Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 23

Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 23 Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 7 / sia .is AKUREYRI Raforkuframleiðsla hefst ínýrri virkjun við Djúpa-dalsá í Eyjafjarðarsveit ílok næsta mánaðar, gangi allar áætlanir eftir. Framkvæmdir hófust í apríl á síðasta ári en um er að ræða stærstu einkavirkjun landsins. Fyrirtækið Fallorka ehf., sem er í eigu Aðalsteins Bjarnasonar og fjöl- skyldu, byggir virkjunina og verður framleiðslugeta hennar 1,8 MW. Fall- orka hefur gert samning við Norður- orku um kaup á rafmagni frá virkj- uninni, sem fyrirtækið afhendir á Botni í Eyjafjarðarsveit. Þá eru upp hugmyndir að byggja aðra minni virkjun við ána, innar í Djúpadal en ekki liggur endanlega fyrir hvenær af þeim framkvæmdum gæti orðið. Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, sagði að stefnt væri að því að Norðurorka keypti alla raforku frá báðum vikjunum Fallorku við Djúpa- dalsá í framtíðinni, auk þess sem sam- komulag hefði við undirritað, með fyr- irvara um samþykki stjórna fyrirtækjanna, um að Norðurorka eignaðist allt að 40% hlut í Fallorku ehf. „Verðið sem við komum til með að borga fyrir rafmagnið er báðum aðilum hagstætt.“ Franz sagði að ný raforkulög væru að skella á og að allir þeir sem eru að framleiða, dreifa, kaupa og selja raf- orku gerðu lítið annað en að reyna að fóta sig í þeim málum þessa dagana. Landsvirkjun, sem fram til þessa hef- ur selt Norðurorku raforku, hefur boðið framhald þeirra viðskipta og eru samningar á lokastigi. Auk þess leitaði Norðurorka til fjögurra fyrir- tækja sem framleiða raforku, Hita- veitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykja- víkur, RARIK og Orkubús Vestfjarða um kaup á raforku en Franz sagði að ekkert þeirra treysti sér til þess að selja fyrirtækinu raforku, í bili að minnsta kosti. Hann sagði að þessir aðilar væru fyrst og fremst að hugsa um hag sinna viðskiptavina og sína eigin sölustarfsemi. „Við erum því ekki alveg klárir á því hvar sam- keppnin í raforkuframleiðslunni á að vera.“ Franz dregur í efa að ný raforkulög hafi mikil áhrif á svæðinu önnur en þau að hugsanlega hækki raforku- verð til almennings. „Ég held að það sé heldur ekki við því að búast að raf- orkuverð til iðn- og framleiðslufyrir- tækja lækki fyrr en þau fara að nýta sín mannvirki og tæki betur yfir sól- arhringinn. Það á að vera til nóg af ódýrri raforku eftir kl. 8 á kvöldin og til kl. 6 á morgnana.“ Forsvarsmenn Norðurorku hafa verið skoða þann möguleika að virkja Glerá á nýjan leik. Virkjunin kemur þó ekki til með að hafa teljandi áhrif fyrir fyrirtækið vegna þess hveru lítil hún verður en framleiðslugeta henn- ar verður 200–300 KW. Virkjunin mun þó standa undir sér. Franz sagð- ist hafa áhuga á því að ráðist yrði í framkvæmdir á þessu ári, á 100 ára afmæli rafvæðingar á Íslandi. „Þetta væri ágætis tækifæri til að minnast þess og virkjunin á Glerá er fyrsta virkjun Akureyringa.“ Stíflan á Glerá var byggð 1921, stöðvarhúsið 1922 og virkjunin tekin í notkun það ár. Stífl- an var endurbyggð árið 1986 og gegn- ir því hlutverki að hefta sand- og mal- arburð ofan eyrarinnar. „Við höfum líka verið að bora eftir jarðhita á Þeistareykjum til að framleiða raf- orku. Þar hafa menn verið að hugsa um stóra virkjun en það er einnig hægt að byggja minni virkjun og selja raforku t.d. til Húsavíkur og Akur- eyrar.“ Franz sagði framkvæmdir á Þeistareykjum á áætlun, borun á holu númer tvö væri lokið og að beðið væri eftir að sjá hversu öflug hún væri. Djúpadalsá stífluð ofan við gljúfrið og ofan stíflunnar myndast uppistöðulón. Vatninu er veitt eftir skurði að inn- taksmannvirki og þaðan verður 900 m fallpípa að stöðvarhúsinu, sem í verða tvær vélar til rafmagnsframleiðslu. Norðurorka eignast allt að 40% hlut í Fallorku ehf. sem byggir stærstu einkavirkjun landsins við Djúpadalsá Raforkuframleiðsla hefst í lok febrúar Fótboltadagur | Fótbolti fyrir stelpur, er yfirskrift fótboltadags, sem Þór og KA standa fyrir í Boganum á morgun, sunnudaginn 18. janúar. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Félög- in hafa boðið öllum stúlkum í 1.– 10. bekk í grunnskólum bæjarins til þátttöku. Félögin gáfu út bækl- ing, þar sem æfingatöflur þeirra eru kynntar, sem og dagskrá fót- boltadagsins og dreifðu í skól- unum. Dagskráin hefst með knatt- spyrnuleik milli 3. flokks kvenna en síðan gefst stúlkunum kostur á að taka þátt í ýmsum knatt- þrautum. Kl. 14 hefst æfing hjá stúlkum af Norður- og Austur- landi, undir stjórn Helenar Ólafs- dóttur, landsliðsþjálfara A- landsliðs kvenna. Hjá Þór og KA æfa um 160 stúlkur á sumrin en um 100 yfir vetrartímann og fer fjölgandi. Þá æfa um 30 stúlkur með sameiginlegu liði Þórs/KA/KS í 2. flokki og meistaraflokki.    Roðkæling fisks| Fundur Rann sóknastofnunar fiskiðnaðarins og Skagans hf. um roðkælingu fisks, sem féll niður vegna veðurs sl. þriðjudag, verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, nk. mánudag, 19. janúar, kl. 13–15.    Skemmtikvöld| Aglow-samtökin á Akureyri halda fund næstkomandi mánudagskvöld, 19. janúar, kl. 20 í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 22. Þar verður boðið upp á söng, bæn og hugleiðingu í umsjá Önnu Höskulds- dóttur hjúkrunarfræðings. Miðbær | Íslenskir fornbókaunn- endur og aðrir bókaormar brugðust vel við því þegar fornbókasalarnir í Bókavörðunni ákváðu að ljúka bókamarkaði sínum sem haldinn var á Laugavegi 105 með því að gefa þær bækur sem eftir voru, en þar var um að ræða á bilinu sjö til tíu þúsund bækur sem höfðu hin ólík- ustu umfjöllunarefni. Þar var að finna ævisögur, fjölfræðirit, skáld- sögur og ljóð og alls kyns skemmti- leg rit um allt milli himins og jarðar. Að sögn Ara Gísla Bragasonar, sem rekur Bókavörðuna ásamt föð- ur sínum, Braga Kristjónssyni, hef- ur bókagjöfin gengið afar vel og fólk sýnt þessu nýmæli mikinn áhuga. „Það eru mörg hundruð manns sem komu hér við í dag og skemmtu sér. Við verðum hér í allt kvöld að snyrta til og bæta bókum við á borð- in, svo það verður fínt úrval bóka hér bæði á laugardag og sunnudag og jafnvel á mánudag,“ segir Ari Gísli og bætir við að auðvitað verði þeir að hætta þessu bráðum, „en það hafa verið svo góð viðbrögð að við viljum halda þessu áfram. Við höfum verið hér í góðri sátt að leigja af Íslandsbanka, en þeir eru búnir að selja húsnæðið, svo við verðum að yfirgefa það fljótlega. Við erum að gefa um tíu þúsund bækur en á einu borði erum við að selja bækur á hundrað kall bókina, en þar er að finna þjóðlegan fróðleik og ættfræðibækur. Við seljum þar til að hafa upp í pokana.“ Grisja lagerinn Það má segja að það sé lítill „bis- ness“ í því að gefa bækurnar, en Ari segir það ósköp eðlilegt að grisja lagerinn örlítið. „Það eru svo marg- ir viðskiptavinir hjá okkur og þeir þekkja það að við erum búnir að vera í tuttugu og fimm ár á mark- aðnum og erum búin að viða þvílíku magni bóka að okkur að við þurfum hreinlega að hreinsa til. Þetta er líka tilvalið tækifæri fyrir unga safnara að koma sér upp stofni bóka og byrja að safna,“ segir Ari. Hann segir stóra aðdráttaraflið við forn- bókasöluna vera hina endalausu leit að einhverju áhugaverðu. „Leitin til dæmis í ljóðum eða fræðibókum og einnig í skemmtilegri þjóðfélags- og mannlífssögu sem felst í þessum gömlu heimildum og skrifum höf- unda á öllum sviðum. Þetta end- urspeglar svo mannlíf og þjóðlíf fyrr á öldum. Þess má líka geta að við erum með mikið magn erlendra bóka eftir tugi eða hundruð höfunda sem gæti verið áhugavert fyrir grúskara,“ segir Ari og bætir við að lokum að fólki er guðvelkomið að kíkja við og taka með sér bækur alla helgina. Morgunblaðið/Sverrir Það er ýmislegt að finna á bókamarkaði Bókavörðunnar, sérstaklega fyrir forvitna grúskara sem vilja öðlast betri skilning á þjóðfélagi liðinna tíma. Bókavarðan gefur bækur á bókamarkaði Hafsjór fróðleiks um mannlíf og þjóðlíf KAREN Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve dansarar voru útnefnd Íþróttamenn ÍR 2003 við athöfn í ÍR heimilinu síðasta þriðjudag. Karen og Adam eru hjón og heimsmeistarar í 10 dönsum. Þau eru félagar dansdeildar ÍR og keppa fyrir hönd félagsins. Íþróttamennirnir nýkrýndu náðu þeim glæsilega árangri að sigra á heimsmeistaramóti í 10 dönsum sem haldið var í Tokyo í Japan 22. júní 2003 og verða þar með heims- meistarar. Með þessum glæsilega árangri hafa þau náð mesta árangri sem íþróttafólk getur náð á sínum ferli. Þetta er einnig besti árangur sem Íslendingar hafa náð í dans- íþróttinni hingað til og hafa ÍR- ingar eignast sína eigin heims- meistara. Dansarar á heimsmælikvarða: Þau Karen Björk og Adam Reeve hafa svo sannarlega haldið uppi merki Íslands í dansheiminum. Karen Björk og Adam Reeve hlut- skörpust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.