Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólöf Jónsdóttir,húsfreyja, íþróttakennari og matráðskona á Sel- fossi, fæddist á Eiði á Langanesi 6. júní 1920. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi laugardaginn 10. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Árnason, f. 1894, frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði og Ingi- björg Gísladóttir, f. 1887 í Urðarseli í Bakkafirði, en þau bjuggu lengst á Hóli á Langa- nesi. Systkini Ólafar voru þau Stein- þór, f. 1918, dó í bernsku, og Stein- þóra Hildur, f. 1926, d. 1989. Upp- eldissystkini Ólafar voru Júlíus Gíslason, f. 1938, d. 1997, og Sara Hólm Jónsdóttir, f. 1944. Þau eru börn Sigríðar Hólm Samúelsdótt- 1954. Kona hans var Sigurlaug Helga Emilsdóttir og eiga þau eina dóttur, Hrund. 4) Steinþór Ingi, f. 27. september 1955. 5) Árni Óli, f. 19. júlí 1960. Kona hans var Þjóð- björg Hjarðar Jónsdóttir og eiga þau tvö börn: Ragnheiði Ágústu og Andra Frey. Fyrir hjónaband eignaðist Þórir soninn Gunnar Hafstein, f. 7. desember 1944. Kona hans er Loftveig Kristjáns- dóttir og eiga þau tvö börn: Ólöfu og Grím. Áður átti Loftveig dótt- urina Halldóru Björnsdóttur. Ólöf nam í Laugaskóla 1939–41 og við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 1942–43, en stundaði síðan framhaldsnám í íþrótta- kennslu í Svíþjóð. Eftir það var hún um hríð kennari á Þórshöfn. Árið 1947 settist Ólöf að á Sel- fossi þar sem heimili þeirra Þóris stóð síðan. Hún helgaði heimili og fjölskyldu krafta sína, en stundaði einnig íþróttakennslu á Selfossi, auk þess sem hún var matráðs- kona, m.a. hjá Edduhótelunum og í Frímúrarahúsinu. Þá starfaði hún ötullega með Kvenfélagi Selfoss í áratugi. Útför Ólafar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur, systurdóttur Ingi- bjargar, móður Ólaf- ar. Hinn 20. desember 1947 gekk Ólöf að eiga Þóri Gunnarsson ketil- og plötusmið á Selfossi, f. 19. sept. 1920. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Gunnarsson frá Byggðarhorni og Ingibjörg Sigurðar- dóttir frá Stokkseyri. Þau Ólöf og Þórir eignuðust fimm syni: 1) Jón, f. 21. febr. 1948. Kona hans var Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir og eiga þau fjög- ur börn: Ólöfu, Sverri Björn, Ingva Bjarmar og Esther Erlu. Barna- börn Jóns og Sigríðar eru níu. 2) Gunnar, f. 29. ágúst 1950, kvæntur Vilborgu Þorgeirsdóttur og eiga þau svo syni: Þormar Vigni og Þóri. Gunnar og Vilborg eiga eitt barnabarn. 3) Þórir Már, f. 7. júní Að loknu síðasta stríði kom ung stúlka austan af Langanesi til skammrar dvalar á Selfossi. Hún vann sumarlangt við bakstur á hinu nýstofnaða Hótel Selfossi. Það var örlagasumarið hennar, því hún kynntist mannvænlegum strák frá Stokkseyri og var trúlofuð honum áður en vistinni á Selfossi lauk. Ólöfu Jónsdóttur sem nú er borin til grafar frá Selfosskirkju var alls ekki fisjað saman. Þegar hún stundaði baksturinn á Selfossi var hún í raun menntuð til allt annarra hluta. Hún hafði stundað nám við Héraðsskólann á Laugum í Reykja- dal 1939– 1941, „skemmtilegustu tvö ár ævi minnar“, sagði hún sjálf og sýndi þá strax á eftir þá áræði að fara í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni, þar sem hún dvaldi 1942–1943 og lauk þaðan íþrótta- kennaraprófi. Síðan stundaði hún kennslu á ýmsum stöðum næstu ár- in. En meira skyldi numið. Hún fór til framhaldsnáms í íþróttafræðum í Stokkhólmi 1946 og að því loknu vann hún á ellihjúkrunarheimili þar í borg. Henni þótti ýmsir vankant- ar vera á þeirri stofnun. Dvalar- fólkið á sjúkrahúsinu var einangr- að, „það vantaði einhvern til að tala við,“ sagði hún síðar, „og ég varð að vinna traust þess“. Það tókst henni svo vel, að hún varð hvers manns hugljúfi. „Lilla fröken Island,“ sagði gamla fólkið. Og einnig í skól- anum var hún kölluð Island. Nærri má geta að þessi litla Íslands-dama hefur verið góð landkynning á sænskum slóðum. Strákurinn frá Stokkseyri, Þórir Gunnarsson, útlærður plötu- og ketilsmiður, var þá ekki langt und- an. Hann var þann tíma einnig við nám í Stokkhólmi: Að læra rafsuðu og varð upp úr því einn flinkasti rafsuðumeistari hér á Suðurlandi. Í lok Stokkhólmsdvalarinnar ákváðu þau Ólöf og Dói að skoða sig betur um, fóru fyrst til Noregs og skoð- uðu höfuðborgina Osló. Síðan var farið til Kaupmannahafnar og kom- ið heim með flugvél, nánar tiltekið Heklu, og var það fyrsta farþega- flug hennar frá Kaupmannahöfn. Svo hófst lífsbaráttan. Fyrst búið í stóru fjölbýlishúsi á Heiðarvegi 2 á Selfossi. Síðan byggt og búið á Heiðarvegi 10, kannski byggt þar af vanefnum, en fyrir um fjórum áratugum var flutt í draumahúsið á Heiðarvegi 3. Það er sérkennilegt að alla sína búskapartíð bjuggu þau hjón við sömu götuna, og Ólöf átti þá ósk að verða ekki það gömul að þurfa að fara frá Heiðarveginum. Það tókst. Aðeins í fáa daga, „í bylnum stóra seinast“, fór hún á Heilsugæslustofnun Suðurlands þar sem hún lést. Ólöf Jónsdóttir valdi sér húsmóð- urstöðuna mestan hluta ævi sinnar, fæddi af sér og ól upp fimm mann- vænlega stráka. Gat þó, er um hægðist, brugðið sér í ýmsa vinnu. Vel lét henni að fara í matreiðslu- störf og veitingar og vissum við af henni sem kokki við Edduhótelið á Kirkjubæjarklaustri. Þá var hún orðin sextug og eiginmaðurinn lá veikur. Hún vílaði ekki fyrir sér að fara í þetta starf langa vegu frá heimili sínu og næsta sumar fór hún til Breiðdalsvíkur, tók að sér Edduhótelið þar og bar þá ábyrgð á rekstrinum. Það var gott að hún tókst á við þetta vandasama verkefni, eða eins og hún sagði sjálf: „Ef ég á að segja hvað er skemmtilegast þá er það að taka á móti gestum.“ En uppáhalds áhugamál hennar var vöxtur og viðgangur Kvenfélags Selfoss. Eftir þessu var annað: Ólöf var besti gestgjafinn á sínu eigin heim- ili. En hún naut þess miður að vera gestur sjálf. Eitt sinn komust þau hjón þó til Mallorca og hana lang- aði ekki aftur. „Að hafa ekkert að gera í þrjár vikur – það er ekki fyr- ir mig.“ Síðasta daginn þar ytra bauð hún þó 12 manns heim. „Og það var langbesti dagurinn.“ Ólöf Jónsdóttir kunni alltaf vel við sig á Selfossi. Það fór ekki mikið fyrir henni, en skoðanalaus var hún alls ekki. Hún hélt í heiðri þá reglu sem hún tamdi sér í Svíþjóð: að tala við fólk til þess að rjúfa einangrun þess. Í ótal kvabbferðum mínum til vinar míns, Þóris Gunnarssonar, hans Rafsuðu-Dóa, leiddi hún mig að kaffiborðinu í eldhúsinu og var ræðin og gerði grein fyrir ákveðnum og heiðarlegum skoðun- um sínum. Maður fór af fundi þeirra hjóna bættur á sál og líkama og tók með sér til baka hin ólíkleg- ustu tæki og tól sem Dói hafði bætt og brasað. Ég bið Ólöfu blessunar á nýjum ferðaleiðum og óska Dóa vini mín- um gæfu og gengis þau ár sem hann á nú til endurfundanna. Páll Lýðsson. Húsfreyjan á Heiðarvegi 3, frú Ólöf Jónsdóttir, hefur nú kvatt þessa jarðvist og sofnað svefninum langa. Þar með hefur hún öðlast lausn frá þungbærum veikindum. Heimili Ólafar Jónsdóttur og eig- inmanns hennar, Þóris Gunnars- sonar, ömmubróður míns og öðru nafni Dóa, er í mínum huga tákn hinnar sönnu íslensku gestrisni. Fyrstu heimsóknir mínar til þeirra heiðurshjóna, tengjast bernsku- minningum mínum um ferðalög austur fyrir fjall til skyldfólks á Stokkseyri og Selfossi á sjöunda og áttunda áratugnum. Á Heiðarveginum gefa húsráð- endur sér góðan tíma til að spjalla við gesti. Spyrja frétta að sunnan og segja sögur. Ólöf hans Dóa er kát og viðræðugóð kona sem hlær svo skemmtilega. Svo fer hún fram í eldhús, setur á sig svuntu, hitar gott kaffi, breiðir fallegan dúk á borð, og raðar smekklega á það bollum og bakkelsi. Miklu bakkelsi. Heimabökuðu, girnilegu bakkelsi, enda Ólöf þekkt fyrir færni sína í matargerð og bakstri. ,,Maður vandist þessu strax sem krakki,“ sagði hún jafnan. „Það þurfti oft að taka á móti fólki og maður varð að eiga eitthvað til með kaffinu.“ Og hún Ólöf kann svo sannarlega að taka á móti fólki og slá upp veislu. Tíminn líður og eftir því sem ár- unum fjölgar, fækkar heimsóknum mínum í Flóann og lítið er sinnt um að rækta samband við skyldmennin þar. Þá er það haustkvöld eitt fyrir rúmum fjórum árum að ég er enn stödd austur á Selfossi en í þetta sinn ekki í heimsókn. Nú er ég komin til starfa við Fjölbrautaskól- ann og fyrstu kvöldin fara í að koma sér fyrir. Flutningar nýaf- staðnir, búslóðin öll í kössum og enn fáir kunningjar á þessum nýja búsetustað. Það er því mikið undr- unarefni þegar gesti ber skyndi- lega að garði í hauströkkrinu. Upp tröppurnar gengur Dói frændi minn, leiðandi hana Ólöfu sína haldandi á hvítu handtöskunni sinni. Þótt við hefðum varla hist sl. tuttugu ár og þau hjón komin undir áttrætt, var eins og liðið hefðu örfáir mánuðir frá síðustu endur- fundum. Þarna voru þau komin að finna mig strax og vitnaðist um veru mína á staðnum. ,,Vildum bara bjóða þig velkomna og óska þér innilega til hamingju með nýja starfið. Alls ekki tefja þegar þú ert að koma þér fyrir. Erindið var líka að athuga hvort þú gætir ekki kom- ið í hádegismat á næsta sunnudag.“ Og enn er boðið til veislu hjá hús- ráðendum á Heiðarvegi. Enginn venjulegur sunnudagsmatur, enda Ólöf við stjórn í eldhúsinu sem fyrrum. Kynni mín af Ólöfu endurnýjuð- ust þennan vetur og ég fann fljótt að þar fór merkileg kona. Ekki ein- ungis var hún góð og gestrisin heim að sækja, heldur líka afar víð- sýn og fróð manneskja með ákveðnar skoðanir. Henni leiddist að tala mikið um fólk og hafði óbeit á kjaftasögum en naut þess að ræða ýmis áhugaverð málefni s.s. náttúruna, þjóðfélagsmál, leikfimi og ljóð. Hún kunni mikið af ljóðum sem hún flutti afar skemmtilega, sérstaklega ljóð Davíðs Stefánsson- ar, hennar uppáhaldsskálds. Skop- skyn og glettni Ólafar kunni ég líka vel að meta. Hún gat grínast og hlegið svo dátt að mörgu að návist hennar var oft endurnærandi. Það hefur verið ómetanlegur styrkur á nýjum stað, að eiga að svo góða og trygga vini sem hjónin á Heiðarvegi. Ég vil færa Dóa, mínum elsku- lega frænda, innilegar samúðar- kveðjur. Megi guð blessa minningu Ólafar Jónsdóttur. Hrefna Clausen. ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og lang- afi, JÓN ELÍAS INGIBJARTSSON, Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 19. janúar kl. 14.00. Helga Sigurlína Magnúsdóttir, Elín Ólöf Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR AUÐUNSSON sjómaður, Laugarnesvegi 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 12. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, synir. Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug í okkar garð við andlát og útför okkar elskulegu GUÐFINNU SIGURDÓRSDÓTTUR, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeild- ar Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka umönnun. Karl Eiríksson, Valdimar Karlsson, Sigurdór Karlsson, Helga R. Einarsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Gunnar Jónsson, Katrín I. Karlsdóttir, Karl Björnsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Þröstur Hafsteinsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, Heiðarvegi 3, Selfossi, lést á Heilsugæslu Suðurlands, Selfossi, aðfaranótt laugardagsins 10. janúar. Útför hennar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 17. janúar, kl. 13.30. Þórir Gunnarsson og synir. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur vinarhug, samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÁSGEIRS BJARNASONAR í Ásgarði. Ingibjörg Sigurðardóttir, Bjarni Ásgeirsson, Erla Ólafsdóttir, Benedikt Ásgeirsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSAK ELÍAS JÓNSSON tónlistarkennari, Bollebygd, Svíþjóð, lést á heimili sínu fimmtudaginn 15. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Atli Ísaksson, Steinunn Ólafsdóttir, Margrét Ísaksdóttir, Guðný Ísaksdóttir, Jón Reynisson og afabörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.