Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Leonardó framhald ... © DARGAUD © DARGAUD Á MEÐAN VIÐ SARA FÖRUM INN Á HÓTELIÐ VÆRI MJÖG VEL ÞEGIÐ AÐ ÞÉR GÆTIÐ BÍLS- INS ... OG FYLGIST MEÐ ÞVÍ SEM GERIST HÉR UM KRING ... OG HVAÐ SVO SEM GERIST ÓLIVER, ÞÁ VERÐIÐ ÞÉR AÐ HALDA KYRRU FYRIR Í HLUTVERKI ÁHORFANDANS! ... ÞÉR MEGIÐ EKKI YFIRGEFA ÞESSA BIFREIÐ UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM! O.K. STJÓRI!HA? VEL Á MINNST, ÞEKKIÐ ÞÉR HIÐ RÉTTA NAFN HANS? EFTIR ÞVÍ SEM GEIR- MUNDUR SAGÐI þÁ HEITIR HANN MART- EINS, LÁKI MARTEINS! ÞESSI GEIRMUNDUR! HVERNIG FÓR HANN AÐ ÞVÍ AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ? ÉG ÚT- SKÝRI ÞAÐ SEINNA ... ÚPS! AFSAKIÐ HERRA! ÞETTA ER GÓÐUR KÖTTUR EN NÚNA ÞARF ÉG AÐ VINNA! SÆTUR! ? GÓÐUR KÖTTUR! OK!! EINN LÍTILL MÓTÓR! NOKKRAR KÚLULEGUR, TANNHJÓL OG ANNAÐ Í ÞEIM DÚR ... LOKSINS NÚNA HEF ÉG FRIÐ!! GÓÐUR KÖTTUR!! GÓÐUR KÖTTUR!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SAMKVÆMT 20. grein áfengislaga eru „hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegund- um“ bannaðar. Hefur slíkt bann verið í áfengis- lögum allt frá 1935 sem mikil- vægur þáttur í áfengisvörnum og í samræmi við þann vilja lög- gjafans á árum áður að vinna gegn útbreiðslu áfengis og draga úr því böli og tjóni, sem áfengið veld- ur. En nú eru því miður breytt við- horfin hjá yfirvöldum gagnvart áfengisdrykkju. Í stað þess að berj- ast gegn áfengisbölinu hefur á síð- ari árum verið stöðugt undanhald á sviði áfengismála og vegið að for- vörnum með þeim afleiðingum, að áfengisneyslan hér á landi hefur fimmfaldast á 15 árum. Um leið hefur orðið stórfelld aukning á margvíslegu tjóni og kostnaði sam- félagsins vegna notkunar áfengis. Um langt skeið virtu fjölmiðlar umrætt bann. En á síðari árum hef- ur orðið breyting í þeim efnum og sumir fjölmiðlar ekki látið sinn hlut eftir liggja í áfengisáróðri og með því stuðlað að stóraukinni áfengis- neyslu. Þannig hafa mest lesnu dagblöðin oft brotið bannið gegn áfengisauglýsingum á undanförn- um árum. Nýleg dæmi: Á Þorláks- messu voru birtar í Fréttablaðinu þrjár áberandi áfengisauglýsingar og í Tímariti Morgunblaðsins 14. des. sl. heilsíðu auglýsing og um- fjöllun um sérstakar áfengisteg- undir. Er engu líkara en þetta framlag blaðanna hafi átt að vera mótvægi við tilmælum margra um að hlífa heimilum við áfengis- drykkju um jólahátíðina. Og sama Tímarit Mbl. hefur svo haldið áfram í sama umfangi að kynna og aug- lýsa áfenga drykki 28. des. sl. og 11. janúar. Er furðulegt, að þeir, sem eiga að gæta laga og réttar, láti slík lögbrot óátalin að því er virðist, en svo áberandi auglýsingar og hér um ræðir og oft áður geta ekki hafa farið framhjá lögreglunni. En skv. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála „skal lögreglan hvenær sem þess er talin þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsi- vert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki“. Að mínum dómi ber lögreglunni skylda til að láta umrædd lögbrot til sín taka og viðkomandi yfirvöld- um að fylgjast með því, að það sé gert. Og vonandi hætta fjölmiðlar öllum áfengisáróðri, sem marga getur leitt út á brautir Bakkusar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. ÁRNI GUNNLAUGSSON, lögmaður, Hafnarfirði. Fjölmiðlar brjóta áfengislögin Frá Árna Gunnlaugssyni: SÍÐASTLIÐINN miðvikudag vildi veðurstofustjóri ræða á síðum Morgunblaðsins fleiri hliðar um- deildra eftirlaunalaga frá í desem- ber. Líkti hann umræðu um lögin við moldviðri sem gengið hefði yfir landið og kenndi verkalýðshreyf- ingunni helst um, sagði hana horfa til fortíðar, en átaldi „almenning“ fyrir mótsagnakennt tal. Þar sem veðrinu hefði nú slotað taldi veðurstofustjóri lag að leggja sitt til málanna og hefja málefna- lega umræðu. Framlag hans gæti bent til þess að moldviðrið geisaði enn. Að minnsta kosti virðist hann í þoku þegar kemur að aðalatriði málsins. Víst er það ekki hvort eftirlauna- lögin færðu forsætisráðherra 130 milljónir eða meira, en gagnstætt því sem veðurstofustjóri gefur í skyn, þá reyndist unnt að áætla upphæðina. Þó nú væri. Það gerði fyrirtækið Talnakönnun. Aðalatriði málsins er að forréttindi stjórn- málamanna grafa undan lýðræð- inu, eins og dæmin sanna. Þeir sem kjörnir eru til að setja lögin mega ekki búa sjálfum sér almenn rétt- indi umfram þau sem umbjóðendur þeirra njóta og eiga ekki að af- marka almenningi réttindi sem þeir sjálfir vilja ekki una við og telja ófullnægjandi. Þessi sjónar- mið eru í takt við þróun lýðræðis- hugmynda en forréttindahugsun ríkisforstjórans vísar til fortíðar. Enda erfitt í þoku að vita hvort maður gengur fram eða til baka, upp í móti eða niður á við. En Veðurstofustjóri á knýjandi erindi með grein sinni: Í samræmi við forréttindahugmyndir sínar tel- ur hann eðlilegt að lækka eftir- launaaldur forstöðumanna ríkis- stofnana þar sem æviráðning þeirra hafi verið lögð af (þið lásuð rétt). Þessum hugmyndum fylgir skírskotun til útlanda sem ætlað er að duga í stað rökstuðnings og kunnuglegt stef um slítandi og erf- ið störf. Sum störf eru slítandi, ótrygg og illa launuð, önnur erfið og vel launuð. Að forstjórum rík- isstofnana er prýðilega búið og vonandi leggja þeir sig fram með ánægju. Hugmyndir um aukin for- réttindi í lífeyrismálum þeim til handa eru hins vegar gamaldags, jafnvel þótt þær væru í tísku í út- löndum, hvar þær reyndar sæta harðnandi gagnrýni. Vonandi birtir senn með betri og samræmdum líf- eyrisréttindum fyrir alla lands- menn. HJÖRTUR HJARTARSON, Hringbraut 87, Reykjavík. Ríkisforstjóri í þoku Frá Hirti Hjartarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.