsku skipulagi, en þar höfðu menn um langan aldur búið með kúm og kynt híbýli sín með þeim. Hér kynntist ég heimi sem var að mörgu leyti sjálfum sér nógur og alls ólíkur því sem ég átti að venjast. Ég sem hafði komist upp á lag með að leika kúreka og skjóta úr skammbyssu í borginni sneri mér nú að sýsli með horn, kjúk- ur og kjálka uppi á bæjarkletti í fé- lagsskap Eyþórs. Í fjósinu að húsa- baki man ég hins vegar eftir mér kappsfullum að ausa kúahlandi með forláta heimatilbúinni ausu, smíðaðri úr hálfri netakúlu og rörbút, upp í smurolíuskjólur og rogast með þær útfyrir dyr. Eftir mjaltir héldum við Eyþór ávallt í fótspor kúnna eftir skriðuföllnum brekkum innfyrir Háaleiti, á eftir Gæfu gömlu, sem alltaf fór öftust, lúin og sárfætt. Drottinn blessaði heimilið á Skála- felli og fjölskyldan var geðprýðin uppmáluð og reyndist mér vel. Ragn- ar var traustur og vel gerður maður, stilltur, frekar alvörugefinn og skipti sjaldan skapi, og þá helst þegar skepnurnar gerðust þrjóskari en góðu hófi gegndi. Yfirbragðið var skaftfellskt og prófíllinn minnti á Jón konferensráð, sem einnig var frá Skálafelli. Eðliseiginleikar Ragnars nutu sín eflaust vel á þessum fram- faratímum í sveitinni, bændur báru traust til hans og hann var m.a. hreppsnefndaroddviti um árabil. Við strákling eins og mig var hann bæði raungóður og sanngjarn. Ragnar var á þessum árum mikill tóbaksmaður og það útheimti umtalsverða lagni þegar ekið var eftir stórgrýttum veg- arslóðum að handleika neftóbaksdós á ferð svo vel færi og er mér í fersku minni það algleymisástand að veltast um í rússajeppanum eftir uppþorn- uðum jökulárfarvegum, annaðhvort inn að Heinabergi eða út í Sævar- hóla, þegar þeir bræður Ragnar og Brandur höfðu á glóðum. Bændur báru þá ávallt kaskeiti utandyra og lyftu því með stæl þegar þeir hittust og heilsuðust á dönsku, sögðu gúmo- ren og handtakið var traust. Sumt kvenfólkið hafði hins vegar svo laust handtak að maður velti því fyrir sér hvort það hefði fengið snert af löm- unarveiki í æsku, en líklega var það bara hluti af skaftfellskri hógværð! Það var þó ekki á þeim mæðgum, Þorbjörgu og Döddu, að sjá. Þær stjórnuðu öllu innandyra á Skálafelli af mikilli röggsemi og þar voru æv- inlega fleiri en ein og fleiri en tvær sortir á borðum. Á Skálafelli hafði verið búið frá ómunatíð, en langafi Ragnars, Sig- urður Vigfússon, fluttist þangað úr Öræfum um aldamótin 1900. Sonur hans Sigfús, faðir Ragnars, bjó á Skálafelli eftir það en Ragnar var um fermingu þegar faðir hans féll frá. Framfarasögu þessara kynslóða Suðursveitunga í tæknilegu tilliti mátti lesa úr fjölbreyttu safni land- búnaðartækja sem veðraðist á berum holtum í túnjaðri víðs vegar í sveit- inni. Hér bjó í raun stórfjölskylda því skyldfólk áttu menn svo að segja á öðrum hverjum bæ og samvinna var alsiða þegar mikið lá við. Þetta voru umbreytingatímar, rafmagn var leitt frá Höfn að Steinasandi árið sem ég kom þar fyrst, 1965, nokkru áður var hafin sandrækt á Kolgrímuaurum og framundan var brúarsmíði á Breiða- merkur- og Skeiðarársandi. Á tiltölu- lega skömmum tíma hafði þess vegna orðið bylting í ræktun og landfræði- legri einangrun byggðarlagsins var í þann veginn að ljúka. Taktfastur slátturinn í heybindivélunum úti á sandræktarflákunum bar þess órækt vitni að hrakhólabúskapur fyrri alda var liðinn undir lok. Hér höfðu Ragn- ar og Þorbjörg lagt til drjúgan skerf. Í sumar leið heimsótti ég Ragnar og Þorbjörgu á Höfn og hafði ég þá ekki hitt þau alllengi, en hjá þeim var þá sonur þeirra Eyþór. Þau höfðu komið sér vel fyrir í blokk við fljótið, í stofuglugganum grillti í Suðursveit- ina í fjarska og þau virtust una hlut- skipti sínu vel. Þegar ég kvaddi fylgdi Ragnar mér til dyra og ég hafði orð á því við hann hvort ég mætti ekki hafa segulband meðferðis næst þegar ég kæmi í heimsókn og spyrja hann um gamla tíma. Hann tók því vel en sagði þó að minnið væri farið að þynnast. Til þess kom þó aldrei því fyrr en varði var þessi vel- gjörðarmaður minn allur. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Ragnar og fjölskyldu hans að. Megi hann hvíla í friði. Völundur Óskarsson. RAGNAR JÚLÍUS SIGFÚSSON MORGUNBLAÐIÐ birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Ak- ureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Birting minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.